Alþýðublaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 AUGLYSIIMG UM STARFSLAUN LISTA- MANNA ÁRIÐ 1996 Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa lista- mönnum árið 1996, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. janúar 1996. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsókna- reyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar, að hann hafi skilað stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Reykjavík, 10. nóvember 1995, Stjórn listamannalauna. Utboð F.h. Strætisvagna Reykjavíkur er óskað eftir verðtil- boðum í áttatíu fargjaldabauka. Lýsing: Baukarnir skulu vera gerðir fyrir mynt, seðla og farmiða. Stærð peningahólfs u.þ.b. 5000 rúmsentimetr- ar. Fargjaldalosun fari þannig fram að skipt sé um pen- ingahólfið. Afhending verði í síðasta lagi fyrir 1. júlí 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkju- vegi 3. Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. desember 1995. kl. 11.00 f.h. Hundaeigendur í Reykjavík Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957 um varnir gegn sullaveiki skulu eldri hundar en sex mánaða hreinsaðir af bandormum í október eða nóvember ár hvert. Starfandi dýralæknar í Reykjavík annast hreinsun. Heilbrigðiseftirlitið hvetur þá hundaeigendur sem halda óskráða hunda í Reykjavík að skrá þá hið fyrsta. Þeir hundaeigendur sem enn hafa ekki greitt leyfisgjald fyrir 1995 eru hvattir til að gera það strax svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Vinningstölur iaugardaginn: 11. nóv. 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING fflsa.S 0 2.003.450 g+4at5 4 80.580 04af5 67 8.290 EJsafS 2.213 580 Aðaltölur: T)íl6 18 23 32 BÓNUSTALA: 6o) Heildampphæð þessa viku: kr. 4.164.740 TJPPCÝS1NGARrS(M5VSRr568T5t fEDAGRÆNT NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR- VARA UM PRENTVILLUR Þær urðu ódauðlegar á léreftinu Fyrirsætur meistaranna Simonetta Sandro Botticelli var samkyn- hneigður og Simonetta Catteano var sextán ára saklaus brúður aðalsmanns- ins Marco Vespucci. Stuttur fundur þeirra varð kveikja að mesta listaverki Botticelli. Fegurð Simonettu vakti að- dáun skálda, tónlistarmanna og málara á Italíu 15. aldar sem hylltu hana í verkum sínum. Giuliano Medici varð ástfanginn af Simonettu og fól Bottic- elli að mála mynd af henni á fána sem hann bar í burtreiðum. Fegurðin var líklega það eina eftirtektarverða við Simonettu, en ekki er vitað til að hún hafi á ævi sinni sagt, hugsað eða gert nokkuð það sem athygli vakti. Reynd-' ar veittist henni lítill tími til slíkra at- hafna þar sem hún lést einungis tvítug að aldri. Botticelli gat ekki gleymt henni. Þremur árum eftir dauða henn- ar hóf hann að mála madonnumyndir þar sem andlit hennar var fyrirmynd. Tíu árum síðar, þegar Lorenzo her- togi bað Botticelli að mála fyrir sig mynd kallaði Botticelli aftur ífam andlit hinnar látnu Simonettu og gerði hana ódauðlega í myndinni Fœðing Venusar. Bottjcelli gleymdi aldrei Simonettu og hyllti hana í fjölmörgum verkum sínum. Mona Lisa Nær fimm hundruð árum eftir að Leonardo da Vinci málaði Monu Lisu velta menn því enn fyrir sér hvaða merkingu beri að leggja í hið dularfulla bros hennar. Því hefur verið haldið ffam að brosið beri vott um sorg vegna andláts bams hennar eða opinberi lostafulla hugsun um elsk- huga. Hugmyndaríkur maður, en ekki að sama skapi hygginn, sagði brosið þjáningarbros því núbúið hefði verið að draga tönn úr ungu konunni þegar hún sat fyrir. Árið 1495 varð Mona Lisa þriðja eiginkona Fransesco Gioconda. kaupmanns ffá Flórens sem var 19 ár- um eldri en hún. Gioconda réð Leon- ardo til að gera mynd af eiginkonu sinni. Leonardo dundaði við að mála m^ndina í fjögur ár, en hann var löng- um önnum kafinn maður. Hann átti mörg áhugamál, bæði á listræna svið- inu og því vísindalega, og sinnti auk þess í frístundum ungum drengjum