Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ a FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 S ■ „Þetta er aðalball klæðskiptinganna í Kaliforníu. Þangað mæta allir í sínu fínaSta pússi (Valery er lengst til vinstri með bros á vör)... Þarna fara fram verðlaunaveitingar, drottningar valdar, skemmtiatriði, þetta var ansi mikið sjó..." ■ Ljósmyndarinn Sóla sýnir myndir af bandarískum klæðskiptingum á sýningu á 22. Sýningin, sem tileinkuð er Árna Johnsen alþingismanni, bregður upp mynd af mönnum sem Sóla lýsir svo: „Þetta voru dásamlegir menn, eiginlega of viðkvæmirfyrir lífið" „Stundum var viðkomandi sitt- hvor einstakiingurinn, eftir því hvort um var að ræða hann í karl- mannsfötum eða hana í kven- mannsfötum. Aðrir voru alltaf eins. Eg spurði einmitt um þetta og sumir sögðu að þeir breyttu um persónu en aðrir sögðust vera al- veg eins, sama hvernig fötin voru,“ segir Sólrún Jónsdóttir ljósmyndari um sýningu sem hún opnar á 22 á laugardag. Þema sýningarinnar er skólaverkefni hennar frá Ameríku: Karlar í kvenmannsfötum. Sólrún - eða Sóla einsog hún kallar sig - sagði Alþýðublaðinu lítillega frá þessu verkefni, mönn- unum sem hún kynntist og sýning- unni sem áreiðanlega mun vekja athygli. Og umtal. Það er hægt að bóka. Sóla segir að viðfangsefni sitt hafi ekki verið „hefðbundnir" klæðskiptingar, það er að segja þeir gagnkynhneigðu menn sem hafa þörf fyrir að klæðast kven- mannsfötum. Utgangpunktur verk- efnisins var sá, að mennirnir væru hommar sem klæddu sig í kven- mannsföt, ýmist sér til skemmtun- ar eða til að koma fram í. Sóla kynntist þeim býsna vel: hún tók ekki bara ljósmyndir heldur viðtöl líka og fylgdist með þeim, bæði í líki karls og konu. „Þeir voru allir hommar, sumir voru í sambúð með öðrum körlum, aðrir ekki. Einn var giftur og átti konu og börn, en var samt hommi.“ Sóla var við nám í Bandaríkjun- um en fór ekki troðnar slóðir í skólanum. „Ég var í leiðinlegum og geldum skóla, og mig langaði að sýna að mannlífið væri litskrúð- ugt og að ekki væru allir eins. Að við séum öll áþekk; mennsk og yndisleg en gerum bara mjög ólíka hluti.“ En hvernig viðbrögð fékk Sóla þegar hún bað um að fá tala við þessa menn og taka af þeim mynd- ir? Þau voru á einn veg: Jákvæð. „Þetta voru allt dásamlega góðir menn. Góðar sálir. Þeir voru barnslega einfaldir og eiginlega of viðkvæmir fyrir lífið. Ég fór út í verkefnið án þess að vita eitt eða neitt, og bjóst kannski við að þetta yrði dálítið dýpra. En lífið hjá þeim gekk eiginlega bara út á að fara í þessi föt og skemmta sér. Og vera fallegur. Fá athygli og aðdáun - það fannst þeim eftirsóknarverð- ast.“ Sóla segir að það hafi verið mjög einkennandi að þeir voru ekki fyrst og fremst knúnir áfram af kynferðislegum hvötum. „Þegar þeir klæddu sig upp og fóru út voru þeir ekki að leita sér að rekkjunaut eða sexi. Þetta var ekk- ert kynferðislegt. Yfirleitt hafa þessir menn ekki mjög mikinn áhuga á kynlífi. Það fannst mér mjög athyglisvert." Hún segir að þeir hafi tekið það sem þeim fannst kvenlegt og yfir- fært á sjálfa, sig. Kvenímynd þeirra var mjög á einn-veg. „Þeir tóku svona týpur einsog Alexis úr Dyn- asty og gerðu að fyrirmyndum sín- um. Þessi female bitch var þeirra ímynd. Því meiri bitch, því æðis- legri ertu. Þeir ýktu konur sem eru eiginlega ekki til. Þeir lögðu allt aðrar áherslur en hin dæmigerða kona myndi gera.“ En bakvið allan glamúrinn var oft önnur hlið, segir Sóla. Djúp sorg, örvæntingarfull gleði. Hún vill ekki tala mikið um það. En til hverra vildu þeir höfða? „Til hinna karlanna... Þeir vildu aðdáun. Athygli. Margir þeirra bjuggu með mönnum sem vildu ekki kalla sig homma. Þetta er mjög flókinn heimur.“ Sýning Sólu er tileinkuð Árna Johnsen. „Það þarf eiginlega ekkert að út- skýra hversvegna það er gert,“ segir Sóla. Hún er búin að skrifa Árna formlegt bréf og bjóða hon- um sem heiðursgesti á opnunina. „Þetta er Valery... Hann bjó í fá- tækrahverfi í San Francisco, uppi á áttundu hæð. Hann var húsvörður. Valery hafði verið giftur, bjó síðan með karlmanni í mörg, mörg ár en sá maður dó úr alnæmi. Valery var sjálfur kominn með alnæmi. Hann var voðalega hjartnæmur og yndis- legur, þessi karl. Hann hafði gert margt um ævina. Hann hafði verið vændiskona, selt sig; verið í dópi, lifað hratt og mikið. Hann hafði lent í mörgu en kunni að verja srg með hörðu ef með þurfti. Samt var hann einstök og góð sál... Hann var einn af fáum viðmælendum mínum sem vildi frekar vera kona. En þegar ég kynntist honum var hann orðinn of gamall og dauðinn á næsta leiti. Síðasta ósk hans var að slá í gegn á aðalballi klæðskipt- inganna í Kaliforníu..." „Þessi maður heitir Big D. Hann var kominn á einhverskonar eftir- laun en vann fyrir sér með því að sauma föt og svo tróð hann upp og skemmti... Hann hafði haft nóg að gera í gamla daga og talaði um sig sem gamla stjörnu. Hann var ekki hættur og kom fram sem eftir- herma. Þá var hann Dolly Parton. Afþvi hann var frekar stór stelpa þá gerði hann það vel... Hann bjó með öðrum manni. Þeir voru ekki sam- an en voru bara vinkonur. Hann átti hinsvegar kærasta sem vann á millilandaskipi, þeim hafði eitthvað sinnast og var erfitt á milli þeirra... Hann talaði óskaplega mikið."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.