Alþýðublaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1996
ALÞYÐU BLAÐiÐ
5
Ást og víxlspor
Eins og kunnugt er var Napóleon
löngum upptekinn af því að leggja
undir sig heiminn. Sá starfi krafðist
langdvala frá heimilinu en Napóleon
var afkastamikill bréfritari milli þess
sem hann barðist á vígvelli og Jósef-
ína hafði vart við að taka á móti
skilaboðum eins og þessum frá hers-
höfðingjanum:
„Hamingja mín byggist á því að
þú sért hamingjusöm. Gleði mín á
því að þú sért kát; ánægja mín bygg-
ir á því að einnig þú njótir ánægju...
Ef ég ætti að glata ást þinni, hjarta
þínu, þinni dásamlegu persónu,
myndi ég glata öllu sem gerir lífið
hamingjuríkt og kært.“
Til bróður síns skrifaði Napóle-
on: „Ég elska hana brjálæðislega og
ég fæ ekki haldið áfram, fjarri henni.
Ef hún elskaði mig ekki lengur þá
hefði ég ekkert að gera á jörðinni."
Karlmaður sem elskaði á þennan
hátt var vitaskuld afbrýðisamur um-
fram hófstilltari menn en var þó
venjulega fljótur að ná sér eftir af-
brýðiköst. Napóleon þótti Jósefína
ekki skrifa sér nægilega kappsam-
lega og auk þess grunaði hann hana
um að líta aðra karlmenn helst til
hýru auga - fyrir þeim grun reyndist
nokkur innistæða. Hann skrifaði
henni ævareiður og fullur afbrýði:
„Ég elska þig ekki lengur, þvert á
móti fyrirlít ég þig! Þú ert fyrirlitleg,
klaufaleg, heimsk og grimm! Þú
skrifar rhér aldrei! Þú elskar ekki
lengur eiginmann þinn!... Hver er
þessi dásamlegi nýi elskhugi sem
tekur allan tíma þinn, stjórnar dög-
um þínum og kemur í veg fyrir að
þú veitir eiginmanni þínum athygli!
Varaðu þig Jósefína" Einn góðan
veðurdag mun ég þeyta upp hurðinni
og standa fyrir framan þig.“
Heimspeki Jósefínu var einföld
og þægileg. Henni fannst að menn
ættu að vera góðir og hafa ánægju af
lífinu. Hún var kærulaus að eðlisfari
og hegðaði sér ekki ætíð skynsam-
lega. Hún stofnaði til ástarævintýris,
án þess að velta fyrir sér afleiðing-
unum. Napóleon komst að því og
tók það mjög nærri sér, þótt hann
fyrirgæfi konu sinni. Eftir það gætti
Jósefína þess vandlega að stíga ekki
víxlspor. Napóleon kom henni
reyndar óskemmtilega á óvart því
eftir ástarævintýri hennar tók hann
að gefa öðrum konum auga og átti
hann öðru hvoru í ástarævintýrum,
sem ollu eiginkonu hans hugarangri.
Staðreyndin var sú að í upphafi
hjónabands þeirra elskaði Jósefína
ekki eiginmann sinn, en eftir því
sem hún kynntist honunt betur því
meiri ást festi hún á honurn. Milli
þeirra þróaðist með árunum sam-
band sem byggði á djúpri væntum-
þykju og virðingu sem entist meðan
þau lifðu.
„Keisaraynja verður að búa
yfir hugrekki"
Arið 1799 var Napóleon orðinn
einvaldur Frakklands og firnm árum
síðar krýndi hann sig keisara. Jósef-
ína varð um leið fyrsta keisaraynja
Frakklands. Um leið var opnað fyrir
umræðu um ríkiserfðir. Jósefína og
Napóleon áttu ekki börn og því ríkti
mikil óvissa um það hver myndi erfa
ríkið félli Napóleon frá. Napóleon
þráði son sem tekið gæti við ríkinu.
Hann eignaðist tvo syni utan hjón-
bands og Jósefína fylltist nú miklum
ótta um að Napóleon myndi skilja
við hana og kvænast konu sem fætt
gæti honum erfingja.
Ættingjar Napóleons voru lítt
hrifnir af Jósefínu og hefðu glaðir
viljað sjá Napóleon skilja við hana.
