Alþýðublaðið - 29.03.1996, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 29. MARS 1996
s k o ð a n
uHmun
21090. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Almannatryggingar
í 60 ár
Á mánudaginn, 1. apríl, eru liðin sextíu ár frá því lög um almanna-
tryggingar tóku gildi á Islandi, eða alþýðutryggingar eins og það var
þá kallað. Sama dag var Tiyggingastofnun ríkisins sett á stofn. Mál-
ið er Alþýðublaðinu skylt. Það voru Alþýðuflokksmenn sem harðast
börðust fyrir þessu stóra framfaramáli og það var í Alþýðuhúsinu,
þar sem Alþýðublaðið hefur ritstjóm sína, að Tryggingastofnun var
fyrst til húsa.
Engan sem hefur alið aldur sinn í velferðarríkinu Islandi getur ór-
að fyrir hvílík gerbreyting á högum alþýðufólks almannatrygginga-
lögin voru. Þetta var í miðri kreppunni, tími niðursetninga og
hreppaflutninga var tæpast liðinn, en hér sat stórhuga ríkisstjóm Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks sem fékk heitið „stjóm hinna vinn-
andi stétta“ og bar það með sæmd. Ráðherramir vom ungir og djarf-
ir menn; Alþýðuflokksmenn höfðu barist fyrir þessu helsta stefnu-
máli sínu á þingi hátt í áratug, en það var ekki fyrr en þeir eignuðust
fyrsta ráðherra sinn, Harald Guðmundsson atvinnumálaráðhenra, að
málið komst í höfn, sjö ámm eftir að hann hafði fyrst flutt fmmvarp
um almannaöyggingar. Haraldur varð síðar forstjóri Tryggingastofn-
unar ríkisins og gegndi þeirri stöðu frá 1938 til 1957. Honum hæfir,
að öðmm ólöstuðum, sérstakt heiðursæti í sögu almannatrygginga á
íslandi.
Hveiju breyttu þessi nýju lög fyrir alþýðu manna? Því er kannski
best svarað með orðum dr. Bjama Jónssonar, sem starfaði sem lækn-
ir frá því árið 1936 og allt ftam á þetta ár. í viðtali í 60 ára afmælis-
riti Tryggingastofnunar segir hann: „Lögin komu eins og sending af
himnum ofan fyrir fátækt fólk. Almenningur gat allt í einu leyft sér
að leggjast inn á sjúkrahús, án þess að verða öreigar. Fólk þurfti ekki
lengur að hika við að fara í bráðnauðsynlegar aðgerðir og það gat í
fyrsta sinn hiklaust leitað til læknis hvenær sem var.“
Þrátt fyrir ramma andstöðu íhaldsafla í öndverðu þykir núoiðið
flestum að almannatryggingar séu sjálfsagður hlutur. Umfang þeirra
er hins vegar mál sem sífþllt hlýtur að vera í brennidepli. Velferðar-
kerfíð, eins og flest önnur kerfí, felur í sér innbyggða tilhneigingu til
vaxtar. Það kostar alltaf meira og meira fé. Ekki aðeins vegna þess
að réttindi samkvæmt því verða æ yfirgripsmeiri, heldur líka vegna
þess að öldmðum og öryrkjum fjölgar stöðugt. Læknavísindin verða
aukin heldur æ fullkomnari og alltaf koma ffam ný lyf og ný tæki
sem borga þarf af sjúkratryggingum. Auðvelt væri að nota ekki ein-
ungis 22,8 prósent af fjárlögum í almannatryggingar, eins og gert er
ráð fyrir árið 1996, heldur megnið af fjárlögunum eða kannski þau
öll. Á undanfömum ámm hefur orðið ljóst hversu þróun í þá átt er
varhugaverð, ekki aðeins á íslandi heldur einnig í öðmm velferðar-
ríkjum.
