Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 t ö I v u r H«§|§|BlrfjPsr Tyrkinn hlaut nafn sitt af brúðunni sem sat við stjórnvölinn og þótti tyrknesk að yfirbragði. Myndin sýnir hvernig skápurinn var opnaður upþá gátt til að sanna að maður leyndist ekki inni í skákvélinni. mjög naumt skammtaðir. Ekki bætti úr skák að Napóleon var framúr hóft tapsár, og sagan segir að keisarinn hafi reynt að svindla á Tyrkjanum þegar tók að halla undan fætiá skák,-1 borðinu. En við vitum að sá sem leyndist inni í Tyrkjanum þegar hann mætti Napóleoni var þýskur skákmeistari að nafni Allgaier: og má hafa það til marks um hversu vel heppnaður búnaður Kempelens var, að Allgai- er var sannarlega engin smásmíði. Sumir héldu því fram að innan í Tyrkjanum hlyti að leynast skákóður dvergur; þvert á móti var Allgaier frægur fyrir það hversu stór hann var og mikill um sig, en eigi að síður komst ' hann vel fyrir innan í kassanum og enginn kom auga á hann þó gr kertaljós væri látið skína í gegn- um kassann. Reynt að afhjúpa hið mikla leyndarmál Enginn hörgull var á mönnum sem reyndu að opinbera leyndarmál Tyrkjans, og árið 1790 höfðu þegar verið gefnar út meira en tíu bækur sem fjölluðu um það eitt hvemig Tyrkjanum væri stjómað. Menn komust mismunandi nærri leyndar- málinu. Einn höfundurinn, barón að nafni Rachnitz, hafði gengið svo langt að smíða sjálfur eftirmynd Tyrkjans - og taldi sig hafa komist að öllum leyndardómum hans. Rac- hnitz hafði reyndar getið sér rétt til um hvemig handleggir og hendur Tyrkjans vom hreyfð; það byggðist á fyrirbæri sém Heitir á erlendum mál- um pantógrafía og felur í sér að þegar maðurinn innaii í borði Tyrkjans hreyfði sveifar á vissan hátt, þá hreyfðist hönd Tyrkjans á sama hátt uppá borðinu. Rachnitz komst líka nærri lausnum hinna tveggja leyndar- málanna - sem sé því hvemig skák- meistarinn inní Tyrkjanum vissi hveiju andstæðingurinn lék, og því hvemig hann komst yfirleitt fyrir þar inni; en þó skorti svolítið á að Rac- hnitz hefði alveg rétt fyrir sér. Hann hélt til dæmis að innan í kassanum kæmist alls ekki fyrir fullorðinn mað- ur, heldur hlyti stjómandinn að vera annaðhvort avergur eða smádrengur - og þarf ekki að taka fram að tæpum 200 ámm lyrir daga Juditar Polgar datt engum í hug smástúlka. En árið 1820, þegar Maelzel hafði flakkað um með Tyrkjann í fimmtán ár, gaf ungur maður að nafni Robert Willis út enn eina bókina um Tyrkj- ann og sýndi hann á hárréttan hátt með því að beita hreinni rökvísi hvemig maður gat komist fyrir inni í vélinni án þess að sjást þótt allar hurðii væru'eða'virtust öpnar. Skömmu áður hafði annar maður gef- ið út bók þarsem hann leiddi líkur á því að stjómandinn inní kassanum gæti fylgst með gangi skákarinnar á borðinu með hjálp segulmagnaðra pinna sem stæðu niður úr borðinu, og þar eð þetta var alltsaman rétt, þá mátti nú heita að ljóstrað hefði verið upp um öll leyndarmál Tyrkjans. Að vísu gátu menn ekki vitað nákvæm- lega hvort þessar skýringar væm rétt- ar, og þarsem blöð og bækur bámst ekki eins víða þá og nú, þá fóm upp- götvanir þremenninganna líka fram- hjá mörgum - og á meðan héldu Ma- elzel og Tyrkinn uppteknum hætti og tefldu víða. Sigrar og mótlæti Tyrkjans í Ameríku Árið 1826 fór Maelzel með Tyrkja sinn til Ameríku, enda var þar óplægður akur skákáhugamanna sem fúsir vildu etja kappi við vélina. Ari seinna lá við að ferill Tyrkjans væri á enda, því þá einbeitm tveir piltar sér að því að komast að leyndarmálum hans. Þeir lágu á gægjum uppi á hús- þaki og tókst þaðan að sjá þegar Ma- elzel leysti stjómanda Tyrkjans úr prísundinni eftir sýningu. Piltamir fóm með uppgötvun sína í blöðin, en svo undarlega brá við að flestir túlk- uðu frásögn þeirra aðeins sem tilraun Maelzels sjálfs til að auglýsa vélina sína og vekja á henni áhuga. Því hélt Tyrkinn áfram að tefla sem ekkert væri. En árið 1834 var aftur illa að hon- um vegið. Maður hét Jean- Francois Mouret, fjarskyldur frændi Philidors og