Alþýðublaðið - 29.03.1996, Page 3
FOSTUDAGUR 29. MARS 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Hjartað og heilinn
Á meðan allt logar í illdeilum innan Alþýðuflokksins, hvernig er þá
hægt að sameinast öðrum flokkum? Fyrst verður madur að elska sjálf-
an sig til að geta elskað aðra. Stundum virðist sem menn hafi gleymt
jafnvæginu milli hjartans og heilans og láta hjartað gjörsamlega ráða
ferðinni. Slíkt leiðir bara til eins: hjartað springur af ofreynslu.
Það er rúmt ár frá inngöngu minni
í Alþýðuflokkinn. Þetta eru því hálf-
gerð áramót hjá mér og hollt að líta
yfir farinn veg og athuga hvað er
framundan. Persónuleg kynni mín af
flokknum eru eingöngu af hinu góða
svo og öll kynni mín af fólki innan
hans.
Pallborðið |
Það er sjaldan sem ég hef verið
boðið jafn velkomin í nýjan hóp og
þeir SUJ-arar sem ég hef kynnst eru
einstakir í sinni röð. En enginn starf-
ar í stjómmálaflokki eingöngu til að
kynnast fólki þó gott sé. Stefnumál
flokksins em skýr og að mínu mati
hefur þingflokkurinn staðið sig vel í
stjórnarandstöðu og haldið fast við
sína stefnu.
Það er þó ekki hægt að segja að
lognmolla ríki í flokknum. Æsifréttir
af deilum innan flokksins hef ég ekki
getað skilið og sýnist oft sem menn
láti tilfinningarnar hlaupa með sig í
gönur. En er þetta ekki einmitt
ástæðan fyrir því að jafnaðarmenn
geta ekki sameinast? Á meðan allt
logar í illdeilum innan Alþýðu-
flokksins, hvernig er þá hægt að
sameinast öðrum flokkum? Fyrst
verður maður að elska sjálfan sig til
að geta elskað aðra. Stundum virðist
sem menn hafi gleymt jafnvæginu
milli hjartans og heilans og láta
hjartað gjörsamlega ráða ferðinni.
Slíkt leiðir bara til eins: hjartað
springur af offeynslu.
Allt er þó breytingum háð og blik-
ur eru á'lofti um að kynslóðaskipti
eigi sér stað innan flokksins. Að
undanförnu hafa ungliðarnir í
flokknum viljað láta til sín taka á
breiðari grundvelli en innan SUJ og
trúi ég því að það geti orðið flokkn-
um til góðs. Flokkurinn endumýjast
ekki nema ungt fólk komi til starfa
og sé treyst fyrir ákveðnum verkefn-
um. Sem dæmi má nefna að stjóm
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur
samanstendur nú að miklu leyti af
ungliðum og í síðustu viku var stjóm
Alþýðufloksfélags Kópavogs kjörin.
Þar em ungliðar 3 af 7 stjómarmönn-
um.
Þessi breyting á þó eflaust ekki
eftir að ganga átakalaust fyrir sig.
Sumir em hræddir yftr því að missa
áhrif og völd, sjá plott í hvetju homi
og gleyma hvers vegna menn starfa í
pólitík með þá hugsjón að gera
heiminn eilítið betri en hann er, með
þá von að ísland verði ennþá betra í
framtíðinni. Alþýðuflokkurinn á að
vera vettvangur fyrir slíkt fólk til að
starfa. Það er einlæg von mín að við
unga fólkið getum starfað saman
innan flokksins, lagt til nýjar hug-
myndir en gleymum ekki reynslu
sem hefur áunnist á 80 ára líftíma og
læmm jafnframt af mistökum hinna
eldri.
Höldum jafnvægi milli hjartans og
heilans.
JÓN Ó S K A R
v i t i m e n n
Valdimar varð
afskaplega reiður og
daginn eftir hringdi hann
í mig og sagði að ég hefði
ekkert leyfi til að segja
honum sem fyrirliða
liðsins hvernig hann ætti að
haga sér í keppninni.
Anna Margrét Magnúsdóttir fyrrverandi
keppandi í spurningakeppninni Kontara-
punktur. Helgarpósturinn í gær.
Það er ekki upp
úr vandræðum eða leiðindum
sem ég fer fram.
Guörún Agnarsdóttir forsetaframbjóöandi.
Helgarpósturinn í gær.
Hlusti menn grannt á nið
þjóðarsuðsins má greina
r
Iröðum áhugamanna um
póiítík gætir nú vaxandi
efasemda um að Davíð
Oddsson forsætisráðherra
muni gefa kost á sér í kom-
andi forsetakjöri. Hafa
menn þar til marks að Ólaf-
ur Ragnar Grímsson hef-
ur nú tilkynnt framboð sitt.
