Alþýðublaðið - 14.11.1995, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995
framtíðin
Kosningabarátta
19 9 9
Halldór E. Sigurbjörnsson skrifar
Á KJÖRDÆMISRÁÐSFUNDI
REYKJANESS núna nýverið þurfti
ég að gera grein fyrir nokkrum atrið-
um varðandi ferli kosningabaráttu
flokksins 1995. Er ég gekk út af lokn-
um fundi út í miðnæturmyrkrið kom
mér í hug að rétt væri að huga að und-
irbúningi alþingiskosninga 1999 sem
í raun hófust að morgni hins 9. apríl
síðastliðinn (eða var það fyrr?).
SAMEINING-SAMFLOT-EINIR
Á BÁTI? Það væri nú væntanlega að
skjóta sjálfan sig í fótinn að hafna
með öllu samfloti eða sameiningu að
minnsta kosti ef klárt væri að kjósend-
ur vildu gripinn. Hér þarf þó eins og
jafnan að skilja hafrana ífá sauðunum.
„Félagi" Svavar Gestsson reynir til
dæmis að „sjhanghæja" JAFNÁÐAR-
STEFNUNA frá Alþýðuflokknum í
nýlegum áróðursritlingi sínum „Sjón-
arrönd,, (1995). Við þessu eiga raun-
verulegir jafnaðarmenn auðvelt svar
líkt og prófessoramir mínir í lagadeild
þegar kvartað var yfir gömlum og úr-
eltum kennslubókum. „Strikið yfir
lagagreinar og önnur breytt atriði og
skrifið leiðréttingar á spássíu!" Þetta
skulu því við jafnaðarmenn gera við
bækling Svavar og leiðrétta þar sem
hann dreitir ,jafnaðarmenn/stefna„
(sic) svona ,jafHaðarmonn/stofna„
o.s.frv. og ritum síðan á blaðrönd
„sameignarsinnar/stefna,, o.s.frv.
Þannig verður pési Svavars skiljan-
legri fyrir hann sjálfan og aðra þá sem
í einfeldni láta augu reika um síður.
Meðan „félagi" Svavar og Jón Bald-
vin glíma við að skilgreina pólitíska
fortíð sem varla skiptir raunhæfu máli
lengur, nema til þess að útiloka þá
sem ekki koma til greina, telur sá sem
þessar lfnur ritar að rétt sé að horfa
fram á veginn.
HVAÐ ÞARF AÐ BÆTA fyrir
kosningabaráttu Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks íslands fyrir
kosningalotu 19991 Það er það helst
sem að neðan greinir:
ÍMYND FLOKKSINS OG
FLOKKSSTARF. Ekki þarf um það
að deila að hressa þarf upp á ímynd
flokksins eftir síðustu orrahríð vegna
kosningaúrslita, fjármálastjórnar,
framkvæmdastjóra, gjaldkera og brott-
hvarfs Ámunda - eða er hann kominn
aftur? (vonandi!). Vegna flokksstarfs-
ins þarf að ráða strax framkvæmda-
stjóra eða réttar nefndan ,Jlokks-
stjóra,, sem einungis sér um eflingu
flokksstarfs. Flokksstjóri þessi þarf að
vera óháður öllum forystumönnum og
vinna einungis flokknum til hagsbóta
heilt og óskipt. Verkefni flokksstjóra
og annarra fastráðinna starfsmanna
eru efling og útbreiðsla flokksstarfs -
ekkert annað. Eins og Vilhjálmur Þor-
steinsson hefur rakið hér í Alþýðu-
blaðinu þarf flokkurinn að vanda vel
til þeirra manna sem hann velur til
starfa. Til þess að styrkja þessa aðila
betur I sessi og í anda lýðræðis kemur
vel til greina að kjósa flokksstjóra á
flokksþingi svo og aðra starfsmenn
flokksins umffarn það sem nú greinir í
lögum flokksins. Setja mætti slíkt
ákvæði í flokkslög. Máttvana og
„hryggjarlaust“ flokksstarf er aðal
veikleiki Alþýðuflokksins á landsvísu
en játa ber að Hafnfirðingar kunna til
verka. Undirbúningur alþingiskosn-
inga 1999 hefst fyrir alvöru með að-
draganda sveitarstjórnarkosninga
1998 og þá er krafan að einungis verði
boðið fram í nafhi „Alþýðuflokksins -
jafnaðarmannaflokks Islands,,. Það er
sérstaklega brýnt að efla flokksstarfið
í Reykjavík og þar verða menn að
gera sem fyrst upp við sig hvort þeir
vilji „xR“ eða „xA“. Styrkja þarf og
tryggja fjármál flokksins og aðildarfé-
laga hans - peningar eru jú nauðsyn-
legir í bland við hugsjónastarf.
