Alþýðublaðið - 14.11.1995, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Hendrickje, sambýliskona Rembrandts, sat fyrir þegar hann málaði fræga mynd sína af Batsebu.
an lést árið 1802. Goya
lifði hana í tuttugu og sex
ár og lést í Frakklandi
áttatíu og tveggja ára.
Suzanne Valadon
Suzanne Valadon,
sem sjálf var ágætur
listamaður, sat fyrir hjá
Rcnoir og Degas. Hún
var móðir Maurice Utr-
illo. en vissi aldrei hvor
listamannanna var faðir
að baminu. Henni þótti
vissulega vænt um son
sinn en uppeldisaðferðir
hennar voru ekki hefð-
bundnar. Þegar sonur
hennar var sex ára tók
hún að hella ofan í hann
slatta af koníakktil að
geta verið viss um að
hann svæfi meðan hún
skemmti sér framundir morgun á
Montmartre. Afleiðingamar urðu þær
að sonur hennar þjáðist alla ævi af
drykkjusýki. Suzanne var í fimrn ár
ástkona lögfræðingsins Paul Mousis.
Þegar Mousis giftist henni loks neitaði
hann að gefa syni hennar ættamafn sitt
og sendi hann í sveit til fósturs. Suz-
anne tókst að telja spánskan blaða-
rnann Miguel Utrilio á að ættleiða
drenginn, en Maurice tók þann greiða
óstinnt upp. Suzanne varð fljótlega
leið á eiginmanni sínum, skildi við
hann og tók sér nýjan ástmann. Sá var
Málverk af hertogaynjunni af Alba
eftir Goya ástmann hennar.
hana eins og hún raunverulega var:
heimsk, illgjöm og ljót. Luisa drottn-
ing var sögð full afbrýði vegna íjög-
urra ára sambands Goya við hertoga-
ynjuna og sendi hana í útlegð. Sú
gjörð varð einungis til þess að Goya
stökk á eftir ástkonu sinni. Sterkur
orðrómur komst á kreik þess efnis að
hertogaynjan hefði byrlað eiginmanni
sínum eitur og að drottningin hefði-
komið því svo fyrir að hertogaynjunni
væm sköpuð sömu örlög. Hertogaynj-
Helena Fourment, hin káta eigin-
kona Rubens, í brúðarkjól sínum á
málverki bónda síns.
félagi sonar hennar, André Utter,
sem var tuttugu ámm yngri en hún.
Hún giftist honum og sonur hennar
bjó hjá þeim. Þótt Suzanne væri ekki
jafn hæfileikamikill listamaður og
sonur hennar auðgaðist hún af sölu
málverka sinna og lifði um tíma
áhyggjulausu lífi. Hinum unga eigin-
manni hennar tókst þó, frernur fyrir-
hafnarlítið, að sólunda fjármunum
hennar. Hann hélt einnig
ffamhjá henni og barði
hana reglulega, allt þar til
þau skildu að skiptum.
Suzanne sneri sér þá að
því að efla áhuga sonar
síns á konum, en hann
hafði ævinlega verið í
lágmarki. Hún útvegaði
honum gleðikonur en
fann honum loks eigin-
konu. Suzanne lést árið
1938. Sonurinn Utrillo
minntist dauða hennar ár
hvert með því að loka sig
inni og biðja fyrir sálu
hennar. ■
Bók um jökulsvæði landsins eftir
Ara Trausta Guðmundsson
Fjölbreyttir jökulheimar
Bókaútgáfan Ormstunga hefur senl
frá sér bókina Jökulheimar. Höfundur
texta er Ari Trausti Guðmundsson og
bókin er prýdd 77 ljósmyndum Ragn-
ars Th. Sigurðssonar. Bókin fæst einn-
ig á ensku og þýsku. í inngangi bókar-
innar eru grunnatriði jöklafræðinnar
skýrð á lipran og læsilegan hátt. Mynd-
un jöklanna, jöklabúskapur, framhlaup
og jökulrof eru meðal eíhisþátta. Síðan
er öllum helstu jökulsvæðum landsins
lýst í máli og myndum. í myndatextum
finna lesendur viðbótarupplýsingar sem
ekki eru í meginmálinu. „Mig hafði
lengi langað til að gera úttekt á íslensk-
um jöklum, sem eru 11% af landinu,"
sagði Ari Trausti Guðmundsson í sam-
tali við Alþýðublaðið. „Það hefur vantað
bók þar sem er fjallað keifisbundið um
jökla og sagt frá eðh þeirra. Síðan ferð-
uðumst við Ragnar um landið og tókum
myndir. Það em einstök forréttindi að fá
að skrifa um svo fallega hluú. Þrátt fyrir
að flestir haldi að jöklar séu bara snjór
og ís þá er í umhverfi þeirra mikill lita-
heimur og víða má finna skemmtilegt
samspil gróðurs, jarðhita og íss. Þetta er
miklu fjölbreyttari heimur en fólk held-
ur og honum er hægt að koina til skila
með mynduin og texta." Þegar Ari
Trausti er spurður hvemig hann nálgist
viðfangsefnið segir hann: „Sá maður er
steindauður sem ekki finnur einhverjar
skaplegar tilfinningar vakna með sér
þegar hann fjallar um íslenska náttúru.
