Alþýðublaðið - 15.02.1996, Side 3
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1996
ALÞYÐUBLAÐIÐ
s k o ð a n
Kraftbirtingarhljómur hinnar
kratísku æsku
Alþýðuflokkurinn er í stjórnar-
andstöðu þessa dagana. Þetta átt-
ræða afmælisbarn ætti þó að kunna
á því tökin og orðið vant því að
hafa annan fótinn í stjórn og hinn í
stjórnarandstöðu. Hálfa ævina hef-
ur flokkurinn haldið um stjórn-
Pallborð I
tauma þjóðfélagsins, en einnig oft
mátt horfa úr fjarlægð upp á sér-
hagsmunavörslugengið skara eld
að sinni köku langa hríð. Flokkur-
inn er alltof lítill, og þess vegna
hefur hann þurft að koma sínum
helstu baráttumálum fram í krafti
oddaaðstöðu í íslenskri pólitík.
Það fyrirkomulag hefur haft í för
með sér bæði kosti og galla. Kostir
hafa falist í því að geta mútað sér-
hagsmunabandalögum til að sam-
þykkja meiriháttar þjóðþrifamál til
dæmis Framsókn vegna velferðar-
kerfisins á 4, áratugnum og Sjálf-
stæðisflokki vegna EES-samning-
anna núna nýverið. Ljóðurinn hef-
ur verið sá að með því að fara
þessa leið hefur flokkurinn gert sitt
til að viðhalda þessum sérhags-
munabandalögum og greitt þeim
leiðina í vasa landsmanna sem lítið
er orðið eftir í.
Það er óþarft að rekja frekar
harmsögu íslenskra jafnaðarmanna
fyrir lesendum þessa blaðs, enda
hafa margir býsna fróðir menn rak-
ið þá sögu á þessum síðum. Það er
mín skoðun að mál sé að þessari
sápuóperu linni. Ég á mér þá ein-
lægu ósk að öðruhvorumegin við
aldamótin verði til margumræddur
„stór nútímalegur jafnaðarmanna-
flokkur". En í upphafi skyldi end-
irinn skoða. Ef á næstu misserum
tekst að bræða saman brotasilfur
íslenskra jafnaðarmanna, þýðir það
þá að Framsóknarflokkurinn verð-
ur hér við völd að eilífu, til skiptis
með Jafnaðarmannaflokki og
Sjálfstæðisflokki?
Sterk málefnastaða og skýr
framtíðarsýn Alþýðuflokksins hef-
ur skilað honum miklu og vaxandi
fylgi meðal ungs fólks. Þessu unga
fólki fylgir þróttur og baráttuþrek
sem gefur flokknum byr undir
báða vængi. Með því að hafa laðað
þetta fólk að sínu starfi hefur Al-
þýðuflokkurinn sannað sig og
tryggt sér „framhaldslíf" í pólitík
hvað sem öllum skoðanakönnunum
líður.
I fyrra kvöld varð undirritaður
vitni að endurfæðingu Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur. A
hressilegum aðalfundi uppi á
Kornhlöðulofti birtist áhugi, skiln-
ingur og umhyggja ungs fólks fyrir
þessum aldna stjórnmálaflokki og
um leið ástæða þess að hann er
þrátt fyrir háan aldur í árum talið,
ávallt síungur. Sannkallaður kraft-
birtingarhljómur æskunnar. Ég vil
nota þetta tækifæri til að óska ný-
kjörinni stjórn AR og öllum fé-
lagsmönnum innilega til hamingju.
Við í Félagi Ungra Jafnaðarmanna
í Reykjavík hlökkum til að eiga
við þessa nýju stjórn samstarf og
erum sannfærð um að saman mun-
um við lyfta hverjum grettistakinu
á fætur öðru fyrir jafnaðarstefn-
una.
Enn og aftur til hamingju.
Höfundur er formaður Félags ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík.
r /
Á hressilegum aðalfundi uppi á Kornhlöðulofti
birtist áhugi, skilningur og umhyggja ungs
fólks fyrir þessum aldna stjórnmálaflokki og
um leið ástæða þess að hann er þrátt fyrir
háan aldur í árum talið, ávallt síungur.
h i n u m e g i n
"FarSide" eftir Gary Larson
Innan Háskólans fara nú
fram miklar umræður um
hvort breyta eigi skólanum í
sjálfseignastofnun. Háskóla-
ráð skipaði til að athuga
málið og sátu í henni pró-
fessorarnir og sjálfstæðis-
mennirnir Gunnar G.
Schram og Þórólfur Þór-
lindsson, Sigurður J.
