Alþýðublaðið - 28.02.1996, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1996, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 s k o ð a n i r UHNHJm 21072. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Flutningi grunnskólans stefnt í hættu? Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna er eitt stærsta og við- kvæmasta verkefnið sem núverandi iíkisstjóm fæst við. Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra hefur sýnt mikla lipurð í því að leysa viðkvæm deilumál við kennara, sem em ein af forsendunum fyrir því að af flutn- ingnum geti orðið. í byijun þessa mánaðar náðist samkomulag um mál- ið og í kjölfar þess lagði menntamálaráðherra fram fmmvarp á Alþingi um réttindamál kennara. Vart var búið að leggja þetta fmmvarp fram í þinginu þegar fjármála- ráðherra kynnir tvö fmmvörp sem hleypa málinu upp. Annars vegar er um að ræða fmmvarp um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna og hins vegar fmmvarp um lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna. Þessi vinnubrögð vekja furðu allra sem að málinu koma: niðurstaða þessara fmmvarpa er mjög misvísandi og benda til þess að vinstri hendin viti ekki hvað sú hægri gjörir. Ríkisstjómin mátti vita að hversu mikilvægar sem umbæt- ur í þessum málaflokki em, þá var hún að fara inn á jarðsprengjusvæði. Aðgátar og samstarfs við alla aðila var þörf. Fjármálaráðherra virðist svo umhugað að reka af sér slyðmorðið að hann hefur með gassagangi stefnt í hættu því góða starfi sem menntamálaráðherra hefur unnið í málinu. Eins og við var að búast hafa samtök kennara hætt öllu samstarfi við ríkisstjómina varðandi flutning gmnnskólans. Það er því erfitt að sjá hvernig menntamálaráðherra getur nú gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin í landinu um kostnað við flutninginn. Ríkisstjómin virðist því um það bil að klúðra sínu stærsta máli til þessa. Þökk sé Friðrik Sophussyni íj ármálaráðherra. „Fullnýttur samráðskvóti“ Vinnuveitendasamband Islands sendir landbúnaðarráðherra heldur betur tóninn vegna samsæris eggjaframleiðenda og landbúnaðarráðu- neytisins gegn neytendum í landinu. VSÍ bendir réttilega á að verðmun- ur á eggjum og kjúklingum hér á landi og í nágrannalöndum okkar sé „íjarstæðukenndur“. Ástæðan sé óeðlilegir viðskiptahættir og ofurtollar á innflutning. Landbúnaðarráðherra brást við þeim ábendingum Sam- keppnisstofnunar að samkeppnislög stönguðust á við búvömlög á þann hátt að semja ætti við bændasamtökin um málið. Þetta telur VSÍ rétti- lega fjarstæðukennda skoðun. í samþykkt VSÍ segir: „Samtök eggjaframleiðenda sýnast hafa full- nýtt samráðskvóta sinn svo tímabært er að landbúnaðarráðherra taki upp samráð við atvinnurekendur og launþega um það hvemig endir verði bundinn á óeðlilega viðskiptahætti í alifuglarækt.“ Ekki er við því að búast að sérstakur sendiherra Félags eggjaframleið- enda í stjómaráðinu, Guðmundur Bjamason landbúnaðarráðherra, sinni þessu í neinu. VSÍ verður að taka upp harðari aðgerðir gegn háu bú- vömverði, enda hljóta atvinnufyrirtækin í landinu fyrr eða síðar að greiða þann kostnað sem þessu fylgir. Íhaldsöíl hins óbreytta ástands í landbúnaðarmálum verða ekki brotin á bak aftur með hverri ályktuninni á eftir annarri. VSÍ og ASÍ verða að knýja fram breytingar í tengslum við gerð næstu kjarasamninga. Málfundarklúbbur félagshyggjufólks Á laugardaginn var haldinn fyrsti fundur málfundarklúbbs félags- hyggjufólks, sem er óformlegur vettvangur flokksbundins sem óflokks- bundins fólks á vinstri væng stjómmálanna. Fundurinn var íjölmennur og skemmtilegur og nk ástæða til að ætla að framhald verði á þessu starfi. Fólk þarf vettvang til að ræða stjómmál opinskátt án þess að vera bundið á klafa flokkanna, þó að þeir séu auðvitað góðir og gildir til síns brúks. Alþýðublaðið