Alþýðublaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1996 ■ Marie Josephe Rose var ung stulka frá eyjunni Martinique sem giftist Napóleon Bónaparte og varð keisaraynja Frakklands. Kolbrún Bergþórsdóttir segir sögu hennar Eiginko keisa ra Aunglingsárum sínum fór hin lífsglaða Marie Josephe Rose á eyj- unni Martinique til spákonu sem sagði henni að eftir óhamingju- samt hjónaband og ekkjudóm ætti hún eftir að bera kórónu og verða „æðri drottningum“. Þegar Marie Josephe Rose var orðin keisaraynjan Jósefína sagði hún þessa sögu margoft. Ólíklegt er þó að hún hafi fund- ið huggun í spádómnum þegar foreldrar hennar tilkynntu henni um væntanlegt hjónaband hennar og Alexanders Beauharnais, aðalsmanns, sem hún þekkti nær ekkert til. Þegar þau giftust árið 1779 var Jósefína sextán ára og Alexander örfáum árum eldri. Ungu hjónin bjuggu á heimili Beauharnais fjölskyldunnar í París og áttu saman tvö börn, en snemma þótti ljóst að hjónabandið yrði ekki gæfuríkt. Alexander var yfirborðslegur, sjálfhverfur og ólæknandi kvenna- bósi. Jósefína var lífsglöð, gefin fyr- ir gleðskap og glaum og einstaklega gjafmild. Hún var ákaflega hjartahlý og svo tilfinningarík og viðkvæm að hún átti til að bresta í grát af minnsta tilefni. Jósefína bjó ekki yf- ir ríkulegum gáfum en gott hjartalag og umtalsverðir persónutöfrar vógu upp þann skort. Það nægði þó ekki til að hrífa eiginmanninn sem kvart- aði jafnan yfir litlum vitsmunum konu sinnar. Alexander dvaldist langdvölum að heiman, og þegar Jósefína síðar sótti um skilnað frá honum sagði hún að í fjögurra ára hjónabandi hefði Alexander ekki eytt meira en tíu mánuðum í návist sinni. Þegar Alexander brá sér til Martinique, heimaslóða Jósefínu, heyrði hann rætið slúður sem byggði á miður áreiðanlegum sögnum um fjölbreytt ástarlíf eiginkonu hans fyrir giftingu þeirra. Alexander, sem sjálfur þekkti ekki hugtakið tryggð, skrifaði konu sinni bréf þar sem hann sagði hana verri öllum hórum heims og fullyrti að hann væri ekki faðir að dóttur þeirra. Hann tilkynnti eiginkonu sinni að hann ætlaði að hitta hana einu sinni þegar hann kæmi til Frakklands en síðar ekki meir, og skipaði henni að ganga í klaustur. Þegar Alexander sneri aftur til Frakklands frétti hann að Jósefína byggi enn á heimili þeirra. Hann skrifaði henni samstundis: „Þegar ég kom til Frakklands frétti ég mér til mikillar furðu af bréfum föður míns, að þú værir ekki enn gengin í klaust- ur eins og ég hafði skipað þér í bréfi mínu frá Martinique...“ Fjölskylda Alexanders var öll á bandi Jósefínu og reyndi ítrekað að fá hann til að sættast við konu sína, en til þess var hann ófáanlegur. Reyndar fór svo að Jósefína flutti frá heimili þeirra, en ekki í klaustur, heldur í eitt besta hverfi Parísar, þar sem hún leitaði skjóls í eins konar kvennaathvarfi þess tíma, þar sem konur sem lent höfðu í útistöðum við eiginmenn sína bjuggu við gott atlæti. Innan tveggja vikna frá því Jósefína flutti frá eiginmanni sínum sótti hún um skilnað að borði og sæng. Þau hjón skildu þó ekki að lögum. Franska byltingin braust út 1789 og aðalsmenn Frakklands voru teymdir að fallöxinni. Alexander og Jósefína sátu í fangelsi og biðu dauða síns. Jósefína bar sig illa og grét svo mjög að hugrakkari fangar höfðu ama af og töldu slíka hegðun ekki við hæfi. Þegar Alexander var tekinn af lífi varð Jósefínu svo mik- ið um að hún féll í yfirlið. Stuttu síðar var ógnvaldinum Robespierre