Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Á dögunum fóru fram kosningar í þremur fylkjum Þýska- lands, og einna mesta athygli vekur að jafnaðarmenn fóru allsstaðar halloka. Oskar Lafontaine sem óvænt gerði hallar- byltingu í flokki jafnaðarmanna í nóvember hefur til þessa mistekist með öllu að vinna tiltrú almennings - meðan ekkert fararsnið er á Helmut Kohl kanslara Þýskir jafnaðarmenn ennþá í kreppu Þýskir jafnaðarmenn töpuðu fylgi í öllum kosningum til fylkisþinga í landinu, 24. mars síðastliðinn. Kreppa þeirra er linnulaus, og virðist sem kosn- ing Oskars Lafontaines til for- manns í nóvembermánuði síð- astliðnum hafi engu breytt um það. Honum hefur ekki tekist að snúa blaðinu við, gera betur en forveri hans Rudolf Scharp- ing, hann hefur ekki náð að sækja af neinni alvöru gegn kanslaranum þaulsætna, Helmut Kohl. Raunar var það svo, að á valda- skeiði Scharpings gekk jafnaðarmönn- um mjög vcl í staðbundnum kosning- um, og þeir náðu meirihluta á fylkja- þinginu svQkallaða (Bundesrat), en þar eigá sáetí fulltrúar hinna einstöku fylkja Þýskalands. Fylkjaþingið fer með hluta löggjafarvaldsins og mynd- ar því visst mótvægi við sambands- þingið í Bonn, þar sem meirihlutinn er sem kunnugt er í höndum hægri- manna. Helmut Kohl hefur stjórnað Þýskalandi í þrgttán ár í krafji þess meirihluta, og'S'gráð'átts’fjogdr karish '1 araefni jafnaðarmanna, og núna tala menn um að Kohl sé þegar búinn að vinna í næstu þingkosningum árið 1998! Það heyrist víða að Oskar Lafonta- ine beri sök á fylgistapi jafnaðar- manná ffýlkjakosningunum í mars í Baden'-Wúrtémbérg, Schleswig-Hol- stein og Rheinland-Pfalz. Hann hafi tekið rangan kúrs, ekki fundið réttan tón í baráttu við atvinnuleysi og jafn- vel tileinkað sér málefni, sem hægri- öfgamenn hafi til þessa staðið fyrir, eins og takmarkanir á því að þýskætt- að fólk búsett erlendis geti flust til Þýskalands. Þess vegna hafi Lafonta- ine verið stimplaður tækifærissinni, maður sem daðri í senn við græningja Rudolf Scharping. Einn af mörgum lánlausum leiðtogum þýskra jafn- aðarmanna síðustu árin. og öfgasinnuð hægrisjónarmið; en það að fá á sig orð hentistefnunnar er nokkuð sem Helmut Kohl hefur - mekilegt nokk - sjaldan eða aldrei orðið fyrir; raunar er hann fyrir löngu grðinji að tákni fyrir r>laðfe,stu í þýsku pjÓð'félágV. Æ fleiri græningjar vilja í stjórn með Kohl! Skoðanakannanir sýna að kjósendur telji að einkum þrennt hafi orðið jafn- aðarmönnum að falli í fylkjakosning- unum í márs: deilur um fo'rystu flokksins (39%), efasemdir um vilja til rauðgrænnar stjórnarmyndunar (7%) og óánægja með málflutning Lafontai- nes gagnvart útlendingum (7%). Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið meira í manna minnum, fleiri og fleiri óttast um afkomu sína - en jafnaðarmenn njóta þess ekki í fylgi. Það virðist sem græningjar, sem eru á stöðugri uppleið, og vinstri sósí- alistar (eða fyrrum kommúnistar) í Óbifanlegur kanslari. Þótt atvinnuleysi hafi aldrei verið meira í Þýskalandi og efnahagsmálin séu í algerum ólestri er Helmut Kohl nú sem fyrr sterki maðurinn í þýskum stjórnmálum. Austur-Þýskalandi fái til sín fylgi at- vinnulausra og þeirra sem óttast mest um atvinnu sína. Græningjar eru reyndar ekkert ánægðir með hið miklu fylgistap jafnaðarmanna. Þeir hafa hægt og bítandi - en þó ekki átaka- laust - verið að breytast úr skírlífum stjómarandstöðuflokki í pólitískt áfl, sem sækist eftir stjómarþátttöku með jafnaðarmönnum. Þar hefur farið íremstur í flokki Joschka Fisher, leið- togi raunsæismanna í flokknum. En nú verða þær raddir háværari í röðum græningja sem vilja stjóm með Kristi- legum demókrötum, flokki Kohls kanslara! Ráðaleysi og skortur á fram- tíðarsýn Jafnaðarmenn virðast algjörlega ráðalausir. Oskar Lafontaine einangrar sig frá ljölmiðlum, og hið sama gildir að noklön um helsta keppinaut hans innán flokksins, Gerhard Schröder forsætisráðherra í Niedersachsen. Nú í mars skildi Schröder mjög skyndilega við eiginkonu sína eftir Noregsför og tók saman við unga blaðakonu, sem hann hafði kynnst þar. Sú venja ríkir hins vegar í Þýskalandi að blanda tiltölulega lítið saman einkamálum og stjórnmálum, að minnsta kosti sé miðað við Bretland eða Bandaríkin. Ljóst er að Gerhard Schröder treystir sér vel til að verða kanslaraefni - en spurningin er sú hvort flokksmenn treysta honum - eða hvort þeir þora yfirleitt í nokkuð ffek- ara uppgjör um persónur í forystu flokksins. Og eftir hvem formanninn og hvert kanslaraefhið á fætur öðmm, sem allir hafa tapað, þá er ljóst að menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir tréysta á mannabreytingar sér til bjargar í baraáttunni við Helmut Kohl. Það er ráðaleysið sem einkennir þýska jafnaðarmenn nú um stundir. Þeir vita ekki í hvorn fótinn þeirra eiga að stíga, hvort þeir eiga að sækja til hægri eða vinstri, hvort þeir eiga að ræða möguleika á stórstjórn með Helmut Kohl eða setja stefnuna á vinstristjóm með græningjum. Og meðan svo er, þá er ljóst að kjósendur velja afdráttarlausari flokka, jafnvel af kommúnískri ætt. Þýskir jafnaðarmenn verða núna að sækja, og ljóst er að sú sókn verður að fara fram á forsendum ómengaðrar, heilsteyptr- ar jafnaðarstefnu - en ekki popúlisma í stíl hægriöfgamanna. Byggt á Spiegel, Focus Siiddeutsche Zeitung o.fl. Oskar Lafontaine. Mislukkuö kosningabarátta og sakaður um lýðskrum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.