Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 25. apríl 1996 Stofnaö 1919 62. tölublað - 77. árgangur ■ Össur Skarphéðinsson krefst þess að utanríkisráðherra lýsi opinberlega yfir stuðningi við aðildarumsóknir Eystrasaltsríkjanna að NATÓ Vinir okkar leita að haldgóðu skjóli Albaníu- Lára frum- sýnd á ís- landi „Til hvers er að lifa ef maður reynir ekki að ná fram því sem maður vill. Ég er að gera það sem ég vil gera og ekkert ann- að, segir Margrét Rún Guðmunds- dóttir, leikstjóri myndarinnar Al- baníu-Lára sem frumsýnd verður í kvöld í Háskólabíói. Þetta er marg- verðlaunuð mynd sem sýnd hefur verið á þriðja tug alþjóðiegra kvik- myndahátíða víða um heim. Viðtal við Margréti Rún er á biaðsíðu 7. Össur: Rússar ræða nú möguleika á hernaðaríhlut- un í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Málið snýst um hvort ísland ætlar að hafa frumkvæði eða vera bara passívur hluti af farteskinu. „Ég er þeirrar skoðunar að ísland eigi að styðja óskir Eystrasaltsþjóð- anna um að þær fái aðild að NATÓ,“ sagði Össur Skarphéðinsson, sem í fyrradag innti utanríkisráðherra eftir því á Alþingi hvort hann hygðist beita sér fyrir því innan Atlantshafs- bandalagsins. „Þessar þjóðir bera mikinn kvíðboga fyrir framtíð sinni og telja hag sinn ekki tryggan nema innan NATÓ, og hafa meðal annars leitað eftir fulltingi íslendinga. Þær eiga sjálfar að fá að ráða sinni fram- tíð, og ég er þeirrar skoðunar að Is- lendingar eigi að styðja þessar ósk- ir.“ Þingmaðurinn var ekki ánægður með loðin svör ráðherrans. „Það eru ekki nema tæp tvö ár síð- an Kozyrev, þáverandi utanríkisráð- herra Rússlands, lét á sér skilja í við- tölum við fjölmiðla að til þess kynni að koma að Rússar þyrftu að vemda hag rússneskra minnihluta í þessum þjóðum með rússneskum hermönn- um. Eðlilega hnykkti í mönnum í Eystrasaltsríkjunum við slík um- mæli. Það er líka auðvelt að sjá fyrir þróun í kjölfar næstu forsetakosn- inga í Rússlandi, sem gæti leitt til þess að sjálfstæði þessara ríkja væri ógnað. Fyrir örfáum dögum birtist í rússnesku tímariti um hermál grein um þessi efni, sem hefur í senn vakið ugg og ótta í Eystrasaltslöndunum en þar rökræða Rússar beinlínis mögu- leikann á íhlutun rússnesks herliðs. Við þessar aðstæður er ekki nema von að vinir okkar í þessum löndum séu uggandi um framtíð sína, og leiti að haldbæru skjóli. Þeir telja að þetta skjól sé NATÓ og við eigum að virða þá afstöðu, og leggja okkar af mörkum til að hjálpa þeim að ná marki sínu,“ sagði Össur. Greinin sem Össur vitnar í birtist 11. apríl í tímaritinu Nezavisimaja Gazeta, og höfundar hennar eru Val- eri Dementev og Anton Surikov. í henni segir meðal annars: „Eystra- saltssvæðið er eldfimasta svæðið, þegar menn íhuga möguleikann á þróun sem gæti leitt til nýrra átaka með þátttöku hersveita Rússneska sambandsríkisins." í framhaldi af þessu fara höfundar út í herfræðileg- ar vangaveltur um það hvemig Rúss- ar ættu að haga slíkum hemaði, sem endaði með brottflutninga „sérstakra hópa borgara frá mismunandi svæð- um“ í löndum Eystrasaltsins. „Ég skil vel áhyggjur vina okkar í þessum löndum. Gleymum því ekki að þegar þau vom hertekin af Stalín árið 1940 lyfti enginn hönd til að hjálpa þeim, og af þeim