Alþýðublaðið - 13.02.1996, Page 1

Alþýðublaðið - 13.02.1996, Page 1
■ Framsóknarmenn ósáttir við frumvarp sjálfstæðismanna um eignarhlut útlend- inga í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum Mjög sérkennilegt frumvarp - segir Valgerður Sverrisdóttir formaður þingflokks Framsóknar. Stefán Guðmundsson: Algjörlega and- vígur frumvarpinu og mun berjast gegn því. „Mér finnst þetta mjög sérkenni- legt hjá sjálfstæðismönnum," sagði Valgerður Sverrisdóttir formaður þingflokks Framsóknar í samtali við Alþýðublaðið um frumvarp fjögurra þingmnna Sjálfstæðisflokksins um fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. I gær voru lögð fram á Alþingi þrjú lagafrumvörp um er- lendar fjárfestingar: stjórnarfrum- varp sem heimilar óbeina eignarað- ild útlendinga í sjávarútvegsfyrir- tækjum, frumvarp tveggja þing- manna Þjóðvaka sem gerir ráð fyrir allt að 20% eignarhlut útlendinga, og áðumefnt frumvarp sjálfstæðis- manna. Sjálfstæðismennirnir fjórir ganga lengst, vilja heimila 49% eignaraðild útlendinga í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Flutnings- menn frumvarpsins eru Kristján Pálsson Reykjanesi, Pétur Blöndal Reykjavík, Guðjón Guðmundsson Vesturlandi og Vilhjálmur Egilsson Norðurlandi vestra. Valgerður sagði að frumvarp sjálfstæðismannanna hefði komið sér á óvart. Hún sagði að þingflokk- ur Framsóknar hefði ekki tekið af- stöðu til málsins, en kvaðst ekki eiga von á því að það fengi mikinn hljómgrunn. „Við teljum passlega langt gengið í stjómarfrumvarpinu. Þar er farin millileið sem allir ættu að geta sæst á,“ sagði Valgerður. „Það er of langt gengið að heim- ila útlendingum svona stóran eign- arhlut. Þetta eru óskaplega stór mál, og þetta var sá fyrirvari sem við settum í sambandi við EES. Það segir meira en mörg orð að okkur finnst að þama eigi að ríkja ákveðin Vaigerður: Frumvarp sjálfstæðis- manna kemur mér mjög á óvart. sérstaða, enda snertir þetta sjálft fjöregg þjóðarinnar," sagði Val- gerður ennfremur. Stefán Guðmundsson þingmaður Framsóknar á Norðurlandi vestra sagðist vita til þess að meðal þing- manna og ráðherra Sjálfstæðis- flokksins væri hörð andstaða gegn frumvarpi fjórmenninganna. Um eigin afstöðu sagði Stefán: „Ég er algjörlega andvígur þessu fnimvarpi og mun berjast gegn því. Ég óttast að útlendingar komist í auðlindir okkar, auðvitað eru þeir bara að sækjst eftir hráefninu í hafinu. Við höfum séð hvemig þetta hefur geng- ið fyrir sig með hentifánaskipin og þurfum ekki annað en líta á mann- skapinn um borð til að sjá hvemig fer ef við hleypum útlendingum í okkar sjávarútveg." Stefán kvaðst undrandi á því að frumvarpið væri lagt fram: „Maður veltir mjög vöngum yfir þessu. Það hlýtur að hafa farið frarn umræða í þingflokki sjálfstæðismanna um málið, en samt er þetta lagt fram með þessum hætti." Aðalfundur Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í kvöld, 13. febrúar, klukkan 20.30. