Alþýðublaðið - 19.03.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 19.03.1996, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 1996 afnaðarmadurinn B3 „Samband ungra jafnaðarmanna hef- ur ekki í langan tíma verið jafn öfl- ugt og áhrifamikið innan Alþýðu- flokksins. Þegar við bætist að í vændum eru kyn- slóðaskipti í ís- lenskum stjórnmál- um og innan okkar flokks ekki síður en annarra er Ijóst að unga fólkið hef- ur til mikils að vinna." framkvæmd hennar var einmitt af því fólki sem nú skipar sér í for- ystusveit ungra jafnaðarmanna. Þetta hefur ekki breyst. Samband ungra jafnaðarmanna hefur ekki í langan tíma verið jafn öflugt og áhrifamikið innan Alþýðuflokks- ins. Þegar við bætist að í vændum eru kynslóðaskipti í íslenskum stjórnmálum og innan okkar flokks ekki síður en annarra er ljóst að unga fólkið hefur til mikils að vinna. Það unir illa smáflokkatil- verunni. Það gerir þá kröfu að úr- elt ágreiningsefni frá liðinni tíð þvælist ekki lengur fyrir í samtím- anum. Það gerir þá kröfu að úrelt flokkakerfi sem endurspeglar lið- inn veruleika, verði ekki lengur til þess að þeir sem saman eiga nái saman í öflugu og árangursríku pólitísku starfi. Flest bendir til þess að sú kyn- slóð sem nú er að hasla sér völl muni reynast andlega fullveðja og sjálfstæð í afstöðu sinni. Ég held að hún geti líka orðið gæfusöm og grípur tækifærið og lætur að sér kveða einarðlega á þeim tímamót- um sem framundan eru. Persónu- lega óska ég Sambandi ungra jafn- aðarmanna og ungum jafnaðar- mönnum velfarnaðar í sínu mikil- væga starfi. ■ ¥ið leitum að hugsuðum ;um til að fást við hugbúnaðargerð Við bjóðum: • Tækniumhverfi sem spannar frá einmenningstölvu til ofurmiðlara. • Spennandi og ögrandi verkefni, þar sem nýjustu tækni er beitt. • Gæðakerfi sem stuðlar að öguðum og faglegum vinnubrögðum. • Símenntun (ekki bara á ári símenntunar), líka á næsta ári og næsta... / • Anægjulegan og glaðværan fyrirtækjabrag. Hæfniskröfur: • Menntun: Tölvunarfræði, kerfisfræði, eðlisfræði, stærðfræði, verkfræði, tæknifræði, viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun. • Starfsreynsla er æskileg. • Áhersla er lögð á skapandi hugsun, öguð vinnubrögð og góða framkomu. Ef þessi lýsing á við þig þá hvetjum við þig til að sækja um fyrir 20. mars. Nánari upplýsingar veita; Þorsteinn Garðarsson eða Pálmi Hinriksson. Skriflegar umsóknir óskasf sendar ofanrituðum eða starfsmannastjóra. Skýrr er öflugt og framsækið upplýsingafyrirtæki. Styrkur fyrirtækisins byggisf á áratuga reynslu í að framleiða, þróa og reka stór upplýsingakerfi sem notuð eru á landsvísu (Landskerfi) og að dreifa upplýsingum, þróa og reka margmiðlunarkerfin Ask og Upplýsingaheima. Áhersla er lögð á öguð vinnubrögð, ánægjulegt samstarf og að ná árangri. Þjúðbraut Upplýsinga Ármúla 2,108 Reykjavík, sími 569 5100, fax 569 5251

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.