Alþýðublaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 8
V * \WRE Vffll/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 MIBUBIMO Miðvikudagur 28. febrúar 1996 33. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Hrafn Gunnlaugsson fer til Rússíá með myndir sínar Hin helgu vé og Hrafninn flýgur. ■ íslenskar kvikmyndir í Rússlandi Hrafn, Hilmar og Óskar í austurveg Kvikmyndagerðarmennimir Hrafn Gunnlaugsson, Hilmar Oddsson og Óskar Jónasson og Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, eru heiðursgestir á íslenskri kvik- myndahátíð sem í dag hefst í Moskvu og Pétursborg, austur í Rússlandi. Þetta mun vera í annað sinn á tíu árum að íslenskar kvikmyndir em kynntar rússneskum almenningi, en sex ís- lenskar myndir hafa verið valdar til sýninga á hátíðinni. Elst þeirra er Hrafninn flýgur, öndvegismynd Hrafns Gunnlaugssonar, en einnig verður sýnd nýjasta mynd hans Hin helgu vé. Hilmar fer í austurveg með stórmynd sína Tár úr steini, en Óskar hefur meðferðis Sódómu Reykjavík. Að auki urðu fyrir valinu Veggfóður eftir Júhus Kemp og Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson. Hátíðin stendur til 3. mars. Ríkissjóður rekinn með 8,9 milljarða króna halla árið 1995 Öll ráðuneyti fóru fram úr fjárlögum - nema sjávarútvegsráðuneyti sem heldur sig 18 milljónum innan fjárlagarammans Öll ráðuneyti, nema sjávarútvegs- ráðuneyti, fóru fram úr fjárlögum á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fjár- málaráðherra um ríkisfjármál árið 1995 sem lögð hefur verið fram á Al- þingi. Alls voru útgjöld ríkisins 3,8 milljarðar króna umfram fjárlög, en á móti kemur að tekjur ríkissjóðs voru 2,3 milljarðar umfram fjárlagaáætlun. Hallarekstur ríkisins var því 1,5 millj- örðum króna meiri en áætlað var, 8,9 milljarðar en ekki 7,4 milljarðar eins og gert var ráð fyrir á fjárlögum. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið fer mest fram úr fjárlögum eða sem nemur ríflega 1,4 milljörðum króna. Þar vont rekstrargjöld um 19,1 millj- arður. I skýrslu ráðherra er um helm- ingur útgjaldaaukans rakinn til breyttra forsenda í kjarasamningum, en útgjöld sjúkrastofnana vom um 560 milljónir umfram fjárlög og af því 242 milljónir hjá Ríkisspítölunum en 133 milljónir hjá Borgarspítala og Lands- spítala. Rekstarútgjöld menntamálaráðu- neytisins fóru 345 milljónir fram úr áætlun og eru alls 12,5 milljarðar. Þó kemur fram að útgjöld ráðuneytisins haft lækkað um 425 milljónir vegna Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðis- og tryggingaráð- herra: 1,4 millj- arða fram úr fjár- lögum. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra: 345 milljón- ir fram úr fjárlög- um. Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkju- málaráðherra: 215 milljónir fram úr fjárlögum. Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra: 200 milljónir fram úr fjárlögum. kennaraverkfallsins. Dóms- og kirkju- málaráðuneytið fór 251 milljónir ffam úr fjárlögum, en þar voru rekstrar- gjöldin um 5,3 milljarðar. Af því fóru löggæslustoíhanir 54 milljónir fram úr áætlun en sýslumannsembætti 43 milljónir. Að auki varð viðhalds- og stofnkostnaður 168 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og munar þar mest um nýbyggingu Hæstaréttar. Heilbrigðisráðuneytið fór um 200 milljónir króna fram úr fjárlögum. Munar þar mest um aukið ffamlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra, en einnig er þess getið í skýrslunni að umfram- greiðslur til Vinnueftirlitsins hafi ver- ið sem nemur 22 milljónum króna. Rekstrargjöld fjármálaráðuneytis fóru 120 milljónir króna fram úr fjárlögum, en af þeirri upphæð er kostnaður vegna snjóflóðanna á Súðavík og Flat- eyri 91 milljón. Framúraksturinn í utanríkisráðuneyti nam 118 milljónum króna; þar af kostaði flutningur aðal- skrifstofu ráðuneytisins 38 milljónir en einnig var rekstur sendiráða kostn- ,floUWorJ?