Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 8
* 'miVFILl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Föstudagur 12. apríl 1996 niimiiin 55. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Heimsókn kínverskrar sendinefndar vekur viðbrögð Amnesty International á íslandi Hvetur þingmenn til að mótmæla mannrétt- indabrotum í Kína Amnesty Intemational á íslandi hefur sent bréf til Ólafs G. Einars- sonar forseta Alþingis og formanna allra þingflokka, þar sem hvatt er til þess að þeir taki upp viðræður um mannréttindabrot í Kína við kínversku sendinefndina, sem stödd er hér á landi í boði forseta Alþingis. Alþýðublaðið hafði samband við forseta Alþing- is og fulltrúa stjómmálaflokkanna og grennslaðist fyrir um hvort þeir hygðust sinna erindi Amnesty. á þann hátt að menn gátu vel skilið að þar væri verið að koma fram ákveð- inni gagnrýni. Við ræddum stöðu mannréttindamála í Kína við Kínverj- ana og einnig komu þama fram fyrir- spumir um stöðu kvenna. Þeir komu með alls kyns skýringar, en við sögð- um þeim að við vildum koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Ymis snörp skilaboð komu þama ffam.“ Ólafur G. Einarsson forseti Alþingis Ekki gestgjafans að taka gestina tii bæna „Ég mun skýra varaforsetanum frá því að mér hafi borist þetta bréf. Ég hef þegar átt fund með kínversku sendinefndinni. Sá fundur snerist af eðlilegum ástæðum ekki um þessi mál. Eg sagði frá þinginu og okkar stjómskipan. Við ræddum ýmis mál sem varða samskipti þjóðanna. Báðir lýstu ánægju með vaxandi samskipti. Eg veit að menn skilja að þar sem ég er í hlutverki gestgjafa þá er ekki mitt að taka gestina sérstaklega til bæna fyrir það sem miður fer í þeirra ríki, sem er áreiðanlega margt. En það breytir ekki því að ég mun koma er- indinu til skila.“ Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista Kínverjum ber að virða grundvaiiar- mannréttindi „Kvennalistinn hefur ákveðið að senda bréf til sendinefndarinnar og skora á Kínveija að bæta mannréttindi í landi sínu. Við höfum áhyggjur af mannréttindabrotum í Kína og viljum minna á það hverju þeir lofuðu á kvennaráðstefnunni í Kína. Því miður hafa menn verið mjög feimnir við að gagnrýna kínversk stjómvöld en það á að láta þau vita af því að menn fylgist með því sem er að gerast í Kína og séu ekki sáttir við það. Það er einnig brýnt að viðskiptasjónarmið ráða ekki algjörlega ferðinni í samskiptum Vest- urlandabúa við Kínverja. Kínverjum ber að virða grundvallarmannréttindi eins og öðrum þjóðum heims.“ Valgerður Sverrisdóttir þing- flokksformaður Framsóknar Nægilega mikið aðhafst „Þingflokkurinn hefur ekki haft fund með kínversku gestunum en Guðmundur Bjamason, starfandi utan- ríkisráðherra, tók þetta mál upp á fundi sfnum með þeim. Hið sama gerði utanríkismálanefnd. Við teljum að það sé nægilegt." Svanfríður Jónasdóttir þing- flokksformaður Þjóðvaka Getum við ein- hvern tímann stoppað þá? „Við ræddum þetta á þingflokks- fundi. Við vorum sammála um það að rétt væri að nota þau tilefni sem gæf- ust til þess að spyrja þeirra gagnrýnis- spuminga sem eðlilegt er að við spyrj- um, og að sendinefndin fyndi það að fólk á íslandi fylgist með því sem er að gerast í Kína. Mér finnst samskipti Vesturlanda gagnvart Kínveijum bera vott um það að Vesturlönd vilja fá að taka þátt í hagvaxtarundrinu. Vegna hagvaxt- arglýjunnar emm við Vesturlandabúar búnir að hleypa Kínveijum það langt að ég spyr sjálfa mig, og í leiðinni aðra, hvort við reiknum þá með að geta einhvem tímann stoppað þá.