Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 s k o ð a n A1MUBLKBI9 21102. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Rússar skapa píslarvott Nú er staðfest að Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsj- eníu, var drepinn í flugskeytaárás Rússa síðastliðið sunnudagskvöld. Þessi atburður vekur ekki einasta spumingar um framhald hins blóðuga og mis- kunnarlausa stríðs í Tsjetsjeníu, heldur getur dauði leiðtogans haft afdrifa- ríkar afleiðingar á forsetakosningamar í Rússlandi. Ekki er ólíklegt að nú- verandi ráðamenn í Kreml hafi dregið fram vodkaflösku til að fagna tíðind- unum, enda hafa Jeltsín forseti og nótar hans seint og snemma úthrópað Dúdajev sem óprúttinn glæpamann og mafíuforingja. En hafi Kremlveijar á annað borð fagnað dauða erkióvinarins er eins víst að sá fögnuður verði skammvinnur. Amór Hannibalsson prófessor, sem er einn mestur sérfræðingur í málefhum Rússlands, segir í samtali við Al- þýðublaðið í dag: „Merkið stendur þótt foringinn falli. Þjóðin er búin að þola það mikið í þessu stríði að hún heldur áffam að beijast þó foringinn sé allur. Stríðið er ekki háð fyrir foringjann heldur sjálfstæðishugsjónina í bijósti fólksins.“ Amór segir að dauði Dúdajevs sé vissulega rnikill missir fyrir Tsjetsjena, enda var hann þrautþjálfaður herforingi og hafði skapað sér nafn um allan heim sem sameiningartákn þjóðar sinnar í baráttu við rússneska bjöminn. Það er bæði til marks um herstjómarhæfileika Dúdajevs og baráttuþrek liðsmannanna að þeir hafa haft í fullu tré við margfalt ofurefli rússneska hersins. Tsjetsjenar hafa þannig auðmýkt rússneska herinn, bæði innan- lands og á alþjóðavettvangi; en Rússar hafa svarað með stríðsglæpum gagnvart óbreyttum borgurum. Enginn veit hversu margir liggja í valnum í Tsjetsjeníu, en víst þykir að fómarlömb Rússa skipti tugum þúsunda. Meðal Tsjetsjena er rík hemaðarhefð og þeir byggja þjóðarstolt sitt ekki hvað síst á goðsögnum um hetjur sem gengu vasklega ffam í bardögum og lögðu lífið í sölumar. Eldflaugin sem grandaði Dúdajev sá tíl þess að nú er orðinn til nýr píslarvottur: hinir herskáu og hugrökku Tsjetsjenar munu beijast með nalfi hans á vömm. Samkvæmt skoðanakönnunum í Rússlandi hefur almenningur Utíð á það sem forgangsverkefni að stöðva stríðið í Tsjetsjeníu. Harmleikurinn í litla fjallalandinu er Rússum ofar í huga en ömurlegur efnahagur, glæpafár, ör- birgð, vonleysi og tapað heimsveldi. Þetta veit Boris Jeltsín, og þessvegna hefúr hann að undanfömu gert tílraunir - klaufalegar að vísu og mislukkað- ar - tíl að binda enda á stríðið og finna pólitíska lausn. Bardagar hafa hins- vegar haldið áffam: og dauði Dúdajevs mun síst gera Tsjetsjena að áhuga- mönnum um friðkaup við Moskvu. Jafnvel kann svo að fara, að fall hins snjalla en ófyrirleitna foringja verði olía á óífiðarbálið. Og þá getur Boris Jeltsín farið að pakka saman og undirbúa valdatöku kommúnista í forseta- kosningunum. Fall Dúdajevs kann því að innsigla pólitískan dauða Borisar Jeltsíns. Við heygarðshornið Alþýðublaðið birtir í dag viðtöl við nær gervallan þingflokk Alþýðu- bandalagsins um afstöðuna til NATÓ. Tilefnið er sú yfirlýsing Róberts Marshalls, formanns félags ungra alþýðubandalagsmanna, að hann sé hlynntur aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Róbert