Sömuleiðis er ekki hægt að fialla um
raunvísindi fyrir almenning nema lýs-
ingar vekji með fólki einhveijar kennd-
ir. Mitt verk er að fræða fólk um raun-
verulega hluti og staðreyndir, en ég vil
gjarnan búa þannig um efnið að það
virki skemmtilega og áhugavekjandi á
fólk. Ég geng ekki bara að verkinu með
„Ég reyni að pakka efninu inni í
mannvinsamlegar umbúðir," segir
Ari Trausti Guðmundsson sem
ásamt Ragnari Th. Sigurðssyni hef-
ur sent frá sér bók um íslenska
jökla.
tommustokk og reiknivél og skila þvf
svo frá mér. Ég reyni að pakka efninu
inn í mannvinsamlegar umbúðir." Að
lokum er Ari Trausti spurður að því
hvort hann haldi að náttúrufræðingar
séu almennt meiri ættjarðarvinir en
gengur og gerist. „Meirihiuti náttúru-
skoðenda held ég að sé tryggari landinu
og fólkinu sem hér býr en margur ann-
ar,“ segir hann og bætir við: „Það er ein-
faldlega vegna þess að þeir skilja hvað
landið hefur upp á að bjóða umfram
mörg önnur lönd. Langflestir íslenskir
náttúruvinir þekkja útlönd og geta því
borið lönd saman. Þeir sjá hér fjöl-
breytnma og hreinleikann sem mörg
önnur iönd eru fyrir löngu búin að glaia.
Þeir vita að íslensk náttúra er dýnnælur
sjóður sem þjóðinni er trúað fyrir og ber
að varðveita."
Louise Boucher, öðru
nafni La Morphise, fá-
tæka stúlkan sem varð
ástkona Lúðvíks 15.
Málverk eftir Francoois
Boucher.
§
Ungir jafnadarmenn
Framkvæmdastjórnarfundur verður haldinn miðviku-
daginn 15. nóvember klukkan 15. nóvember klukkan 18.
Fundarstaður er Alþýðuhúsið, Hverfisgötu 8-10. Dagskrá
fundarins er eftirfarandi:
1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar.
2. Frágangur ályktunar frá síðasta sambandsstjórnar-
fundi.
3. Útgáfumál (kálfur, símaskrá).
4. Fundartími framkvæmdastjórnar.
5. Önnur mál.
Mikilvægt er að þeir framkvæmdastjórnarmenn sem
ekki sjá sér fært að mæta tilkynni forfoll á skrifstofu
sambandsins.
Þar sem á dagskrá fundarins er frágangur á ályktun síð-
asta sambandsstjórnarfundar er þessi framkvæmda-
stjórnarfundur opinn öllum meðlimum samþandsstjórn-
ar.
Framkvæmdastjórn SUJ
jir iafnaðarmenn
SkrifstóTa sambandsins verður opin til áramóta sem hér
segir.
Mánudaga og þriðjudaga: 9-13
Miðvikudaga: 12-16
Fimmtudaga: 14-18
Framkvæmdastjórn SUJ
Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember klukkan 20.30.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Formaður FUJ í Hafnarfirði.