Alþýðublaðið - 17.04.1996, Side 7

Alþýðublaðið - 17.04.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n Veröld sem var Verkefni: Kvásarvalsinn Höfundur: Jónas Árnason Leikstjóri: Inga Bjarnason Leikmynd og búningar: Steindór Sigurðsson Tónlist: Leifur Þórarinsson Lýsing: Lárus Björnsson Leikhljóð: Baldur Már Arngrímsson Aðstoðarleikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson Sýningarstaður: Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhúsið, Stóra sviðið. Hér fyrr á, árum þegar ljóst var að Leikfélag Reykjavíkur myndi flytja starfsemi sína í Borgarleikhúsið, stóð nokkur umræða um framtíðarhlut- verk gamla Iðnó. Ein þeirra hug- mynda sem þá fór á flot var að breyta húsinu í leiklistarsafn, þar sem munir og minjar úr sögu listgreinarinnar væru til sýnis, jafnframt því sem þar færu fram leiksýningar á gömlum ís- lenskum verkum og þá gjaman reynt að hafa umgjörð og stíl sýninganna sem næst þeim tíma sem verkin voru samin á. Nokkurs konar lifandi fom- minjasafn. Þetta rifjaðist upp fyrir mér undir sýningu Leikfélagsins á Kvásarvals- inum eftir Jónas Arnason á föstu- dagskvöldið sem leið. Engu var lík- ara en þessi hugmynd væri komin til framkvæmda, nema hvað umgjörðin var nýjasta og tæknilega fullkomn- asta leikhús landsins. Verkið var einna líkast því að vera samið um miðja öldina og þá sem redding fyrir áhugaleikfélag sem í skyndingu hefði ákveðið að snara upp einu stykki leiksýningu. Leikstfllinn var einskon- ar ýkjumynd af ofleik og áhorfendur, fullir með kurteislegan áhuga, reiðu- búnir að taka viljann fyrir verkið. Það er kannski eins og að sparka í liggjandi hund að skrifa enn einn nei- kvæðan pistil um sýningu hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, en það verður nú einu sinni að segja hverja sögu eins og hún er. Það er með öllu óskiljan- legt hvers vegna stjómendur félags- ins ákváðu að taka þetta verk til sýn- inga. Ekki er það greiði við höfund- inn, sem á að baki nokkur snotur verk er taka þessu langt fram um allt. Boð- skapur verksins er, að því er best verður séð, að þeir djöfuls valdamenn séu sjálfum sér líkir og hafi nú beint spjótum sínum að gamalmennum. Það hefur svo sem meim verið logið í gegnum tíðina, en framsetningin er svo grunnfærin og frumstæð, að ádeilan verður bitlaus og allur er hinn samfélagslegi tónn í verkinu eins og afturganga frá kaldasta tíma kalda stríðsins. Og síðan hangir verkið eng- an veginn saman, virkar eins og sam- safn af gamansögum af skrítnum köllum og kerlingum sem gerðu oft lukku, í eldhúsunum, í sveitinni í gamla daga. Textinn er hins vegar Leikhús Arnór Benónýsson skrifar um * ■ leiklist laus við öll dramatísk tilþrif og á ekkert erindi uppá leiksvið. Það verður því að spyrja, úr því að stjómendur félagsins tóku verkið til sýninga, hvar er hin dramatúrgíska vinna leikhússins? Það hefði kannski verið hægt, með góðri vinnu fag- manna, að gera úr þessum efnivið þokkalegan einþáttung fyrir Litla sviðið. En það var ekki gert og þessi mistök, sem sýningin er, verða því að skrifast á ráðamenn Leikfélags Reykjavíkur. Svona gera menn ekki! Leikstjórinn, Inga Bjamason, velur þá leið að vera höfundi og verkinu trú og færa blæ áhugamennskunnar og ýkjusögunnar yfir sýninguna í heild sinni. Á hennar reikning verður að skrifast sá ofsafengni ofleikur sem leikaramir sýna og ef þessi aðferð á bjarga brotalömum verksins, þá mis- tekst það. Leikmynd Steindórs Sigurðssonar, er bæði góð og vond. I fyrri hlutanum sýnir hún nútíma, (framtíðar?) sjúkrastofnun og er útaf fyrir sig hið besta verk, í ofur raunsæjum stíl. Vandinn er bara sá, að hún passar ekki við verkið og það sem fram fer á sviðinu, sem allt ber með sér svip fortíðarinnar. I seinni hlutanum sýnir leikmyndin hinsvegar íbúð á sömu stofnun og þar tekst Steindóri ver upp. Húsgögnin eru ósamstæð og mest áberandi í myndinni eru tveir skermar sem engum tilgangi þjóna. Búningarnir eru síðan eins og hver annar samtíningur úr búningasafninu. Tónlistin er ekki mikið notuð í sýningunni, en þó smekklega það sem var, svo sem Leifs er von og vísa. Lýsingin er einföld og lítið notuð til þess að brjóta upp stemmningar eða styðja og halda að því sem fram fer á sviðinu. Rúrik Haraldsson heldur uppá fimmtíu ára leikafmæli sitt með þess- ari sýningu. Víst hefði ég óskað þess- um höfðingja leikhússins þess að hafa bitastæðara verk í höndunum á þessum