hafði á ámm áður ekki aðeins ver- ið skákkennari Loðvíks Filipusar, til- vonandi Frakkakóngs, heldur líka stjómað taflmennsku Tyrkjans. Mo- uret var reyndar einn af fæmstu stjómendum vélarinnar, og af 300 skákum sem hann tefldi innanúr Tyrkjanum, tapaði hann ekki nema sex og gaf þó andstæðingum sínum peð og leik í forgjöf. Mouret þótti fjörugur og skemmtilegur maður en ansi drykkfelldur, og árið 1834 var svo komið að hann vantaði peninga fyrir brennivíni. Hann seldi þá blaði einu leyndarmál Tyrkjans, og var sá eini af fjölmörgum stjómendum hans sem sveik hátíðleg loforð um að segja aldrei eitt einasta orð um hvem- ig í pottinn væri búið. En jafnvel þetta lifði orðstír Tyrkjans í Ameríku af, enda munu uppljóstranir Mourets aðeins hafa birst í evrópskum blöðum sem ekki bárust vestur um haf. Edgar Allan Poe kemur til skjalanna Arið 1836, tveimur ámm seinna, var hinsvegar gengið endanlega frá Tyrkjanum, ef svo má að orði kom- ast, og var það enginn smákall sem það gerði - heldur rithöfundurinn Edgar Allan Poe, sem skrifaði blaða- grein þarsem hann lýsti því hvemig Edgar Allan Poe. Hryllingshöfund- urinn beitti rökvísi til að sigrast á leyndarmálum Tyrkjans. Tyrkinn væri samansettur. Grein Poes varð ffæg og flaug undir eins um öll Bandaríkin og eftir að hún birtist átti Tyrkinn sér ekki viðreisnar von. Poe sagðist í grein sinni hafa uppgötvað leyndarmál Tyrkjans með rökhugsunina eina að vopni, en í raun og vem var ekkert nýtt í grein hans - þareð þessi leynd- armál höfðu öll verið gerð opinber áður. Poe dró meira að segja að mörgu leyti mun rangari ályktanir um Tyrkjann en áður hafði verið gert - en hvað sem því líður, þá þóttust nú allir vita hvemig í málum lægi og Maelzel varð að setja Tyrkjann á eft- irlaun öðm sinni, og nú endanlega. Sjálfur andaðist Maelzel tveimur ár- um eftir að Poe gerði út af við Tyrkj- ann hans, og þá var skákvélin sett á safn í Fíladelfíu. Þar eyðilagðist hún í eldi árið 1854. ■ ■ Jón Thoroddsen (1898-1924) Hatturinn Ég fylgdi stúlkunni heim, og hún bjó bakdyramegin. Annað meira eða merkilegra var það nú ekki. Verið þér sælir, og þakka yður kærlega fyrir fylgdina, sagði hún. Sælar, sagði ég. Hatturinn yðar! Hann hefur gott af því, sagði ég, og hélt áfram að kveðja stúlkuna. Á næstunni er von á nýrri útgáfu á Flugum Jóns Thoroddsens, fyrstu fsiensku prósaljóðabókinni. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar aðfararorð og Jón Óskar myndlistarmaður hann- ar kápu og útlit bókarinnar. I I Húsbréf I Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 Innlausnardagur 15. apríl 1996. I.flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.584.706 kr. 100.000 kr. 158.471 kr. 10.000 kr. 15.847 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.410.083 kr. 500.000 kr. 705.042 kr. 100.000 kr. 141.008 kr. 10.000 kr. 14.101 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.944.107 kr. 1.000.000 kr. 1.388.821 kr. 100.000 kr. 138.882 kr. 10.000 kr. 13.888 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.835.129 kr. 1.000.000 kr. 1.367.026 kr. 100.000 kr. 136.703 kr. 10.000 kr. 13.670 kr. s 1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 1 5.000.000 kr. 6.294.799 kr. i 1.000.000 kr. 1.258.960 kr. 100.000 kr. 125.896 kr. 10.000 kr. 12.590 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.861.788 kr. 1.000.000 kr. 1.172.358 kr. 100.000 kr. 117.236 kr. 10.000 kr. 11.724 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.752.855 kr. 1.000.000 kr. 1.150.571 kr. 100.000 kr. 115.057 kr. 10.000 kr. 11.506 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.423.843 kr. 1.000.000 kr. 1.084.769 kr. 100.000 kr. 108.477 kr. 10.000 kr. 10.848 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands ^ Suðurlandsbraut 24. Cxh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj húsbréfadeild • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • S<MI 569 6900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.