Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Kfnversk kanfna IHafa íslenskir ráðamenn virkilega vilja til þess að sjá hér rísa kínverskt álver, fengið frá morðhundunum Deng og Li Peng? Það er alkunna að í fjölmennasta ríki heims á einstaklingurinn ekki annan tilverurétt en þann sem stjóm- völd skammta honum - og skammta svo naumt að einstaklingnum gefst tæpast svigrúm til orðs og athafna. Þetta virðist ekki valda stjómvöldum annarra ríkja sérstökum áhyggjum, enda er sá rúmi milljarður einstak- linga sem hér er til umræðu, utan þeirra landamæra. Þeir eru á land- Pallborðið | svæði Kínastjómar sem með þegjandi samþykki annarra ríkja fær óáreitt að stjórna þegnum sínum eins og strengjabrúðum og refsa harðlega þeim sem vilja slíta af sér strengina. Umheimurinn veit hvað er að gerast í Kína en vill ekki aðhafast. Hver á fætur öðmm hafa stjómmálamenn og viðskiptajöfrar streymt til Kína þeirra erinda að eiga viðskipti við kínversk stjómvöld og hjala við þau um nauð- syn góðra samskipta. Þetta em pattar- legir burgeisar og í snauðum hug- myndaheimi þeirra rúmast veraldar- hyggjan ein. Umhyggja þeirra gagn- vart kínverskri alþýðu er í lágmarki, enda er hún fyrir þeim einungis and- litslaus fjöldi. Samúðin er meiri með kínverskum ráðamönnum. Burgeis- amir vita af eigin raun að það kostar átak að halda uppi lögum og reglu og þeir geta rétt ímyndað sér hversu mik- ið átak þarf til að stjóma massa upp á annan milljarð. Þá verður eitthvað undan að láta. Jafnvel grundvallar- mannréttindi. Þau em munaður sem óhagkvæmt er að veita ijöldanum og verða því að einskorðast við fáa út- —,i... ................—— valda. Af þessari samúð valdamanna með öðmm valdamönnum skapast viðhorf sem sett em í orð eins og þau að allt sé þetta flókið mál, víða sé pottur brotinn þegar mannréttindi eigi í hlut og ekki sé hægt að setja sig í dómarasæti því þama sé á ferð annar hugmyndaheim- ur en við Vesturlandabúar þekkjum. Á þennan hátt er malað og þvaðrað með- an það væri miklu heiðarlegra af þess- um mönnum að segja að þeim standi hreinlega á sama. Þetta sé ekki þeirra mál. Ekki þeirra fólk. Ekki þeirra vinnukraftur. Ekki þeirra atkvæði. Samskipti ráðamanna á Vesturlönd- um og í Kína snúast um gagnkvæm viðskipti. Mannréttindabrot í stærsta ríki heims em látin Uggja á milli hluta. Þau em bf óþægileg til að hægt sé að skipta sér af þeim. Afskipti gætu kom- ið í veg íyrir viðskipti. Og nú ætla Kínveijar og ríkisstjóm Islands að leggja í púkk. Kínversk sendinefnd sem stödd er hér á landi hefur dregið kanínu upp úr töfrahatti sínum og fært Finni Ingólfssyni. Nú á að reisa hér álver fyrir kínverskt fé. Við þær fféttir hljóta fleiri en Hjörleif- ur Guttormsson að fá málið. Það er reyndar rétt að hafa fyrirvara á þessari álversfrétt enda þarf ekki sér- ffæðing í utanríkismálum til að sjá að Kínveijar hafa verið ofur latir í fjár- festingum erlendis, en því duglegri við að ginna útlendinga til lands síns og hirða af þeim fé. Vísast er kanínan í þessu tilfelli einungis tálsýn. En hvort sem svo reynist eður ei þá er skömm íslenskra stjómvalda hin sama. Þau em reiðubúin í umfangsmikla samn- inga við það ríki heims sem af hvað mestum krafti treður á mannréttindum þegna sinna. Ríkisstjórn íslands og fulltrúum hennar er nokk