MÁLEFNI. Ekki þarf um það að
deila að Alþýðuflokkurinn heldur
fram skýrustu og sértækustu málefn-
um íslenskra stjórnmálaflokka. Það
þarf hins vegar að gera betur og
styrkja framsetningu þessara málefna
og sannfæra kjósendur um að þau
komi raunverulega til framkvæmda.
Hvar er til dæmis mannréttindamálið
alger jöfnun atkvæðisréttar??? Alger
jöfnun atkvæðisréttar er þungamiðja
eða sveifarás íslenskra stjórnmála.
Þegar til þess kemur að sérhver Is-
lendingur á kosningaaldri hefur sama
vægi og annar - einn maður - eitt at-
kvceði - muni leggjast niður sjálfkrafa,
„byggðaratkvæðastefna" og „landbún-
aðarþrotastefna" eins og við þekkjum
hana í dag. Athuga þarf aftur á ný for-
gangsröð, hlutfall eða spannvídd efna-
hagsmála gagnvart eða samhliða hin-
um félagslegu manngildismálum.
Réttast er að líta betur í „málefna-
kism“ Vilmundar Gylfasonar - þar er
margt að finna. ESB-málið er „okkar“.
Það þarf hins vegar að skýrgreina bet-
ur varðandi forsendur aðildarumsókn-
ar. ESB ög önnur alþjóðamál verður
að meðhöndla með varúð eins og
reynslan sannar. Því hefur stundum
verið haldið fram hér á landi að ESB
sé fyrst og fremst pólitískt eða hag-
fræðilegt fyrirbrigði en því má alls
ekki gleyma að ESB er einstök al-
þjóðastofnun eða fyrirbæri í þjóðar-
rétti (sui generis) með sitt eigið laga-
kerfi sem meðal annars hvflir á stofn-
samningum þess og síðari samning-
um. Lagakerfi þetta er sívirkt og í
stöðugri sköpun (acquis commu-
nautaire). Þanþol réttarheimilda ESB
spilar stóra rullu varðandi aðildar-
möguleika íslands - því má ekki
gleyma.
FRAMBJÓÐENDUR. Það er álit
stjómmálaspekúlanta að vegna sam-
runa eða nálgunar pólitískra málefha á
stefnuskrá íslenskra stjómmálaflokka
hafi frambjóðendur forgang fyrir mál-
efhum í hugum kjósenda. Ef Alþýðu-
flokkurinn væri fótboltafélag þá má
segja að kosningaúrslitin í ár feli í sér
fall frá toppi fyrstu deildar og svo til á
botninn í fjórðu deild. Eins og vera
ber myndi félagið þá reka þjálfarann
(framkvæmdastjóri?/kosninga-
stjóri?/grasrótin?), selja fjölda leik-
manna og yngja upp liðið. Alþýðu-
flokkurinn er ekki knattspymuklúbbur
þó margt sé keimlíkt en verklagið upp
á síðkastið gefur það til kynna og em
atlögur gegn almennum starfsmönn-
um hans launuðum sem ólaunuðum,
óheiðarlegar, ósanngjarnar og óút-
reiknanlegar. Það er nefnilega verið
að reyna „að hengja bakara fyrir
smið“. Það er ekki útilokað að „Kall-
inn í brúnni" og einhveijir „skipverj-
ar“ kunni að endurskoða sín mál,
stokka upp „æfingakerfið“ og öðlast
nýja og ferska ímynd hjá kjósendum -
„fiska“ aftur og meira. Það er þó lík-
lega fremur undantekning en regla.