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir þingmaður Sjálfstæöisflokksins Ýmis snörp skila- boð komu fram „Á fundi utanríkisnefndar og kín- versku sendinefndarinnar varpaði Geir H. Haarde fram nokkrum spumingum, Rannveig Guðmundsdóttir þing- flokksformaður Alþýðuflokksins Munum bregðast við „Við veittum erindi Amnesty for- gang á önnur mál sem vom á dagskrá síðasta þingflokksfundar. Við eigum eftir að ræða það hvort viðbrögð okk- ar verða í formi bréfs eða sett fram á annan hátt, en þeir fulltrúar Alþýðu- flokksins sem taka þátt í fundum sem fyrirhugaðir em með sendinefndinni munu sinna þessu erindi. Okkur finnst erindi Amnesty afar mikilvægt og við munum sannarlega bregðast við því.“ Svavar Gestsson þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins Styðjum þessar ábendingar „Við höfum ákveðið að skrifa vara- forseta kínverska þingsins sérstakt bréf þar sem við tökum undir ábend- ingar Amnesty Intemational og óskum eftir því að kínversk stjómvöld og kín- verska þingið taki mark á þeim ábend- ingum. Við lýsum því yfir sem alþing- ismenn fyrir hönd okkar þingflokks að við styðjum þessar ábendingar og vilj- um að mark sé tekið á þeim.“ I tilefni heimsóknar varaforseta kínverska þingsins og föruneytis hans blakti kínverski fáninn ásamt þeim ís- lenska við Alþingishúsið. Amnesty International hefur beint þeim tilmælum til forseta Alþingis og þingflokks- formanna að þeir komi á framfæri mótmælum við kín- versku gestina vegna mannréttindabrota í Kína. Ekki var annað að heyra á þeim sem Alþýðublaðið ræddi við en að þeim tilmælum yrði sinnt. ■ Forsetapælingar Páll úr leik Vegna undangenginnar umræðu um hugsanlegt forsetaframboð Páls Skúlasonar heimspekiprófessors sendi hann frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu í gær: Að vandlega athuguðu máli tel ég ékki rétt að sækjast eftir embætti forseta íslands. Ég er afar sáttur við núverandi starfs- vettvang minn og á þar ólokið ýms- um verkum sem em mér hugleikin. Þá skal því ekki neitað að einnig veg- ur þungt sá fjárhagslegi kostnaður sem kosningabarátta virðist hafa í för með sér. Ég sendi öllum sem hafa hvatt mig í þessu máli einlægar þakk- ir fyrir traust og stuðning. Páll Skúlason: Neita ekki að fjár- hagslegur kostnaður, sem kosn- ingabarátta virðist hafa í för með sér, vegur þungt. ■ Hollvinasamtök Háskóla íslands Viljum styrkja ímynd Háskólans - segir Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. „Þetta snýst um að efla tengsl milli Háskólans og gamalla stúdenta og al- mennings," segir Sigríður Stefánsdótt- ir réttarfélagsfræðingur og fram- kvæmdarstjóri Hollvinasamtaka Há- skólans en samtökin verða formlega stofnuð 17. júní. í stofnskrá Hollvinasamtakanna er gert ráð fyrir að stofnuð verði holl- vinafélög einstakra deilda, náms- brauta, skora eða stofnana og munu samtökin sjá um þjónustu við þessi fé- lög. „Með þessu viljum við styrkja ímynd Háskólans útá við og gefa fóUci tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í Háskólanum. Við komum til með að gefa út fréttabréf á næst- unni og svo verður félögum Hollvina- samtakanna gefinn kostur á að gerast áskrifendur að ýmsum fréttabréfum, blöðum og rannsóknarskrám, sem gef- in eru út í skólanum. Auk þessa verða haldnir tónleikar og fyrirlestrar þar sem félögum í Hollvinasamtökunum verður sérstaklega boðið,“ segir Sig- ríður en sunnudaginn 5. maí verður móttaka í Odda fyrir hollvini og kenn- ara skólans og er hveijum þá velkom- ið að gerast félagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.