boðar jafhframt að hann muni taka málið upp innan sinna raða. Vissulega er jákvætt að ungt fólk í Alþýðubandalaginu sé reiðubúið að segja skilið við pólitískt erfðagóss, en þess sjást engin merki að þingflokkurinn sé að losa sig úr viðjum fortíðarinnar. Einungis Bryndís Hlöðversdóttir kemur með nýjan tón. Hún segir tíma- bært að endurskoða grómtekna stefnu Alþýðubandalagsins gagnvart Atl- antshafsbandalaginu. Af svömm félaga hennar í þingflokknum er hinsveg- ar morgunljóst að Biyndís á litla eða enga samleið með þeim, alltjent ekki í þessu stórmáli. Kalda stríðinu er nefnilega ekki lokið í þingflokkherbergi Alþýðubandalagsins: þar eru lúnu orðaleppamir enn í fullu gildi, ný heims- mynd rótar ekki við hugum þingmannanna; þeir eru staðnaðir stjómmála- menn sem boða trúarbrögð gærdagsins. Sérstök vonbrigði vekja svör Margrétar Frímannsdóttur. Ýmsir héldu að ferskir vindar nýrra viðhorfa myndu blása um Alþýðubandalagið þegar hún var kjörin formaður. Það vom tálvonir. Málflumingur hennar í utanríkis- málum byggist mestanpart á uppislægjumyglum úr kalda stríðinu. Þeir alþýðubandalagsmenn sem kusu Margréti Frímannsdóttur í trausti þess að hún væri boðberi nýrra tíma sitja nú uppi með sendiboða úr fortíð- inni. ■ Fertugsafmæli hér og þar Á dögunum var mér boðið í fertug- safmæli hér í París. Ég fór. Þar voru 50 manns. Fyrr í vetur var ég í fertugsaf- mæli í Reykjavík. Þar vom 50 manns. Afmælisbörnin voru af svipuðum þjóðfélags-status, hvort tveggja miklir menningarforkólfar, útgefandi annars- vegar og galleríeigandi hinsvegar. Því var samanburður einkar fróðlegur. íbúðirnar vom jafn glæsilegar og þær voru ólíkar: Klassískt íslenskt traustvekjandi raðhús frá Framsóknar- áratugnum og vfð og breið klassfsk frönsk saloníbúð frá Dreyfus-tíman- um. Bjór annarsvegar, kampavín hins- vegar. En í París vom engar ræður. Fólkið stóð bara dragtað og vel hneppt í sín- um hnapp við hlaðborðið og kynnti sig og kynnti aðra og sagði „sa va?“ og „sa va bérí‘ þar tíl diskótekið var orðið það hávært að menn heyrðu ekki leng- ur þetta „sa va?“ (þó reyndar hefði með talsverðri vissu mátt giska á þær varahreyfingar) og fór að dansa, við nýjustu ffönsku rappsmellina og lögin úr Pulp Fictíon. Á heimleið, í morgunsárið, þegar ég rifjaði upp ræðumar sautján úr fertug- safmælinu í Breiðholtinu fór ég að formúlera drukknar kenningar um stöðu landans í umheiminum, þessa einkennilegu sérstöðu hans og forvarð- arhlutverk. Vikupiltar | Hallgrímur Helgason skrifar Við íslendingar virðumst hafa tekið að okkur að geyma alla þessa gömlu góðu hluti sem aðrar stærri og kæm- lausari þjóðir hafa fyiir löngu leyft að fljóta undir brýr sögunnar. Ekki nóg með að okkur hafi tekist að varðveita tunguna í fyrstihólfinu góða í 1000 ár - reyndar all erfitt að hreyfa hana í munni, svo stirða og freðna, og við því svo kaldranalegir og hranalegir í tali heldur em enn í góðu gildi hjá okkur ýmsir hlutir sem hjá stórþjóðum finn- ast aðeins á söfhum. Ég er hér að tala um hluti eins og: Stuðla og höfúðstafi, ærleg fyllerí, föstudaginn langa, útivist barna, gamlársbrennur, ljóðskáld, áfengismeðferðir, almenna miðlanotk- un, álfabyggðir og steinadýrkun, skák- iðkun, sólarfrí, og : Ræður í afmælis- veislum. Á íslandi er enginn maður