Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o d a n Lýst eftir milljarði „Ef ríkisstjórnin tekur þá stóru menntapólit- ísku ákvörðun að setja innheimtu skólagjalda í lög, þá á hún að hafa kjark til þess að gera það opinberlega en ekki með einhverjum orðaleikjum sem skella ábyrgðinni á Háskólayf irvöld." Umræður um Háskóla íslands á Al- þingi eru greinilega ekki mikill frétta- matur, nema fyrir það að menntamála- nefnd Alþingis er þríklofm í afstöðu sinni til frumvarps Bjöms Bjamason- ar, menntamálaráðherra. Mér býður í grun að almenningur viti lítið um hvað málið snýst. Finnist það kannski ekki mikið að borga 24.000 krónur fyrir ár í háskóla. Staðreyndir málsins eru hins vegar þessar: Við fjárlaga- gerð árið 1992 ákvað Alþingi að Há- skólinn skyldi nýta lagaheimildir til Pallborðið | þess að afla sértekna á móti niður- skurði á ljárveitingum til skólans. Há- skólayfirvöld töldu sig ekki eiga ann- ars úrkosti en að heíja innheimtu svo- kallaðra skrásetningargjalda, 18.000 krónur á haus. (Heildampphæð þeirra var 98.5 milljónir árið 1995). Það gjald sem hver stúdent greiddi við skráningu í skólann hækkaði við þetta úr rúmum sjöþúsund krónum í tæpar 23.000 kr. (Félagsstofnun stúdenta og Stúdentaráð HI fá tæplega fimmþús- und krónur). Ekki vildu allir stúdentar una þessu og einn þeirra tók sig til og kærði innheimtu þessa gjalds á þeirri forsendu að ekki væri lagastoð fyrir því. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið staðið að innheimtu gjaldsins með lögmætum hætti þar sem fyrirfram hefði ekki verið reiknað út af hálfu stjómenda Háskólans hver kostnaður væri í tengslum við skráningu nem- enda. Hann taldi umræddan stúdent því eiga rétt á endurgreiðslu að því marki sem það kynni að hafa verið of- tekið. Skrásetningarkostnaður „sam- kvæmt hefðbundnum skilningi innan Háskóla íslands" (úr bókun Háskóla- ráðs frá 19.10 ’95) var því sundurlið- aður og dúkkuðu þar upp hinir aðskilj- anlegustu kostnaðarliðir sem eru í huga flestra engan veginn tengdir skrásetningu stúdenta. Þetta neyðarúr- ræði Háskólayfirvalda lýsir auðvitað stöðu skólans vel, yfirvöld em neydd til þess að kreista peninga út úr stúd- entum á mörkum hins löglega og sam- þykkja um leið bókun eins og þessa: „Háskólaráð ítrekar þá afstöðu sína að innheimta gjalda af stúdentum til rekstrar skólans er ekki að vilja ráðs- ins. Hins vegar em íjárframlög til Há- skólans með þeim hætti, að ráðinu er nauðugur einn kostur að innheimta slík gjöld til að reyna að brúa að ein- hverju leyti hið mikla bil sem er á milli fjárveitinga og raunverulegrar fjárþarfar." Menntamálaráðherra segir að deilan um frumvarpið sem á að renna laga- stoðum undir þessa gjaldtöku, snúist einungis um upphæðir, það séu allir sammála því að við Háskólann skuli vera skrásetningargjöld. Það er regin misskilningur. Hér er tekist á um grundvallarspurninguna um skóla- gjöld við Háskóla Islands. Auðvitað er þetta gjald ekkert annað. Bannorðið „skólagjöld" kemur meira að segja fyrir í plöggum Háskólaráðs, þar sem memi hafa gleymt sér og kallað hlut- ina sínum réttu nöfnum. Ráðherra hef- ur í þessu sambandi minnst á hlut stúdentaráðs og Félagsstofnunar stúd- enta og spyr hvort menn vilji virkilega kippa fjárhagslegum stoðum undan þeirri starfsemi? En eins og Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubanda- lagsins og fyrrverandi menntamála- ráðherra benti á í ræðustól Alþingis í fyrrakvöld, þá er það allt annað mál og þarf engan veginn að fylgjast að með frumvarpi um skrásetningargjöld. Ef ríkisstjómin tekur þá stóm mennta- pólitísku ákvörðun að setja innheimtu skólagjalda í lög, þá á hún að hafa kjark til þess að gera það opinberlega en ekki með einhverjum orðaleikjum sem skella ábyrgðinni á Háskólayfir- völd. Umræðan um sjálfseignarstofn- un er ekkert út í bláinn og það er hár- rétt hjá hæstvirtum menntamálaráð- herra að Háskólinn hafi átt frumkvæði að því að skipa nefnd sem gerði frum- úttekt á áhrifum og afleiðingum þess að gera skólann að sjálfseignarstofn- un. Þær niðurstöður vora ákaflega já- kvæðar og Háskólaráð ákvað að halda áfram frekari vinnu í málinu. Ef til þess kemur, er það nefnilega leið til þess að ýta á þá sem með völdin fara í menntamálum landsins að taka þær ákvarðanir sem þeim ber. Fjöldatak- markanir? Skólagjöld? Deildir lagðar niður, fluttar, seldar? A kannski bara að senda fólk í háskólanám til útlanda, höfum við ef til vill hreinlega ekki efni á að reka hér góða háskóla? Ef þessi er niðurstaða ríkisstjómarinnar sem er að hálfu leyti skipuð flokki sem hrópaði fyrir rúmu ári síðan