Alþýðublaðið - 14.11.1995, Qupperneq 1
■ Kvennalistinn ætlar að fjölga röddum sínum á þingi með því að kalla inn varamenn
Brot á lögum um þingsköp?
Kvennalistinn hefur lýst því yfir að
þingkonur hans munu í auknum mæli
kalla inn varaþingmenn til að gera
fleiri röddum kleil't að tjá sjónarmið
Kvennalistans. Lögum samkvæmt er
„kjömum þingmönnum skylt að sækja
alla þingfundi nema nauðsyn banni,“
eins og segir í þingskaparlögum.
Ástæður fyrir forföllum aðalmanna
eru yfirleitt opinber erindi erlendis,
veikindi eða sérstakar annir.
I 53. grein laga um þingsköp segir í
2. málsgrein: , jíf þingmaður forfallast
■ Samkeppnisstofnun
Skatturinn á
hálum ís
Samkeppnisráð hefur vakið at-
hygli fjármálaráðherra á því áliti
sínu að túlkun skattayfirvalda á regl-
um um virðisaukaskatt af skatt-
skyldri starfsemi ríkis og sveitarfé-
laga takmarki frelsi í atvinnurekstri
og aðgang nýrra keppinauta að
markaðnum. Leggur ráðið til að
orðalagi reglugerðarinnar verði
breytt þannig að sjálfstætt starfandi
sérfræðingum sem vinna fyrir hið
opinbera verði ekki mismunað eftir
því hvort þeir hafi háskólapróf eða
ekki. í reglugerð fjármálaráðuneytis
um endurgreiðslu virðisaukaskatts
af skattskyldri starfsemi er ákvæði
þar sem kveðið er á um að endur-
greiða skuli ríki, sveitarfélögum og
stofnunum þeirra af virðisaukaskatti
af vinnu og þjónustu verkfræðinga,
tæknifræðinga, arkitekta, lögfræð-
inga, löggiltra endurskoðenda og
annarra sérfræðinga er almennt
þjóna atvinnulífinu. Hefur ríkisskatt-
stjóri túlkað ákvæðið á þann veg að
ríki og sveitarfélög skuli einungis fá
endurgreiddan virðisaukaskatt af að-
keyptri vinnu sérfræðinga sem lokið
hafa háskólaprófi eða aldeilis sam-
bærilegu langskólanámi. Með þess-
ari túlkun telur samkeppnisráð að
verið sé að skaða samkeppnisstöðu
þeirra sérfræðinga sem almennt
þjóna viðskiptalífinu en hafa ekki
háskólamenntun eða aldeilis sam-
bærilega menntun.
■ Eldurinn í Heimaey
svo að nauðsyn krefji að varamaður
hans taki sæti hans á meðan skal hann
tilkynna forseta það bréflega og jafn-
framt gera grein fyrir í hveiju forfölhn
eru fólgin og hversu lengi þau muni
vara. Forseti kynnir þinginu bréfið.
Þegar varamaður tekur sæti í forföll-
um þingmanns skal hann ekki sitja
skemur en tvær vikur nema þingið
hafí áður verið rofið eða því frestað.
Þingmaður nýtur ekki þingfararkaups
meðan varamaður hans situr á þingi
nema fjarvist sé vegna veikinda eða
þingmaður sé fjarverandi í opinberum
erindum."
í Handbók Alþingis 1991 kemur
ffam að varaþingmenn á kjörtímabil-
inu 1987-91 voru samtals 69. Átta
varaþingmenn tóku síðar á kjörtíma-
bilinu fast sæti vegna afsagnar eða
andláts aðalmanna. Ástæður fyrir for-
föllum aðalmanna á þessu kjörtímabili
voru opinber erindi erlendis 70,7%,
veikindaleyfi 19,7% og annir, veikindi
9,6%. í fréttum um helgina af lands-
fundi Kvennalistans kom fram að ætl-
unin væri að kalla inn varaþingmenn
flokksins í auknum mæli. I frétt frá
Samtökum um Kvennahsta um lands-
fundinn segir um þetta atriði: „Nýjar
starfsreglur fyrir þingflokk Kvenna-
listans voru samþykktar sem miða að
því að efla tengsl þingflokksins við
aðrar Kvennalistakonur og gera fleiri
röddum kleift að tjá sjónarmið
Kvennalistans."
