Alþýðublaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MÞYDUBUBIÐ 21018. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Rítstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk • • Orþreyttur Kvennalisti Yfirleitt tekst stjórnmálaflokkum að nota landsfundi sér til framdráttar: þar er farið í saumana á málefnum, forysta valin, framtíðarsýn mótuð. Kvennalistanum tókst hinsvegar um helgina að gera eitt allsheijar klúður úr landsfundi sínum. Einu fréttimar sem þaðan bárust vom af heitum deilum um það, hvort Kvenna- listinn ætti yfirhöfuð eitthvert erindi við framtíðina. Sjálfseyðing- arhvöt hefur einkennt störf Kvennalistans síðustu misserin. Nýja- bramið er löngu fokið út í veður og vind, og engin málefnaleg endumýjun hefur orðið í háa herrans tíð. Grasrótin er kalin, ein- sog glöggt kom í ljós fyrir kosningar þegar lítil klíka hafði að engu niðurstöðu lýðræðislegs forvals. I kosningabaráttunni höfðu frambjóðendur flokksins ekkert fram að færa sem fangaði athygli kjósenda - mest bar á heldur kátlegri tilkynningu um að Kvenna- iistinn væri á leið í ríkisstjóm. Reyndin varð önnur, og á kosn- inganótt mátti litlu muna að Kvénnalistinn hrataði fyrir ætternis- stapa. Þótt Kvennalistann hafí nú þrotið örendið skyldi samt enginn velkjast í vafa um að flokkurinn hafði framan af umtalsverð áhrif á þróun íslenskra stjómmála. Þegar Kvennalistinn bauð fyrst lfam, árið 1983, sátu aðeins Ijórar konur á þingi; nú em þær 16. Hugmyndafræði og baráttuaðferðir Kvennalistans hafa átt ríkan þátt í að grafa undan því tregðulögmáli sem ríkt hefur í jafnréttis- málum á íslandi. Það lögmál felst sem kunnugt er í því að hyl- djúp gjá hefur verið milli fyrirheita og framkvæmda í jafnréttis- málum, og em allir gömlu stjómmálaflokkamir því miður undir þessa sök seldir að meira eða minna leyti. Fulltrúar á landsfundinum um helgina skiptust í tvær öndverðar fylkingar. Annarsvegar vom þær konur sem hreinlega vilja að Kvennalistinn hætti að bjóða fram, og telja það úrelta baráttuað- ferð, hinsvegar þær sem höfðu stór orð um að efla flokksstarfið og vilja halda til streitu framboði á landsvísu. Þórhildur Þorleifs- dóttir, fyrmm þingkona tlokksins, bar fram tillögu um að hætta við framboð Kvennalistans. Hún sagði í viðtali við DV í gær: „Með því hætta framboði vil ég gefa konum pólitískt frelsi. Um leið emm við að gefa þeim sköpunarfrelsi... Mér dettur ekki í hug að halda að kvenfrelsisbaráttu sé lokið eða að Kvennalistinn sé hið endanlega svar.“ Á landsfundinum var líka tekist harkalega á um það hvort kvennalistakonur eiga að taka þátt í umræðum um samfylkingu á vinstri væng. Það kom ekki á óvart að konur úr Reykjavík, sem unnið hafa innan R-listans, skyldu eiga fmmkvæði í þeirri um- ræðu. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurhstans, kvaðst í DV-viðtali vera þeirrar skoðunar að einhverskonar sam- vinna eða kosningabandalag komi ‘il greina. Hún sagði: „Við ^ærðum að taka mið af þeim raunvemleika sem við lifum í núna. Raunveruleikinn kallar á einhverskonar samvinnu. Ég vitna til góðrar reynslu af starfi Reykjavíkurlistans. Þar er enginn að leggja sig niður heldur em þeir að starfa saman.