Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 1
■ Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga um tekju- tap sveitarfélaga vegna fjármagnstekjuskatts ríkisstjórnarinnar Stórfréttir sem ég lít alvarlegum augum - segir Þórður. Frumvarpið var ekki sent sveitarstjórn- armönnum til umsagnar. Tap sveitarfélaganna nemur rúmlega 400 milljónum króna. „Þetta eru stórfréttir. Þær koma mér algjörlega á óvart og ég hlýt að líta þær alvarlegum augum,“ sagði Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga þegar Al- þýðublaðið ieitaði eftir viðbrögð- um hans við þeim upplýsingum Jóns Baldvins Hannibalssonar að með stjórnarfrumvarpi um fjármagnstekjuskatt væri verið að hlunnfara sveitarfélög um hundruð milljóna króna. Þórður sagðist ekki kannast við að umrætt frumvarp hefði verið sent sambandinu til um- sagnar eða sérstakrar skoðunar. Hann sagði að í ljósa þessara tíð- inda myndi sambandið íhuga að- gerðir og koma athugasemdum sínum til þeirrar þingnefndar sem fjallar um málið. Jón Baldvin sagði í Alþýðu- blaðinu í gær að skatturinn myndi leiða til þess að sveitarfé- lög myndu tapa tekjum af arði og söluhagnaði, auk þess sem þau myndu verða skattskyld af vaxtatekjum. Nettó tap sveitarfé- laganna í upphafi gæti numið um 300 milljónum en farið í 425 milljónir þegar skatturinn væri að fullu kominn til fram- kvæmda. ■ Sinfóníutónleikar í Hallgrímskirkju Sálu- Skáktölvan s e m I a g ð i N a póIeo n messa Brahms - verður flutt undir stjórn Takuo Yuasa. Laugardaginn 13. apríl halda Sin- fóníuhljómsveit Islands og kór Lang- holtskirkju tónleika ásamt einsöngvur- unum Sólrúnu Bragadóttur og Lofti Erlingssyni undir stjórn japanska hljómsveitarstjórans Takuo Yuasa. Takuo Yuasa hlaut fyrstu tónlistar- menntun sína í fæðingarborg sinni Os- aka í Japan. Síðar nam hann í Banda- rikjunum og lauk þar prófi í tónsmíð- um og hljómsveitarstjórn. Að því loknu flutti hann til Evrópu og stund- aði meðal annars nám hjá Franco Ferrara og Igor Markevich. Hann vann til fyrstu verðlauna í alþjóðlegu hljómsveitakeppninni í Póllandi 1979 og hófst þar með ferill hans sem stjómanda. Yuasa er nú mjög eftirsótt- ur stjómandi í Evrópu og var til dæm- is ráðinn fyrsti gestastjórnandi BBC sinfóníuhljómsveitarinnar í Skotlandi. Á efnisskránni verður sálumessa Brahms, sem hann samdi eftir dauða móður sinnar og vinar síns Roberts Schumanns. Sálumessan var frumflutt í heild sinni á föstudaginn langa árið 1868 í dómkirkjunni í Bremen undir stjóm höfúndar og hlaut hún ffábærar viðtökur. Össur Skarphéðinsson krefst skýringa á því afhverju rússneska landhelgisbrjótnum var sleppt í blaðinu í dag segjum við ffá fyrstu „skáktölvunni" sem ffam kom í heim- inum. Austurríkismaður nokkur smíð- aði hana fyrir ríflega 200 ámm, og hlaut gripurinn viðumefnið Tyrkinn. Tyrkinn var nánast ósigrandi í áratugi og flestum var óskiljanlegt hvemig „vél“ bar léttilega sigurorð af jafnvel hinum fæmstu skákmönnum. Meðal fómarlamba Tyrkjans var sjálfur Nap- óeon mikli og það var svo ekki minni maður en Edgar Allan Poe sem upp- lýsti leyndarmál „skákvélarinnar". Sjá allt um þetta á miðopnu. „Mig langaði að gera eitthvað sem mér finnst