Alþýðublaðið - 19.03.1996, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 1996
af naðarmaðurinn
B7
Onefndur bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði fór fyrir um áratug
síðan með félögum sínum úr SUJ
á ráðstefnu í Hróarskeldu í Dan-
mörku. Þessi ágæti maður byrj-
aði daginn í Keflavík klukkan sex
að morgni á því að fá sér kaffi og
koníak. í flugvélinni var svo hald-
ið áfram, einnig á járnbrautar-
stöðinni í Kaupmannahöfn og
loks í lestinni til Hróarskeldu. Fé-
lagarnir voru með miða á annað
farrými en álpuðust til að koma
sér fyrir á fyrsta farrými enda
miklu þægilegra. Svo kom auð-
vitað lestarvörður og ætlaði að
láta þá færa sig en þá brugðu fé-
lagarnir á það ráð að skilja ekki
útlensku og bentu á tilvonandi
bæjarfulltrúann sem þá var stein-
sofnaður og sögðu „We don't
understand sir and our tulk is de-
ad". Þar með voru sætin tryggð.
Hvort það er vegna þessara at-
burða eða einhverra annarra, þá
er það haft fyrir satt að sú regla
hafi einhvern tímann verið tekin
upp innan SUJ að þeir sem færu
á ráðstefnur erlendis ættu að fara
með skrifaða ræðu að heiman til
þess að einhver annar gæti flutt
hana ef ástand ræðumanns væri
ekki nógu gott.
Vestfjarðaferð ungra jafnaðar-
manna haustið 1993 er á
góðri leið með að verða einn
sögufrægasti atburður í sögu
SUJ. í þeirri ferð var bílstjóri
Stefán Hrafn Hagalín, núverandi
Morgunpóstsritstjóri, og minnast
menn þess með skelfingu þegar
hann keyrði Þorskafjarðarheiðina
einsog um þriðju sérleið Þúsund
vatna rallsins væri að ræða. Þeg-
ar niður var komið spurði Sigurð-
ur Pétursson þáverandi formaður
Stefán hvort þetta hafi nú ekki
verið full-
hratt. Stef-
án svaraði
að bragði
„Nei bless-
aður vertu,
ég hefði far-
ið miklu
hraðar ef
bíllinn hefði
ekki alltaf verið við það að velta".
Sigurður keyrði svo sjálfur til
Reykjavíkur og hefur aldrei stigið
upp í bíl með Stefáni síðan.
Onnur saga úr sömu ferð segir
frá því að ferðafélagarnir hafi
farið að skemmta sér á ísafirði.
Eftir ballið ætluðu félagarnir að
bjóða í partí og reyndu að sjálf-
sögðu að fá tii sín stúlkur af
staðnum en það gekk illa þar sem
innfæddu piltarnir slógu hrein-
lega skjaldborg utan um þaer
stúlkur sem sýndu áhuga. Á end-
anum fékkst þó ein til að koma
og fannst félögunum að nokkur
sigur á heimamönnum hefði unn-
ist. Kom þá ekki einn úr stráka-
hópnum og klappaði föðurlega á
axlir ferðafélaganna og sagði
„Strákar mínir, þið skuluð vara
ykkur á þessari, þetta er hún Kitta
klamedía". Segið svo að ísfirð-
ingar hafi ekki örlitla sómatilfinn-
ingu, allavega sýktist enginn í
þessari ferð svo vitað sé.
Fæstir vita hvernig Evrópu-
stefna Alþýðuflokksins varð í
raun og veru til. Það mun hafa
verið þannig að á sambandsþingi
SUJ í Hveragerði árið 1990 leidd-
ist nokkrum drengjum svo mikið
að þeir yfirgáfu þingið og fóru í
sumarbústað í nágrenninu þar
sem þeir hittu nokkra félaga sína.
