Alþýðublaðið - 12.12.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.12.1995, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Blessað barnalán IÞað er engin skynsemi í því að eiga börn og hvernig er hægt að útskýra það fyrir einhleyp- um, karlkyns, ungum viðskiptafræðingi. Það er ekki hægt að leyna því leng- ur í hvaða ástandi ég er. Kúlan framan á maganum á mér stækkar stöðugt og bumban á mér hlykkist til og hreyfist af allt öðrum orsökum en meltingar- truflunum. Innan í mér er að þroskast lítill einstaklingur, bæði kvíðvænlegt Pallborðið | og vndislegt í senn. Otrúlegt en satt þá er ég ekki fyrsta konan til að upplifa þessar skrýtnu breytingar þó að mér finnist það stundum. Fyrir utan almenna þreytu, slen, bakverki og fleiri fylgikvilla þá hefur þetta ástand veitt mér áður óþekktan umræðugrundvöll. Nú sest ég varla niður á fundum, í kaffiboðum eða í matartímanum án þess að spurt er hvemig mér heilsist, mér eru gefin ráð gegn sinadrætti og bjúg, bamsfæð- ingar em ræddar og raktar, veik böm, heilbrigð börn, allir hafa skoðun á þessum málum. Færri ræða það sem ef til vill ætti að skipta meira máli en það er hvað tekur við eftir að krílið er komið í heiminn og hvar er gert fyrir blessaða fjölskylduna í þessu þjóðfé- lagi. A móti mér í matartímanum situr ungur maður á „uppleið“ og spyr mig með stríðnistón hve lengi fyrirtækið þurfi að kosta mig á meðan ég er í burtu. Ég segi honum að ég hætti að fá laun í sex mánuði á meðan ég fái greitt frá Tryggingastofnun ríkisins um það bil 60 þúsund krónur á mán- uði. Það em bara kvenkyns opinberir starfsmenn sem halda sínum launum svo til óskertum. Hann starir á mig í fomndran og ég les hugsanir hans á augabragði: „Hvern andsk... er stúlkukindin að spá? Ekki nóg með að missa af tengslum við atvinnulífið og ef til vill einhverjum ffamamöguleik- um heldur missir hún líka hluta af sín- um tekjum og ef við núvirðum síðan bleyjukostnað, dagheimilskostnað, skólakostnað... ekkert nema kostnað- ur!“ Um stund stari ég í mjólkurglasið mitt og hef engin svör. Það er engin skynsemi í því að eiga böm og hvem- ig er hægt að útskýra það fyrir ein- hleypum, karlkyns, ungum viðskipta- fræðingi. Inn í umræðuna blandast ung kona og segir að kannski er skýr- ingin á því að fólk eignist böm sú að það vilji verða ódauðlegt en finni ekki aðra leið en að- geta af sér afkvæmi. Það em sem sagt bara meðaljónin sem eignast böm. Já, há, mikið er ég fegin að til er svona mikið af „meðaljónum" og að ekki allir láti skynsemina ráða á þessum tímum getnaðarvarna. Það gildir nefnilega um fjölgun mannkyns eins og svo margt annað að stundum gerist ekkert ef skynsemin ein fær að ráða. Fyrir skömmu las ég það í banda- rísku viðskiptablaði að margar banda- rískar konur á „uppleið" koma aftur til vinnu jafnvel viku eftir að þær hafa fætt, skíthræddar að missa af öllu sem er að gerast á skrifstofunni og vera minna metnar. Sennilega er ástæðan það skilningsleysi sem þær mæta á vinnustað. Þar er fæðingarorloftð 12 vikur og þykir gott. Svo slæmt er það ekki hér og öfgarnar liggja frekar í hina áttina, þegar ég segi vinkonum mínum frá því að ég ætli að fara að vinna aftur eftir 6 mánuði, allan dag- inn hneykslast þær yfrrleitt. Kannski á ég eftir að breyta um skoðun, en núna triíi ég því að á þeim tímapunkti verð ég orðin hundleið á því að hanga heima. Það sem ég helst myndi vilja er að maðurinn minn gæti tekið við og verið í bamsburðarfríi eftir 6 mánuð- ina mína. Maðurinn minn fær ekkert frí, hann tekur af sumarfríinu sem hann vill þó eiga sem mest af næsta sumar. Það er þó spuming hvort að við getum nýtt okkur þann rétt að ég „gefi“ honum mánuð af mínu orlofi en um leið styttist náttúrlega sá tími sem ég hef með barninu. Nú er verið að ræða það að lengja fæðingarorlofið, ekki pabbanum eða öðrum aðstand- anda til góðs, heldur áður en konan fæðir. Það er nefnilega búið að finna það út að 2/3 af óftískum konum þurfa að hætta að vinna á meðgöngu vegna veikinda. Hingað til hefur þessi tími verið greiddur af atvinnurekendum í formi veikindalauna. Nú yerður sem sagt minni „hætta" á