Málefnum flokksins þarf að koma
fram og það er brýnna en persónulegt
skipbrot eins eða annars. „Næsta kyn-
slóð“ flokksins þarf fram og það er
brýnna en persónulegt skipbrot eins
eða annars. „Næsta kynslóð" flokksins
þarf að fá að reyna sig fremur en að
beita enn á ný gömlu aðferðinni
þekkt- andlit-úr-sjónvarpinu“ sem
flokkurinn hefur ofhotað. Áf því leiðir
tækifærisbragur flokksins og skortur á
trúverðugleika þó eflaust megi finna
hæfa menn í tíma hjá fjölmiðlum
landsins. Við val á framboðslista ber
að beita prófkjömm en þá með varúð
og vandvirkni í ffamsetningu og fram-
kvæmd.
KOSNINGABARÁTTAN. Hina
eiginlegu „kosningabaráttu" þarf að
skilgreina upp á nýtt og tengja við öll
atriði er hér eru greind. Hin stöðugt
vaxandi ,Jtægri“ slagsíða á íslenskum
fjölmiðlum og fjölbreytileiki þeirra er
nýtt og vaxandi vandamál sem glíma
þarf við. Flokkurinn er alltaf í kosn-
ingabaráttu og því mega forystumenn
hans eða aðrir flokksmenn ekki
gleyma. Kosningabarátta verður ekki
hönnuð á teikniborði auglýsingaskrif-
stofu. Hún er barátta fjöldans þar sem
hver flokksmaður vinnur sitt hlutverk
- öll ár - alltaf. Jafnaðarmannaflokkur
hefur það fram yfir íhalds- eða sér-
gæðaflokka að þar vinna menn að
jafnaði umbunarlaust og af hugsjón.
Það er því mikilvægt til mótvægis að
forystumenn Alþýðuflokksins veiti
öðrum flokksmönnum umboð, svig-
rúm og stuðning til þess að verða
„málsvarar" og „eldhugar" flokksins -
myndi fjöldahreyfingu sem best á
hverri vígstöð. Menn verða að finna
tilgang og fá hvatningu í sínu stússi.
Lokaskref kosningabaráttu með hefð-
bundnum bægslagangi krefst öflugrar
fjáröflunar, fjáráætlunargerðar (sem
fara verður eftir), samráðs og hug-
myndaauðgi. Hlutverk og valdsvið
kosningabaráttu þarf að skilgreina. Sé
rétt að kosningabaráttu staðið, eins og
hún er skilgreind hér, kann hún að
verða árangursríkari heldur en nýliðin
„auglýsingaskothríð".
AF UNGUR FÓLKI. Alþýðu-
flokknum hefur tekist að viðhalda
sjálfum sér og hefur ætíð horft fram á
veginn þrátt fyrir að oft hafi verið siglt
um ólgusjó. Einn af ljósu punkmnum í
svartnætti síðustu kosninga var kosn-
ing Lúðvíks Bergvinssonar á þing.
Hann þarf hins vegar að fá áframhald-
andi stuðning af flokksstarfinu ef sá
ávinningur á ekki að glatast. Það er þó
dæmigert fyrir eftirköst síðustu kosn-
inga að bændur og búalið á Suður-
landi virðist hafa meiri áhuga á land-
búnaðarstefnu Alþýðuflokksins en
„dauðastefnu" Framsóknarþjóðemis-
sirmanna sem þeir henm þó í atkvæði.
