Alþýðublaðið - 25.04.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 25.04.1996, Page 7
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Margverðlaunuð kvikmynd Margrétar Rúnar Guðmundsdóttur frumsýnd á íslandi Albaníu-Lára og höfundur hennar í kvöld verður frumsýnd í Há- skólabíó kvikmyndin Albaníu- Lára (La Haine). Þetta er marg- verðlaunuð mynd sem sýnd hefur verið á þriðja tug alþjóðlegra kvik- myndahátíða víða um heim. Leik- stjóri myndarinnar er Margrét Rún Guðmundsdóttir. Margrét Rún nam kvikmynda- gerð í Þýskalandi. Hún segist með- al annars hafa valið Þýskaland vegna hrifningar sinnar á þýsku, þöglu myndunum sem hún segir einkennast af hrífandi myndmáli og mystík. Þegar Margrét Rún er spurð hvað sé að hennar mati vel heppn- uð mynd segir hún: „Mér þætti það vera ákaflega vel heppnuð mynd sem léki á sem fjölbreytilegast lit- róf tilfinninganna." En finnst henni lífið vera þann- ig, öfgafullt, tilfinningaríkt og stefna í allar áttir? „Það væri mjög gaman ef það væri þannig. En ef maður skynjaði lífið þannig á hverjum degi þá yrði maður líklega nokkuð brjálaður," segir hún. Hún segist heillast af sterkum andstæðum og mynd hennar Al- baníu- Lára er einmitt saga um árekstra drauma og veruleika. Lára er níu ára og býr á hæli fyrir pólit- íska flóttamenn. Til að losna við áhrif frá óþægilegu umhverfi teiknar Lára myndir sem hún hverfur síðan inn í og draumar hennar verða æ fegurri. Skyndilega er hún hrifin úr heimi draumanna og inn í kaldan veruleika. Þessi sautján mínútna verð- launamynd var lokamynd Margrét- ar Rúnar frá þýskum kvikmynda- skóla í Munchen. Um verðlaunin sem myndin hefur sankað að sér segir Margrét það eitt að vissulega sé gaman að vinna verðlaun, en menn lifi ekki á því. Hún er nú að vinna að kvik- myndahandriti að leikinni kvik- mynd um Sölva Helgason, byggðri á skáldsögunni Sólon íslandus eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. „Ég hef alltaf hrifist af fólki sem er dálítið öðruvísi. Mér þykir vænt um þannig fólk,“ segir hún. „Sölvi var auðvitað rnikið öðru- vísi. Ég hef alltaf verið hrifin af honum frá því ég heyrði af honum fyrst og las skáldsögu Davíðs. Bókin er svo íslensk, óborganlega fyndin og Sölva er þar lýst af ást- úðlegri stríðni." Hún segist vita að hart sé slegist um störf í kvikmyndageiranum, en segir ekki hafa komið til greina að velja annað starf. „Þegar ég hélt til náms í Þýskalandi fannst mér að það hlyti að vera mjög heillandi að vera í erfiðri samkeppni því þá yrði ég að reyna á mig og myndi leggja harðar að mér en ef ég væri í þægilegra umhverfi. Ég held að það sé óhollt að lenda í umhverfi þar sem maður er samstundis við- urkenndur, hollara sé að starfa þar sem maður þarf að berjast. En það getur vel verið að það sé ekki rétt hjá mér,“ segir hún. Þegar Margrét Rún er spurð að því hvort hún sé metnaðargjörn svarar hún: „Kannski er ég of metnaðargjörn." Síðan bætir hún við ögn hugsandi: „Eða er það hægt? Til hvers er að lifa ef maður reynir ekki að ná fram því sem maður vill. Ég er að gera það sem ég vil gera og ekkert annað. Og af því að ég starfa af ástríðu þá finnst mér ég vera að gera það sem ég ætti að gera.“ ■ ■ Valgerður Sverrisdóttir formaður þingflokks Framsóknarflokksins Offjölgun framsóknar- manna útskýrð 24. apríl 1996 Til ritstjóra Alþýðublaðsins Ég hlýt að undrast þá vanþekkingu á þingsköpum Alþingis sem kom fram í „frétt“ blaðsins í dag um að fleiri þingmenn Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi haft setið fundi Alþingis en kosnir voru í síðustu al- þingiskosningum. Samkvæmt lögum hafa alþingis- menn heimild til að kalla inn vara- menn séu þeir við skyldustörf erlendis ftmm daga eða lengur. Það er hinsveg- ar óheimilt að kalla inn varamann í minna en tvær vikur í senn. Ráðherrar hafa alltaf skyldum að gegna við Al- þingi vegna embættis síns, hvort sem þeir gegna þingstörfum viðkomandi dag eða ekki. Þannig var um utanríkis- ráðheiTa í gær. Valgerður Sverrisdóttir formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Athugasemd ritstjóra. Valgerður Sverrisdóttir, vinkona mín frá Lómatjöm, virðist hafa skrifað athugasemd sína í gær áðuren hún las hina sárasaklausu frétt Alþýðublaðs- ins um þremenningana að austan. Hvorki var sagt né gefið í skyn að um brot á þingsköpum væri að ræða: Að- eins var verið að vekja athygli á þeirri bráðskemmtilegu staðreynd að þrír þingmenn Framsóknar á Austurlandi sátu í þingsal, þótt flokkurinn hafi ekki fengið nema tvo kjöma í síðustu kosningum. Það er svo ijarri Alþýðu- blaðinu að amast við þingvist vara- mannsins Jónasar Hallgrímssonar, enda er hann ekki bara hinn mætasti maður, heldur hefur Svavar Gestsson líka upplýst í ræðustól Alþingis að Jónas sé afkomandi sjálfs Jóns á Bæg- isá. Slíkir menn em vitanlega aufúsu- gestir í sölum Alþingis. Frétt okkar um „offjölgun" framsóknarmanna á þingi átti því ekki að móðga nokkum mann. Hitt er annað mál, og efni í annað vers, að framsóknarmenn á Austurlandi mega vel við una: enda er því fleygt að ekki færri en fimm fram- sóknarmenn - að vísu úr þremur flokkum - hafí hlotið kosningu í kjör- dæminu við síðustu kosningar. Bestu kveðjur, Hrafn Jökulsson Til hvers er að lifa ef maður reynir ekki að ná fram því sem maður vill. Ég er að gera það sem ég vil gera og ekkert annað, segir Margrét Rún leikstjóri verðlaunamyndarinnar Albaníu-Lára sem frumsýnd verður í kvöld. Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið 1996.Umsókniráþartilgerðumeyðublöðumsemfástáskrifstofufélagsinsþurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 8. hæð, í síðasta lagi þriðjudaginn 30. apríl 1996. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Illugastöðum í Fnjóskadal Flúðum Hrunamannahreppi Miðhúsaskógi í Biskupstungum Akureyri Stykkishólmi Húsafelli í Borgarfirði Kirkjubæjarklaustri Ölfusborgum við Hveragerði Auk húsanna eru tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 31. maí til 13. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar áfélagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.000,00 - 10.500,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.000,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 14.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 30. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 8. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 588 8356. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur V_______________________________________________________________________)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.