Alþýðublaðið - 13.02.1996, Síða 6

Alþýðublaðið - 13.02.1996, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 □ Konan er karlmaður sem líður refsingu, sagði Platón. Páll postuli sagði að konur skyldu þegja í kirkju. Gleymdu ekki svipunni er þú ferð til kvenna, sagði Nietzsche. Það var ekkert helvíti til fyrr en konan kom, skrifaði Strindberg. Svona hefur karlasamfélagið oft haft horn í síðu kvenna, á sama tíma og fegurð þeirra er máski lof- uð. Hér eru tínd saman, án ábyrgðar, fleyg ummæli og stundum miður fögur um konur og kveneðli. Allar konur ættu að giftast - en enginn karlmaður. Benjamin Disraeli, breskur stjórnmálamaöur (1804-1881). Ef niaður gæti nú fallið í faðminn á konu án þess að falla í hendur hennar um leið! Ambrose Bierce, bandarískur blaðamaður (1842-1914). Ertu að fara á fund konu? Gleymdu ekki svipunni. Friedrich Nietzsche, þýskur heimspekingur (1844-1900), Svo mælti Zaraþústra. Konan var annað glappaskot Guðs. Friedrich Nietzsche, Antíkristur. Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi. Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum. Gamia testamentiö, Fyrsta Mósebók, 2,21. Eins og gullhringur í svínstrýni, svo er fríð kona, sem enga siðprýði kann. Gamla testamentið, Orðskviðirnir, 11,22. Fáðu þér fyrst hús, konu og uxa. Kauptu konuna en gifstu henni ekki, svo að þú getir látið hana plægja ef þú þarft þess. Hesiod, grískt skáld (8. öld. f.Kr.). Enga veit ég viðureignar verri skepnu en konuna, hvort sem það er ólmur eldur eða blóðþyrst pardusdýr. Aristófanes, grískt gamanleikjaskáld (um 450-385 f.Kr.), úr Lýsiströtu. Konan er karlmaður sem líður refs- ingu. Körlum sem hafa verið heiglar og lifað illa verður breytt í konur þeg- ar þeir fæðast í annað sinn. Platón, grískur heimspekingur (429-347 f.Kr.). Konan er ekkert annað en gallaður karlmaður, feill í náttúrunni, útkoman úr mistökum í smíðinni. Aristóteles, grískur heimspekingur (384-322 f.Kr.). Konan á að læra í kyrrþey, í allri und- irgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka að sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Nýja testamentið, fyrra bréf Páls til Tímóteusar, 2,11. Eins og í öllum söfnuðum hinna heil- ögu skulu konur þegja á safnaðarsam- komunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skuli þær vera undir- gefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyija eiginmenn sína heima. Nýja testamentið, fyrra bréf Páls til Korintumanna, 14,34. Og á enni hennar var ritað nafn, sem er leyndardómur: Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar. Nýja testamentið, Opinberun Jóhannesar, 1,8. Orð hverflyndrar konu, mælt við eldheitan svein ætti á flugvind að rita’eða fossandi straum. Catullus, rómverskt skáld (um 84-54 f.Kr.), úr Carmina. En kona hans leit við að baki honum og varð að saltstöpli. Gamla testamentið, Fyrsta Mósebók, 19,26. Tár kvenna eru ekki annað en sviti augnanna. Juvenal, rómverskur háðfugl (60-1407). Konan er eins og úlfaldi sem Guð gef- ur okkur körlum til að ferðast á yfxr eyðimörku lífsins. Kóraninn. Meyjar orðum skyli manngi trúa, né því er kveður kona, því að á hverfanda hveli voru þeim hjörtu sköpuð, brigð í brjóst um lagið. Hávamál. Fagurt skal mæla og fé bjóða, sá er vill fljóðs ást fá, líki leyfa ins ljósa mans, sá fær, er fríar. Hávamál. Konur eyðileggja ekki bara líf karla, þær eyðileggja fyrir þeim lff eftir líf. Austurlenskt spakmæli. „Ekki höfum vér kvenna skap,“ segir Skarphéðinn, „að vér reiðumst við öllu.