fallegt," segir Tómas Ponzi. ■ Fiðrildi á Mokka Vann þetta með krökkunum -segirTómas Ponzi umfiðrildamyndirsínar. „Hugmyndin er að skapa vorstemmningu á dimmu kaíflhúsi, svona til að bjarga sér í skammdeginu,“ segir Tómas Ponzi en hann mun halda myndlistarsýningu á Mokka dagana 17. til 9. maí. Sýningin ber yfirskriftina „Fiðrildi“ og samanstendur af 50 smámyndum sem unnar eru með hjálp tölvu. „Þetta eru mjög litskrúðugar myndir. Mig langaði að gera eitthvað sem mér finnst fallegt og vann þessar myndir með krökkunum mínum,“ segir Tómas en þetta er fyrsta einkasýning hans. Þýskir jafn- aðarmenn í klemmu Jafnaðarmenn í Þýskalandi riðu ekki feitum hesti ffá kosningum í þremur fylkjum á dögunum, og svo virðist sem hinn óbifanlegi Kohl kanslari standi með pálmann í hönd- um þrátt fyrir ört hnignandi efnahag ríkisins og vaxandi atvinnuleysi. Við segjum frá lánleysi þýskra jafn- aðarmanna á blaðsíðu 7. Brahms var mikill efasemdamaður hvað trúmál varðar en sálumessa hans verður flutt í Hallgrímskirkju á laugardaginn. Landhelgina verður að verja - segir Össur. Utanríkisnefnd fundar um málið í dag að kröfu þingmannsins. „Reykjaneshryggurinn verður undirlagður af erlendum skipum, og það er vægast sagt ekki góð byrjun að sleppa landhelgisbrjóti." „Eg skil ekki hvað lá að baki þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að láta landhelgisbrot rússneska togarans átölulaust. Kannski hefur ráðherrann einhverjar skýringar á því, og þangað til þær liggja fyrir vil ég ekki fella neinn dóm um ákvörðunina. Ég hef óskað eftir því að málið veði skýrt í utanríkisnefnd og formaðurinn Geir H. Haarde varð að sjálfsögðu við þeirri ósk,“ sagði Össur Skarphéðins- son, þingmaður Alþýðuflokksins í gær og fulltrúi í utanríkisnefnd Al- þingis. Að ósk hans mun utanríkisnefnd þingsins fjalla um málið fyrir hádegi í dag og yfirmaður Landhelgisgæsl- unnar, auk fulltrúa sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytis, munu skýra af- stöðu þeirra. „Reykjaneshryggurinn verður und- irlagður af erlendum skipum, og það er vægast sagt ekki góð byrjun að sleppa landhelgisbijóti,“ sagði Össur. „Fyrir því verða að vera afar gildar ástæður. Þjóðin þarf að vera fullviss um að þessi ríkisstjóm verji landhelgi fslands, en ef ekki koma viðunandi „Þorsteinn Pálsson segist aetla að efla Landhelgisgæsluna en yfir- maður hennar hefur greinilega enga hugmynd um hvað ráðherr- ann er að fara," segir Össur Skarp- héðinsson. skýringar á háttalagi ráðherrans hafa menn fyllstu ástæðu til að efast um það. Ég vek athygli á því að yfirmað- ur Landhelgisgæslunnar hefur sagt að Gæslan hefði getað tekið skipið en til þess hefði ekki verið pólitískur vilji.“ Össur sagði líka merkilegt að í kjölfar þessa hafi Þorsteinn Pálsson lýst yfir ítrekað að Landhelgisgæslan verði efld en viðbrögð yfirmanns Gæslunnar verið slík að ljóst væri að hann hefði enga hugmynd um það hvernig ráðherrann ætlaði að efla hana eða hvað Þorsteinn er yfirleitt að fara. „En það er ekki vandi Þor- steins að tala út í bláinn svo það verður væntanlega fróðlegt að heyra sjónarmið hans á fundinum," sagði Össur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.