Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 s k o ð a n i r UHIIHJUn 21095. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 mA/sk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Áfram spenna í ísrael Þótt enn sé hálfur annar mánuður þangað til þingkosningar verða í ísrael, og margt geti gerst á þeim tíma, sýndu skoðanakannanir fyrir helgina að Shimon Peres er loks að vinna á að nýju. Hann hefur nú 51 prósent stuðn- ing en aðalkeppinautur hans, Benyamin Netanyahu, 45 prósent. Þessar nið- urstöður eru athyglisverðar, því eftir hryðjuverkin í Jerúsalem og Tel Aviv, þegar tugir manna létust í sjálfsmorðsárásum Palestínumanna, hrundi fylgið af Peres og Verkamannaflokki hans. I raun voru þessi voðaverk vatn á myllu Bibis - einsog Israelar kalla Netanyahu - en hann hefur lagst gegn öllum samningum við Palestínumenn og boðað harðskeytta stefnu, nái Likud-bandalag hans að sigra í kosningunum. Einsog allir vita hefur Peres verið helsti talsmaður þess að eðlileg sam- skipti komist á, og friður og stöðugleiki verði tryggður. Hann brást mjög harkalega við hryðjuverkunum, lét handtaka fylgismenn Hamas í hundraða- tali og fyrirskipaði nær algera lokun Gazasvæðisins og þess hluta Vestur- bakkans sem Palestínumenn ráða. Þetta hefur á hinn bóginn haft alvarlegar afleiðingar fýrir Palestínumenn sem sækja vinnu til ísraels og skiptu nokkr- um hundruðum þúsunda, og auk þess hafa þeir ekki getað komið ffá sér af- urðum sínum, einkum ávöxtum og grænmeti, sem þeir selja í ísrael. Peres virðist ekki ætla að hvika frá þessum hörðu aðgerðum, eins þótt þær hafi vakið hávær mótmæli, ekki síst Arabaríkja. Með þessu héfur forsætisráð- herranum að nokkru tekist að slá vopnin úr höndum pólitískra andstæðinga innanlands, og því hefur fylgi hans vaxið hratt síðustu vikur. í sjálfu sér er þess líka að gæta að Peres og málflutningur hans á, þrátt fyrir efasemdir margra, meiri hljómgrunn meðal ísraela en stóryrði Net- anyahus. Þótt formaður Likud þætti bæði ungur og spennandi þegar hann tók við forystu bandalagsins fyrir örfáum árum verða þær raddir æ háværari í Israel að hann sé lýðskrumari og öfgasinni sem ekki sé treystandi fyrir stjóm landsins. Loks hefur það orðið Peres til ffamdráttar að Bill Clinton forseti Bandaríkjanna kom rakleitt til ísrael af „friðarfundinum" í Sharm el Sheikh, og lofaði stórfelldum vopnasendingum og sérstökum sveitum til að aðstoða ísraela í baráttunni við hermdarverkamenn. Vert er að ítreka að margt gérist hratt, skyndilegá og fyrirvaralaust í þess- um hluta heimsins, ekki síst í ísrael. Þetta veit Shimon Peres manna best og þvr mun hann áreiðanlega í engu slaka á fyrren kosningar era um garð gengnar. Fyrr geta menn ekki vænst þess að ólgan í ísrael hjaðni. Siðleysi láglaunastefnunnar Samkvæmt athugunum Tímans fyrr í vikunni virðist óhætt að áætla að minnsta kosti þriðjungur launþega innan Alþýðusambands íslands fái minna en 80 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnu. Þá hefur komið fram að 11 prósent afgreiðslukvenna og 8 prósent verkakvenna hafa minna en 55 þúsund krónur á mánuði í dagvinnulaun. Auðvitað era ekki ný tíðindi að stóram hópum fólks sé boðið uppá siðlausa smánartaxta af þessu tagi, en málefni láglaunafólks hafa verið í brennidepli