Alþýðublaðið - 13.02.1996, Side 7

Alþýðublaðið - 13.02.1996, Side 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Karlar eiga að stjóma og konur að vera undirgefnar. Þeir eru A en þær B. Karl Barth, svissneskur guöfræöingur (1886-1968). Það er köllun kvenna og lífsfylling að vera elskendur karla, félagar þeirra og mæður. Þetta er kjami sjálfs- myndar þeirra, hvort sem þær em giftar eða ógiftar. Paul Tillich, þýskur guðfræðingur (1886-1965). Konur hafa sinn vígvöll. Með hveiju bami sem þær ala þjóð- inni heyja þær sitt stríð fyrir hana. Adolf Hitler, þýskur stjórnmálamaður (1889-1945). Svona norpuðum við um aldir, konur á íslandi, eigandi varla nokkra bók, stundum ólæsar og dóu allar úr leið- indum sem hneigðar vom til lesturs, en hinar tórðu og fylla nú landið. Málfríður Einarsdóttir rithöfundur (1899-1983), Samastaður í tilverunni. Kona sem geingur til manns á næturþeli á ekki nema eitt erindi. Halldór Laxness, íslandsklukkan, 14. kafli. Sigurður dómkirkjuprestur. Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina. Halldór Laxness, Sjálfstætt fólk, 14. kafli. Bjartur í Sumarhúsum. Kvenmenn em mitt drep, sagði maðurinn og þurkaði framanúr sér með erminni. Þessir drekar hafa mig að leiksopp og pynta mig. Ég reyni að svíkja þær, en þær elta mig uppi og segjast elska mig. Hefði ég ekki brennivín að forða rhér útí, værí ég dauður. Halldór Laxness, Paradísarheimt, 21. kafli. Lúterstrúarmaður. Mesta vandamálið við konur er að láta líta út eins og þær séu jafningjar okkar. Cyril Conolly, breskur rithöfundur (1903-1975). Það er ekkert eins og góður skammtur af annarri konu til að fá karlmann til að meta konuna sína. Clare Booth Luce, bandarískur rithöfundur (1903-1987). Borðaðu aldrei á stað sem heitir Mom’s. Spilaðu aldrei á spil við mann sem heitir Doc. Og sofðu aldrei hjá konu sem hefur meiri vandamál en þú. Nelson Algren, bandarískur rithöfundur (1909-1981). Að baki hvers karlmanns sem hefur komist áfram í lífinu finnurðu konu - sem er alveg kviknakin. James Stewart, bandarískur kvikmyndaleikari. Hjónabandið hefur íjögur stig. Fyrst er ástarsambandið, svo kemur hjóna- bandið, þá bömin og loks fjórða stig- ið, en án þess þekkir maður konuna ekki neitt - skilnaðurinn. Norman Mailer, bandarískur rithöfundur. Komdu fram við hveija drottningu eins og hún sé hóra og hveija hóru eins og hún sé drottning. Anthony Quinn, bandarískur kvikmyndaleikari. Ég vil helst félagsskap kvenna. Þær era ráðgáta sem ég átta mig aldrei á. Ég segi yngri mönnum að það séu þijár reglur: Þær hata okkur, við höt- um þær; þær eru sterkari, þær eru klár- ari; og það sem skiptir mestu máli - þær hafa rangt við. Jack Nicholson, bandarískur kvikmyndaleikari. Að hveiju ég leita í konu? Hreinum nærbuxum. James Caan, bandarískur kvikmyndaleikari. Veðrið minnir á fallega konu en kalda. Hægt að dást að henni en óðar og nálgast snýr hún kuldahliðinni að þér. Pétur Gunnarsson rithöfundur, Vasabók. Stelpur sem leyfa það eru lauslátar. Stelpur sem leyfa það ekki em dömur. En líklega er frekar úrelt að tala svona. Ef einhver af ykkur strákunum hittir stelpu sem leyfir það ekki, verið þá ekki allt of fljótir að halda að hún sé dama. Þið hafið líklega lent á lesbíu. Fran Lebowitz, bandarísk blaðakona. Borgarholtsskóli og þar með talin Fræðslumiðstöð bílgreina (FMB) auglýsir eftir kennurum til starfa haustið 1996 Borgarholtsskóli er framhaldsskóli við Mosaveg í Grafar- vogi og er byggður af ríki, Reykjavíkurborg og Mosfells- bæ. Hann tekur til starfa haustið 1996 og mun á fyrsta ári geta hýst 250-300 nemendur. Borgarholtsskóla er ætlað stórt hlutverk sem starfs- námsskóla og mun leggja áherslu á nýbreytni í starfs- menntun á framhaldsskólastigi. Þar verður boðið upp á nám í bíl- og málmiðnagreinum og nám og starfsþjálfun á ýmsum starfstengdum brautum auk bóknáms til stúd- entsprófs. í FMB