Alþýðublaðið hefur heyrt
það álit innan úr röðum
sjálfstæðismanna að Davíð
muni ekki fara fram gegn
Ólafi heldur treysta á fjand-
vinursinn gamli muni sigra
Guðrúnu Pétursdóttur og
koma þannig í veg fyrir að
tveir helstu andstæðingar
Davíðs þau Guðrún Pé og
Þorsteinn Pálsson hafi
sigur í þessu stríði. Ólafur
upplýsti raunar á blaða-
mannafundi í gær að menn
úr Sjálfstæðisflokknum
hefðu orðið til þess að
hvetja sig til framboðs. Og
nú spyrja menn - var það
Davíð?..
Og meira um framboð
Ólafs Ragnars. Hann
þykir glúrinn kosningamað-
ur og menn eru eðlilega
farnir að velta fyrir sér hver
muni stýra kosningabaráttu
hans. Heyrst hefur að þar
séu tvö nöfn efst á lista:
Náttúrlega Einar Karl Har-
aldsson sem hefur sagt
upp starfi sínu sem fram-
kvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins, náinn sam-
starfsmaður Ólafs Ragnars
til margra ára og þaul-
reyndur kosningastjóri.
Margir stuðningsmenn Ól-
afs munu þess hins vegar
fýsandi að kynningarstjóri
íslands, Jón Hákon Magn-
ússon, verði fenginn til
verksins. Benda þeir hinir
sömu á að það sé mun
snjallara fyrir Ólaf að fá
þekktan sjálstæðismann til
að vera í forsvari fyrir bar-
áttunni og reyna þannig að
þvo af sér Alþýðubanda-
lagsstimpilinn...
að vakti athygli að sjálf-
stæðismenn í borginni
vöknuðu af sínum Þyrnirós-
arsvefni síðastliðinn mið-
vikudag og efndu til blaða-
mannafundar um framtíð-
arsýn sína í málefnum
borgarinnar. Fátt var mark-
vert af þeim fundi að frétta
og heyrst hefur að misjöfn
ánægja ríki innan sjálfstæð-
isflokksins með þetta fram-
tak. Þar á bæ segja menn
að þetta upphlaup sé alfar-
ið runnið undan rifjum
Árna Sigfússonar sem
vilji með þessu freista þess
að treysta veika stöðu sína
sem oddviti sjálfstæðis-
manna í borginni...
Eins og segir í Alþýðu-
blaðinu í dag hefur Guð-
rún Pétursdóttir fram-
bjóðandi ráðið sér kosn-
ingastjóra, þau Þórunni
Sigurðardóttur leikstjóra
og Bjarna Þórð Bjarnason
verkfræðing. Þykir þetta
nokkuð klókur leikur hjá
Guðrúnu, því þau koma
hvort úr sínum herbúðun-
um: Þórunn var virk í starfi
Alþýðubandalagsins þartil
nýskeð en Bjarni er ein-
dreginn sjálfstæðismaður...
“FarSido" eftir Gary Larson
Þingið tókst vel að öllu leyti nema því að örlítil spenna
greip um sig á lokakvöldinu vegna þess - sem ekki var
hægt að sjá fyrir - að allar mættu þær í eins kjólum.
fimm á förnum vegi
Ætlar þú að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta íslands?
Hafþór Hafsteinsson
nemi: Nei, minn frambjóðandi
er Guðrún Pétirrsdóttir.
María Björg Sigurðardótt-
ir nemi: Nei, það ætla ég ekki
að gera.
Guðrún Ragna Garðars-
dóttir nemi: Nei, ég hef ann-
an í huga.
i\
Kristín Jónsdóttir kennari:
Ég ætla að kjósa Njörð P.
Njarðvfk ef hann býður sig
fram. Annars kemur Ólafur
Ragnar til greina.
Kristín Sigurðardóttir hús-
móðir: Það fer eftir því hvaða
aðrir valkostir bjóðast.
þar út, að þjóðfélagið hvíli á
tveimur stofnunum; kirkjunni
og hjónabandinu, og aðeins
sé til eitt heilbrigt form
fjölskyldu, sem beri að verja
hvað sem á gengur: karl og
kona plús tvö ljóshærð börn.
Stefón Hrafn Hagalín i leiðara
Helgarpóstsins í gær.
Stærð þorsksins þýðir,
að miklu færri físka þarf í
hvert tonn og segja sjómenn
algengt, að aðeins 100 þorska
þurfí til þess.
Forystugrein
Morgunblaðsins í gær.
Fiskur úr sjó við
íslandsstrendur er góð vara.
Þess vegna gengur okkur
vel að selja hana.
Jónas Haraldsson í leiðara
DV í gær.
fréttasUot úr fortíð
Hestar
gúmmískeifur
Skósmiður einn í Prag
hefir tekið upp á því að búa
til gúmmískeifur á hesta.
Hann heldur því fram, að hestar,
sem látnir eru ganga á þessum
skeifum, geti ekki runnið
á hálku. Gúmmískeifumar
duga tíu sinnum lengur en
venjulegar skeifur.
Alþýöublaðið
jólablað 1934