Hið sarna átti við um nokkra nán-
ustu ráðgjafa keisarans sem töldu að
öryggi ríkisins krefðist þess að hann
tryggði ríkiserfðirnar. Jósefína vissi
Jósefína. Hún giftist
Napóleon án þess að
elska hann, en með
árunum festi hún
mikla ást á honum
og tapaði lífsgleðinni
þegar hann skildi
við hana.
að keisarinn væri beittur þrýstingi til
að skilja við hana. Hún skrifaði Na-
póleon til Póllands og lýsti vanlíðan
sinni. Napóleon skrifaði henni: „Mér
líður vel og ég elska þig mjög heitt,
en ef þú grætur stöðugt þá fer ég að
halda að þú búir hvorki yfir hug-
rekki né skapfestu. Mér líkar ekki
við veikgeðja fólk; keisaraynja verð-
ur að búa yfir hugrekki." '
Jósefína skrifaði syni sínum:
„Hvað varðar sjálfa mig þá veistu að
ég sækist ekki eftir neinu nema ást
hans. Ef þeim tekst að aðskilja okk-
ur þá mun ég ekki sakna titilsins". í
öðru bréfi til hans sagði hún:
„Hversu óhamingjusamt gera hásæt-
in ekki fólk. Ég mundi afsala mér
mínu á morgun án nokkurrar eftir-
sjár. Astúð keisarans skiptir mig
öllu...“ Við vini sem komu að heim-
sækja hana sagði hún: „Guð er til
vitnis um það að ég ann honum
meira en lífi mínu og miklu heitar en
hásætið sem hann hefur fært mér.“
Napóleon unni konu sinni mjög
en sá sig tilneyddan til að skilja við
hana til að tryggja hag ríkisins.
Hann tilkynnti Jósefínu yfir máls-
verði að hann ætlaði að skilja við
hana eftir fjórtán ára hjónaband
Embættismaður hallarinnar sem va
í næsta herbergi við þau heyrði það-
an hávær ekkasog. Síðan birtist Na-
póleon í dyrunum og bað hann að
aðstoða sig. Jósefína lá á gólfinu og
grét móðursýkislega. Mennirnir
tveir urðu að taka hana á milli sín og
bera hana til herbergis hennar.
Jósefína tók skilnaðinn afar nærri
sér og segja má að hún hafi aldrei
náð sér eftir hann. Hún álasaði Na-
póleon þó aldrei. Napóleon giftist
hinni átján ára Maríu Lovísu, dóttur
Austurríkiskeisara, sem var tuttugu
og tveimur árum yngri en hann. Na-
póleon þótti afar vænt um hina nýju
eiginkonu sína sem fæddi honum
langþráðan son. Sá sonur lést rúm-
lega tvítugur. Jósefína sá drenginn
þegar hann var mjög ungur. Hún
brast í grát, tók drenginn í fangið og
kyssti hann. Síðar greiddi hún háa
upphæð fyrir mynd af honum.
Þótt Napóleon og Jósefína hefðu
skilið skrifuðust þau á og hittust
jafnvel. Eftir eina heimsókn Napóle-
ons skrifaði Jósefína dóttur sinni:
„Ég hef átt hamingjuríkan dag.
Keisarinn kom að heimsækja mig.
Návist hans geri mig hamingjusama,
jafnvel þótt hún endurlífgi sorg
mína...“
I síðasta bréfi sem vitað er til að
Napóleon hafi skrifað Jósefínu
skömmu áður en hann hélt í útlegð
til Elbu sagði hann: „Vertu sæl,
kæra Jósefína mín. Sættu þig við
það sem orðið er eins og ég geri og
gleymdu aldrei þeim sem aldrei hef-
ur gleymt þér og aldrei mun gleyma
þér.“
Jósefína gerði sér vonir um að
Napóleon mundi koma aftur inn í líf
hennar. Það varð aldrei. Þremur vik-
um eftir að Napóleon steig fæti á El-
bu veiktist Jósefína af ofkælingu, en
hafði þá um tíma verið við slæma
heilsu. Hún lést fimmtug að aldri í
maímánuði 1814.
Napóleon las fréttina um andlát
hennar í dagblaði og tók hana afar
nærri sér. „Vesalings Jósefína,"
sagði hann, „hún er hamingjusöm
núna.“ Hann lokaði sig inni í tvo
daga og neitaði að hitta nokkurn
mann.
Sjö árum síðar var Napóleon að
lifa síðustu daga sína. Tæpum
tveimur vikum fyrir dauða sinn
sagði hann að Jósefína hefði komið
til sín. „Hún vildi ekki faðma mig,“
sagði hann við hershöfðingja sem
hjá honum var. „Hún hvarf mér um
leið og ég ætlaði að taka hana í faðm
rninn... Húrísagði að við værum um
það bil að hitta hvort annað aftur, og
ættum aldrei aftur eftir að skilja; hún
fullvissaði ntig um það - sást þú
hana?“
Sagt er að síðasta orð sem hann
sagði áður en hann gaf upp öndina
hafi verið: „Jósefína". ■