«„L. rA Trúarbrögð - Trúarbragðasaga Ný námskeið í mars og apríl Trúarbragðasaga - yfirlit Gerð verður í stórum dráttum grein fyrir sögu, þróun og aðaleinkennum helstu trúarbragða mannkynssögunar. Efnisleg skipting: 1. Einkenni sem eru sameiginleg öllum trúarbrögðum. 2. Trúarbrögð runnin upp í Austurlöndum nær. 3. írönsk og indversktrúarbrögð, þ.á.m. Konfúsíusarsiður, taó og shinto. 5. Trúarbrögð Evrópu fyrir Kristni. 6. Trúarbrögð Afríku -sunnan Sahara, þjóða norðurhjarans, Ameríku fyrir Kólumbus, Eyjaálfu o.fl. 6 vikna námskeið á þriðjudögum kl. 19.40-21.45 hefst 5. mars Kr. 4.800,- Saga og trú Ameríku fyrir Kólumbus. farið verður yfir sögu álfunnar framundir 1500 og gerð grein fyrir mismunandi menningu hinna ýmsu svæða. Áhersla lögð á að kynna trúarbrögð índíána og eskimóa. Fjallað verður um útbreiðslu kristninnar í álfunni og blöndun hennar og „innfæddra" trúarbragða. Viðhorf indíána og eskimóa skoðuð. 3 vikna námskeið á miðvikudögum kl. 19.40-21.45 hefst 6. mars Kr. 2.400,- Trú og galdrar norðurhjarans. Fjallað verður um „innfædd" trúarbrögð þjóða Norður- og Mið Asíu, norðurhjara Evrópu og Norður - Ameríku. Skoðuð verða helstu einkenni trúarbragða svæðanna, einkum sjamanismans og komið inn á hugsanlegan skyld- leika hans við skandinavískan galdur. Onnur mikilvæg atriði, svo sem verndarandatrú indíána, trú á dýradrottna, menningargjafa, „trickstera" o.fl. verða einnig til meðferðar. 3 vikna námskeið á miðvikudögum kl. 19.40-21.45 hefst 27. mars Kr. 2.400,- Upplysingar og innritun í síma 551 2992 og 551 4106 Svo lengi lærir sem lifir Halldór Asgríms- Davíð Oddsson son utanríkisráð- forsætisráðherra: herra: 118 milljón- 40 milljónir fram irfram úrfjárlög- úrfjárlögum. um. aðarsamari en áætlað var. Landbúnaðarráðuneytið fór 63 milljónir fram úr fjárlögum og er hækkunin mest hjá aðalskrifstofu ráðuneytisins, 19 milljónir, en einnig munar um 12 milljón króna hækkun hjá embætti yfirdýralæknis og 15 milljónir hjá Bændaskólunum á Hól- um. í skýrslunni er ráðuneytið áminnt um að grípa til aðgerða til að halda rekstrinum innan ramma fjárlagfa. Forsætisráðuneytið fór 40 miiljóriír króna fram úr fjárlögum og eru rekstr- arúgjöld þar alls 206 milljónir. Þar hafa orðið litlar hækkanir vegna kjara- samninga, en greiðslur til embættis Húsameistara ríkisins og vegna þjóð- garðsins á Þingvöllum vega þungt í kostnaðaraukanum. I skýrslu fjármálaráðherra eru aukin útgjöld samgönguráðuneytis, um- hverfisráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og viðskiptaráðuneytisins að mestu skýrð með auknum launakostnaði. Hins vegar nýtur sjávarútvegsráðu- neytið nokkurrar sérstöðu sem fyrr segir; þar urðu útgjöld 18 milljónum lægri en gert var ráð íyrir á fjárlögum þrátt fyrir aukinn launakostnað. Kem- ur fram að útgjöld flestra stofnana ráðuneytisins hafí farið ögn fram úr fjárlögum, nema Fiskistofu, en þar tókst að spara 20 milljónir, einkum með því að skera niður ferðakostnað innanlands. ■ Upplýsingar frá Hagstofu Margir segjasig úr Þjóð- kirkjunni „Það virðist veruleg fjölgun úr- sagna úr kirkjunni, því er ekki að leyna,“ sagði starfsmaður Hag- stofunnar sem Alþýðublaðið ræddi við í gær. Starfsmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að mikið væri hringt og spurt hvernig fólk færi að því að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Það gengur þannig fyrir sig að fólk þarf að mæta á staðinn og fylla út sérstakt eyðublað, og sagði starfs- maðurinn að margir hefðu uppá síðkastið lagt leið sína í Hagstof- unna í þeim erindagjörðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.