sem einhver gaf þessa einkunn: „Þeir voru auðnuleysingjar en höfðu ómót- Hin engilfagra Simonetta Catteano varð eftir dauða sinn fyrirmyndin að Venusi Botticellis. ishaldið og fjármálin, hjúkraði hinum veik- byggða syni listamanns- ins, fæddi honum dóttur, og varð ódauðleg sem fyrirmynd að frægum málverkum, eins og Stúlka í glugga og Bats- hebu. Hendrickjé bjó með Rembrandt í rúm tuttugu ár, allt þar til hún lést af völdum berkla. La Morphise Louise O’Murphy var einungis þrettán ára þegar Casanova uppgötvaði hana í skítugu þakher- bergi þar sem hún bjó ásamt írskættaðri fjöl- skyldu sinni. Casanova heillaðist af fegurð sem leyndist bak við skítuga garma og sagði lista- manninum Francois Boucher frá stúlkunni. Hún varð eftirlætis módel Boucher og þegar hún var fimmtán ára héngu mál- verk af henni í öllum helstu stássstofum í París. Louise hlaut viðumefftið La Morphise og vakti at- hygli Madame Pomp- adour, ástkonu Lúðvíks 15. Hin fijálslynda Pomp- adour viidi hvfla sig á . PjrBwi* tÉt. Suzanne Valadon í málverki Reno- irs Dans í Bougival. stæðileg og löng augnhár". Giocondo tók loks að leiðast biðin eftir málverki af konu sinni. Loks gafst hann upp og neitaði að borga fyrir málverkið sem ekki var að fullu lokið. Leonardo fór með málverkið til Parísar. Frakkakon- ungur keypti málverkið og kom því fyrir í Louvre. Þar er það enn. Helena Fourment Peter Paul Rubens vai- fimmtíu og þriggja ára ríkur, myndarlegur, lífs- glaður ekkjumaður í leit að nýrri eig- inkonu þegar hann hitti kaupmannin- um Meer Fourment, sem kynnti hann fyrir sjö feitlögnum, ólofuðum dætrum sínum. Rubens hreifst af einni þeirra, hinni sextán ára holdmiklu He- lenu Fourment og giftist henni. í einkar farsælli og áhyggjulausri sam- búð hafði Helena þann meginstarfa að vera fyrirsæta eiginmannsins. Á vinnustofu Rubens var fjöldi aðstoðarmanna og ekki var óalgengt að Helena sæti fyr- ir nakin tímunum saman meðan karlmenn dyttuðu að einu og öðru í návist hennar. Þetta olli Helenu ekki áhyggjum því feimni var ekki til í hennar orðabók. Fyrirferðarmikill líkami hennar skreytti málverk bónda hennar allt þar til Ru- bens lést af völdum hjarta- áfalls þegar Helena var tutt- ugu og sex ára. Hendrickje Stoffels Árið 1642 færði Rembr- andt van Rijn litla gæfu. Meistaraverki hans Nœtur- verðinum var fálega tekið og hann naut ekki sömu virð- ingar og fyrr. Sama ár missti hann eiginkonu sína Saskiu. Þijú ár liðu þar til hinn skuldum vafni ekkjumaður, með ungan son á framfæri, hitti Hendrickje Stolíels Hún var tuttugu og þriggja ára og varð þjónustustúlka hans en gegndi jafnframt margvíslegum öðrum hlut- verkum. Hún sá um heimil- Eitt frægasta málverk heims, Mona Lisa, sem Leonardo dundaði við að mála í fjögur, eða þar til hann var rekinn úr vinnunni. þeirri iðju að gista reglulega í rekkju konungs og leit á stúlkuna sem tíma- bundinn arftaka sinn. Pompadour réð Boucher til að skreyta Versali og í samráði við hana fýllti hann Versali með myndum af La Morphise. Kon- ungurinn var frá sér numinn og sendi eftir stúlkunni. La Morphise fæddi konunginum tvö böm. Eina nóttina spurði stúlkan konunginn í sakleysi sínu hvort hann svæfí enn hjá Pomp- adour. Konungurinn varð æfareiður, rak hana frá sér og gerði systur hennar að næstu ástkonu sinni. La Morphise giftist hermanni sem féll á vígvelli. Hún giffist tvisvar eftir það og seinni maður hennar var þijátíu árum yngri en hún. La Morphise lést í París árið 1814, sjötíu og sjö ára. Hertogaynjan af Alba Fransisco Goya var miðaldra, feit- laginn, heymarsljór tuttugu barna fað- ir þegar hann kynntist hinni undir- fögm hertogaynju af Alba sem varð ástkona hans og sat fyrir í frægum málverkum eins og Nakta Maja og Ktœdda Mœja. Goya var hirðmálari spænsku konUngsfjölskyldunnar, sem dáði hann jafnvel þótt hann málaði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.