Alþýðublaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. NOVEMBER 1995 ALÞYÐUBLAÐH5 £# u n n a r ' Valdimars Jóhannssonar, Ég skrifaði mig í tugthúsid, sem Gylfi Gröndal skráði. Valdimar stofnaði bókafor- gáfufyrirtæki landsins. Áður hafði hann lagt stund á blaðamennsku - meðal annars á Alþýðublaðinu á árun- r Valdimar frá veru sinni í Alþýðuhúsinu. Áður hafði hann unnið á Tímanum og þurfti fyrsta daginn þar að star... Kommúnistar eru.. ■ inistar eru vargar þýðublaðinu fyrir rúmlega hálfri öld. Valdimar Jóhannsson. Fyrsta dag- inn á Tímanum þurfti hann að skrifa allt blaðið - forystugreinina líka. Síðar vann hann í eitt og hálft ár á Alþýðublaðinu. Inn af herberginu var kompa með stór útvarpstæki, og þar sat sá sem skrifaði erlendar fréttir. Helgi var þar oft og hlustaði gaumgæfilega á BBC, og þótt við hinir heyrðum lftið annað en truflanir úr viðtækinu, brak og bresti, tókst honum jafhan að skrifa ítarlegar fféttir af gangi heimsstyijaldarinnar. Það var þröngt setinn bekkurinn og vinnutímipn óheyrilega langur. Við mættum klukkan eitt eftir hádegi og unnum síðan langflestir alveg þar til blaðið var búið um miðnættið eða síðar. Stefán Pjetursson vann hvert einasta kvöld og vildi helst hafa sem flesta blaðamenn með sér. Hann fylgdist vel með umbroti blaðsins og óttaðist stöð- ugt að eitthvað kæmi upp á, til dæmis ný stórfrétt úr stríðinu sem alltaf mátti búast við. Ég stakk upp á að við skyldum skipt- ast á um að ganga kvöldvaktir, og hann samþykkti að ég setti saman vaktatöflu. Eftir það áttum við ffí tvö kvöld í viku, og það var mun skárra. Stefán Pjetursson var heiðursmaðUr; gáfaður og gagnmenntaður, vel lesinn og hafsjór af ffóðleik; við blaðamenn- imir flettum upp í honum eins og al- ffæðibók. Um tíma var Stefán félagi í Komm- únistaflokki íslands, en fór til Rúss- lands og sá strax að þar var ekki allt með felldu. Gagnrýni hans og tor- tryggni fréttist, svo að yfir honum vofði handtaka og kyrrsetning í landinu. Sú saga gekk að hann hafi átt fótum ijör að launa í þess orðs fyllstu merkingu, því að á elleftu stundu slapp hann úr klóm eftirleitarmanna sinna upp í lest skólaus á öðmm fæti - og þannig kom hann til Vesturlanda aftur. Eftir þetta hataði Stefán kommúnista og sendi þeim óspart tóninn í Alþýðu- blaðinu. Hann skrifaði leiðarana með penna, sem brakaði í, og hafði þann sið að tauta fyrir munni sér orðin um leið og hann festi þau á blað: „Kommúnistar ... Kommúnistar em ... Kommúnistar era vargar ... Gott... Kommúnistar em vargar í véum ... Kommúnistar em vargar í véum ís- lenskrar verkalýðshreyfingar ... Gott, gott!“ Stefán hafði dálæti á mér og gerði sér vonir um að ég mundi ílendast á Al- þýðublaðinu, en ég vann þar aðeins í eitt og hálft ár. Stundum lét hann mig hlaupa í skarðið fyrir sig og skrifa leiðarann. Eitt sinn man ég að rætt var um að hermenn hefðu spillt helgasta stað íslendinga, sjálfum Þingvöllum; þeir þyrpmst þangað um helgar þannig að fólk veigr- aði sér við að vera þar. Eg skrifaði um þetta þijá leiðara í röð. Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins, kom daglega á rit- stjómina, aðallega til að spjalla við Stefán Jóhann Stefánsson var for- maður Alþýðuflokksins þegar Valdimar var blaðamaður þar. „Hann var ævinlega kurteis og al- úðlegur við mig, en leit mig horn- auga, þar sem ég var ekki flokks- bundinn og vegna harðrar and- stöðu minnar gegn hernáminu." Stefán Pjetursson ritstjóri Alþýðu- blaðsins: Hann skrifaði leiðarana með penna, sem brakaði í, og hafði þann sið að tauta fyrir munni sér orðin um ieið og hann festi þau á blað: „Kommúnistar ... Kommún- istar eru ... Kommúnistar eru varg- ar ... Gott ... Kommúnistar eru vargar í véum ... Kommúnistar eru vargar í véum íslenskrar verkalýðs- hreyfingar ... Gott, gott!" nafna sinn. Hann var ævinlega kurteis og alúðlegur við mig, en leit mig hom- auga, þar sem ég var ekki flokksbund- inn og vegna harðrar andstöðu minnar gegn hemáminu. Þegar ég hef skrifað þriðja leiðarann um vanhelgun Þingvalla, kemur hann, sest fyrir framan mig, dæsir og segir: , J>essir leiðarar þínir um Þingvallamál- ið, Valdimar, þeir em svo sem ágætir. En ætli sé nú ekki komið nóg af svo góðu?“ Launin á Alþýðublaðinu vom það lág, að ég hélt áfram að lesa handrit og prófarkir fyrir útgefendur til að drýgja tekjur mínar. Af því tilefni sögðu tveir kunningjar mínir eitt sinn við mig: , Jfvers vegna gefurðu ekki út bækur sjálfur?“ í fyrstu þótti mér hugmyndin fjar- stæðá, en reyndin varð sú að ég tók þá á orðinu. ■ Helgi Sæmundsson. Skrifaði er- lendar fréttir í Alþýðublaðið. Hann „hlustaði gaumgæfilega á BBC, og þótt við hinir heyrðum lítið annað en truflanir úr viðtækinu, brak og bresti, tókst honum jafnan að skrifa ítarlegar fréttir af gangi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.