Grétarsson dósent, Ágúst
Einarsson, þingmaður
Þjóðvaka og prófessor, og
Guðrún Pétursdóttir, for-
stöðumaður Sjávarútvegs-
stofnunar og forsetafram-
bjóðandi. Nefndin reyndist
hlynnt sjálfseignarfyrirkomu-
laginu og er Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra
það einnig. Innan Háskólans
eru skoðanir hins vegar
mjög skiptar; þartelja marg-
ir að ef skólanum yrði breytt
í sjálfseignarstofnun gæti
það haft í för með sér fjár-
hagslegt óöryggi, niður-
skurð, fjöldatakmarkanir og
há skólagjöld. Meðal þeirra
sem eru mjög á báðum átt-
um erSveinbjörn Björns-
son og þótt hann hafi ekki
beinlínis tekið afstöðu í mál-
inu finnur hann sjálfseignar-
áformum flesttil foráttu I
viðtali við nýtt tölublað
Fréttabréfs Háskóla Is-
lands...
Fátt er rætt meira í kaffi-
stofu Alþingis þessa dag-
ana en væntanlegt forseta-
framboð Davíðs Oddsson-
ar. Hagyrðingar þingsins
gera sér vitaskuld mat úr
þessu, einsog meðal annars
má ráða af þessari vísu sem
Páll Pétursson félagsmála-
ráðherra heyrðist tauta:
Davíds allvel dafnar bú,
deilur ekki harðar.
Hugurinn er þó hálfur nú
handan Skerjafjarðar.
Sameining jafnaðar-
manna kann að vera
kominn lengra á veg en
menn hugðu. Á hinum
sögulega aðalfundi Al-
þýðuflokksfélags Reykja-
víkur í fyrrakvöld létu
ungir jafnaðarmenn mjög
til sín taka, og hafa nú
meirihluta I stjórninni.
Þeir stóðu fyrir talsverðri
smalamennsku á fundinn
einsog verkast vill í
stjórnmálafélögum, og
við heyrum að einn liðs-
manna þeirra á fundinum
hafi verið Kristján Eldjárn
Jóhannsson. Fyrir utan að
bera virðulegt nafn og vera
mikill efnismaður er hann
sonur Svanfriðar Jónas-
dóttur þingmanns Þjóðvaka
og fyrrum varaformanns Al-
þýðubandalagsins...
„Ókei, Halldór. Við höfum þá náð samkomulagi og getum
nú látið mitt fólk og þitt fólk um að ganga frá
smáatriðunum."
f i m m
förnum vegi
Hver er varaformaður Framsóknarflokksins? Rétt svar: Guðmundur Bjarnason.
Pálína Þórarinsdóttir há- Guðrún Olsen nemi: Éghef
skólanemi: Finnur Ingólfs- ekki hugmynd um það?
Guðlaugur Eyjólfsson Hermann Ottósson fram-
júdómaður: Ég man það ekki kvæmdastjóri: Ingibjörg
en ég held að það sé kona. heilbrigðisterroristi.
Þórunn Brandsdóttir
nemi: Ég veit það ékki.
JÓN ÓSKAR
m e n n
Hann er maður sem
þekkir hið óskoraða vald og
hefur unun af því að beita því.
Valdið er hugmyndafræði
hans og besti vinur.
Vjatsjeslav Kostíkov um Boris Jeltsín
Rúslandsforseta. Morgunblaðið í gær.
En hvað er frelsið hérna
í raun og veru? Bankarnir
hafa fengið frelsi, en lántak-
endur hafa ekki frelsi,
nema örfáir.
Steingrímur Hermannsson í
Tímanum í gær.
Garri vill því gera það
að tiltögu sinni að Errósafnið
verði áfram látið liggja í dvala
í geymslum, þar sem það hefur
verið undanfarin misseri
engum til ama eða tjóns.
Garri í
Tímanum í gær.
Flokkurinn er ekki bara
formaðurinn og Davíð tekur
auðvitað þá ákvörðun sem
hann telur sér fyrir bestu.
Pétur H. Blöndal alþingismaður
um hugsalegt forsetaframboð
Davíðs Oddssonar. DV í gær.
Þess vegna vil ég koma
því á framfæri við þá sem
ráða að aldrei hefur verið á
dagskrá þáttur sem er jafn
lélegur og Þeytingur.
Lesendabréf í
DV í gær.
Raunar er kyndugt, að þjóð,
sem seilist til áhrifa í erlend-
um sjávarútvegi, skuli hamla
gegn erlendri fjárfestingu í
innlendum sjávarútvegi.
Jónas Kristjánsson í leiðara
DV í gær.
fréttaskot úr fortið
Eftir
Olympíu-
leikanna
Sænski íþróttamaðurinn, Maraþon-
hlauparinn Tore Enochsson, sem tók
þátt í Olympíuleikunum í Berlín í
sumar, var tekinn fastur um daginn
fyrir innbrotsþjófnað í Stokkhólmi.
Lögreglan kom að honum, þar sem
hann var að bijótast inn, elti hann um
götumar og vann Maraþonhlaupið.
Alþýðublaðið
sunnudaginn
22. nóvember 1936