Alþýðublaðið - 14.11.1995, Síða 8
Þriðjudagur 14. nóvember 1995 173. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Samkeppnisstofnun
Þorsteinn á
beinið
Samkeppnisstofnun hefur vakið at-
hygli sjávarútvegsráðherra á því áliti
sínu að skilyrði sem sjávarútvegsráðu-
neytið setur fyrir leyfi til hörpudisk-
veiða á Breiðafirði stríði gegn því
markmiði samkeppnislaga að efla
virka samkeppni í viðskiptum.
Þetta álit Samkeppnisstofnunar má
rekja til kvörtunar sem stofnuninni
barst frá útgerðinni Seley hf. sem gerir
Skilyrði sjávarút-
vegsráðuneytis-
ins stríða gegn
samkeppnislög-
um.
út bát á hörpu-
diskveiðar í
Breiðafirði.
Kvartað var yfir
því skilyrði sem
ráðuneytið setur
fyrir veiðunum að
bátur útgerðarinn-
ar megi aðeins
landa fiskinum
hjá viðurkenndri
skelfiskvinnslu-
stöð á Brjánslæk.
A Bijánslæk hátti
hins vegar svo til
að aðeins eitt fyr-
irtæki sé í skelfiskvinnslu og þess
vegna hafi útgerðin ekki um nema eitt
að velja. Var ofangreint skilyrði talið
brjóta í bága við samkeppnislög og
þess óskað að Samkeppnisráð hlutað-
ist til um að skilyrðið yrði fellt niður.
Samkeppnisráð segir að sú kvöð á
leyfi til hörpuskelsveiða að þurfa alltaf
að landa aflanum hjá ákveðinni
vinnslustöð stangist á við markmið
samkeppnislaga og komi í veg fyrir
samkeppni í viðskiptum með skelfisk.
Kvöðin geti ennfremur komið í veg
fyrir að eðlileg verðsamkeppni mynd-
ist milli vinnslustöðva.
Reykjavíkurborg
Þróunarstyrkir
Atvinnumálanefnd Reykjavíkur
veitir á hveiju ári styrki til þróunar at-
vinnulífs í Reykjavík. Styrkimir eru
einkum veittir til verkefna sem stuðlað
geta að nýsköpun, þróun, hagræðingu,
markaðssetningu og uppbyggingar í
atvinnulífi Reykjavíkurborgar. í ár
bárust tæplega 50 umsóknir frá ein-
staklingum og fyrirtækjum og hlutu
20 styrki. Heildarupphæð styrkjanna
nemur sjö milljónum króna.
NÓVEMBERTILBOÐ
A myndarlegu Nóvembertilboði Japis gefst þér einstakt tækifæri á
að eignast 28" TATUNG sjónvarp á hreint ótrúlegu verði
28" Nicam stereo Sjónvarp
FST Black Matrix myndlampi
Textavarp
Allar aðgerðir á skjá
Scarttengi SVHS
Tengi fyrir aukahátalara
Tengi fyrir heyrnatól
Fjarstýring
Timer
Endursöluaðilar TATUNG a landsbyggðinni
Keflavík: RAFHUS
Akranes: METRÓ
Borgarnes: KAUPFÉLAGIÐ
Snæfellsnes: BLÓMSTURVELLIR
ísafjörður: PÓLLINN
Skagafjörður: SKAGFIRÐINGABÚÐ
Akureyri: RADÍÓV.STOFAN og METRÓ
Húsavík: ÓMUR
Egilsstaðir: RAFEIND
Selfoss: KAUPFÉLAGIÐ
Vestmanneyjar: BRIMNES
JAPIS
íslandsbanki
Lækkar vexti
Með hliðsjón af lækkun markaðs-
vaxta hefur Islandsbanki ákveðið að
lækka vexti. Verðtryggðir útlánsvextir
lækka um 0,25% og verðtryggðir inn-
lánsvextir um 0,15 til 0,25%. Kjör-
vextir útlána lækka því úr 6,30% í
6,05%. Óverðtryggðir útlánsvextir
lækka um 0,15% og innlánsvextir um
0,10 til 0,15%. Kjörvextir víxla lækka
því úr 8,60 í 8,45% og kjörvextir
óverðtryggðra skuldabréfa lækka úr
8,50 í 8,35%. Bankinn lækkaði þessa
vexti einnig 11. október og þá um
0,10%.
Matvæladagur
Manneldisrád
fékk fjöreggið
Fjöregg MNI er verðlaunagripur
sem veittur er á Matvæladegi Mat-
væla- og næringarfræðingafélags ís-
lands, MNÍ. Á Matvæladegi 1995
voru verðlaunin veitt Manneldisráði
fslands fyrir útgáfu tengda neyslu-
könnun, útgáfu manneldismarkmiða
og annars fræðsluefnis. Að mati dóm-
nefndar er fræðsluefni sem Manneld-
isráð heíúr gefið út vandað, öfgalaust
og til þess gert að nýta það. I dóm-
nefnd sátu Sveinn Hannesson, Sam-
tökum iðnaðarins, Alda Möller, SH
og Einar Matthíasson, Mjólkursam-
sölunni. Samtök iðnaðarins gáfu verð-
launagripinn sem er handunnin íslensk
ffamleiðsla frá Gleri í Bergvík.
Laufey Steingrímsdóttir forstöðu-
maður Manneldisráðs tekur við
fjöregginu úr hendi Sveins Hannes-
sonar.
Gunnar Gunnarsson, Anna Pálína
og Jón Rafnsson.
Haustvísa í
Hafnarborg
Annað kvöld, miðvikudags-
kvöld, klukkan 20 efnir vísna-
söngkonan Anna Pálína Árna-
dóttir til tónleika í Menningar-
miðstöð Hafnarfjarðar undir
yfirskriftinni Haustvísa í Hafn-
arborg. Á efnisskránni verða ís-
lensk, norræna og frönsk ljóð og
lög sem eiga það sameiginlegt að
fjalla um ástina, haustið og lífið
og tilveruna í ýmsum myndum.
Hluti af efnisskránni er væntan-
legur á nýrri geislaplötu sem
verður gefin út á næsta ári. Með
Önnu Pálínu leika þeir Gunnar
Gunnarsson á píanó og Jón
Rafnsson á kontrabassa. Anna
Pálína hefur á undanförnum ár-
um getið sér gott orð fyrir flutn-
ing sinn á vísnatónlist bæði hér-
lendis og á Norðurlöndum.