Alþýðublaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s k o ð a n Aö sameinast um hvaö? Flestir sem tjá sig um sameiningu jafnaðarmanna eru sammála um að hún sé nauðsynleg. Einfaldur útgangs- punktur í umræðu en örðugur í fram- kvæmd. Spumingin er um hvað skuli sameinast og hvemig. f mínum huga er fyrst og fremst um að ræða hugmyndafræðilega vinnu, það er skilgreiningu á gmndvelli hug- sjóna. Við höfum um áratugaskeið skilgreint okkur sem óvini eftir því hvar í flokki við höfum staðið. Það mat er hins vegar annað af tvennu, byggt á viðburðum úr fortíðinni, eða afstöðu til einangraðra mála sem uppi em á hverjum tíma og sem við hvorki erum eða verðum að vera sammála um. f grundvallarmálunum emm við sammála þó útfærslumar séu á ýmsa lund. En það er ekki síður nauðsynlegt að skilgreina okkur ekki á gmndvelli sameiginlegs óvinar, það er að sam- einast sem hópur í andstöðu við frjáls- hyggju- eða íhaldsöflin. Einstaka til- raun getur tekist í stuttan tíma eins og til dæmis í Reykjavík við síðustu borgarstjómarkosningar. Hið fyrra, að skilgreina okkur sem flokkslega óvini sem neyðast til að vinna saman, Ieiðir til ævarandi sundrungar og hið síðara til þjóðfélagslegs valds á brauðfótum í formi veikra og sundurleitra sam- steypu- eða samsuðustjóma. Það sent við þurfum að sameinast um er gmndvallarhugsjón okkar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Frelsi til athafna og hugsunar, jafhrétti til tæki- færa og bræðralag til að jafna þær andstæður sem frelsið myndar and- stætt jafnréttinu. Þetta em vandmeð- farin hugtök og í framkvæmd verða þau ekki skilin að. Tökum dæmi. Ef ótakmarkað frelsið er valið á kostnað jafnréttis er uppskeran lík þeirri sem Bretar sitja uppi með í rústum breska velferðarkerfisins. Munur ríkra og fá- tækra er mikill, samfélagið í upplausn og vald safnast á sífellt færri hendur. A hinn bóginn er það ekki heldur til gæfu að velja jafnréttið á kostnað frelsisins. Norrænir jafnaðarmenn súpa seyðið af því í dag. I þágu jafn- réttis hafa einstaklingar og fyrirtæki verið ofurskattlögð. Efnahagslífið er á hraðri leið undir yfirborðið í formi svartrar vinnu og þjónustu. Engu máli skiptir lengur hvort þú ert ríkur eðla fátækur, þú átt kröfu til allra gæða samfélagsins óháð getu þinni til sjálfs- bjargar. Afleiðingin er sú að einstak- lingshyggjan vex, samheldnin minnk- ar og almenn félagsleg virðing fer á undanhald. Danir og ekki síður Svíar gera sér ljósa þessa staðreynd og reyna að ná samfélagslegri sátt um breytingar. Með þessum dæmum vil ég varpa ljósi á þá staðreynd að hvort heldur sem valið er eitt og sér eða í öfgum, ffelsið eða jafnréttið, þá leiðir það ekki til þjóðfélagslegrar sáttar. Bræðralagið verður að vera í mynd- inni. Því er ætlað að koma í veg fyrir að frelsið kæfi jafnréttið og einnig að jafnréttið kæfi frelsið með því einfald- lega að jafna þær andstæður sem ífels- ið og jafnréttið eru óhjákvæmilega hvort gagnvart öðru. Þetta er hin hug- myndafræðilega arfleifð okkar jafnað- armanna og hún þarf að liggja til grundvallar þegar umræður um sam- einingu jafnaðarmanna eru á dagskrá. Um