tímamótum, en Rúrik sýnir að hann kann sitt fag og gengur tví- mælalaust styst í ofleiknum. Þær Guðrún Ásmundsdóttir og Margrét Ólafsdóttir kunna auðvitað sitt fag líka en það var grátlegt að sjá þessar glæsilegu og flinku listakonur undirgangast þann leikstfl sem sýn- ingin byggist á. Stíl sem byggist á fettum og brettum, skrækjum og glennum og raunar agalausustu ærsl- um sem ég hef séð á leiksviði. Niðurstaða: Sýning sem allra að- standenda vegna hefði betur ver- ið ósýnd. Rúrik Haraldsson heldur uppá fimmtíu ára leikafmæli sitt með þessari sýningu. Víst hefði ég óskað þessum höfðingja leikhússins þess að hafa bitastæðara verk í höndunum á þessum tíma- mótum, en Rúrik sýnir að hann kann sitt fag og gengur tvímælalaust styst í ofleiknum. Islenski munaðarleysinginn sem sigraði bandaríska snillinginn Á síðustu öld fluttu þúsundir Islend- inga vestur um haf og freistuðu gæf- unnar í Bandaríkjunum og Kanada. Fólksflóttinn var mesta hitamál síns tíma: skáldin, mörg hver, brýndu menn til að duga nú og stökkva ekki úr landi en „agentamir", sem svo voru kallaðir, fóru um sveitir og lofuðu þeim gulli og grænum skógum sem flyttu til guðs eigin lands. Vesturfar- arnir voru níddir í ræðu og riti, og eimir ennþá eftir af andúð í garð þeirra sem „gáfust upp“ á hokrinu hér heima. En nýlegar samanburðarrann- sóknir sýna reyndar svo ekki verður um villst að Vesturfaramir vom mikið algervisfólk, jafnvel langt umfram þá sem urðu eftir heima. Einn þeirra sem yfirgaf ættjörðina var 16 ára sveitapiltur, Magnús Magn- ússon að nafni. Hann vann sér til frægðar að verða sterkasti skákmaður Kanada og er áreiðanlega einn ötlug- asti meistari sem ísland hefur alið. Magnús fæddist 10. desember 1869 í Dal í Miklaholtshreppi í Snæfells- nessýsiu. Samkvæmt kenningu Brekkukotsannáls var Magnús mikill lukkunnar pamfíll því hann missti rnóður sína þegar hann var fimm ára og föður sinn sex ámm síðar. 16 ára gamall fór munaðarleysing- inn einn síns tii liðs til Ameríku og settist að í Kanada. Þar nam hann skó- araiðn og hafði lifíbrauð af henni, en fljótlega lærði hann lflca mannganginn og komst í kynni við ágæta kanadíska skákmenn. Magnús - sem tók sér ætt- amafnið Smith - tók stórstígum fram- fömm í skák, bæði með æfingum og bóklestri. Hann varð í tvígang meistari Norðvesturhéraða Kanada og skák- meistari Kanada ekki sjaldnar en þrisvar, 1899, 1903 og 1906. Þá varð hann fyrstur Islendinga til að tefla fjöltefli og blindskákir að ráði. Einu sinni tefldi hann fjöltefli við tólf bestu skákmenn Winnipeg og vann allar skákirnar. Hann var líka fær um að tefla þrjár blindskákir í einu, og fór langoftast með sigur af hólmi. Til marks um styrk Magnúsar Magnússonar Smith eru tveir sigrar gegn Harry Nelson Pillsbury (1872- 1906), en hann var einn af sterkustu skákmönnum heims um síðustu alda- mót; snillingur sem dó langt um aldur fram. Magnús sigraði Pillsbury að vísu í bæði skiptin þegar sá síðar- nefndi tefldi fjöltefli við kanadíska skákmenn, en mun hafa verið einn um að leggja kappann. Þá tefldu þeir eina kappskák á jafnréttisgrundvelli og lyktaði henni með jafntefli. Magnús hafði kynni af fieiri mikl- um meisturum: Um skeið aðstoðaði hann sjálfan Emanuel Lasker, heims- meistara 1894- 1921, við ritstjóm og útgáfu á Laskers Chess Magazine. Magnús Magnússon Smith dó árið 1938. Við skulum líta á aðra sigurskák hans gegn Pilisbury. Bandaríski snill- ingurinn gafst upp eftir aðeins átján leiki. Hvítt: Harry Nelson Pillsbury Svart: Magnús Magnússon Smith 1. e4e5 2. Rc3 Rf6 3. f4 d5 4. fxe5 Rxe4 ' 5. Df3 f5 6. d3 Rxc3 7. bxc3 d4! 8. Bb2 dxc3 9. Bxc3 Bb4! 10. Bxb4 Dh4+ 11. Df2 Dxb4+ 12. Dd2 Dd4 13. c3 Dxe5+ 14. Kf2 0-0 15. Rf3 Dd6 16. d4c5 17. d5 Rd7 18. c4 Rf6 Hér gafst Pillsbury upp enda staða hans ófögur. Svartur hótar að leika Re4+, og því verður hvítur að leika kóngi til gl. Þarineð er hrókur hans lokaður itmi og svartur getur dundað við að murka úr honum líftóruna. Magnús Magnússon Smith. Sextán ára gamall einstæðingur þegar hann flutti til Kanada. Hann varð þrisvar sinnum skákmeistari þar í landi, og var fremstur íslenskra skákmanna um síðustu aldamót. Harry Nelson Pillsbury. Þessi bandariski snillingur varð aðeins 34 ára en var í fremstu röð skák- meistara um aldamótin. Hann beið í tvígang ósigur fyrir munaðarleys- ingjanum af Snæfellsnesi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.