með mönnum nema hann geti risið upp frá klingdu glasi og haldið ræðu, kastað fram vísu, verið snjall, fyndinn, flottur. Kannski er þetta okkar hirðskálda- hefð frá því í veislum Noregskonunga, þegar íslendingurinn ábyrgðarlaus og utan ríkis reis upp og flutti sína drápu. Krúnu- og áhrifalausum var honum samt sem áður skipað til borðs með tignarliðinu. Hann skipti kannski engu pólitísku máli, en daginn eftir var muldrað í hriðinni: „Það var gaman að þessum íslendingi þarna. Hann var helvítí góður.“ Við höfum alltaf verið „helvíti góðir“. Það er einhver þessi reisn yfir einstaklingnum heima sem maður finnur ekki annars staðar. Hann MH »«.!<.9í Á íslandi er enginn maður með mönnum nema hann geti risið upp frá klingdu glasi og haldið ræðu, kastað fram vísu, verið snjall, fyndinn, flottur. Kannski er þetta okkar hirðskálda- hefð frá því í veislum Noregs- konunga, þegar íslendingurinn ábyrgðarlaus og utan ríkis reis upp og flutti sfna drápu. rís upp og heldur ræðu, sýnir „karakt- er“. Og þess vegna kannski... - hugs- aði ég á mínu drukkna ráfi heim úr frönsku fertugsveislunni - þess vegna er enn hægt að skrifa skáldsögur á fs- landi. Ég hefði vart treyst mér til að stinga Parísar-teitinu í skáldsögukafla. Þar var ekki nema ein .tætt-hærð kona sem gerði sig eftirminnilega með því að öskra annað slagið einskonar „stuð- öskur“ í uppáhaldslaginu sínu, og þó...jú, ég gleymi „leðurhommanum frá Lille“ sem settist sjö sinnum hjá mér og hefði getað nægt í smásögu ef hann hefði ekki hlegið að öllu sem ég sagði í staðinn fyrir að segja eitthvað sjálfur. Um ræðumar sautján í Breið- holtinu mætti hinsvegar skrifa heila Borgarætt. Össur einn hefði nægt í eitt bindi þó hann væri með slaufu. f Frakklandi er allt búið. í Frakk- landi gerist aldrei neitt meir, sagði Kúndeira í einni af sínum ódauðleika- bókum. f Frakklandi er semsagt ekki um neitt að skrifa. Franskir rithöfundar hafa reyndar brugðist hetjulega við þessu með því að skrifa ekki um neitt. Forstöðumenn „nýju skáldsögunnar" skrifuðu sællar minningar heilar skáld- sögur um eitt mannlaust herbergi eða skáldsögur þar sem aldrei mátti koma fyrir stafurinn a. (Þið skiljið hvað ég á við.) Þeir sem sýnt af sér þann hetju- skap að sitja þolinmóðir í gegnum kvikmynd eins og „India Song“ eftir Margréti Duras ættu allavega að kann- ast við þetta „ekkert" sem franskir höf- undar hafa verið að kljást við. Kvik- myndaiðnaðurinn hérlenskur hefur að undanfömu að vísu reynt að fá fútt í sínar sögur með því að ,Jiomma“ þær upp eða „lessa“ þær niður, en nær sér þó ekki á skrið fýrr en hann sendir tvo brjálæðinga frá víkingatímabilinu í tíma-ferðalags- heimsókn í ósögulegan nútíma. („Les Visiteurs") Sú mynd minnti mann einna helst á það þegar ég hitti nokkra íslenska rokkara á fínu hóteli héma í fyrrasum- ar. Það var eitthvað glæsilega kraft- mikið og óparísarlegt hjá þeim þetta „roomservice, yes, two vodka for scandinavian pop-star. I love you man.“ Við eigum ennþá til í okkur þetta ífumstæða. Það er ennþá svoh'till „þriðji heimur" í okkur, kannski af því að við vitum stundum enn ekki í þenna heim né annan. Reyndar finnst manni stundum eins og allir íslendingar hti á sig sem eins- konar „scandinavian pop-star“; við þekkjum ekki auðmýkt múgfélags- þegnsins; íslenskur einstaklingur er alltaf einstakur. „Hann er nú alveg ein- stakur, hann Bjöm...