fagnar þessu framtaki félagshyggjufólks og vonar að það skili ríkulegum árangri. ■ Tifandi tímasprengja kirkjunnar Á stjórnarárum Bush fyrrum Bandaríkjaforseta - sællar minningar - stóð til einu sinni sem oftar að skipa nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkj- anna. Eins og mörgum er kunnugt eru skipanir Hæstaréttardómara stórvið- burðir þar í landi. Eftir að Bush hafði tilnefnt sinn mann í embættið og Öld- ungadeild þingsins var í þann mund að hefja yfirheyrslur sínar yfir mann- ininum, komu fram mjög alvarlegar ásakanir um kynferðislega áreitni af hendi mannsins frá konu sem mörgum árum áður hafði verið undirmaður hins verðandi Hæstaréttardómara. Það er skemmst frá því að segja að fá mál - ef nokkur - ollu meira fjaðrafoki í Pallborðið bandarísku þjóðlífi það árið. Það segir sig sjálft að mikinn kjark þarf til að bera slíkar ásakanir fram, með tilheyrandi fjölmiðlafári og ófrægingarherferð og þrýstingi um að draga ásakanirnar til baka. í þessu bandaríska tilfelli þurfti konan að lýsa nákvæmlega málavöxtum á opinber- um vettvangi, meðal annars í yfir- heyrslu hjá Öldungadeildinni sem sjónvarpað var beint um öll Bandarík- in. Reynt var að gera konuna og fram- burð hennar - sem að sjálfsögðu var neitað sem pólitískum ofsóknum - tortryggilegan á allan máta og gengu nokkrir öldungardeildarþingmenn mjög hart fram í því efni. Þeir höfðu sitt fram að lokum: Öldungadeildin staðfesti skipun mannsins í embætti Hæstaréttardómara og gerði þar með Ktið úr framburði konunnar. Þessi sigur varð dýrkeyptur þegar upp var staðið. Viðkomandi Hæsta- réttardómari nýtur engrar virðingar í bandarísku þjóðlífi og heldur sig mest til hlés. Þeir öldungadeildarþingmenn sem harðast gengu fram í því að gera framburð konunnar tortryggilegan þurftu margir hveijir að gjalda fyrir þá framgöngu með embætti sínu í næstu kosningum. Bush forseti skaðaðist verulega, sérstaklega í augum kvenna. í heild sinni varð málið til þess að um- ræða um kynferðislega áreitni gjör- breyttist í Bandaríkjunum. Ekki var hægt að vísa slíkum málum frá eins og hverri annari hysteríu. Einn af þeim sem fengu að finna fyrir því í framhaldinu var öldunga- deildarþingmaður frá Washingtonríki, sem alræmdur var fyrir áreitni í garð þeirra kvenna sem hjá honum unnu. Alltaf hafði hann neitað, en nú var málið tekið föstum tökum, enda ekki einleikið að hver konan á fætur ann- arri langt aftur í tímann hefði svipaða sögu að segja. Siðanefnd þingsins þvingaði manninn til afsagnar eftir rækilega umfjöllun. Þessi dæmi er rétt að hafa í huga þegar kynferðislega áreitni ber á góma. Ólafur Skúlason biskup hefur verið borinn þungum ásökunum um kynferðislega áreitni. Þar er ekki um Þegar biskupinn brýst upp úr skotgröf sinni til gagnárása kemur berlega í Ijós að hann hefur viðlíka tengsl við raunveruleikann og góður hershöfðingi úr fyrra stríði. Sjónvarpsviðtal biskupsins á mánudagskvöld gerði endanlega út um framtíð hans í embætti. eitt einstakt mál að ræða, heldur mörg. Sögur um kvensemi biskupsins hafa raunar gengið lengi og sumir fjölmiðl- ar verið komnir á fremsta hlunn fyrir allnokkru að fjalla um málið. Ekkert slíkt gerðist þó, enda erfitt að ríða á vaðið. Biskupinn hefur einfaldlega verið yfir opinbera gagnrýni hafinn. Það er ljóst að kirkjunnar mönnum hafa um ailnokkurt skeið verið þessar ásakanir ljósar. Þær eru ekki nýjar fréttir þar á bæ. Þetta var viðurkennt í Morgunblaðinu á sunnudaginn var. Þessi staðreynd segir sína sögu um það tabú sem umræða um kynferðis- Íega áreitni er og þá sérstaklega innan kirkjunnar. Hvers vegna var slíkur maður kosinn biskup til að byija með? Þótti prestum kirkjunnar ekki ástæða til að taka málið alvarlega? Greinilega ekki. Hystería nokkura kvenna var greinilega ekkert til að hafa áhyggjur af. Þangað til