Alþýðublaðið - 17.04.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 17.04.1996, Síða 1
■ Össur Skarphéðinsson átelur íslensk stjórnvöld vegna framgöngu þeirra í máli rússneska togarans ■ Nær engar líkur á forsetaframboði Guð- mundar Eiríkssonar Davíð Pétur Kr. Hafstein lýsti síðdegis í gær yfir framboði sínu til forseta, einsog Alþýðublaðið hafði reyndar sagt fyrir um. Hann staðfesti að- spurður að hann hefði á sunnudag- inn átt fund í stjórnarráðinu með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, en kvaðst hvorki hafa falast eftir stuðningi hans né fengið vilyrði þar um. Þá kvaðst Pétur ennfremur hafa rætt við Friðrik Sophusson varafor- mann Sjálfstæðisflokksins um mál- ið. Aðspurður hvort hann hefði tal- að við forystumenn annarra flokka áðuren hann tók ákvörðun sagðist Pétur hafa rætt við einn þingmann Framsóknarflokksins. Mikill fjöldi ættingja og stuðn- ingsmanna Péturs var á blaða- mannafundi hans á Hótel Loftleið- um og í upphafi flutti frambjóðand- inn allítarlega tölu. Þar kom meðal annars fram að hann hefði til skamms tíma verið búinn að gefa framboð uppá bátinn, en veður hefðu skipast skjótt í lofti að af- loknum páskum. Pétur sagði tímabært að leggja aðrar áherslur í meðferð forseta- embættisins en stundum áður. í beinu framhaldi sagði hann: „Emb- ætti forseta Islands á að reka með hófsemd og látleysi og ekki í stór- þjóðastíl. Sparnaður og ráðdeild á að vera í fyrirrúmi og það má aldrei gerast að fjárútlát embættisins fari fram úr því sem á er kveðið í fjár- lögum.“ Ljóst er að Pétur hefur aðrar áherslur en bæði Guðrún Agnars- dóttir og Guðrún Pétursdóttir í af- stöðu sinni til synjunarvalds forseta á lagafrumvörpum. Hann sagði: „Það er fráleitt að halda því fram að í þessu ákvæði felist brjóstvörn lýð- ræðisins." Þá sagði Pétur það „bábilju" að vegur forsetans og fremd sé því meiri sem hann hafi meiri skyldum að gegna í útlöndum eða sé „í betri tengslum við erlenda fyrirmenn". Frambjóðandinn kvaðst gera sér ljóst tíminn sé naumur fram að Tilhugsun- in fáránleg - segir þingmaður Sjálfetæðis- flokksins. „Hann hefurverið aðalsamningamaður okkar í viðræðum um úthafsveiðar og klúðrað málum illilega." „Ég hef ekki nokkra trú á því að Guðmundur bjóði sig fram. Hann hefur verið aðalsamningamaður fs- lendinga í viðræðum um úthafs- veiðar, og satt að segja klúðrað ýmsu illilega með þeim hætti að ég efast um að nokkur í mínum þing- flokki vilji sjá hann á Bessastöð- um. Mér finnst tilhugsunin fárán- leg,“ sagði þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í samtali við Alþýðublað- /ð í gær um möguleika á forseta- framboði Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings. Hann hefur til þessa ekki útilokað framboð, en líkur á því eru taldar litlar eða eng- ar. „Kannski finnst honum gaman, einsog fleirum, að heyra um sig talað sem forsetaefni. Ég hef hins- vegar ekki heyrt í einum einasta manni sem myndi kjósa hann,“ sagði viðmælandi blaðsins úr þing- liði Sjálfstæðisflokksins. Pétur Kr. Hafstein: Allt er unnið fyrir gýg ef vilji hins almáttuga Guðs allra stétta er ekki með í förinni. A-mynd: E.ÓI. kosningum, enda hafi hann ekki verið „á hvers rnanns skjá á undan- förnum árum“. j þessu sambandi vitnaði Pétur í Árna sögu biskups þarsem segir að sigursæll sé góður vilji, en bætti við: „Það er að sönnu rétt, svo langt sem það nær. Gleym- um því þó ekki, að maðurinn áformar en Guð ræður. Allt er unn- ið fyrir gýg, ef vilji hins almáttuga Guðs allra stétta er ekki með í för- inni.“ Skelf ilegt fordæmi - segir Össur. íslendingar geta ekki verið vissir um að ríkisstjórn íslands verji landhelgina. ganga íslenskra stjórnvalda í máli rússneska togarans hefði verið „Þetta er skelfilegt fordæmi. I fyrsta skipið í áratugi blasir það við að fs- lendingar geta ekki verið vissir um að ríkisstjóm lýðveldisins veiji landhelg- ina,“ segir Össur Skarphéðinsson um þá ákvörðun íslenskra stjómvalda að sleppa rússneska togaranum sem var við veiðar innan íslensku landhelginn- ar. Höskuldur Skarphéðinsson skip- herra hjá Landhelgisgæslunni hefur sagt upp starfi sínu. Ástæðan er óánægja hans með það hvemig stjóm- völd búa að Landhelgisgæslunni. Höskuldur sagði í DV í gær að fram- hneyksli. „Ég tek heils hugar undir með skipherranum fyrrverandi að það er hreinn aumingjaskapur hjá ríkis- stjóminni að hafa ekki tekið þennan togara,“ segir Össur. Hann telur þessa ákvörðun gefa skelfilegt fordæmi og vera í alla staði óskiljanlega. „Yfirmenn gæslunnar hafa sagt að þeir hefðu getað tekið skipið. Sjálfur dómsmálaráðherra hefur ljóstrað því upp