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og stjórnarkosning. Hlín Daníels- dóttir formaður lætur nú af störf- um og hefur uppstillinganefnd gert tillögu um að Gunnnar Ingi Gunnarsson verði kjörinn for- maður. Aðrir á lista nefndarinnar eru Áslaug Þórisdóttir, Birgir Jónsson, Bolli Valgarðsson, Bryn- dís Kristjánsdóttir, Erlingur Þor- steinsson, Helgi Daníelsson, Hólmfríður Sveinsdóttir, Jónas Þór og Sigrún Benediktsdóttir. S-----------------------: þHWItJ' P 11 —~~ Það fór býsna vel á með þeim félögum Össuri Skarphéðinssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir sátu í þinginu í undir utandagskrárumræðum um heilbrigðismál. Þeir eru reyndar svo sælir á svip að engu er líkara en þeir séu fremur í stjórn en stjórnarandstöðu. A- mynd E.ÓI. ■ Jón Baldvin Hannibalsson tekur undir hugmyndir um að leyfa erlendarfjárfestingar í sjávarútvegi Ríkjandi lagatakmarkanirverðurað rýmka - segir Jón Baldvin. íslendingar eru að affjárfestast og það skapar hættu á því að ísland dragist hratt aftur úr öðrum þjóðum. „Á undanfömum árum höfum við jafnaðarmenn verið í fararbroddi þeirra sem hafa viljað binda endi á haftakerfi og innlenda einokun. Við höfum beitt okkur fyrir fríverslun, auknu fijálsræði í viðskiptum og vilj- um opna fyrir erlendar f]árfestingar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í samtali við Alþýðublaðið, en á Al- þingi liggja nú fyrir þrjú frumvörp til laga um breytingar á lögum um er- lendar fjárfestingar í íslenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum. „Það ánægjulega við þetta er að flestum er að verða ljóst að ríkjandi lagatakmarkanir á erlendri fjárfestingu duga ekki lengur og þær verði að rýmka,“ sagði Jón Baldvin. Hann seg- ir EES-samninginn hafa verið stærsta skrefið í þá átt að opna fyrir erlendar fjárfestingar og gera landið fýsilegra fyrir erlenda fjárfesta. „Grundvallar- regla EES-samningsins er sú að þar ríkir gagnkvæmur almennur réttur allra á Evrópska efnahagssvæðinu til að fjárfesta hvar sem er á svæðinu. Það má ekki mismuna fjárfestum eftir þjóðerni innan svæðisins, auk þess sem samræmdar samkeppnisreglur eiga að gilda á svæðinu öllu,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin segir eftirtektarvert að erlendir fjárfestar hafi ekki sóst eftir því að fjárfesta á íslandi. Hann segir einnig að íjárfesting í heild hafi dreg- ist stórlega saman. „Hlutur erlendrar íjárfestingar í íslenskum þjóðarbúskap er afar takmarkaður og hefur til dæm- is, öfugt við spárnar kringum EES- samninginn, ekkert aukist. Við erum með öðrum orðum að affjárfestast. Þetta skapar þá hættu að ísland dragist hratt aftur úr öðrum þjóðum. Megin- einkenni í samtímanum er alþjóða- væðing vérslunar, viðskipta og fram- leiðslu, og gríðarleg erlend fjárfesting er uppbyggjandi afl í endurreisn þjóð- arbúskapar mjög víða á hnettinum. Is- lendingar eru reyndar loks famir að fjárfesta beinlínis í útgerð og fisk- vinnslu vítt og breitt um heiminn. Þegar það er haft í huga þá vaknar sú spuming hvort það sé stórháskalegt efnahagslegu sjálfstæði íslendinga ef erlent áhættufjármagn kemur inn í ís- lenskan sjávarútveg. Hingað til hefur það verið ráðandi skoðun áratugum saman eða allt frá þriðja áratugnum og fram undir þann síðasta. Þetta hefur þýtt að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa orðið að byggja sig upp á lánum. Þau hafa þess vegna safnað gríðarlegum erlendum skuldum. Þau hafa ekki átt þess kost að efna til samstarfs við er- lenda eignaraðila með áhættufé og það hefur áreiðanlega skaðað þau stórlega á undanfömum árum,“ segir Jón Bald- vin. Jón Baldvin segir brýna nauðsyn bera til að draga úr