fjölmiðlar tóku við sér. Blaðran er sprungin og kirkjan veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ekki er hægt að þegja lengur þó að þrír karlar í siða- nefnd Prestafélagsins hafi gert sitt besta til að þvo hendur sínar af mál- inu. Það er svo gamalt, það er ósann- að! Kirkjan virðist í þann mund að grafa skotgrafir í kring um biskups- embættið, þar sem halda á úti skot- grafahemaði gegn íjölmiðlum í land- inu, Stígamótum og þeim konum sem bera fram ásakanir á hendur biskupi. Ráðherrar eru dregnir inn í málið líkt og þeir geti gert biskupinn að hvít- þvegnum engli. Málið mun ekki hverfa. Spurningin stendur um sið- ferðisstyrk kirkjunnar til að taka á málum sem þessum. Biskupinn er ekki maður til þess sjálfur; öll spjót standa því á prestum landsins. Þegar biskupinn brýst upp úr skot- gröf sinni til gagnárása kemur berlega í ljós að hann hefur viðlíka tengsl við raunveruleikann og góður hershöfð- ingi úr fyrra stríði. Sjónvarpsviðtal biskupsins á mánudagskvöld gerði endanlega út um framtíð hans .í emb- ætti. Þá gerðist biskup svo ósmekkleg- ur að blanda saman framlögum kirkj- unnar til Stígamóta og konum sem þangað hefðu leitað af hans völdum. Af orðum biskupsins mátti skilja að orsök málsins væri niðurskurður á framlögum kirkjunnar til Stígamóta. „Andleg björg“ þeirra kvenna sem til Stígamóta hefðu leitað væru ekki af hans völdum og því væntanlega ímyndun ein; ofskynjanir sem best væri að meðhöndla nieð geðlyfjum. Þau bandarísku dæmi sem hér að ofan var minnst á ættu að vera kirkj- unni alvarleg áminning urn að mál af þessu tagi geta haft langvarandi og djúpstæð áhrif. Biskupinn reynir að höfða til samúðar með sér sem ofsótts manns, en gleymir því í leiðinni að verulegan kjark þarf til að koma fram með ásakanir af þessu taginu. Fómar- lömbin - sem eru allmörg - liggja undir ámæli um lygar og rógburð. Það er alvarlegt mál fyrir konur að koma fram undir nafni og saka biskupinn um kynferðislega áreitni. Slíkt er ekki gert að ástæðulausu eða vegna deilna um innri mál kirkjunnar. Þessar ásak- anir hafa um langt skeið verið tifandi tímasprengja innan kirjunnar. Eftir Verdun biskupsins á mánu- dagskvöldið er ekki nema um eitt að velja: Eg ætla að segja mig úr þjóð- kirkjunni. Loksins. ■ Höfundur er stjórnmálafræðingur dagatal 28. febrúar Atburðir dagsins 1574 Spænski rannsóknarrétt- urinn brennir tvo Englendinga og einn íra á báli í Mexíkó. Þeir voru fyrstu fórnarlömb rannsóknarréttarins í nýja heiminum. 1912 Albert nokkur Perry framkvæmir fyrsta fall- hlífarstökkið í Missouri. 1986 Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar skotinn til bana í miðborg Stokkhólms. Afmælisbörn dagsins Sir John Tennicl 1820, bresk- ur leikari. Charles Blondin 1824, franskur línudansarj sem fór á stulltum yfir Níagara- fossa. Sir Stephen Spender 1909, ljóðskáld og gagnrýn- andi. llrian Jones 1942, einn af stofnendum Rolling Stones. Annálsbrot dagsins Kom ofsókn á séra Þórð Sveinsson í Skálholti, svo hann varð sjónlaus, heyrnarlaus og mállaus og vitlaus nær á einu augabragði... En nokkru fyrir sinn afgang færðist lítið af hon- um máls; talaði í latínu, hebr- esku og grísku og öðrum tungumálum, þó óviti. Eyrarannáll 1666. Tilvitnun dagsins Vopnin ein tryggja ekki frið- inn, - það geta einungis menn. John F. Kennedy. Málsháttur dagsins Oft mætir prettur pretti. Orð dagsins Á eld er best að ausa snjó, eykst hans log við þetta. Gott er að hafa gler í skó, þá gengið er í kletta. Bjarni Jónsson, Öfugmælavisur. Skák dagsins Drottningarfóm og mátsókn - það er ekki hægt að biðja um meira. Pcrez sem hefur hvítt og á leik gegn Gonzalez fer á kostum. Hvað gerir hvítur? l.Rxe5!I Bxdl 2.Rxf7 Dh4 3.Bg5! Dd4+ 4.Khl Bc2 5.Hael Ra6 6.Rh6+ Bf5 7.Be7 mát Snilld!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.