Alþýðublaðinu tókst ekki að ná tali
af þingkonum Kvennalistans í gær
vegna þessa máls.
■ Landsfundur
Kvennalistans
Engar
ályktanir
um þjóðmál
Ymis þjóðmál voru rædd í hóp-
um á landsfundi Kvennalistans
um helgina en „formlegar álykt-
anir voru ekki gerðar um þau,“
segir í frétt frá Samtökum um
Kvennalista. í fréttinni segir að
fundurinn hafi einkennst af mikl-
um umræðum um framtíð sam-
takanna. Fundarkonur hafi ekki
verið á einu máli um hvaða leiðir
væru vænlegastar í baráttunni
fyrir kvenfrelsi. Niðurstaða lands-
fundarins var að efla þyrfti
Kvennalistann og snúa vörn í
sókn. Framkvæmdaráði Kvenna-
listans var falið að koma umræð-
unni í frjóan farveg í öllurn öng-
um Kvennalistans þar sem rædd-
ar yrðu til hlítar mismunandi leið-
ir að settu marki. Samþykkt var
að viðhalda útskiptareglu
Kvennalistans sem kveður á um
að fulltrúar hans sitji ekki lengur
en tvö kjörtímabil.
■ Óvissa um framtíð
Kvennalistans
Lélegar
forystukonur
- segir Helga Sigurjónsdóttir
bæjarfulltrúi.
,Lf merkisberinn í boðhlaupi kvenna-
baráttunnar missir merkið, týnir því eða
lætur einhvem óviðkomandi fá það á að
víkja honum í burtu. Það er varla rúm
nema fyrir einn merkisbera í baráttunni
og Kvennalistinn hefur fallið á prófmu
bæði hvað varðar meðferð á lýðræði inn-
an flokksins og hugmyndaffæðilega hef-
ur lítið verið að gerast. Mér fmnst því
Kvennalistinn hafa lélegar forystukon-
ur,“ sagði Helga Sigurjónsdóttir bæjar-
fulltrúi í samtali við Alþýðublaðið um
landsfund Kvennalistans. Helga hefur
tekið þátt í kvennabaráttu í 25 ár. Fyrst
með Rauðsokkuhreyfingunni og síðan
Kvennalistanum þar úl hún sagði skilið
við flokkinn í kjölfar þess að ekki var
farið eftir niðurstöðum prófkjörs flokks-
ins í Reykjaneskjördæmi heldur ákveðið
að endurtaka prófkjörið. Helga telur
Kvennalistann vera að enda í sömu eymd
og Rauðsokkuhreyfmgin á sínum tíma.
,3f maður er að gefa sig út fyrir að fara í
forystu fyrir svona grafalvarleg hreyf-
ingu og mikilvægt mál sem kvennabar-
áttan er, þá verður maður að vita að það
þarf klof til að ríða röftum. Það verður að
gera kröfur til forystukvenna. En það er
enginn sem segir að kvennabaráttan þurfi
að vera í formi stjómmálaflokks. Það em
margir möguleikar í stöðunni og ég held
að það séu konur um land allt sem
brenna í skinninu eftir að fá vettvang til
að ræða málin. Miklu víðari heldur er
innan Kvennalistans og það er nokkuð
seint í rassinn gripið að ætla að efla
Kvennalistann núna,“ sagði Helga. „Þær
sem stýra málum Kvennalistans núna
falla í margar gryíjur meðal annars af því
þær skortir yfirsýn, þekkingu, reynslu og
þær afneituðu fortíðinni. Rauðsokku-
hreyfmgin byrjaði hressilega en sigldi
inn í þröngt og einstrengislegt far og end-
aði í hálfgerðri eymd. Eg óttast að það
sama sé að gerast með Kvennalistann og
var búin að afskrifa hann sem afl í
kvennabaráttunni. En ég er ekki búin að
segja skilið við kvennabaráttuna," sagði
Helga Siguijónsdóttir.