sama þótt kínversk ríkisstjóm valti yfir þegna sína. En til að flekka ekki ímyndina er samvisku dröslað upp á svið. Á fundi munu full- trúar í utanríkismálanefnd hafa útskýrt fyrir kmversku sendinefhdinni í hveiju mannréttindi væm fólgin. Þeim skila- boðum hefur vafalaust verið tekið með kurteislegri, kínverskri höfuð- hneigingu. Og síðan hafa menn dregið andann léttar og brosað hver til annars því heldur leiðinlegu formsatriði var lokið. Þá var hægt að snúa sér að máli málanna, viðskiptum og gagnkvæm- um gróða. Nú spyr ég, hvar er siðferðisvitund íslenskra stjómvalda? Ganga þau til samninga við hvern sem er og um hvað sem er? Hafa íslenskir ráðameim virkilega vilja til þess að sjá hér rísa kínverskt álver, fengið frá morðhund- unum Deng og Li Peng? Ég endurtek að ég hef enga trú á því að það ver rísi, en það er ömurlegt að verða vitni að vilja ríkisstjórnarinnar til þeirra samninga. Viljinn er ávísun upp á sinnuleysi. Sinnuleysi gagnvart örlög- um þeirra sem strita í vinnubúðum eða bíða dauðadóms í Kína eingöngu vegna þess að hugmyndir þeirra um tjáningarfrelsi fóru ekki saman við hugmyndir einræðisherranna. Ofur- kjass íslenskra stjómvalda við fulltrúa Kínastjómar er vanvirða við tjáningar- frelsið og lítilsvirðing við þá einstak- linga sem lagt hafa allt í sölumar til að slíkt frelsi megi fram ganga. Og eng- inn skal segja mér að fleðuleg sam- skipti við einræðisherra jafhgildi ekki pólitískri afstöðu. Sl£k samskipti em ekkert annað en lítilsvirðing við grundvallarhugsjónir er varða rétt, sem okkur ber að virða umfram allt, þann rétt einstaklingsins að fá að lifa eins og manneskja. ■ Samkeppnin sjónvarps- stöðvanna er hörð og menn miskátir með niðurstöð- ur ítarlegrar könnunar Félags- vísindastofnunar á vinsældum einstakra þátta. Stöð 3 hefur á brattann að sækja, og á þeim bæ mun hafa valdið miklum vonbrigðum að helsta skraut- fjöðrin í innlendri dagskrár- gerð þeirra, þáttur Magnúsar Schevings þolfimikappa, hafði aðeins komið fyrir sjónir 3 prósenta áhorfenda. Þetta er ekki mikið, sérstaklega þarsem því er fleygt að kostnaður við hvern þátt sé á þriðju millj- ón... Ekki hafði Davíð Oddsson fyrr kveðið uppúr með að hann gæfi ekki kost á sér sem næsti forseti lýðveldisins, en miklarsögurflugu um bæinn um væntanlegt framboð Frið- riks Sophussonar. Nú er Friðrik að sönnu vanur að sitja og standa einsog Davíð skipar honum, en hann mun ekki spennturfyrirslagsmálum um Bessastaði þótt mikið hafi verið um það skrafað í hliðarsölum Alþingis í gær. Hinsvegar er Friðrik æ oftar bendlaður við forstjórastól Landsvirkjunar. Alltjent væri það Davíð ekki á móti skapi að Friðrik haslaði sér nýjan völl enda gæti formaður Sjálfstæð- isflokksins þá enn hert tök á flokknum og látið kjósa Björn Bjarnason vin sinn sem vara- formann og tekið Geir Haar- de inn í ríkisstjórn... r Anæstu dögum skýrist hvort fleiri demba sér í forsetaframboð. Spámenn Al- þýðublaðsins eru þeirrar skoð- unar að nýir frambjóðendur muni tæpast koma fram. Páll Skúlason er þegar úr leik en tilhugsunin kitlar að sönnu menn einsog Ellert B. Schram, Njörð P. Njarðvík, Ól- af Egilsson og Ólaf Ragn- arsson en enginn þeirra ertal- inn geta keppt við Guðrúnu Pétursdóttur og Ólaf Ragn- ar Grímsson sem eru að stinga af í skoðanakönnun- um... Harðar