“ Um þessar mundir er mikil gerjun á vinstri væng stjómmál- anna, bæði innan flokka og utan. Hin pólitíska staða á vettvangi landsmála knýr menn til umhugsunar um það, hvort vænlegt sé að fjórir áhrifalausir stjómarandstöðuflokkar gaufi hver í sínu homi - eða stilli saman strengi með einhverju móti. Landsfundur Kvennalistans sýnir glöggt að á þeim bæ em margar konur reiðu- búnar til að skoða nýjar leiðir. ■ s k o ð a n Oraunhæft hvalveiðital Enn á ný eru hvalveiðar til umræðu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra lýsti því yfir á Alþingi fyrir stuttu að hann myndi á næstunni flytja þingsályktunartillögu um að Islend- ingar hæfu hvalveiðar að nýju. Það var hins vegar eftirtektarvert að ráð- herrann neitaði algjörlega að ræða hvenær umræddar veiðar ættu að hefj- ast. Það væri Alþingis að ákveða það. Heitstrengingar um að hefja hvla- veiðar að nýju hafa svo sem heyrst áð- ur, án þess að neitt hafi úr orðið. Eng- in ástæða er til að ætla að breyting verði á þessu nú. Að berja sér á brjóst Hringborðið | Birgir Hermannsson skrifar og tala digurbarkalega um hvalveiðar er orðið að innihaldslausu ritúali í ís- lenskum stjómmálum: einskonar stað- festing á því að viðkomandi sé sannur íslendingur, veiðimaður sem láti ekki lilfinningasama útlendinga kúga sig. Það verður annars fróðlegt að sjá hvað mun standa í þingsályktunartil- lögu Þorsteins Pálssonar. Engin tíma- setning verður þar, ef marka má orð ráðherrans, en stóra spurningin er sú hvort kveðið verður á um veiðar á stórhvölum, eða hvort eingöngu verð- ur talað um hrefnuveiðar. Litlar sem engar líkur eru á því að hið fyrmefnda verði upp á teningnum enda komast íslendingar vart upp með það að taka ákvarðanir um slíkar veiðar einhliða. Líklegra er að íslendingar fari að dæmi Norðmanna og hefji Hrefnu- veiðar í mjög takmörkuðum mæli. Norðmenn hafa lent í miklum vand- ræðum á alþjóðlegum vettvangi vegna hvalveiða sinna. Ekki verður sagt að veiðamar séu miklar og aðeins er leyft að selja afurðimar á innlendum mark- aði. Japanir - hinir sönnu hvalaætur heimsins - fá því ekki að bragða á norskri Hrefnu. Nú er svo komið að hvalveiðimenn í Noregi telja frekari veiðar vart borga sig fyrr en þeir fá að selja afurðir sínar á alþjóðlegum markaði. Hvalveiðimenn í Noregi telja sig því svikna af stjómvöldum, sem hafa sér það til málsvarnar að vilja ekki fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Islendingar em að þessu leyti í svíp- aðri stöðu og Norðmenn. Veiðar á nokkmm hvölum skipta engu máli til eða frá í efnahagslífi þjóðarinnar, en fómarkostnaðurinri getur orðið mikill sé ekki rétt haldið á spöðunum. Það er einnig ljóst að verði ekki leyft að selja afurðirnar á alþjóðlegum markaði munu veiðamar ekki borga sig hér á landi irekar en í Noregi. Ég efa stór- lega að Alþingi sé tilbúið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri og ganga skrefi lengra en Norðmenn og selja hvalaafurðir á alþjóðlegum mörkuðum. Til lengri tíma mun slíkt vart þjóna hvalveiðihagsmunum ís- lendinga. Hvalveiðar í stómm stíl í blóra við alþjóðlegar stofnanir, eins og Alþjóða hvalveiðiráðið, eru óhugsandi og hefðu í för með sér mikla áhættu fyrir Islendinga. Mikið er talað um nauðsyn hvalveiða til að gæta jafnvægis í lífrfki