Ætti það eitt að veita Lúðvik væntan-
legt brautargengi næsm ár. í kosninga-
baráttunni kynntist ég mörgum öðrum
ungum og efhilegum stjómmálamönn-
um flokksins og öflugum stuðnings-
mönnum hans. Nægir í dæmaskyni að
nefna sérstaklega hér unga alþýðu-
flokksmenn sem flestir unnu í kosn-
ingabarátm flokksins bæði í Reykja-
víkur- og Reykjaneskjördæmi, þá
Hrein Hreinsson, Þóm Amórsdóttur,
Baldvin Björgvinsson, Hrein Jónsson,
Vilberg Ólafsson, Jón Einar Sverris-
son, Hrönn Hrafnkelsdóttur, Hákon
Óla Guðmundsson og ýmsa fleiri.
Unga fólkið var tveir þriðju af starfs-
mönnum flokksins í kosningabarátt-
unni og fyllti okkur hin krafti og bjart-
sýni. Flokkur sem hefur úr slíkum
efhivið að moða nær árangri - á því er
enginn vafi. Kosningaúrslitin 1978,
sem að mestu vom Vilmundi Gylfa-
syni að þakka, em okkur eilífur vitnis-
burður um það hvað getur gerst þegar
ferskir vindar fá að blása.
Höfundur var einn af kosningastjórum
Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks
(slands á Reykjanesi 1995.
r
■ A dögunum gaf Forlagið út endurminning
lagið Iðunni <pg gerði að einu umsvifamesta i
um 1942-42 í eftirfarandi kafla bókarinnar sei
skrifa allt blaðið, meðal annars forystugreinir
n
Kommúni
Kommí
Valdimar Jóhannsson segir frá veru sinni á
Fyrst eftir að Þjóðólfsævintýri mínu
lauk, starfaði ég við lestur handrita og
prófarka fyrir bókaútgefendur, Guðjón
Ó. Guðjónsson og Gunnar Einarsson í
ísafold. En dag nokkum hringir Stefán
Pjetursson, ritstjóri Alþýðublaðsins, til
mín og býður mér að gerast blaðamað-
ur hjá sér. Ragnar Jóhannesson var að
hætta og gerast starfsmaður á skrifstofu
útvarpsráðs. Við Stefán þekktumst lítil-
lega; hann hafði kennt við Samvinnu-
skólann samtímis mér.
,Ég er ekki alþýðuflokksmaður,"
segi ég strax, því að í þá daga vom
starfsmenn póhtísku blaðanna nálega
allir flokksbundnir.
„Ég veit það,“ segir Stefán. ,En þú
styður samt stefhu okkar jafnaðar-
manna í mörgum málum.“
, Já, ég geri það,“ svara ég.
„Það ætti að nægja,“ segir hann - og
þar með var ég ráðinn blaðamaður við
Alþýðublaðið. Það kom flestum á
óvart, ekki síst sjálfum mér, en ég var
feginn að hafa hilotið fasta vinnu. Ráðn-
ing mín var forboði nýrra tíma, því að
líklega er ég fyrsti blaðamaðurinn sem
ekki var flokksmaður þess stjómmála-
flokks sem gaf blaðið út.
Ég hafði reyndar starfað áður við
dagblað stjómmálaflokks; og þá var ég
bundinn þeim flokki, Framsóknar-
flokknum. Ég var blaðamaður við Nýja
dagblaðið skamman tíma sumarið
1938, þegar ég kenndi við Samvinnu-
skólann.
Starfsmenn við það blað vom aðeins
tveir: Þórarinn Þórarinsson var ritstjóri,
og Jón Helgason blaðamaður, en Jónas
frá Hriflu skrifaði oft greinar, og það
munaði nú aldeilis um hann.