með hvaða hætti hefði verið hætt að taka skipið. Hann hefur skýrt frá upplýsingum sem okkur var trúað fyr- ir í utanríkismálanefnd og okkur bann- að að fara með. Hann hefur jafnframt sagt að ekki hafi legið neinir hags- munir til grundvallar ákvörðuninni. Ég kemst bara að einni niðurstöðu. fs- lenska ríkisstjómin bilaði í hnjánum, dómsmálaráðherrann hafði ekki pólit- ískan kjark til þess að taka afdrifaríka en nauðsynlega ákvörðun. Þetta eru ótíðindi,“ sagði Össur. Dómsmálaráðherra hefur skýrt frá upplýsingum sem okkur var trúað fyrir í utanríkismálanefnd og okkur bannað að fara með. Hann hafði ekki pólitískan kjark til þess að taka afdrifaríka en nauðsynlega ákvörðun, segir Össur. ■ Pétur Kr. Hafstein vill breyttar áhersl- ur á Bessastöðum A I framboð eftirfund með Eldhús- dagur um fjármagns- tekjuskatt f kvöld verða háðar á Al- þingi eldhúsdagsumræður svo- kallaðar um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um fjármagns- tekjuskatt sem hefur sætt mik- illi gagnrýni. Umræðurnar fara fram að beiðni Alþýðu- flokks og hefjast klukkan 20.30. Þeim verður að vanda útvarpað og sjónvarpað. ■ Stefnir í að framkvæmdir við forsetasetrið á Bessastöðum kosti tæpan milljarð króna Oheyrilegur kostnaður - segir Ágúst Einarsson alþingismaður: „Maður hefur á tilfinningunni að þarna hafi verið gefið duglega á garðann við framkvæmdir." „Þama eru framkvæmdir upp á um það bil einn milljarð króna, það var ekki gerð viðhlítandi kostnaðaráætlun á sínum tíma, og þegar maður skoðar stærð þeirra húsa sem þarna eru, þá fínnst manni þetta satt að segja vera óheyrilegur kostnaður. Maður skilur eiginlega ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Ágúst Einarsson, þing- maður Þjóðvaka, en honum hefur bor- ist svar frá forsætisráðherra við fyrir- spum sinni urn framkvæmdir á Bessa- stöðum. I ítarlegu svari forsætisráðherra seg- ir að heildarkostnaður við fram- kvæmdimar, sem ráðgert er að ljúka haustið 1998, er nú áætlaður um 920 milljónir króna. Heimildir til fram- kvæmda í fjárlögum frá 1989 til 1996 nerna rétt tæpum 700 milljónum króna, svo áframhaldandi fram- kvæmdir eru háðar því að Alþingi veiti enn um 220 milljónum króna til verksins. I svarinu kemur fram að engin kostnaðaráætlun var gerð í upp- hafi, en í greinargerð um helstu verk- þætti sem unnin var af embætti húsa- meistara, Þorsteini Gunnarssyni arki- tekt og Istaki hf. vorið 1989 var gert ráð fyrir að heildarkostnaður myndi nema um 240 milljónum króna. I svarinu segir að á þeim tíma hafi þó ekki legið ljóst fyrir í hvaða fram- kvæmdir skyldi ráðist eða hvert um- fang þeirra skyldi vera. Af einstökum þáttum má nefna að áætlaður kostnaður við endurbygg- ingu Bessastaðastofu, sem er tæpir 600 fermetrar, er nú 180 milljarðar, en kostnaður við byggingu nýs íbúðar- húss fyrir forseta er áætlaður 63 millj- ónir króna. Húsið er 440 fermetrar að stærð. Hönnunarkostnaður telst sam- tals vera 125 milljónir króna. Ágúst Einarsson segir að sér finnist auðvitað ekki athugavert að gera emb- ættissetur forseta vel úr garði, það sé heldur ekki á neinn hátt við forseta að sakast í þessu efni. Hinsvegar segir hann að allar þessar tölur séu miklu hærri en flestir hafi átt von á. Hann bendir á að yfirleitt hafi verið rætt urn að mikið af kostnaðinum sé vegna fornleifarannsókna. í svarinu komi hins vegar í ljós að áætlaður kostnaður við þær sé samtals um 86 milljónir króna, eða innan við 10 prósent af framkvæmdum. Framkvæmdirnar á Bessástöðum hafa verið í umsjón þriggja nianna nefndar á vegum forsætisráðuneytis- ins, svokallaðrar Bessastaðanefndar sem hefur setið óbreytt síðan 1989. Ágúst Einarsson talar um „óstjóm- legan kostnað" í þessu sambandi og segir: „Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og í sjálfu sér er þetta á ábyrgð margra ríkisstjóma. Mér finnst þó full ástæða til að það sé skoðað nánar að hér sé verið að endurreisa nokkur hús fyrir heilan milljarð, á sama tíma og slegist er á Alþingi og víðar um nokkrar milljónir í velferðar- og heilbrigðismál. Ég bara trúi ekki að þama hafi verið gætt fyllsta aðhalds og aðsjálni eins og er nauðsynlegt. Menn virðast menn hafa farið út í þetta án þess að hafa nokkra yfirsýn yfir kostnaðarþættina, enda sést það best á því að nú stefnir í að kostnaður- inn verði fjórfaldur miðað við það sem kom frarn í fyrstu lauslegu áætl- unum.“ „Maður hefur það svolítið á tilfinn- ingunni að þama hafi verið gefið dug- lega á garðann við framkvæmdir. Það er ekki hægt að álíta annað í fljótu bragði,“ segir Ágúst Einarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.