fákeppni og einok- un og telur aukna erlenda fjárfestingu vera líklega til þess. „íslendingar gleyma því gjarnan að ríkisforsjár- hyggja og skortur á samkeppni ein- kenna okkar hagkerfi umfram flest önnur. Sem dæmi um það má nefna að 75% af viðskiptum í bankakerfmu fara um ríkisbanka. Langtímalán til fjárfestinga fara í gegnum opinbera fjárfestingarsjóði sem yfirleitt bera ríkisábyrgð. Raforkuiðnaður er ríkis- rekinn án samkeppni. Fjarskiptakerfið er að mestu í eigu hins opinbera. Stærsta fjölmiðlafyrirtækið er ríkis- rekið. Póstur og sími er ríkiseign. Landbúnaður er á opinbem framfæri og sjávarútvegur er stórlega styrktur, bæði með úthlutun ókeypis veiðheim- ilda og niðurgreiðslu launa. Þetta er úrelt kerfi sem skýrir að verulegu leyti af hverju samkeppnishæfni íslands er lítil, arðsemi íslensku fyrirtækjanna ■ Halldór Ásgrímsson vill stokka upp spilin ef Davíð fer í forsetaframboð Neyðarlegt ástand á stjórn- arheimilinu - segir þingmaður Framsókn- ar. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins telja vaxandi líkur á framboði Davíðs. „Þetta er að verða mjög vandræða- legt, það er ekki hægt að neita því,“ sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Alþýðublaðið í gær um þá óvissu sem skapast hefur innan flokksins vegna möguleika á forseta- framboði Davíðs Oddssonar. Þing- menn flokksins em ófúsir að tjá sig opinberlega um málið enda óttast þeir að baka sér reiði formannsins. Heim- ildamaður blaðsins sagði að í þinglið- inu teldu menn vaxandi líkur á því að Davíð gæfi kost á sér. „Auðvitað er hann að íhuga málið í fyllstu alvöm, annars væri hann búinn að eyða óviss- unni fyrir löngu. Ég veit satt að segja ekki hvemig ástandið verður ef hann ætlar að bíða í tvo mánuði til viðbótar með að tilkynna hvað hann gerir.“ Athygli vakti að Halldór Ásgríms- son formaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við DV um helgina, að bjóði Davíð sig fram þuríi að mynda nýja ríkisstjóm. Halldór er nú í útlönd- um en þingmaður Framsóknar sem blaðið ræddi við sagði að ástandið á ríkisstjómarheimilinu væri orðið „afar neyðarlegt.“ Framsóknarmenn hefðu ékki hugmynd um fyrirætlanir Davíðs en gæfi hann kost á sér hlytu fram- sóknamienn að gera tilkall til forsætis- ráðuneytisins. „Það þarf einfaldlega að semja uppá nýtt ef Davíð fer í framboð. Þá er ekki nema eðlilegt að Halldór verði forsætisráðherra,“ sagði framsóknarmaðurinn. Annar þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sem blaðið ræddi við sagði að enginn þyrði að spyrja Davíð hvað hann ætlaði sér. „Þú verður að skilja hvað Davíð hefur mikil völd. Hann ræður öllu sem hann vill, smáu sem stóm. Ég efast um að hann hafi sagt nánustu samstarfsmönnum sínum í þingflokknum eða stjórninni hvað hann ætlar að gera. En mér fyndist furðulegt ef hann færi í forsetafram- boð, maðurinn ræður bókstaflega öllu,“ sagði þessi þingmaður. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa ekki átt þess kost að efna til samstarfs við erlenda eignaraðila með áhættufé og það hefur áreiðanlega skaðað þau stórlega á undanförn- um árum," segir Jón Baldvin. lítil, hagnaður íslenskra fyrirtækja lít- ill, endanlegt verðlag til almennings of hátt og launin of lág,“ sagði Jón Bald- vin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.