umræður urðu á Al- þingi í gær þegar þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson tóku framsóknarmenn í dálitla end- urmenntun og rifjuðu upp stórfelld loforð þeirra í hús- næðismálum fyrir kosningar. Þá brá svo við að þingmenn Framsóknar tíndust úr salnum einn af öðrum, uns þeir voru allir á braut. Þingforseti auglýsti þá að gefnu tilefni eftirframsóknar- mönnum og þau Jón Kristjánsson og Val- gerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn gáfu sig fram. Valgerður undi sér greinilega stórilla undir ræðum Össurar, alltjent bísnaðist Lómatjarnarbóndinn mikið - en þorði þó ekki að stíga í pontu og skýra hvar Framsókn hefði orðið við- skila við loforðin frómu... „Dokiði aðeins við, strákar. Ykkur er alveg óhætt að leggja niður gósið ykkar; gullin og gersemarnar. Hann Skúli - já, hann Skúli gamli sem bar ábyrgðina á því að kynna sér flóð og fjöru hér um slóðir samkvæmt Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags - þarf nefnilega að segja okkur öllum frá dálitlu sem hann klikkaði illilega á...!" firnrn á fðrnum vegi Trúir þú að guð hafi skapað manninn í sinni mynd? íris Guðmundsdóttir Jeanette Egeberg nemi: nemi: Nei, ég trúi á þróunar- Nei, ég trúi ekki á guð. kenningu Darwins. Kristófer Sigurgeirsson kantmaður: Nei, því trúi ég ekki. Við erum komnir af fíl- Bergur Ingólfsson leikari: Ég vil halda því opnu. Sæunn Harðardóttir nemi: Nei, alls ekki. Þróunarkenning- in segir okkar sögu. v i t i m e n n Konan hringdi bálreið í Stíga- mót. Málið var rannsakað og niðurstaða fengin; Karlmaður hafði gengið framhjá inn- kaupatöskunni, svo mjólkin draflaði og kjötið úldnaði. Guðbergur Bergsson rithöfundur. DV í gær. Átök milli útgerðarmanna og sjómanna stærri báta og togara og trillukarla leysa engan vanda. Leiðari Tímans í gær. Heimsendaspámenn eru nánast óteljandi og raunar býsna margir heimsendar komnir í vanskil. Garri í Tímanum í gær. Það er ekki á hverjum degi og ekki víða í heiminum sem það gæti gerst að starfandi flokks- formaður fengi dynjandi lófa- klapp, fögnuð og þakklæti samflokksmanna fyrir að færa þá fórn að fara ekki í forseta- framboð, sem hann var ekki búinn að gefa til kynna að hann ætlaði að fara í. Birgir Guðmundsson á víðavangi. Tíminn í gær. Ég get ekki betur séð og heyrt en að ríkisstjórnin okkar sé að lúffa í hverju málinu á fætur öðru. Lesendabréf í DV í gær. Reyndir menn hafa það að leiðarljósi í væntanlegum for- setakosningum, að þjóðin mun sjálf finna sér forseta hjálpar- laust og að það geti aðeins haft öfug áhrif að reyna að segja henni fyrir verkum. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. fréttaskot úr fortíð Glæsilegur ferill Áður óþekktur maður í faginu, hr. Simon Borenstein í New York, hefir verið tekinn fastur. Hann hafði aðeins smndað innbrotsþjófnað í þrjár vikur, en með prýðilegum árangri. Hann var tekinn eina nótt um fjögurleytið og var mjög fínn til fara. Fyrstu nóttina brauzt hann inn í tíu hús og hveija nótt síðan hafði hann brotist inn í mörg hús. Hann er aðeins 21 árs gamall. Nú situr hann inni í Brook- lynfangelsinu í heimspekilegum hug- leiðingum yfir sínum stutta en glæsi- lega afbrotaferli. Alþýðublaðið sunnudaginn 9. febrúar 1936

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.