þessa hugsjón erum við að sam- einast. En sameiningin sem slík er ekki auðveld þó hugsjónum sé deilt. Orð eru til alls fyrst og öllum má vera ljóst að sameining í lýðræðislegt samband jafnaðarmanna er á dagskrá. Frum- vinnan er farin af stað með því að gera upp fortíðina. Það uppgjör má hins vegar ekki einkennast af því að hafna eða verðlauna. Við erum að nota for- tíðina til að læra af henni og nota um- ræðuna sem tækifæri til sátta. Asakan- ir út og suður um svik hér, undirlægju- hátt þar og svo framvegis þjóna eng- um tilgangi í því ferli sem sameining og sátt er. Ekki er síður mikilvægt að við ger- um okkur mynd af því hvemig slíkt samband lýðræðislegra jafnaðarmanna á að líta út. Það má alveg vera ljóst að þar mun ekki fara einlit sauðahjörð sem flykkir sér undir sterkan leiðtoga. Það leiðir aldrei til varanlegs sam- bands. í grein í Alþýðublaðinu fyrr í vetur setti ég fram þá skoðun að reyna þurfi nýja aðferð í samskiptum, hina taplausu aðferð, ef takast ætti að sam- eina jafnaðarmenn og halda þeirn saman. Markmið þessarar aðferðar er að tryggja samfylkingu ólíkra einstak- linga og hópa um sameiginleg mark- mið. Tiltekinn formaður eða leiðtogi verður aukaatriði þó nauðsynlegur sé. Hún felst ekki í að við læmm að setj- ast ofaná vandamálin eða lærum að forðast þau því ágreiningur er og verð- ur uppi í stórum stjómmálaflokki. Við verðum því að læra á ágreiningsmál sem ella myndu valda klofningi. Það verður best gert með valddreifingu, af- námi valdbeitingar og tryggingu þess í uppbyggingu slíks sambands að allir fái að heyrast og að njóta sín. Hún byggir því á virðingu og málamiðlun í þágu sameiginlegra markmiða; Sam- steypustjórn getur um sumt verið dæmi hér um en að öðru leyti ekki. Sl£k stjóm er um tiltekin stór markmið sem sátt næst um einfaldlega vegna þess að hagsmuna almennings er betur gætt með því fremur en að sitja hjá. I samsteypustjórnum dylst engum að ólíkir einstaklingar, hópar og hags- munir starfa saman. Ágreiningsmál em hins vegar sett til hliðar og oftast ekki rædd. Þess vegna em örlög sam- steypustjórnar ætíð ráðin fyrirfram. Svo er ekki þegar um er að ræða hópa með sameiginlegar hugsjónir í einum flokki sem aldrei setur óleyst ágrein- ingsmál til hliðar heldur vinnur í sr- fellu að lausn þeirra. Ef viljinn er til staðar næst ætíð sameiginleg niður- staða þó ekki séu allir fullsáttir. Við þurfum ekki annað en að horfa til samherja okkar í Svíþjóð og í Dan- mörku. Danskir og sænskir jafnaðar- Ef ótakmarkað frelsið er valið á kostnað jafnréttis er uppskeran lík þeirri sem Bretar sitja uppi með í rústum breska velferðarkerfisins. Munur ríkra og fátækra er mikill, samfélagið í upplausn og vald safnast á sífellt færri hendur. merm em langt í frá sammála til dæm- is í Evrópumálum og ganga klofnir til allra kosninga þar um. En þeir eru sammála um það eitt, að hið lýðræðis- lega velferðarkerfi á að varðveita. Þeir vita jafnframt að ef þeir em ekki menn til sátta og málamiðlana á gmndvelli sameiginlegra hugsjóna em örlög þess ráðin. Þetta sarna samfélag viljum við varðveita hér á íslandi og oft var þörf en nú er