Þokuslunginn vetur Það var draugalegt um
að litast i höfuðborginni í gær þegar þykk þoka gerði óvænta innrás. Ein-
ar Ólason Ijósmyndari komst að því að margt bjó í þokunni niður við
höfn: meðal annars stoltarlegt herskip og einmana offiséri.
TÓNLEIKAR
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS,
Þróunarkenning Darwins brennd
Aðgerðum hvítasunnumanna í Heimaey líkt við bókabrennur nasista.
Bóka- og geisladiskabrenna undirbúin í Heimaey. „Þetta er bara rusl í mín-
um augum það hefur enginn gott af því að hlusta á þetta," segir hvíta-
sunnumaðurinn Óskar Sigurðsson í viðtali við Fréttir. Mynd: Fréttir, Vestmannaeyjum.
„Annaðhvort varð allt að fara eða
ekkert. Ég brenndi nokkrar bækur,
meðal annars bækur um furður verald-
ar og þróunarkenninguna sem er guði
ekki þóknanleg,“ segir Pétur Er-
lendsson í viðtali við Fréttir í Vesta-
mannaeyjum. Einsog Alþýðublaðið
skýrði frá í síðustu viku, fyrst fjöl-
miðla, hafa ungir hvítasunnumenn í
Heimaey að undanförnu staðið fyrir
geisladiska- og bókabrennum. f viðtal-
inu í Fréttum segir að Pétur hafi frels-
ast fyrir ári og tekið niðurdýfingu í
sumar. Hann kveðst hafa brennt bæk-
ur, myndbönd og geisladiska.
Pétur spilaði í mörgum hljómsveit-
um áðuren hann frelsaðist, og sömu
sögu er að segja af félaga hans, Ósk-
ari Sigurðssyni, sem frelsaðist fyrir
hálfu öðru ári og hefur borið ýmislegt
„ókristilegt" efni á bál. Óskar segist í
viðtali við Fréttir setja alla popptónlist
undir sama hatt: „Þetta er bara rusl í
mínum augum og það hefur enginn
gott af því að hlusta á þetta. Boðskap-
urinn á þessum plötum er mjög vara-
samur og ég gæti vitnað í marga texta
þar sem talað er gegn kristinni trú og
það sem er ekki guði til dýrðar er ekki
fyrir mig. Ávextir poppsins, bæði hér
á landi og erlendis, hafa aldrei verið
góðir og af ávöxtunum skuluð þið
þekkja þá.“
Frétt Alþýðublaðsins á þriðjudag í
síðustu viku um bóka- og geisladiska-
brennuna í Heimaey hefur vakið
mikla athygli. í forystugrein DV í gær
líkti Elías Snæland Jónsson aðstoð-
arritstjóri aðgerðum hvítasunnumanna
í Heimaey við bókabrennur nasista á
fjórða áratugnum.
Leiðarinn
um tilvistarkrísu
Kvennó
Birgir Hermannsson
um hvali og
góða íslendinga
Valdimar Jóhannsson
um Alþýðublaðið
fyrir hálfri öld
W. A. Mozart: Maurerische Trauermusik
Benjamin Britten: Lachrymae fyrir
víólu og strengi
Henryk M. Gorecki: Sinfónía nr. 3
O ------------------------------------
Helga Þórarinsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir
Hljómsveitarstjóri: Osmo Vanska
Einleikari: Einsöngvari:
Helga Þórarinsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir
SINFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255
MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HL)ÓMSVEITARINNAR OC VIÐ INNGANCINN