Af þessum sökum hefur þurft að spara í velferðarkerfinu. Skera
niður og veita minna fé til almannatrygginga. Því miður hefur sú
viðleitni alltof oft einkennst af því að rokið er upp með látum þegar
setja þarf saman fjárlög, skorið niður hér, afnumin greiðsla þar, allt
án nokkurrar heildarsýnar. Árangurinn hefur orðið sá að almanna-
tryggingalögin hafa orðið flóknari og flóknari með hveiju árinu sem
liðið hefur. Það væri mikið þarfaverk að einfalda þau. Forsenda þess
er að menn reyni að gera sér skýra grein fyrir því hvert markmið al-
mannaöygginganna á að vera. Eiga þær að vera fyrir alla, án tillits til
aðstæðna og efnahags, eða eiga þær fýrst og fremst að hjálpa þeim
sem mest em hjálparþurfi? Það er brýnt að hugleiða í alvöru og með
rósemd hugans hver eigi að vera framtíðarstefha íslenskra almanna-
trygginga. Að því loknu ætti að vera kleift að setja saman ffumvarp
um almannatryggingar sem nauðsynleg sátt væri um. Því eins og
Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segir í
viðtali í Alþýðublaðinu í dag: „Almannatryggingalög em aldrei full-
samin. Þau verða að taka mið af aðstæðum og breytast í takt við lif-
andi samfélag.“
Og ennfremur segir Karl Steinar, og það er mergurinn málsins á
þessum tímamótum: „í almannatryggingum felst viðhorf byggt á
hugsjón um mannréttindi og betra Iíf öllum til handa. Þeirri hugsjón
þurfum við að hlúa að.“ ■
Portrait of the Artist
as a Wrong Man
Af hverju vakna ég ekki klukkan
sjö á morgnana eins og HKL? Þetta
hljómar eins og flugfélag. HKL.
KLM. Helvítis HKL. Sífellt að ijúfa
þjóðmúrinn yfir höfðum okkar. 500
blaðsíðna breiðþotur hans enn í áætl-
unarflugi milli landa, milli manna. Og
við öll hin bara að reyna að skrúfa
þennan eina hreyfil á tvívængjuna.
Þegar maður stendur upp og labbar
útaf Sólon kemur maður allt í einu út
á gatnamótin á rue Madagascar og rue
des Jardiniers. Það þekkir mann eng-
inn. Gallinn við útlönd er sá að það
þekkir mann enginn. Kosturinn við út-
lönd er sá að það þekkir mann enginn.
Þetta mun vera í tólfta hverfi. f París
hríðfellur greindarvísitalan eftir því
sem í úthverfin dregur. Hæst er hún
þó í fyrsta hverfi. Svo lekur hún smám
saman niður í það tuttugasta. It’s a
long way. To Tipparery. Steinn Stein-
arr er steinninn á leiði íslenskrar nú-
tímaljóðlistar. Eg geng upp rue des
Jardiniers. Miðja vegu leggur kona
bíl. Hún bakkar honum inní þröngt
stæði. Frakkar leggja bílum eins og
þeir heilsa fólki. Tveir kossar á hvom
stuðara, á bflnum íyrir aftan og þeim
fyrir framan. Puðjór heitir bíllinn.
Pégút var hann kallaður þegar Trausti
var að kenna og við áttum heima á
Háaleitisbraut 18. Eftir kennslu sat
Vikupiltar |
Hallgrímur
Helgason
skrifar
hann stundum lengi í bflnum fyrir ut-
an blokkina. Hvað var Trausti að
hugsa þá? Ég spyr. Svo fór hann út og
setti svartan borða yfir kennslubiffeið-
ar-merkið. Trausti.
Ég fæ 10.000 fyrir þessa grein.
Ekkert fyrir myndina. Á íslandi er
borgað samkvæmt lesmáli. Á sunnu-
daginn kom fax ffá auglýsingastofu á
Fróni. Þeir báðu mig um að semja
fjórar kexauglýsingar. Samdi HKL
einhverntíma kexauglýsingar? Ég
sagði jú jú. Hann hefði sagt sei sei jú,
mikil ósköp. f símann sagði hún hins-
vegar að Séra Bplii væri búinn að
leysa Langhöltskirkjudeiluna. Af
stakri snilld. Með einföldu handa-
bandi. Kirkjunnár ménn.
Af hverju vakna ég ekki klukkan
sjö á morgnana eins og HKL? Ætli
það sé ekki eitthvað í sambandi við
aldur lýðveldisins? Menn voru svo
æstir í byrjun aldarinnar. Allur þessi
rembingur. Allir-beinir-í-baki-
stemmning. Og með slaufu. Þessi
óendanlega tilgerð í Kiljan, eins og
Haukur segir. Maður sem gat ekki
einu sinni skrifað „vínarbrauð“ án
þess að vera með stæla. „Vínirbrauð".
Og þó. Það bragðast jú öðruvísi, við
lestur. Mikil ósköp.
Greindarvísitalan hér í tólfta hveríi
er greinilega nokkuð undir meðallagi.