nauðsyn á að jafnaðarmenn sameini krafta sína til þess. Leiðtogar flokkanna eru famir að talast við og það er gott. Það er hins vegar ekki nóg og það er einnig tilgangslaust að fara í einhverja lúsarleit að nýjum leiðtoga eins og staðan er í dag. Hin hug- myndafræðilega vinna er aðalatriðið og ekki síður það að skilgreina upp- byggingu nýs sambands jafnaðar- manna og móta nýjar samskiptareglur. Þegar því er lokið höfum við búið til þau verkfæri sem duga til þess að leysa þau ágreiningsmál sem uppi em og þau sem bíða. ■ Opið bréf Jóns Baldvins Hannibalssonarformanns Alþýðuflokksins til Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV, vegna blaðaskrifa um fjármál flokksins Osannindum svarað Hr. rítstjórí Jónas Kristjánsson Dagblaðið Þverholti 11 105 Reykjavík. Reykjavík, 26. febrúar 1996 Hr. ritstjóri. í fimm dálka fyrirsögn DV föstu- daginn 23. febrúar er Alþýðuflokkur- inn sagður jjaldþrota, ef hann væri hlutafélag. 1 uppslætti á bls. 4 er því haldið fram, í texta og fyrirsögn, að Alþýðuflokkurinn hafi fengið „15 milljónir í erlenda styrki og styrki frá unnendum lýðræðis". Annað í frá- sögninni, sem að venju byggir á nafn- lausum heimildarmönnum, er eftir þessu. Skv. íslenskum lögum er erlendur Ijárstuðningur við íslenska stjómmála- flokka lagabrot. DV sakar því Al- þýðuflokkinn um lögbrot. Það er að sönnu grafalavarlegt mál og því ástæða til að leita allra leiða til að fá upplognum áburði af þessu tagi hnekkt. Vinnubrögð ritstjómar DV í þessu máli eru blaðinu til háborinnar skammar. Blaðamaðurinn hringdi í formann Alþýðublaðsins að morgni föstudags. 1 því samtali var blaðamað- urinn fullvissaður um að þetta væru ósannindi. Honum var jafnframt sagt að Alþýðuflokkurinn, einn íslenskra stjómmálaflokka svo ég viti, birti op- inberlega efnahags- og rekstrarreikn- ing sinn. Hún gæti nálgast hann hjá Sigurði Amórssyni, gjaldkera flokks- ins, eins og hann væri staðfestur af löggiltum endurskoðanda og kjömum endurskoðendum. Auk þess var blaða- manni sagt að hún gæti fengið stað- festar upplýsingar frá fyrstu hendi um kostnað Alþýðuflokksins vegna al- þingiskosninga 1995, því að þær upp- lýsingar væm birtar. Að sögn gjaldkera Alþýðuflokksins hafði blaðamaðurinn ekkert samband við hann né skildi eftir boð um að óskað væri samtals. Þrátt fyrir þetta birti blaðamaðurinn samsetning sinn, og virti þannig að vettugi gmndvallar- reglu heiðvirðrar blaðamennsku að leita fyrst eftir staðfestum upplýsing- um, áður en hún birti óhróður og ósannindi eftir heimildarmönnum, sem þora ekki að láta nafhs síns getið. Þetta heitir að láta óvandaða heimild- armenn, sem í þessu tilviki reyndust slúðurberar, nota sig. Óhróður af þessu tagi varðar ekki einungis heiður Alþýðuflokksins held- ur einnig heiður Endurskoðunarskrif- stofu Eyjólfs K. Sigurjónssonar hf. og kjörinna endurskoðenda flokksins, sem hafa yfirfarið og staðfest niður- stöður rekstrar- og efnahagsreiknings og sundurliðað yfirlit um tekjur og gjöld vegna alþingiskosninganna 1995. Lesendum DV til upplýsingar skal eftirfarandi tekið fram: Tekjur og gjöld Alþýðu-flokksins (á tímabilinu 