“ segir fólk. Þetta sér maður líka best þegar maður fylgir löndum inn á veitingastað í París, þeir ganga í salinn eins og filmstjömur og verða hundfúlir ef þeir fá ekki besta borðið og góða þjónustu, og svo breiða þeir úr sér þartil olnbogarnir eru komnir yfir á næsta borð. Og hávaðinn eftir því. Undanfarin ár hefur borið mikið á höfundum frá hinum svokallaða „- þriðja heimi“. Það er kunnara en frá þurfi að segja. Sagnaglaðir rithöfúndar frá Indlandi til Kólumbíu, frá Nígeríu til Martinique - jafnvel írlandi og Danmörku - hafa stolið senunni frá Bretum, Frökkum og Þjóðveijum. Þeir hafa skrifað sig inn að verðlaunamiðj- unni frá útjöðrum heimsins, útúr „ómenningarlegum" ífumskógarþorp- um og fátækraborgum þar sem lífið er ennþá „skrautlegt" og „laxneskt" (svo- til allar skáldsögur HKL gerast í „- þriðja heiminum", aðeins ein í reyk- vískum nútíma; hans lakasta bók; At- ómstöðin) og fólk lifir ennþá lífi sem er færandi í annað form en fílófaxið eitt. Við löfum enn í hinum skrautlega jaðri. Það er enn hægt að skrifa skáld- sögur á íslandi um eitthvað annað en ijarveru stafsins a. ■ 2 5. a c Atburðir dagsins 1660 Enska þingið samþykkir endurreisn konungdæmisins. 1915 Hótel Reykjavík og ellefu önnur hús við Austurstræti, Pósthússtræti og Hafnarstræti brunnu í mesta eldsvoða á fs- landi. Tveir menn fómst. 1960 Tíu blökkumenn vora skotnir til bana í óeirðum í Mississippi. 1964 Litla hafmeyjan í Kaup- mannahöfn afhöfðuð í skjóli nætur. 1991 Bifreið ekið upp á hæsta tind íslands, Hvanna- dalshnjúk, í fyrsta sinn. Afmælisbörn dagsins Játvarður II 1284, konungur Englands og fyrsti prinsinn af Wales. Oliver Cromwell 1559, enskur hermaður og bar- áttumaður gegn konungdæm- inu; æðsti maður Englands um limm ára skeið. Ella Fitzger- ald 1918, bandarísk jazzsöng- kona. A1 Pacino 1939, banda- rískur leikari. Lokaorö dagsins Ég er farinn til landsins sem fuglasöngurinn fer til þegar hann hljóðnar. Hinstu orö Jökuls Jakobssonar sem dó þennan dag áriö 1978. Fátækt dagsins Hve blásnautt er hjarta sem einskis saknar. Einar Benediktsson. Annálsbrot dagsins Þetta var kallaður Bónavetur, fyrst kongsbón, er herra Ami biskup fylgdi fram, þá sýslu- mannsbón, þá prófastsbón, og margar aðrar krafir og beiðslur biskupsins við almúgann. Nýi annáll 1418. Málsháttur dagsins Betri er þunnur bjór, en þurr bom. Orð dagsins Þójuss og haturflestra þjóða ogfdtœkt gjöri mig hrjd, Jesús er það góssið góða er gefst mér himnum d. Sigríður skálda Jónsdóttir, dáin 1707. Skák dagsins Nýverið sögðum við frá Vest- ur-lslendingnum Magnúsi Smith sern var einn sterkasti skákmaður Kanada um síðustu aldamót. Svo skemmtilega vill til að sterkasti skákmaður Is- lands fyrr og síðar, Friðrik Ól- afsson, er mjög í ætt við Magnús. Skoðum nú hvernig Friðrik lék stórmeistann Migu- el Quinteros frá Argenlínu á öflugu móti í Las Palmas 1974. Friðrik hefur hvítt og á leik, og hann bókstaflega sprengir svörtu stöðuna í tætlur. I A 1 jír 1 W k m i II ! rÆy'- 2 <má &BB i A W — ff Hvítur leikur og vitmur. 1. Hxd7! Kxd7 2. Bxc6+! Kxc6 3. Da4+ Svartur kafst upp, enda varnarlaus eftir að hafa þegið Itinar bráðeitruðu fómir Friðriks.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.