að undanfömu vegna fram- varps Gísla S. Einarssonar þingmanns Alþýðuflokksins um lögbindingu lágmarkslauna. Framvarp Grsla felur í sér að lægstu mánaðarlaun fyrir fulla dagvinnu skuli ekki vera minni en 80 þúsund krónur á mánuði íyrir 16 ára og eldri, atvinnuleysisbætur ekki lægri en 57 þúsund krónur á mánuði og hæstu laun ekki hærri en sexföld lágmarkslaun, eða 460 þúsund krónur. I greinargerð með þessu róttæka frumvarpi segir meðal annars að meginvandi íslenska þjóðfélagsins sé fátækt sem stafi af lágum launum. Þá segir orðrétt: „Þau [lágu launin] hafa leitt til fólksflótta frá landinu. íslendingum íjölgaði 50 prósent meira í Danmörku en á Islandi árið 1995. Alls fluttu 1060 héðan til Danmerkur árið 1994. íslendingum fjölgaði um 30 prósent í Noregi og um 60 prósent á Grænlandi. Alls era 20.800 íslendingar búsettir erlendis og fjölgaði þeim um 10 prósent milli áranna 1994 og 1995.“ Gísli S. Einarsson segir ennfremur að samkvæmt upplýsingum hjálparstofnana hafi þúsundir einstaklinga notið matargjafa sökum fátæktar, og að hjálparstarfíð aukist sr- fellt innanlands vegna bágs ástands. Sú mikla umræða sem framvarp Gísla hefur vakið og þær góðu undir- tektir sem það hefur hlotið - annarsstaðar en í bækistöðvum Vinnuveitenda- sambandsins - sýna ótvírætt að fólk sættir sig ekki lengur við smánartaxt- ana. Þegar litið er yflr launataxta margra verkalýðsfélaga era þeir ekkert annað en vitnisburður um siðleysi og mannfyrirlitningu. Þeir bera vott um veika verkalýðsforystu sem undanfarin ár hefur látið vinnuveitendur rúlla yfir sig hvað eftir annað. Láglaunasteínan - sem verkalýðsforystan virðist vera búin að sætta sig við - á stóran þátt í því að margir kjósa fremur að ganga um atvinnulausir en þiggja vinnu sem er nánast einskis metin. Framvarp Gísla S. Einarssonar vekur því upp þarfa umræðu um úrelt og siðlaust launakerfi. ■ Eru myndlistarmenn heimskari en rithöfundar? Era myndlistarmenn heimskari en rithöfundar? Já. Hvers vegna? Af því að þeir verða að vera það. Eg er loksins farinn að mála aftur. Eftir tíu mánaða hlé. Horfinn eins og harmafregn inn í kalt herbergi í París sem nefnist „atelier“, en vinir mínir hér um slóðir kalla ,Jiellinn“, að líkindum vegna þess að húsbúnaður er hér í lág- marki og samanstendur af einni dýnu og heitri plötu. Hellisbúinn málar á sína veggi. Naut. Nautheimskur. Að mála er eitthvað allt annað Vikupiltar g"""1.............■ Hallgrímur Helgason skrifar ástand en að skrifa. Fyrir framan tölv- una er maður þó enn að einhveiju leyti í sambandi við umheiminn, maður er „tengdur", þó ekki sé nema í innstung- una. Maður notar tungumálið. Maður er „af þessum heimi“. En þegar sest er við trönumar hverfur allur „skarkali heimsins“ á bakvið hvítan striga, mað- ur blindast af ramma, verður eitt með engu og ekkert með neinu, makar olíu- blönduðum heilasellum á flötinn. Mað- ur verður allur frumstæðari. Maður verður hellisbúi. Þegar sfminn hringir svarar maður eins og frummaður í far- síma. Fólk spyr „Varstu að vakna?“, ,J?r ég að trufla?“, „Er ekki allt ílagi?“. Það er eitthvað AÐ manni. Og þegar maður er búinn að mála stanslaust í tíu tíma og fattar allt í einu að maginn er tómur og ísskápurinn er tómur og labb- ar útí búð, sér fólk á götu, þá er maður eins og Frankenstein risinn úr kistu. „- Varstu að vakna?