fer auk þess fram eftirmenntun og önn- urfræðsla í bílgreinum. Framundan er skapandi þróunarstarf og sækist skólinn eftir starfskröftum þeirra sem hafa áhuga á að vinna af heilum hug að eflingu bók-, hand- og siðmenntar ís- lenskra ungmenna. Leiðarljós starfsmanna í samskipt- um við nemendur er agi, virðing, væntingar. Kennslugreinar og kennslusvið eru: Bíliðngreinar*, danska, enska, félagsgreinar, fornám, kennsla þroskaheftra/fjölfatlaðra, handíðir, íslenska, list- greinar, líffræði, líkamsrækt, málmiðnagreinar, saga, stærðfræði, tölvufræði og verslunargreinar. Kennarar verða ráðnir frá 1. ágúst. Úr þeirra hópi verða verkefnaráðnir fjórir kennslustjórar frá 15. mars (málm- iðnum, á almennri braut, stuttum starfsnámsbrautum og í fornámi/námi f. fatlaða), áfangastjóri og deildarstjóri frá 1. maí. Æskilegt er að kennarar geti kennt fleiri en eina kennslugrein á fyrsta ári skólans. Umsóknir skal senda skólameistara, Eygló Eyjólfsdóttur, í menntamálaráðuneytinu Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, fyrir 10. mars. Upplýsingar um störf í FMB gefur Jón Garðar í síma 581- 3011 (eftir 14. febr.). í umsókn skal koma fram menntun kennara og störf svo og umsagnir fyrri vinnuveitenda. Þeir sem sækja um störf í FMB gefi einnig upplýsingar um eftirmenntun og sérfræðikunn- áttu innan bílgreina. *Ath. Kennsla í bíliðngreinum er tilraunverkefni mennta- málaráðuneytisins, bílgreinasambandsins og Bíliðnafé- lagins Menntamálaráðuneytið, 9. febr. 1996. e Landsvirkjun Útboð Kvíslveita 5. áfangi Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í gerð 5. áfanga Kvíslaveitu í samræmi við útboðsgögn KVÍ-50. Verkið felur í sér að veita upptakakvíslum Þjóðsár aust- an Hofsjökuls í núverandi Kvíslaveitu með því að byggja stíflur í Þjórsá og Austurkvísl, grafa skurð, byggja botn- rás í stíflu með öllum tilheyrandi búnaði, leggja veg og byggja brú. Helstu magntölur eru áætlaðar. Fyllingar í stíflur: 325.000 rúmmetrar Steypa í botnrás: 2.000 rúmmetrar Gröftur: 750.000 rúmmetrar Verktaki skal Ijúka verkinu eigi síðar en 1. desember 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðviku- deginum 14. febrúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000,- m/vsk. fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 26. mars 1996. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að Bú- staðavegi 7, Reykjavík sama dag, 26. mars 1996, kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. 1 Útboð F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í efni og vinnu við parketlögn í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á kr. I.OOO,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboð: Þriðjudaginn 27. febr. nk. kl. 11.00. F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun á fasteignum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Fimmtudaginn 22. febr. nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík Sími 552 58 00 Bréfsími 562 26 16 Ungir jafnaðarmenn Opinn fundur á efri hæð Sólon íslandus, miðvikudagskvöldið 14. febrúar kl. 20:30. Verkalýðshreyfingin - Fílabeinsturn eða virk fjöldahreyfing??? Framsögumenn: Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Dr.Phil. Erskipulag verkalýðshreyfingarinnar úrelt og úr sér gengið? Hafa forystumenn tengsl við hinn almenna félags- mann? Höfum við efni á verkalýðshreyfingu? Er gagnrýni atvinnrekenda réttmæt eða ómakleg? Spennandi umræður, allir velkomnir. Málstofa FUJR um Verkalýðsmál. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Aðalfundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 20.30 á Kornhlöðuloftinu. A dagskrá er stjórnarkosning og venjuleg aðalfundarstörf. Listi uppstillingarnefndar til stjórnar liggur frammi á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfis- götu 8-10, viku fyrir aðalfund. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.