Alþýðublaðið - 21.02.1996, Side 1

Alþýðublaðið - 21.02.1996, Side 1
■ Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans gagnrýnir hið opinberlega harðlega og segir að engin vaxtalækkun sé á döfinni Það er einsog að éta óðs manns skrt - er svar bankastjórans við spurningunni hvort Landsbankinn muni feta í fótspor íslandsbanka og lækka vexti. Gagnrýnir fjármagnstekjuskatt og segir hann bitna harkalegast á gömlu fólki. „Við hreyfum okkur ekki. Við gef- um reglulega skýringar á stöðunni, en við förum ekki að elta Islandsbanka. Það væri einsog að éta óðs manns skít,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans, aðspurður hvort bankinn muni feta í fótspor ís- landsbanka og lækka vexti. Sverrir sagði að. hið opinbera haldi uppi há- um vöxtum, annarsvegar með gífur- legum halla ríkissjóðs og hinsvegar hamslausri græðgi í sparifé lands- manna. „Við hrökkvum ekki upp af stand- inum þótt menn fundi í Ráðherrabú- staðnum," sagði Sverrir og vísaði þar með til fundar seðlabankastjóra og ráðherra í síðustu viku um aðgerðir í vaxtamálum. Þá gagnrýnir hann harkalega verðbólguspár Seðlabank- ans, og segir að lítil ástæða sé til að fara eftir þeim í framtíðinni. Sverrir neitaði því að bankastjórar Landsbankans væru beittir pólitfskum þrýstingi til að lækka vexti: „Það hef- ur aldrei nokkur maður reynt að hafa áhrif á mig. Mínir gömlu félagar þekkja mig of vel til þess að reyna slíkt. Sverrir ítrekaði að ríkissjóður bæri ábyrgð á háum vöxtum, enda rfkis- fjármál í ólestri. „Það er ekki nokkum skapaðan hlut að marka niðurstöðu- tölur fjárlaga, þær eru einsog hver önnur samlagningarvilla. Ég á eftir að sjá að halli ríkissjóðs verði ekki 10 Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri og Valur Valsson íslandsbankastjóri. Sverrir harðneitar að til standi að elta íslandsbanka í vaxtamálum, og vísar allri ábyrgð á ríkissjóð. milljarðar á þessu ári.“ Landsbankastjórinn er líka stórorð- ur í gagnrýni á fjámiagnstekjuskattinn sem nú er í burðarliðnum. „Menn halda að með þessu séu þeir að ná í breiðu bökin. Það er mikil firra. Slíkir menn eru ekki með sína peninga í Landsbankanum. Inni á kjörbókum í bankanum eru 35 þúsund milljónir króna. Sextíu prósent af eigendum þessa fjár er gamalt fólk sem hefur nurlað því saman með ærnu erfiði. Þeir sem raunverulega eiga peninga fara með þá annað. í raun er það bara þrái í gamla fólkinu að gera það ekki líka,“ sagði Sverrir Hermannsson. Formenn Framsóknar og krata hittast Þingflokkur Alþýðuflokksins átti í gær fund með alþýðuflokksfólki úr forystu verkalýðshreyfingarinnar og hefur þar líklega borið á góma mál sem verða rædd á flokkstjórnarfundi á laugardag, en yfirskrift hans er: Hvers vegna eru laun svona lág á íslandi? Á myndinni sjást þau ræðast saman í upphafi fundar Ragna Bergmann, formaður verkakvennafélagsins Framsókn- ar, Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, og Rannveig Guðmundsdóttir, formaðUr þingflokks Alþýðuflokksins. A mynd E.ói. ■ Gallupkönnun Alþýðuflokkurinn með 16,2 prósenta fylgi Jón Baldvin Margrét Frí- Kristín Ástgeirs- Jóhanna Sigurð- Hannibalsson: mannsdóttir: dóttir: 2,8 pró- ardóttir: 2,1 pró- 16,2prósent. 13,4prósent. sent. sent. - Alþýðubandalagið missir umtalsvertfylgi Alþýðuflokkurinn bætir við sig og er nú með 16,2 prósenta fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði í lok síðasta mánaðar og birtist í svokölluðum Þjóðar- púlsi Gallups. Þetta er 50 prósenta fylgisaukning frá því í þingkosn- ingunum í apríl, en tæpra fjögurra prósentustiga aukning frá Gallup- könnun sem gerð var í desember. Samkvæmt þessu er Alþýðuflokk- urinn nú sá stjórnarandstöðuflokk- ur sem mest fylgi hefur meðal kjósenda. Alþýðubandalagið er sá stjórn- málaflokkur sem mestu tapar í skoðanakönnuninni. Flokkurinn mælist nú með 13,4 prósenta fylgi og lækkar um 4,7 prósentustig frá því í síðustu Gallupkönnun. Samkvæmt könnunninni heldur Kvennalistinn enn áfram að tapa fylgi. Hann fær nú aðeins 2,8 pró- sent, en það mun vera minnsta fylgi sem hann hefur fengið í mæl- ingum Gallups frá því þær hófust haustið 1992. Þjóðvaki stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu könnun með 2,1 prósent, en kjör- fylgi hans í kosningunum síðast- liðið vor var 7,2 prósént. Ríkisstjórnarflokkarnir sigla fremur lygnan sjó frá því í síðustu könnun og gera hvorki að bæta við sig eða hrinda frá sér fylgi svo marktækt sé. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar reyndar ögn og mælist með 42 prósenta fylgi, en Framsóknar- flokkurinn fær 22,2 prósent. ■ Flokksstjórn Alþýðuflokksins fundar á laugardag Hvers- vegna eru launin svona lág? Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins hefur kallað flokksstjórn saman í Reykjavík næstkomandi iaugar- dag, 24. febrúar. Þetta er fyrsti flokksstjórnarfundurinn á árinu og þar verður leitað svara við spurningunni Hversvegna eru launin á Islandi svona lág? Rætt verður hvað launþegahrcyfingin geti gert til að rétta hlut launþcga og hvað stjórnvöld geti gert til þess að jafna kjörin. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloft- inu við Bankastræti og stendur frá 10.15 árdegis til 14 síðdegis. Viðtalsbil hjá Jóni Baldvini Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins - Jafn- aðarmannaflokks Islands, verður með viðtalstíma á skrif- stofu Alþýðuflokksins, Alþýðu- húsinu, Hverfisgötu 8-10, á fimmtudag mili kl. 17 og 19.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.