“ „Já, ég-lagði mig aðeins.“ Þegar búðamaðurinn, eldhress freknóttur arabadrengur, býður hátt og snjallt „Bon jour!“ svarar maður eins og draugur á nóttu. Myndlistarmenn. Munkar kuflaðir þolinmæði og þvermóðsku. „Einangr- unin er allt sem ég á“ sagði Cézanne, maður sem eyddi lífi sínu í vandlega læstri vinnustofu og leyfði engum að heimsækja sig, hvað þá að snerta sig. Matseljur hans urðu að passa sig að láta pilsin ekki koma við hné hans þeg- ar þær báru honum diskinn. Þegar hann sá Monet nálgast sig á götu í París flýtti hann sér inn í hliðargötu. Þegar Manet sýndi honum þá kurteisi að rétta hon- um höndina á Café Gurbois hreytti Cézanne út úr sér: ,JÉg tek ekki í hönd- ina á yður Herra Manet. Ég hef ekki þvegið mína í margar vikur.“ Einhver hsthneigður túristi gekk fram á málar- ann að störfum í fögru ijóðri og dokaði yfir honum með vinsamlegar ábend- ingar á vör. Okkar maður þagði það allt af sér þar til hann prumpaði duglega, sneri sér að túristanum og sagði: „Djöf- ull var þetta nú gott maður!“ Cézanne, lifði eins og munkur, sat fyrir með fýlusvip á blaðaljósmyndum og fyrir- leit allt sem lífsandann dró, einkum kvenfólk, sem alltaf var að, Jcasta krók- um sínum“ í hann. „Hóruhúsin: Hin fullkomna einangrun. Þú þarft að losa. Borgar, færð það og ferð.“ Um ástkæra fjölskyldu sína skrifaði hann vini sín- um: „Kæri vinur. Hér dvel ég nú ásamt fjölskýldu minni, þeim ömurlégustu mannverum hér í heimi sem eiga þó að heita mínir nánustu; þessu yftmáttúru- lega skítapakki.“ Æskuvinur Cézanne var Emilie Zola, ístruvaxinn rithöfundur sem lifði borgaralegu lffi í París á meðan málar- -inn hrærðist-einangraður í-ergm fiós- - haug inná vinnustofu sinni suður í Aix eins og dýr. Zola hafði ekki smekk fyr- ir þessi heimskulegu klessuverk vinar síns. Geymdi þau í kjallaranum. „Ég vil ekki ekki verða heimskur eins og málari“ sagði Marcel Duchamp í upphafi aldarinnar og átti við allt þetta undangengna terpentínufyllerí impress- jónismans. „Að mála er- bara ávani, eins og hVert annað sniff.“ Hann þráði að gera myndlist fyrir „gráa efnið“ í höfðinu, ekki bara þetta bláa og brúna í sjáöldranum, og varð þannig ábyrgur fyrir hinni stórgáfuðu hugmyndlist ald- arinnar sem við höfum nú þurft að súpa seyði af í sjötíu ár. Allir þessir stórgáf- uðu snilhngar súm-tímans sem þurftu að hugsa 600.000 hugsanir til þess að fá flötin hreinan og hugsunarlausan, mínímalískan. Jú...Þegar maður heitir gáfulegu nafni, eins og til dæmis Robert Manko- witch, þá er það útaf fýrir sig skiljan- legt að menn verði að lesa Kant og Hegel áður en þeir byija að sandblása plexiglerið sitt, svo það líti dáldið þannig út að þeir séu að blása í það gáfulegri hugsun. En það vill samt kannski ekki alveg blasa við fólki að verkin séu bæsuð heimspekilegum vangaveltum og því þurfa Mankowit- char þessa heims að fylgja þeim úr hlaði með stuttri ritgerð um eigin verk: Útskýringar sem hanga frammi í sýn- ingarsalnum og hafa jafn mikið með list að gera og leiðbeiningar um ástar- leiki (sem hengdar eru á vegginn yfir náttborðinu) hafa að gera með sjálfar samfarimar. Auðvitað vilja myndlistarmenn ekki vera áhtnir heimskir. Og til að afsanna það era þeir alltaf að rembast