steypt af sóli og Jósefínu tilkynnt að hún væri frjáls kona. Þær fréttir ollu öðru yfirliði. Jósefína hittir Napóleon Þegar Jósefína kynntist Napóleon var hún þrjátíu og tveggja ára og hann tuttugu og sex ára. Kynni þeirra hófust á þann hátt að sonur Jósefínu hélt á fund Bonaparte hers- höfðingja til að endurheimta sverð föður síns sem lent hafði í vörslu yfirvalda. Napóleon þótti svo mikið til hins fjórtán ára drengs koma að hann afhenti honum sverðið. Jósef- ína hélt síðan á fund Napóleons til að þakka honum aðstoðina. Hann hreifst af þessari geðþekku konu og heimsótti hana nokkrum sinnum. Einum fundi þeirra lýsti Napóleon svo: „Einn dag þegar ég sat við hlið hennar hóf hún að bera lof á mig vegna hernaðarþekkingar minnar. Lof hennar gerði mig ölvaðan. Frá þeirri stundu beindi ég orðum mín- um eingöngu til hennar og yfirgaf hana ekki. Eg var yfir mig ástfangin af henni og vinir okkar gerðu sér grein fyrir því löngu áður en ég þorði að impra á því.“ Hamingja min byggist á því að þú sért hamingjusöm. Gleði mín á því að þú sért kát; ánægja mín byggir á því að einnig þú njótir ánægju. Ef ég ætti að glata ást þinni, hjarta þínu, þinni dásamlegu persónu, myndi ég glata öllu sem gerir lífið hamingjuríkt og kært, skrifaði Na- póleon til Jósefínu í einu af þeim rúmlega tvöhundruð bréfum sem vitað er til að hann skrifaði henni. Þegar Napóleon bað Jósefínu var hún á báðum áttum um hvað hún ætti að gera. Hún var ekki ástfangin af honum en hann vakti áhuga henn- ar og henni þótti vænt um hann. Nokkrir vina hennar réðu henni ein- dregið frá þessurn ráðahag þar sem þeir töldu að Napóleon ætti litla framtíð fyrir sér. „Þessi maður færir þér ekkert nema yfirhöfn sína og sverð sitt,“ sagði einn þeirra. Jósef- ína ákvað þó eftir vandlega umhugs- un að giftast Napóleon, sem hún taldi að myndi reynast sér og böm- um sínum vel. Það reyndist rétt mat því Napóleon unni eiginkonu sinni mjög og reyndist börnum hennar einstaklega ástríkur stjúpfaðir. Napóleon tilbað eiginkonu sína og mátti ekki vera frá henni eina klukkustund án þess að taka upp mynd af henni og þekja hana koss- um. Jósefína skrifaði til frænku sinnar: „Eg á besta eiginmann í heimi. Mig skortir ekkert því hann uppfyllir allar óskir mínar. Alla daga sýnir hann mér tilbeiðslu eins og væri ég gyðja. Hann gæti ekki verið betri eiginmaður en hann er.“ „Hann elskaði hana ástnðufullt," sagði vinur Napóleons sem heim- sótti þau hjón. „Öðru hvoru kom hann úr vinnuherbergi sínu til að bregða á leik við hana eins og væri hún barn. Hann stríddi henni, kom henni til að hrópa upp yfir sig og faðmaði hana af þvílíkri ástríðu að ég sá mér ekki annað fært en að ganga að glugganum og þykjast gá til veðurs." Ný námskeið hefjast 4. mars Arabíska Byrjendaflokkur. Kennari: Shirin Naimy. 8 vikna námskeið. Kr. 4.800,- Leiklist fyrir börn 9-12 ára Kennari: Elísabet Brekkan 8 vikna námskeið. Kr. 3.500,- Öskjugerð Kennari: María Karen Sigurðardóttir. Nytja- og gjafaöskjur búnar til úr pappa. Kennt verður að þrykkja nöfn og mynstur á öskjurnar. 7 vikna námskeið. Kr 4.800,- Fjármál heimilanna Heimilisbókhald. Kennari: Raggý Guðjónsdóttir. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfari til að halda utan um heimilisbókhaldið og ná betur markmiðum sínum. 3 vikna mámskeið. Kr. 2.500,- Upplysingar óg innritun í síma 551 2992 og 551 4106 Svo lengi lærir sem lifir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.