Alþýðublaðið - 29.03.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 29.03.1996, Qupperneq 7
FOSTUDAGUR 29. MARS 1996 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 í almannatryggingum felst viðhorf byggt á hugsjón um mannréttindi og betra líf öllum til handa. Þeirri hugsjón þurfum við að hlúa að. kcert til Samkeppnisráðs. Hvers vegna var ákveðið að hafa þessi útboð og er œtlunin að halda áfram á þeirri braut? „Við völdum að hafa útboð á ýms- um þáttum í starfsemi okkar til þess að geta náð niður kostnaði. Svo einfalt er það. Lagt hefur verið að okkur að spara á öllum sviðum. Þama sáum við leið til þess að spara án þess að það bitnaði á sjúkum og fötluðum. Einn framleiðandi hjálpartækja kærði okkur til Samkeppnisráðs og vildi láta banna okkur að vera með útboð. Samkeppn- isstofirun kvaðst hafa gefið okkur gula spjaldið. Því var áfrýjað og gula spjaldið var rifið. Við höfum boðið út hjálpartæki innan alls Evrópska efna- hagssvæðisins, enda er markaðurinn orðinn svo miklu stærri heldur en bara Island.” Segulómtœki sem nokkrir sérfrœð- ingar hér í bœ festu kaup á nýlega hef- ur verið nokkuð í fréttum nýlega, þar sem Tryggingastofnun hefur neitað að taka þátt í kostnaði vegna notkun þess. Hvers vegna? „Þetta er spuming um grundvallar- atriði varðandi kostnað og fjárútlát al- mannatrygginga. Er eðlilegt að ein- hverjir menn úti í bæ geti keypt tæki og byrjað að senda reikninga á rikið, án þess að haft sé nokkuð samráð? Slrkt gengur auðvitað ekki, ef kostn- aður sjúkratrygginga á ekki að fara úr öllum böndum. í þessu sambandi er rétt að fram komi að nú er enginn biðlisti í að konrast í myndatöku t samsvarandi tæki sem til er á Land- spítalanum.” Nú hafa orðið talsverðar skipulags- breytingar, einstakar stöður og jafnvel heilu deildimar hafa verið lagðar nið- ur. Hver er tilgangurinn og hvemig hefur þetta gengið? ,Jú, það er rétt. Undanfarin tvö ár höfum við verið að hagræða, endur- nýja og breyta ýmsu í áherslum stofn- unarinnar. Nú stendur yfxr vinna við að endurskapa tölvukerfr Trygginga- stofnunar. Búið er að taka r notkun nýtt greiðslukerft, sem sér um greiðsl- ur til allra þeirra sem fá greiðslur úr lífeyristryggingum. Verið er að leggja síðustu hönd á nýtt kerfr sem mun ger- bylta starfsemi læknadeildar okkar Það sem hefur kannski staðið okkur mest fyrir þrifum í þeirri viðleitrú okk- ar að hagræða og bæta þjónustu er hve húsnæðið er orðið lítið og óhentugt. Nýlega ályktaði Tryggingaráð um þetta mál og við erum að vona að á af- mælisári getum við bætt úr þessum húsnæðisvanda. Fyrst og síðast erum við þjónustustofnun Við leggjum áherslu á minnka skrifftnnsku, slá á það sem stundum hefur verið kallað vottorðafarganið og gera stofnunina aðgengilegri fyrir við- skiptavini okkar. Það er vilji Trygg- ingastofnunar að veita öldruðum, sjúkum og fötluðum sem besta þjón- ustu. Nú er til dæmis í gangi sérstakt átak til þess að bæta þjónustu við fötl- uð og sjúk börn og aðstandendur þeirra. Fleira má bæta, enda vinnum við stöðugt að ýmiss konar umbótum og tökum alla gagnrýni alvarlega. Allt okkar starf snýst jú um það fólk sem við erum að þjóna, því fýrst og síðast erum við auðvitað þjónustustofnun. Félagslega kerfið okkar er orðið mikill frumskógur og Tryggingastofhun get- ur lagt sitt fóð á vogarskálina til þess að hjálpa fólki um þann ffumskóg.” Frumskógur segirðu. Er það ekki einhvern veginn þannig sem mœtti lýsa þeim lögum og reglugerðum sem Tryggingastofnun starfar eftir? Eru almannatryggingalögin ekki orðin alltofflókið? „Eflaust mætti einfalda lögin. En al- mannatryggingalög em aldrei fullsam- in. Þau verða að taka mið af aðstæð- um og breytast í takt við lifandi sam- félag. Auðvitað mætti margt betur fara, bætur em til dæmis allt of lágar en upphæð þeirra tekur ákveðið mið af töxtum verkafólks, sem sýnir hvað þeir em lágir.” Stundum heyrast þœr raddir að vel- ferðarketfið okkar sé komið á villigöt- ur. Að við höfum gengið of langt ( samhjálpinni. Hver er þín skoðun á þessu? ,,Eg er ekkert frá því að eitthvað sé til í þessu. Menn verða að vera opnir fyrir gagnrýni. Mér finnst ástæða til þess að skoða alla hluti. Auðvitað þarf að fara vel með fjármuni, við höf- um enga ótæmandi sjóði til ausa úr. Til þess að kerfið geti staðið undir sér verður þó fyrst og fremst að skapa öfl- ugt atvinnulíf og stuðla að hagvexti í landinu.” Eitthvað sem þú vilt segja að lok- um? „Nú þegar Tryggingastofnun ríkis- ins á þetta merkisafmæli er ástæða til að staldra við og nota þetta tækifæri til þess að hvetja til nýrrar sóknar á sviði almannatrygginga. í almannatrygging- um felst viðhorf byggt á hugsjón um mannréttindi og betra líf öllum til handa. Þeirri hugsjón þurfum við að hlúa að.” Leggjum í púkkið. Siminn er 5-687-123 é* • • • Samtök áhugafólks um áfcngls- og vímuefnavandann Það er í dag, föstudaginn 29. mars, sem tækifærið gefst til að leggja lið meðferðarstarfinu á Staðarfelli. Við stöndum fyrir söfnun meðal allra landsmanna á Rás 2 og hvetjum þá sem eru aflögufærir til að hringja og leggja í púkkið. Nú er meirihluti sjúklinga á Staðarfelli ungt fólk sem er að reyna að losna úr heljargreipum vímuefnanna. Það er skylda okkar að leggja því lið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.