við að skrifa, Michelangelo samdi sonnettur. Æózanne-ortHjóð-. - Van Gogir skrif- aði.. .jú hann skrifaði bréf. Jafnvel les- blindur hálfviti eins og Picasso samdi leikrit. Donald Judd gaf út lærðar rit- gerðir. Andy Warhol gerði svo f því að sýnast heimskur að það fór ekki á milli mála að hann hlaut að vera klár í raun. „Allt og sumt sem ég veit um þetta land er Pizza og Páfimn“ kvað hann um árið við komuna til ftalíu. Sean Land- ers sendi í fyrra frá sér handskrifaða skáldsögu um myndlistarmann að skrifa skáldsögu. Þar segir meðal ann- ars: ,J3r lúnn vestræni heimur nú kom- inn á það menningarstig að jafnvel fá- kunnandi aumingjar eins og ég fá að tromma upp í fínustu galleríum með þetta heimskulega drasl mitt sem þeir eru svo að kalla list?“ Þrátt fyrir allan þennan gáfurembing í myndlistarmönnum er það bara stað- reynd að þeir eru bestir læstir inná vinnustofunni, einir í sinni heimsku. Góð myndlist sprettur ekki af grárri hugsun, heldur verður til um leið og henni sleppir. A einhvem óútskýran- legan hátt verða verkin til þegar maður hefur gleymt allri hugsun. Þegar hönd- in framlengist upp í heila. Það er því ekki nema von að myndlistarmenn séu heimskir. Heilinn á þeim er eins og hver annar upphandleggur. Og við eig- um að vera heimskir. Við erum bestir þannig. Fátt er verra en „gáfulegur" myndlistarmaður. Hann er álíka hvim- leiður og gáfulegur meðvitundar-popp- ari. Hann er Sting. ■ a g a t a 1 1 2 a r í 1 Atburðir dagsins 1540 Prentun Nýja testamentis- ins í þýðingu Odds Gottskálks- sonar lauk. Fyrsta bókin sem var prentuð á íslensku og hefur varðveist. 1919 Átján létu Iífið í snjóðflóðum við Siglufjörð. 1945 Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti deyr, 63 ára. Hann gegndi embætti frá 1932 og var einn ástsælasti forseti Bandaríkjanna. 1961 Sovét- menn skjóta Bandaríkjamönn- um ref fyrir rass þegar Júrí Gagarín verður fyrsti maðurinn til að ferðast um geiminn. Hann fór umhverfis jörðina í geimfarinu Vostok I og tók ferðin 108 mínútur. Afmælisbörn dagsins Maria Callas 1923, grísk óperusöngkona. Bobby Moore 1941, breskur fótboltakappi sem lék 108 landsleiki fyrir England. Annálsbrot dagsins Mörgum manneskjum hætt við limlestu og fásinnu. Á Veðra- móti stakk stúlka sig á nálu í knéð, lifði 3 nætur og dó svo. 12 menn urðu bráðkvaddir í Grímsey. Vallholtsannáll 1642. Málsháttur dagsins Úti er vináttan, þá ölið er af könnunni. Plástur dagsins Bólgnaði upp sleikifmgur minn á vinstri hendi með miklum verk til ígerðar, sem óhentugt er fyrir morgundagsveizlu kóngs. Keypti eg mér svo plástur við hann. Magnús Stephensen dómstjóri í Ferðarollu 1827, en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn. Orð dagsins Þótt maður sé íflagi þarfmaður ekki að lóta einsog naut íflagi. Taktu klárinnfrd. Tylltu j)ér á kerruna. Kveiktu þér i rettu. Hann styttir upp í haust. Ljóöiö Bjartsýni eftir Dag Sigurð- arson. Skák dagsins Svíinn Stáhlberg var sterkasti skákmaður Norðurlanda áður en þeir Bent Larscn og Frið- rik Ólafsson tóku að keppa sín í milli um þann titil. Skoðum handbragð Stáhlbergs gegn Becker. Skákin var tefld í Bu- enos Aires árið 1944. Hvítur leikur og vinnur. 1. Del+!! Hxel 2. g3 Mát! Góða hclgi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.