Þar á meðal var einn af helstu
skósveinum Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar og úr varð
þessa nótt að hann samdi að
mestu leyti Evrópuályktun SUJ
þar sem þess var krafist að ísland
sækti um aðild að Evrópusam-
bandinu. Þessi ályktun var svo
samþykkt daginn eftir á þinginu
og þar með varð SUJ fyrst ís-
lenskra stjórnmálasamtaka til að
taka upp þessa stefnu. Enn í dag
hefur þessi ágæti krati í sjálf-
stæðisflokknum ekki fengið þessa
stefnu samþykkta í sínum eigin
flokki en Alþýðuflokkurinn hefur
tekið þetta ágæta sumarbústaða-
mál upp á arma sína þrátt fyrir
rykugan uppruna.
ratugum saman var það
stefna SUJ að ganga úr NA-
TÓ, ótrúlegt en satt. Það breyttist
þegar ályktun var laumað í gegn
fyrir nokkrum árum. Það var gert
á þann hátt að SUJ lýsti stuðn-
ingi sínum við þær alþjóðahreyf-
ingar sem styddu frið og sam-
vinnu þjóða í milli og var NATÓ í
hópi þeirra samtaka sem lýst var
yfir stuðningi við. Sú kenning er
uppi að það að kalla NATÓ Atl-
antshafsbandalagið hafi gert það
að verkum að enginn hafi fattað
hvað var að gerast fyrr en eftir á.
Sigurður Pétursson, fyrrver-
andi formaður SUJ byrjaði
feril sinn í Alþýðuflokknum með
ótrúlegum hætti. Hann var send-
ur á ráðstefnu um verkalýðsmál í
Finnlandi áður en hann hafði
formlega gengið í flokkinn (eigin-
lega af því að það nennti enginn
annar að fara). Þarna átti svo að
samþykkja ályktun um Eystra-
saltsríkin og þar sem Sigurður
var eini fulltrúi íslands var hann
látinn lesa hana yfir. Hann var
eðlilega óöruggur með þetta allt
saman og faxaði því ályktunina
til Jóns Baldvins sem síðan fax-
aði hana til baka með hugmynd-
um að breytingum. Þannig gekk
um nokkra hríð og erfiðlega gekk
að finna flöt á málinu og beið öll
ráðstefnan eftir að niðurstaða
fengist. Þá var ákveðið að skjóta
málinu til toppanna og boðað til
fundar á skrifstofu formanns jafn-
aðarmannaflokksins í Finnlandi
sem ku vera með glæsilegri skrif-
stofum. Til þessa fundar voru
boðaðir Ingvar Carlson frá Sví-
þjóð, Sven Augen frá Danmörku,
Paasio utanríkisráðhrra Finn-
lands, utanríkisráðherra Noregs
og Sigurður Pétursson. Saman
tókst þeim að Ijúka málinu en að
sögn Sigurðar er hann alls ekki
viss um hvað fólst í þessari álykt-
un en eftir þetta ákvað hann að
ganga í Alþýðuflokkinn enda
greinilegt að þar kemst maður í
náið samband við heimsmálin.
r
Ibarnaafmæli nokkru fóru krakk-
arnir að tala um pólitík og góð-
ur krati var nálægt og varð vitni
að eftirfarandi samtali fjögurra
barna. Fyrsta barnið sagði „Pabbi
minn er krati", þá sagði annað
barnið „Pabbi minn er sjálfstæð-
ismaður" og þriðja barnið sagði
„Pabbi minn er áreiðanlega
kommi". Fjórða barnið hugsaði
sig um og sagði svo „Pabbi minn
er málari". Hver sagði að krakkar
hafi ekki vit á pólitík?
Er ekki rétt að gefa ættingjunum frí ?
- gisting hjá okkur kostar enga fyrirhöfn
og er mun ódýrari en þig gæti grunað!
Hverng væri að kynna sér kosti þess að gista á Scandic Hótel Esju næst þegar
þið eigið leið til Reykjavíkur? Fyrsta flokks gisting á hagstæðu verði, úrvals
veitingaaðstaða, margvísleg þjónusta og frábær staðsetning miðsvæðis í borginni.
Athugið að nú bjóðast einstök
gistikjör út marsmánuð:
Tveir gista á verði eins
og morgunmatur innifalinn!"'
‘Tilboð þf'.tw ct háð ákveónu Muttalli louíaa herbercjja hverju sinni.
Er ekki tilvalið að gefa ættingjunum frí næst þegar þið komið til borgarinnar?
Það kostar minna en þið haldið og er engin íyrirhöfn.
SCANDIC
S J A