Jón stundaði nám í Samvinnuskólan-
um veturinn 1936-1937 og hafði ekki
verið þar nema hálfan þriðja mánuð,
þegar Jónas kallar hann á sinn fund. Jón
hefur sjálfur líst þeim atburði með svo-
felldum orðum:
,Eann sat í slopp inni í litlu herbergi,
sem var fyrir framan íbúð hans í Sam-
bandshúsinu; réttir mér höndina laus-
lega, eins og hans var háttur, tekur af
sér gleraugun og horfir í gaupnir sér.
Ég vissi ekki hvað honum var í huga,
fyrr en hann sagði:
,Nú ferð þú heim í jólafrí. Ég ætla að
láta þig hætta í skólanum. Þú skalt gera
ráð fyrir því við föður þinn, að þú farir
að vinna við Nýja dagblaðið eftir ára-
mótin“.
Þar með var það ákveðið, og örlög
Jóns Helgasonar ráðin, því að hann var
blaðamaður og ritstjóri alla sína ævi og
ferill hans glæsilegur.
Þegar ég kem til skjalanna hefur
hann unnið við Nýja dagblaðið hálft
annað ár, stendur þá til boða að fara á
blaðamannanámskeið til Svíþjóðar og
biður mig að leysa sig af.
Ég mæti í Edduhúsinu við Skugga-
sund á þriðjudegi eftir hvítasunnu fullur
eftirvæntingar. Mér til undrunar frétti
ég að Þórarinn Þórarinsson muni ekki
koma til vinnu fyrr en eftir nokkra
daga; hann hafði farið vestur á Snæ-
Forsíða Alþýðublaðsins 1942, þeg-
ar Valdimar starfaði þar, var öll
lögð undir auglýsingar.
fellsnes, en þaðan er hann ættaður. Svo
að ég þarf að koma blaðinu út upp á
eigin spýtur, algjörbyijandi; skrifa ná-
lega allt efni þess.
Mér h'st sannarlega ekki á blikuna;
ég kófsvima, en byija að skrifa; um
annað var ekki að ræða.
Nýja dagblaðið kom út á morgnana,
fjórar síður, og var þannig unnið að
svokallaður innformur þurfti að vera til-
búinn á miðjum degi, en í honum var
leiðarinn sem Þórarinn var vanur að
skrifa.
Nú verð ég sem sagt að hefja minn
blaðamannsferil með því að skrifa for-
ustugrein sem er vandasamt verk og
ekki ætlað nýliðum.
Blaðið var yfirleitt ekki tilbúið til
prentunar fyrr en klukkan tvö eða þijú á
nóttunni. Þá loksins komst ég heim, en
þorði ekki annað en setjast niður dauð-
þreyttur til að skrifa leiðarann fyrir
næsta dag, því að ég var svo hræddur
um að mér tækist ekki að ljúka við
hann í tæka tíð.
Þannig baslaðist þetta, þar til Þórar-
inn mætti til vinnu á ný, og síðan starf-
Alþýðublaðið hafði
þá einsog nú aðsetur
í Alþýðuhúsinu.
aði ég með honum, uns Jón
Helgason kom aftur frá Svíþjóð.
Þama hlaut ég eldskffn mína í
blaðamennskunni.
Ritstjóm Alþýðublaðsins hafði
aðsetur í tveimur herbergjum á
annairi hæð í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu. Annað herbergið var
bjart og vistlegt, með útsýni yfir
Ámarhólinn, höfnina og sundin
blá. Það hafði Stefán Pjetursson,
en í hinu sátum við allir blaða-
mennimir hlið við hlið: Vilhjálm-
ur S. Vilhjálmsson, sem skrifaði
hinn vinsæla smálemrsdálk sinn
undur dulnefninu Hannes á hom-
inu, Karl ísfeld, Thorolf Smith,
Ingólfur Kristjánsson og Helgi
Sæmundsson.