01.09.1994-31.08.1995) eru kr. 26.983.902. Útgjöld Alþýðuflokksins Umsögn Friðþjófs K. Eyjólfssonar, endurskoðanda, um vinnubrögð gjaldkera flokksins: „Á kjörtímabili núverandi gjaidkera hafa orðið mikil stakkaskipti varðandi um- gengni og varðveislu gagna; bók- haldsgögn flokksins hafa verið færð reglulega. Frágangur þeirra og merking hefur verið til mikillar fyrirmyndar. vegna alþingiskosninganna námu kr. 28.699.511. Útgjöld fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík vegna alþingiskosninganna námu kr. 8.940.056. Kostnaður vegna kosningabarátt- unnar skiptist þannig: Prentað mál (23%), sjónvarps-auglýsingar (22%), markhópar, bréf og símakostnaður (18%), blaðaauglýsingar (11%), vöru- Frjálst, oháö dagblaö DAG31AOÍO - VlS!R «6. TBL - 86. OG 22. ÁRG. - fOSTUPAGVR 23. FE3RÚAB t996.VERO I VAUSASÓtU KR, 1S0 M,VSK Kosningabarátta Alþýöuflokksins kostaöi 26-40 miiljónir króna: Flokkurinn gjaldþrota væri hann hlutafélag - segir í greinargerö - Samtais 15 milijóníi' í erlenda styrkí og M unnendum lýörœöis - sjá bls 4 „Vinnubrögð ritstjórnar DV í þessu máli eru blaðinu til háborinnar skammar. Blaðamaðurinn hringdi í formann Alþýðublaðsins að morgni föstudags. í því samtali var blaðamaðurinn full- vissaður um að þetta væru ósannindi." kaup (11%), útiauglýsingar (10%), annar kostnaður (5%). Skuldir Alþýðuflokksins skv. efna- hagsreikningi (31.08.1995) námu kr. 32.254.667. Síðan hefur skuldastaðan batnað skv. greinargerð gjaldkera, sem lögð hefur verið fram í fram- kvæmdastjórn og þingflokki. Þann 30.01.96 voru skuldir flokksins í kr. 17.257.365. Þrátt fyrir 2 kosningaár að baki (sveitarstjómarkosningar 1994 og alþingiskosningar 1995) hefur skulda- staðan batnað um 6 milljónir frá því sem hún var skv. efnahagsreikningi árið 1992. 2 Ég læt svo lesendum DV eftir að bera saman þessar staðreyndir, stað- festar af löggiltum endurskoðanda, við slúðrið sem DV hefur eftir nafnlaus- um heimildarmönnum sínum, án þess að hafa haft fyrir því að kanna stað- reyndir mála. Vegna endurtekinna tilrauna ónafn- greindra huldumanna til að grafa und- an trausti á fjárhag Alþýðuflokksins og koma óorði á gjaldkera hans, leyfi ég mér að birta hér orðrétt umsögn Friðþjófs K. Eyjólfssonar, endurskoð- anda, um vinnubrögð gjaldkera flokksins, en hann lætur þessa umsögn fylgja endurskoðuðum reikningum flokksins. ,Á kjörtímabili núverandi gjaldkera hafa orðið mikil stakkaskipti varðandi umgengni og varðveislu gagna; bók- haldsgögn flokksins hafa verið færð reglulega. Frágangur þeirra og merk- ing hefur verið til mikillar fyrirmynd- ar. Bókahaldið hefur komið á skrif- stofu okkar fullfært og afstemmt, sem hefur auðveldað alla frekari úrvinnslu og reikningsskilagerð. Væri þess í raun óskandi að fleiri fyrirtæki og stofnanir viðhefðu jafn vönduð vinnu- brögð og bókari Alþýðuflokksins." Þessi orð endurskoðandans segja það sem segja þarf um óhróður huldu- mannanna. Ég ætlast til þess hr. ritstjóri, að þér birtið þessar leiðréttingar í blaði yðar á jafn áberandi hátt og þér slóguð upp óhróðrinum. Virðingarfyllst, Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.