Alþýðublaðið - 19.12.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.12.1995, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Kveöjur úr Rangárþingi Á að kyssa vöndinn? Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSÍ vakti athygli á athyglisverðu máli í viðtali við Sjónvarpið um daginn. Hann furðaði, sig á að samtök verka- fólks íhuguðu ólöglegar aðgerðir til að ná fram betri kjörum. Það væru ein- Pallborðið | Tryggvi Skjaldarson skrifar mitt þeir launalægstu og þeir veikustu sem ættu mest undir áð lög væru hald- in. Hinir, þeir efnameiri gætu olnbog- að sig í gegnum h'ftð. Þórarinn er vel gefinn maður og sjálfsagt launaður að verðleikum til að gæta þeirra hagsmuna sem honum er falið. En að tala svona á sér líklega tvær mögulegar skýringar. I fyrsta lagi talaði hann af sér. f öðru lagi er hann öruggur um að atvinnurekendur haft tryggt sér það sterk ítök í stjóm lands- ins til lengri tíma og það sé óhætt að láta sjást í vöndinn. Ummæli Þórarins V. Þórarinssonar sýna að jafnaðar- menn og jafnaðarsinnar verða að ýta smærri málum til hliðar og sameinast um það sem raunvemlega skiptir máli, að gæta bróður síns... og systur. Er gengið til góðs? Allar götur síðan um 1970 hefur verið viðvarandi svokallaður fíkni- efnavandi. Fyrst snerist vandinn um hass- neyslu. Síðan bættust við efni eins LSD, amfetamín og kókaín. Nú allra síðustu ár hefur efnum fjölgað, það er meiri breidd á markaði. Þrátt fyrir efl- ingu á löggæslu. fijálslega virt mann- réttindi þar sem tilgangurinn helgar meðalið og þyngri dóma, gengur ekk- ert að halda æsku landsins frá fíkni- efnum. Það er eitthvað að. Þegar fólk hættir neyslu er það sjaldnast vegna aðgerða lögreglu og dómsyfirvalda. Fólk hættir vegna þess að það upp- götvar að heilsan er í veði. Bæði and- leg og líkamleg. Margir uppgötva það þó alltof seint. Hvað er til ráða? Af hverju leiðast sífellt yngri og yngri krakkar út í vímuefni? Heldur fólk að lausnin sé fólgin í þyngri dómum og fleiri harðgemm lögreglumönnum? Er hugsanlegt að tengsl kynslóða rofrii um of vegna þess hvemig samfé- lagið er? Stöldmm við. Til hvers er að sigra heiminn ef við bíðum tjón á sál- inni og týnum bömunum? Að kjósa rétt! Sá er þetta ritar hefur ekki komist hjá að smitast af umræðunni um hver eigi að verða næsti forseti Islands. Eftir margar erfiðar andvökunætur og eftir að hafa rifjað upp öll andlit sem hægt er að muna eftir úr sjónvarpi hefur náðst niðurstaða. Það kemur enginn annar til greina en Davíð Oddsson. - Grínlaust. Þegar Davíð var í borgarpólitík tók hann á stuttum tíma öll völd. Það datt engum í hug að andmæla Davíð. Dav- íð er svo magnaður. Þegar Davíð fór úr borgarmálum í landsmálapólitík var sagt að þar syntu fiskar stærri en svo að Davíð hefði eitthvað í þá að gera. Það reyndist rangt. Það er hreinlega fyndið að sjá þingmenn Sjálfstæðisflokksins éta of- an í sig hveija yfirlýsinguna eftir aðra sem þeir hafa látið út úr sér án leyfis. Davíð er svo magnaður að ég trúi því að hann gæti látið þá éta stöðumæla- sektarmiða - í plasti - ef hann vildi svo við hafa. Davíð er svo magnaður að ég vil hann út úr flokkapólitík svo auðveldara sé að höggva skarð í fylk- ingu Sjálfstæðismanna. Því segi ég: Davíð Oddsson sem næsta forseta Islands. Höfundur er bóndi í Þykkvabæ. Davíð er svo magnaður að ég trúi því að hann gæti látið þingmenn Sjálfstæðisflokksins éta stöðumælasektarmiða - í plasti - ef hann vildi svo við hafa. Þingmenn og starfsfólk Al- þingis kom saman til hins árlega jólahádegisverð- ar í síðustu viku. Forseti þingsins, Ólafur G. Einars- son, hélt stutta tölu áður en hangikjötið og laufabrauðið var