hafsins. Þetta em auðvitað sterk rök fyrir hvalveiðum, en vart er ástandið orðið svo aðkallandi að rétt sé að grípa til neyðarúrræða sem án efa munu einangra íslendinga á alþjóðleg- um vettvangi. Umræða um hvalveiðimál er á miklum villigötum hér á landi. Stærstu einstöku mistökin á þessum vettvangi var sú ákvörðun að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu á sínum tíma. Það er smám saman að renna upp fyrir mönnum að ekki er hægt að heija hvalveiðar fyrr en ísland gengur aftur í ráðið. í það súra epli verða þeir Þorsteinn Pálsson og Halldór Ás- grímsson nú að bíta. Þeim væri einnig hollt að minnast heilræðis Max We- bers, sem líkti pólitík við það að klappa hörðurn steini. Ef Islendingar ætla sér að veiða hval fyrir alvöru verða þeir að klappa steininn lengi og af þolinmæði. Það er ekki vænlegt til árangurs að hlaupa á dyr með þjósti og tala digurbarkalega. Slíkt sannfærir engan á alþjóðlegum vettvangi, en skapar óraunhæfar væntingar heima fyrir. ■ Höfundur er stjórnmálafræðingur. Að berja sér á brjóst og tala digur- barkalega um hval veiðar er orðið að innihaldslausu ritúali í íslenskum stjórnmálum; einskonar staðfesting á því að við- komandi sé sannur íslendingur, veiðimaður sem láti ekki tii- finninga- sama útlending kúga sig nóvember Atburðir dagsins 1894 Sjómannafélagið Báran stofnað í Reykjavík, fyrst ís- ienskra sjómannafélaga. 1925 Sýning á súrrealískum lista- verkum í París. Meðal lista- manna cru Picasso, Miró, Pau! Klee, Hans Arp, Man Ray og Max Ernst. 1938 Gyðingum bannaður aðgangur að háskól- um í Þýskalandi. 1963 Surts- eyjargos hefst. 1983 Tó'mas Guðmundsson skáld lést, 82 ára. 1985 Hólmfríður Karls- dóttir kjörin ungfrú heimur. Afmælisbörn dagsins Claude Monet 1840, franskur listmálari. Jawaharlal Nehru 1889, fyrsti forsætisráðhérra sjálfstæðs lndlands. Joseph McCarthy 1908. bandarískur öldungadeildarþingmaður, upphafsmaður galdrafárs gegn kommúnistum. Karl Filippus Arthúr Georg 1948, ríkisarfi Breta. Annálsbrot dagsins Kona nokkur f Laugardal fyrir sunnan sat á palli sínum einn sunnudagsmorgun og sagði: „Eg vildi guð vildi koma mér héðan með einhverju móti.“ Féll svo dauð niður af pallin- um. Hrafnagilsannálí 1751. Málsháttur dagsins ' Neyð mín gerði, að ég fastnaði þig. fátæka Gunna. Stjórnendur landsins Það er afleitt að þéir sem vita best hvemig á að stjórna land- inu skuli allir vera uppteknir við að keyra leigubíla eða klippa hár. George Burns. Móðgun dagsins Eruð þér einráðir Islendingar og ósiðblandnir. Haraldur haröráði Noregskonung- ur Sigurðarson við Sneglu- Halla. Orð dagsins 1 hamianna helgilundum hugur minn unir sér. Ég krýp þar ú hverju kvöldi í kyrrðinni og bið fyrir þér. Tómas Guðmundsson. Hann lést þennan dag fyrir 12 árum. Skák dagsins Austurríkismaðurinn Wilhelm Steinitz < 1836-1900) var fyrsti opinberi heimsmeistarinn t skák (Kasparov er sá þrett- ándi). Steinitz varð heims- meistari 1886 cn tapaði titlin- um til Laskers 1894. í dag skoðum við handbragð gamla meistarans. Steinitz hefur svart og á leik gegn Reiner. Skákin var tefld árið 1860. Svartur leikur og mátar í þremur leikjum. 1. ... Dh4! 2. Hg2 Dxh2+! 3. Hxh2 Hgl Mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.