Ég meina. Hér sér maður konur á
stuttum leðurpilsum sem ganga hart
og hratt á ódýrum pinnahælum, svo
þeir beyglast aðeins undan þeim í
hverju skrefi. Þær eru með óþvegið
hár og málaðar í flýti, með hunda í
bandi og hnerra oní barminn þegar
þær strunsa framhjá manni. Konur
sem hnerra. Jessörí. Var Steinn ekki
líka haltur? Eða var hann bara haltur í
höndunum? Af hverju skrifar enginn
bókmenntafræunginn um það? „Heltin
í rithönd Steins Steinarr.“ f stórborg-
um býr besta fólkið í miðbænum og
síðan á ystu rönd úthverfanna. Stór-
borgir eru eins og góð og blóðug steik.
Best utan á og innst í rauðum kjama.
Nú þorir hér enginn lengur að fá sér
kjöt. Frakkar óttast nú ekkert meir en
BBB (brjálaða breska beljan). Hún
hefur enn ekki náðst á mynd. Og Birg-
itt Bardot ekki enn búin að koma
henni inn á geðdeild. Bretar eru brjál-
aðir útaf þessu. Keith Richards var
einfari í æsku. „Þið getið ekki ímynd-
að ykkur hverskonar tussu ég hef þurft
að vinna með í tuttugu ár,“ sagði hann
um Jagger. Spurning hvað það var
sem Illuti breytti í „tussu“
Ég er ekki eins hræddur við BBB
og frakkarnir. Ég panta mér „steik
frítt“ (steik og franskar) inná portú-
gölskum fótboltabar á hominu á me
des Jardiniers og me Charenton. Sú
síðamefhda mun liggja beina leið útá
geðveikrahælið í Charenton, þar sem
vistmenn settu eitt sinn upp ;,Sade
greifa“. Ég sá myndina ásamt Ásgeiri
Asgeirssyni sagnfræðingi í London ár-
ið 1979. Sonur Geirs Hallgrímssonar
vildi ekki koma með. Fór heim að
lesa. „Sonur Geirs Hallgrímssonar”.
Það var þegar það var eitthvað. Ég
sofnaði í bíó.
Af hverju vakna ég ekki klukkan
sjö á morgnana eins og HKL? Ætli
það sé ekki eitthvað í sambandi við
innspírasjónina? Fyrr á öldinni var
best að ná sendingunum að ofan á
morgnana. Svo var farið að hringla
með tímann og ósonlagið tók að þynn-
ast. Kraftbirtingarhljómurinn er betri á
kvöldin núna. Nema Vilhjálmur Egils-
son fái sitt í gegn. Mig dreymdi HKL í
fyrrinótt. Hann kom gangandi á móti
mér á blautum moldvegi, tuttugu og
tveggja ára, með hatt, í frakka og
reiddií hjólhest. Hann var:í svarthvítu.
Ég var í lit. „Hvumig talar maður við
skáld?“ spurði hann og fór svoað tala
um „Ásu Sólveigu“. i.Hún var mér
eldri kona sem hafði mikil áhrif á mig-
Ég notaði hana í skáldsögu." „Þú
meinar Ástu Sóllilju?“ hváði ég. „Nei,
Ásu Sólveigu," svaraði hann. Alltaf
sama snilldin útúr honum.
Ég borða með portúgölskum verka-
mönnum með franskt sigg í lófum. Ég
skil ekkert í þeim. Það hanga Benfica-
treflar uppá vegg. Landsleikur í sjón-
varpinu, Italía-Portúgal. Italir eru mun
meira með boltann. Portúgalskur þul-
urinn bregst við með því að þegja í
tuttugu mínútur. I símann sagðist hún
vera að leika í hollenskri bíómynd.
Var ekki viss hvenær hún ætlaði aftur
til New York. Svertingjum líður betur
í Evrópu en Bandaríkjunum. Portúgal-
HH 18 3 ‘11
„Af hverju vakna ég
ekki klukkan sjö á
morgnana eins og
HKL? Er ég kannski
vakandi á vitlausum
tíma? Er ég kannski
uppi á röngum tíma?
Ég er rangur maður á
röngum tíma. Ég er
meira að segja f vit-
lausri borg. Eftir
portúgalið kjötið
haltra ég niður rue
des Jardiniers og
geng svo áfrahi eitt-
hvað um hverfið, ;
i leit að Haðarstíg."
ir eru einhvemveginn hijáðii" á svip.