því að þeir þurfi að lenda í slíku, heldur er blessuð Tryggingastoftiun að taka þann kostn- að á sig. Tillögurnar eru að líta sitt fyrsta ljós en einhvem veginn bjóst ég við meiru, einhveiju róttækara og bíð spennt eftir því að nefndin ljúki störf- um. Kannski verður það ekki fyrr en ég er að verða amma... Höfundur er viðskiptafræðingur r Ovænt ritstjóraskipti urðu á Helgarpóstinum í síð- ustu viku þegar Karli Th. Birgissyni var sagt upp störfum og Stefán Hrafn Hagalín ráðinn í hans stað. Karli mun hafa verið gefin upp sú ástæða að blaðið væri ekki nógu „brútal" und- ir hans stjórn, en auk þess munu samskipti hans og Þorbjörns Tjörva Stefáns- sonar framkvæmdastjóra hafa verið afleit. I kjölfar brottreksturs Karls sögðu blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Eg- ill Helgason upp störfum. Stefán Hrafn Hagalín var áð- ur blaðamaður og fréttastjóri á Alþýðublaðinu. Aðeins hálfur þriðji mánaður er síð- an hann hvarf til starfa á Helgarpóstinum, og því óhætt að segja að hann hafi klifið metorðastigann af ein- urð og festu... Jólablað Mannlífs er kom- ið út, sneisafullt og fjör- legt og næstum 200 síður. Forsíðuviðtalið er við Sophiu Hansen um baráttuna enda- lausu fyrir tyrk- neskum dóm- stólum. Áhuga- menn um pólit- ík geta hinsveg- ar lesið ítarlegt viðtal við Siv Friðleifsdóttur alþingismann og mótor- hjólakappa (hún segist að vísu fara mjög varlega á mótorhjólinu). Hún ræðir meðal annars baráttuna um ráðherrastólinn í vor og seg- ir að sér hafi verið hafnað einvörðungu vegna þess að hún er kona. Mörg dæmi séu um að nýliðar á þingi setjist beint í ráðherrastól - en þá hafi alltaf verið um karla að ræða. Samstarfs- flokkurinn fær líka skeyti frá Siv. Hún segir að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi sloppið ótrúlega vel við gagnrýni, og gefur í skyn að sjálfstæðis- menn standi ekki nógu vel með framsóknarmönnum. Og fjármálaráð- herrann fær eina pílu: „Friðrik Sop- husson er fjár- málaráðherra og ber því mikla ábyrgð á þeim ramma sem hverju ráðuneyti er settur. Enn hann hefur sagt að í ríkis- stjórninni séu tíu fjármálaráðherrar. Þetta er ekki rétt," segir Siv... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson /// fimm á förnum vegi Gerir þú laufabrauð? Björg Eiðsdóttir verslunar- Steinunn Ásta Roff versl- Guðrún María Guðmunds- Arnfinnur Ragnarsson Guðrún Árnadóttir hag- maður: Stundum, en það unarmaður: Nei, ég kann dóttir húsmóðir: Nei, ég hef nemi: Stunduin. Það tilheyrir fræðingur: Já, ég er að fara í kemur afar sjaldan fyrir. það ekki. aldrei vanist því. jólastemmningunni. þoð í kvöld. v i t i m e n n Síminn hefur frá upphafi verið notaður af glæpamönnum til að skipuleggja verk sín. Úr leiðara helgarblaðs DV. Ýmislegt þykir benda til þess að spænskir gaukfuglar beiti skjóa miklu harðræði og þvingi þá til að ala upp unga sína með morðherferðum í anda mafíunnar. Helgarblaö DV. Sumir innan Verkamanna- sambandsins segja að núna eigi VMSI að taka Alþýðusambandið yfir og bola þessum tvíhöfða þurs verslunarmanna og iðnaðar- manna úr hásætinu. Ónafngreindurviðmælandi innan ASÍ. Morgunblaðið á sunnudag. Póstur og sími er svo yfirþyrmandi aðili á fjarskiptairiárkaðnum, að lítil einkafyrirtæki fá ekki þrifizt í skugga þessa risa. Úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Fundargerðabókin fannst á góðum stað. Lögreglan var bara hamingjusöm. Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýös- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. DV í gær. í afstöðu sinni til Evrópu- sambandsins túlkar forsætisráð- herra íslenska hagsmuni og hefur haldið þannig á málum að full ástæða er til að þakka honum fyrir skelegga frammistöðu. Úr leiðara Vikublaðsins síöastliðinn föstudag. fréttaskot úr fortfð Belgískur langskeggur Belgi nokkur Preux að nafhi hefir svo langt skegg að hann getur stigið í það. Hann er 68 ára að aldri, og 165 centi- metrar á hæð. Skegg karlsins er því rúmlega 5 fet á lengd, en samt fer það honum prýðilega, gamla m;mninum. Alþýðublaðiö 3. september 1920

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.