háum rómi, vítt og breitt í skólum landsins: „Milljarð í menntamáll", þá hlýtur eitthvað að vera að ef kjósendur átta sig ekki næst þegar þeir mæta til kjör- fundar. Höfundur er fulltrúi Röskvu í Háskólaráði Enn getum við sagt af ferðum Péturs Kr. Hafsteins forsetafram- bjóðanda til ýmissa stjórnmála- foringja. Einsog fram hefur komið átti Pétur fund með Guðmundi Árna Stef- ánssyni varafor- manni Al- þýðuflokks- ins í vik- unni, en mun hafa veigrað sér við að biðja um fund með formanninum, Jóni Bald- vin Hannibalssyni, vegna tengsla hans við annan frambjóðanda, Guðrúnu Pétursdóttur. í framhaldinu gekk Pétur svo á fund Jóhönnu Sig- urðardóttur formanns Þjóðvaka, og á föstudag ætlar frambjóðandinn að hitta Halldór Ásgríms- son, samkvæmt okkar heimildum. Þá er bara eft- ir að skipuleggja fund með liðsoddum Kvennó en þegar síð- ast fréttist var ekki búið að ákveða neitt. Pétur mun á fundum sín- um með for- ingjum flokk- anna ekki fal- ast eftir stuðningi, helstur fyrst og fremst skýra hug- myndir sínar um forseta- embættið og skyldur þess... Einn er sá forsetafram- bjóðandi sem einna minnst fer fyrir, Guð- rnundur Rafn Geirdal, en hann lætur engan bil- bug á sér finna. Hann er iðinn við að senda fjöl- miðlum upplýsingar um gang mála, og sá þannig ástæðu til að senda út sérstaka tilkynningu þegar tveir meðmælendur voru komnir á lista hans. Guð- mundur Rafn er annars borubrattur og mun í samtölum við hugsanlega kjósendur hafa bent á, að hann hefur þegar tryggt sér jafnmikið fylgi og heill stjórnmálaflokkur. Það kemur einmitt heim og saman: Þjóðvaki og Guð- mundur Rafn njóta álíka mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar... Aðeins meira úr her- búðum Þjóðvaka. Niðri á Alþingi þykjast menn hafa skynjað að Svanfríður Jónasdóttir varaformaður flokksins er ekki par hrifin af allri þeirri fjölmiðlaathygli sem Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir nýtur. Ásta hefur verið iðinn við að taka upp mál á þingi, en lítið hefur spurst til Svan- fríðar lengstaf í vetur... "FarSide" eftir Gary Larson „Sko, ég sagði þér það Hreinn... Þetta er bara pappírstungl!" f i mm á förnum vegi Hvað heitir höfuðborg Hvíta - Rússlands? Rétt svar: Minsk Ingimar Villhjálmsson raf- eindavirki: Hún heitir Minsk. Bergþór Sigurðsson um- sjónarmaður: Ég veit það ekki. Birgir Ástráðsson banka- Aðalbjörg Skúladóttir Steingrímur maður: Ég hef ekki hugmynd nemi: Það veit guð almáttug- nemi: Minsk. um það. Ætli það sé ekki Kiev. ur. Ólafsson JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Ég held að þetta sé tiltölu- lega úrkynjaður kynstofn. Langskáska fólkið á Islandi er það sem hefur blandast nógu rækilega erlendum sjómönn- um og dönskum gyðingakaup- mönnum. Hinir svokölluðu innfæddu Islendingar eru ljót tegund. Hrafn Gunnlaugsson - hver annar? - að lýsa áliti sínu á ástandi íslenska kynstofnsins. HP í gær. Ef ég væri hóra yrði ég moldrík á íslandi. Nektardansmærin Fanny í viðamikilli um- fjöllun HP um stelpur sem striplast og stráka sem slást. Ekki þarf að vera lengi í ísrael til að taka eftir, hvernig þjóðin hefur krumpazt af hrokafullri kenningu um sig sem guðs útvalda þjóð. Jónas Kristjánsson tók ísraela á beinið í forystugrein DV í gær. Það á við um Sverri einsog breska heimsveldið að hann hefur týnt nýlendunum - kjör- dæminu - en ekki áttað sig á að hann er nú að Ieika annað hlutverk sem bankastjóri helstu fjármálastofnunar þjóðarinnar. Jón Baldvin Hannibalsson í Tímanum um hvort yfirlýsingagleði Sverris Hermannsson- ar veiki tiltrú fólks á Landsbankanum. Nóbelsskáldið Gabriel Garcia Márquez hafnaði kröfu mann- ræningja, sem eru með bróður Cesars Gavria, fyrrverandi forseta Kólumbíu, í haldi, um að skáldið settist í forsetastól. Skæruliöar í Kolumbíu beita óvenjulegum aðferöum í kosningaherferö sinni. Márquez segir hinsvegar að sjálfur yröi hann áreið- anlega versti forsetinn í sögu landsins. Mogginn í gær. Ekkert er eins hlægilegt og ástfangið fólk. Fyrirsögn á umfjöllun Moggans um upp- færslu Þjóöleikhússins á Sem yður þóknast eftir Shakespeare. fréttaskot úr fortíð Islendingar mála með sfld Danskt blað skýrir frá því að Islend- ingar séu famir að mála með sfld. - Astæðan fyrir þessari sérkennilegu frétt mun vera sú, að hér í málningar- verksmiðjum hefir verið tekið upp á því, að nota unna sfldarolíu til að femisera með. Málarar segja þó að þetta sé dýrara fyrir okkur en að flytja inn femisoh'una. Við ættum nú að senda Holger danska nokkra sfld- arsporða næsta sumar. Alþýðublaðiö jólablað 1939

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.