“ Brennu-Njáls saga, 44. kafli. Við Bergþóru vegna illmælis Hallgerðar og heimilisfólks hennar. Þú ert hið mesta forað og vildir að vér tækjum það upp er öllum oss gegnir verst og eru köld kvenna ráð. Brennu-Njáls saga, 116. kafli. Flosi við Hildigunni. Hún var allra kvenna fegurst og best að sér orðin um að allt er henni var ósjálfrátt en það er mál manna að henni hafi allt verið illa gefið það er henni var sjálfrátt. Brennu-Njáls saga, 154. kafli. Um Kormlöðu drottningu. Svo var sagt að Þorgeir væri lítill kvennamaður. Sagði hann það vera svívirðing síns krafts að hokra að konum. Fóstbræðra saga, 3. kafli. Um Þorgeir Hávarsson. Konur sem eru sviknar af karlmönnum vilja giftast þeim. Það er ekki verri hefnd en hver önnur. Philippe de Beaumanoir, franskur rithöfundur (1246-1296). Undirokun kvenna er ekki synd gegn þeim heldur hegning sem þær eiga skilið vegna syndafallsins. Marteinn Lúther, þýskur siðskiptafrömuður (1483-1546). Oft stendur illt af kvennahjali. Gísla saga Súrssonar, 9. kafli. Það er skipulag Guðs að karlar stjómi en konur hlýði. Jóhann Kalvín, franskur siðskiptafrömuður (1509-1564). Lítið er lunga í lóuþræls unga, þó er enn minna mannvitið kverma. Staðarhóls-Páll Jónsson, bóndi og skáld (1530-1598). Gagnlegustu og heiðarlegustu vísindi og viðfangsefni konu eru vísindi heimilisverkanna. Montaigne, franskur heimspekingur (1533-1592). Falleg kona ætti að flýta sér að bijóta spegilinn sinn. Baltasar Gracian, spænskur rithöfundur (1601-1658). sem se: hun er kona.~ Jean Racine, franskt leikritaskáld (1639-1699), Athalie. Konan þarf að vera falleg. Hún hefur engar aðrar skyldur. Bernard le Bovier de Fontanelle, franskur rithöfundur (1657-1757). Karlar sem bera mikla virðingu fyrir konum njóta sjaldan vinsælda hjá þeim. Joseph Addison, breskur stjórnmálamaður (1672-1719). Á hverjum degi sofa menn hjá konum sem þeir elska ekki og ekki hjá konum sem þeir elska. Denis Diderot, franskur heimspekingur (1713-1784). Maðurinn þráir konuna. En konan þráir sjaldan annað en það að maðurinn þrái hana. Samuel Taylor Coleridge, enskt skáld og heimspekingur (1772-1834). Konur em óvirkar, uppteknar af sjálf- um sér, fullar af sjálfsfyrirlitningu, af- brýðissamar, æstar og ósveigjanlegar og tíðum kaldar í kynlífi. Þær em kon- ur af því þær vantar það sem karlar hafa. Þær vantar fremur öðm kynfæri þeirra. Þær öfunda þá óskaplega yfir kynfæmnum. Sigmund Freud, austurrískur sálkönnuður (1856-1939). Ó, Eros, konumar elska þig. Fyrr ganga þær hundrað skref á þínum veg- um en eitt á vegum annarra guða. Selma Lagerlöf, sænskur rithöfundur (1858-1940), Gösta Berlings saga. Kvenfólk getur ekki fyrirgefið mistök. Anton Tsjekov, rússneskur rithöfundur (1860-1904), Mávurinn. Kona sem dregur manninn sinn alltaf á eftir sér er eins og köttur s’em heldur áfram að leika sér að músinni löngu eftir að hún er dauð. Saki, breskur rithöfundur, (1870-1916). Kvenmenn eru mitt drep Góðri trú þegar kona á í hlut? Það er varhugavert. August Strindberg, sænskur rithöfundur (1849-1912), Faðirinn. Það var ekkert helvíti til á jörðinni fyrr en endanlega var búið að skapa parad- ís, það er að segja þegar konan kom. August Strindberg, Rauða herbergið. Sérhver kona verður lík móður sinni; það er hennar sorgarsaga. Oscar Wilde, írskUr rithöfundur (1854-1900), The Importance of Being Ernest. Konur hafa ekkert að segja, en þær segja það með þokka. Oscar Wilde.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.