Af hverju vakna ég ekki klukkan
sjö á morgnana eins og HKL? Er ég
kannski vakandi á vitlausum tíma? Er
ég kannski uppi á röngum tíma? Ég er
rangur maður á röngum tíma. Ég er
meira að segja í vitlausri borg. Eftir
portúgalið kjötið haltra ég niður rue
des Jardiniers og geng svo áfram eitt-
hvað um hverfið, í leit að Haðarstíg.
Ég sofna klukkan tvö útfrá Keith
Richards. Svo vakna ég klukkan sjö
undan vælinu í helvítinu honum HKL.
„Sei sei jú, sei sei jú...“ Ég meina. Ég
fæ ekki frið fyrir honum. Láxins lax-
ins hvað ha? Þegi þú þama! Yfirleitt
næ ég að stinga upp í hann vínirbrauði
svo hann þegir þá allavega til tíu.
2 9 .
m a r s
Atburðir dagsins
1787 Jón Eiríksson konferens-
ráð andast með sviplegum hætti
í Kaupmannahöfn, 59 ára að
aldri. 1792 Gústaf III konungur
Svíþjóðar skotinn til bana á
grímudansleik. 1871 Viktoría
drottning opnar the Royal Al-
bert Hall í London. 1886 Nýr
gosdrykkur, Coca-Cola, boðinn
til sölu í Atlanta í Georgfu.
Framleiðandi hans Dr. John
Pemberton segir drykkinn
Iækna allt frá móðursýki til
venjulegs kvefs. Drykkurinn er
framleiddur samkvæmt leyni-
legri uppskrift, en inniheídur
meðal annars koffein úr coca-
hnetum og litarefni sem unnið
er úr cocalaufum. Búist er við
að drykkurinn muni eiga í
harðri samkepnni við aðra svip-
aða svo sem ímperial Inca Cola.
1947 Heklugos hefst en nær
102 ár eru síðan síðast gaus.
Gosið stóð fram í apríl 1948.
Afmælisbörn dagsins
Elihu Thomson 1853, stofnaði
General Electric Company
með Thomas Edison. William
Walton 1902, breskt tónskáld.
Pearl Bailey 1918, bandarísk
blökkusöngkona.
Annáisbrot dagsins
En af Vestfjörðum er satt talað
og skrifað: Einn vinnumaður
fór í kolaskóg, og færði hönum
skattinn sonur húsbónda hans,
sem var piltur tólf vetra gamall.
En þar eftir sama dags færði
þeim báðum vinnustúlka mið-
dagsverð. Var þá pilturinn
dauður, skorinn á háls. Maður-
inn var síðar náður og drepinn,
meðgekk sitt vont verk, sem
orsakazt hefði af órum. Sögðu
menn, að þessi morðingi hefði
til þess dags sá prúðlyndasti
maður haldinn verið af alþýðu-
fólki. Hunvetnskur annáll 1773
Tilvitnun dagsins
Satt er það mælt er, lengi skal
manninn reyna.
Þorfinnur Kárason
Máisháttur dagsins
Betra er að vera bljúgur en
blygðunarlaus.
Orð dagsins
Hún berdjúpsins hall í augum.
hár er blakkt sem mararþang.
Logn eryfir brúnabaugum,
brjóstið hvikt sem öldufang.
Hún er sveipuð sorta og
bjanna,
situr yzl við stígamól,
dóttir nautna og dimmra
harma, - '
drifltrein, fallin sorgarsnót.
Einar Benediktsson
Skák dagsins
Gata Kamsky er liðlega tví-
tugur Rússi sem bað um pólit-
ískt hæli í Bandaríkjunum,
löngu eftir að allir gátu yfirgef-
ið Sovétríkin sem vildu. Hann
er sérvitur. ókurteis og óaðlað-
andi í alla staði enda alinn upp
af föður sínum, sem er fyrrum
boxari og þorpari. Kamsky-
feðgar eru knúnir áfram af fé-
græðgi og kom ekki á óvart að
þeir þekktust boð Saddams
Hússeins um að tefla heims-
meistaraeinvígi við hinn álíka
siðlausa Anatoly Karpov í ír-
ak. En í skák dagsins hefur
Kamsky hvíll gegn Milos, sem
á góðum degi er glúrinn skák-
maður. Kamsky hefur svart og
ftnnur leið til að vinna heilan
mann.
Svartur leikur og vinnur
mann.
1. ... Bxe2 Hvítur gafst upp;
samanber: 1. ... Hxe2 2. Da6
og annaðhvort hvíti biskupinn
eða hrókurinn falla í valinn.