borið á borð og fór á kostum. Ólafursagði meðal annars að eftir að máltíð lyki væri ætlunin að syngja jóla- lögin við undirleik nýrrar hljómsveitar, sem væri undir stjórn „Árna eyrnaklípis". Það þarf vart að taka fram að salurinn lá í hlátri við þessi orð forseta... Það er mismunandi hvern- ig menn taka mótlæti. Trúlega hefurenginn rithöf- undur verið jafn grátt leikinn af gagnrýnendum uppá síð- kastið og Kormákur Braga- son, höfundur skáldsögunn- ar Auga fyrír tönn. Gagnrýn- endur eru á einu máli um að sagan hafi tæpast eða alls ekkl verið útgáfuhæf, og hreinlega slátrað bókinni. En Kormákur er ekki af baki dottinn: Um helgina auglýsti hann bók sína og tíndi til al- verstu yfirlýsingarnar um hana. Yfirleitt eru útgefendur á höttunum eftir lofsamleg- um ummælum, og er þetta því nýmæli. Við óskum Kor- máki alls góðs - en það er höfundarnafn dr. Braga Jósepssonar sem eitt sinn var áberandi í Alþýðuflokkn- um en helgar nú Kennarahá- skólanum starfskrafta sína. Það er að segja þegar hann er ekki að skrifa... Nú eru alþýðubandalags- menn að undirbúa stofn- un fyrirtækis utanum útgáfu Vikubladsins. Blaðið hefurtil þessa verið rekið af flokkn- um og hefur aðsetur á skrif- stofum Alþýðubandalagsins. Stofnað verður hlutafélag og umsjónarmaður ráðinn til að annast reksturinn sem að mestu hefur verið í höndum Einars Karls Haraldsson- ar... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Nú, ef þið skoðið línuritin vandlega sjáið auðvitað hvert stefnir - nú, nú, herra Rex virðist hafa fundið eitthvað at- hyglisverðara en þessa ráðstefnu. fimm á förnum vegi Hvað ætlar þú að borða á aðfangadag? Harpa Ingólfsdóttir nemi: Ég veit það ekki. Mér er boðið í mat. Guðrún Gauksdóttir lög- fræðingur: Það eru engin jól án rjúpna. Anna Guðrún Konráðs- dóttir nemi: Það verða lík- lega ijúpur. Guðmundur Gíslason starfsmaður ÍSÍ: Það er föst venja á mínu heimili að borða lambahrygg. Katrín Ýr Óskarsdóttir nemi: Læri, eða eitthvað svo- leiðis. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Það liggur í hlutarins eðli, að trauðia er hægt að treysta fjölmiðli sem stærir sig af sívirkri stjórnarandstöðu ef hann leggur svo lykkju á leið sína til að lýsa sig sammála Stóra bróður. Leiöari Helgarpóstsins 14. desember síðastliðinn. Menn rísa að vísu upp, verða ofboðslega reiðir, haida jafnvel útifund og rétta hnefann upp í loft og krefjast réttlætis. Síðan gerist ekkert meira. Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýös- og sjómannafélags Keflavíkur, um forystu ASÍ. Helgarblaö DV. Ef það verða varanleg örlög þjóðarinnar að híma yfir fjárlaga- halla og framtaksleysi, verður ekki mikið rúm fyrir bjartsýni til að þeyta okkur inn í 21. öldina. Leiöari Helgarblaðs DV. Það mætti því í raun kalla það sigur iýðræðisaflanna ef út- koma þessara kosninga verður sú að vænta megi annarra. Um kosningarnar í Rússlandi. Sunnudagsblaö Moggans. Jafnframt er óhjákvæmilegt að ræða í meiri alvöru en gert hef- ur verið, hvort hægt sé að byggja upp einkarekinn valkost við hið opinbera heilbrigðiskerfi. Leiðari Sunnudags-Mogga. Ef menn halda að Bítlaæðið sé eitthvað nýtt í sögunni þá er það misskilningur. Konráð Friöfinnsson, í lesendabréfi í sunnudagsblaöi Morgunblaösins. fréttaskot úr fortíð Heimssýning í Reykjavík í júní í vor? I enska blaðinu Times stendur eftir- farandi klausa þ. 5. nóvbr. „Islenzka stjómin hefur farið þess á leit við Canadaríki, að það sendi sýn- ishom af landbúnaðar afurðum og landbúnaðarvélum á heimssýninguna sem halda á í Reykjavík í næstkom- andi júnímánuði.“ Alþýðublaðið 7. desember 1920

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.