sökum stendur umheimurinn í sögulegri skuld við þá. Þessvegna á íslenska ríkisstjórnin að beita sér fyrir máli þeirra innan NATÓ. Jón Baldvin sýndi sannarlega frumkvæði í mál- efnum þeirra þegar hann var utanrík- isráðherra. Öðrum þræði snýst þetta um það hvort ísland ætlar sér áfram að hafa frumkvæði í málinu eða láta sér nægja að verða bara passívur hluti af farteskinu," sagði Össur. Indriði: Fólk hefur ákveðið sjálft að það ráði, en það er svolítill mis- skiiningur. ■ Indriði G. Þorsteinsson spáir í spilin fyrir forseta- kosningarnar Vinstrimenn vinna þessar kosningar -segir Indriði. „Gaman að Ólafur vinur minn skuli vera í framboði." „Ég hef ekki gert upp hug minn hvem ég kýs en Ölafur er gamall vin- ur minn og gaman að hann skuli vera í framboði," segir Indriði G. Þorsteins- son rithöfundur og segist í tvígang hafa kosið vinstri menn til forseta. „- Hvorki ég né forsetaembættið höfum batnað við það, en ekki tapað á því heldur. Ég get ekki séð að það sé endi- lega nauðsynlegt að kjósa vinstrimenn til að manni h'ði betur," segir Indriði. „Það sem hefur gerst hér í pólitík- inni, er að það em eiginlega tvö vinstri framboð, eitt hægraframboð og eitt kvennaframboð. Þetta er því allt í átt- ina. Ég hef alltaf haldið því fram að vinstrimenn ynnu þessar kosningar og byggi það á fyrri reynslu. Ásgeir Ás- geirsson, Kristján Eldjám og Vigdís Finnbogadóttir verða öll að teljast til vinstra armsins í landinu og hann hef- ur verið ansi fjölmennur í öllum flokk- um þegar á að fara að kjósa forseta. Fólk hefur ákveðið sjálft að það ráði, en það er svolítill misskilningur í því og fólk verður að fá að lifa í sinni trú. Fólkið skapar ekki þenrian grundvöll sem forsetaembættið byggir á. Það voru menn sem réðu sem sköpuðu grundvöllinn þótt fólkið styddi hann með atkvæðum sínum þegar málin lágu ljóst fyrir. Þannig að þetta er allt saman skondið og skrítið," sagði Indr- iði G. Þorsteinsson. ■ Formaður ungra alþýðubandalagsmanna hlynntur aðild íslands að NATÓ og ætlar að taka málið upp innan flokksins Eigum að endurskoða, stefnu flokksins til NATÓ - segir Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður Alþýðu- bandalagsins. Aðrir þingmenn, að Ögmundi Jónas- syni meðtöldum, vilja að ísland segi sig úr Atlants- hafsbandalaginu. Margrét Frímannsdóttir: „Styð úr- sögn úr NATÓ." „Ég tel alveg koma til greina að endurskoða afstöðuna til NATÓ í ljósi þess að heimurinn hefur breyst og NATÓ hefur breyst. Þótt þessi stefna hafi verið mótuð á sínum tíma, þarf hún ekki að gilda urn aldur og ævi. Mér finnst þetta vera mál sem Al- þýðubandalagið þarf að skoða alvar- lega og endurskoða," sagði Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður Alþýðu- bandalagsins í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Blaðið ræddi í gær við flesta þingmenn flokksins vegna þeirr- ar yfirlýsingar Róberts Marshalls, for- manns Verðandi, félags ungs alþýðu- bandalagsfólks, að Island eigi ekki að segja sig úr NATÓ. „Það hefur enn ekki verið búin til nein samþykkt um þetta hjá Verðandi, en það er á dagskrá. Ég tel nauðsyn- legt að þessi mál verði rædd og það verður gert,“ sagði Róbert Marshall formaður Verðandi, félags ungs al- þýðubandalagsfólks og óháðra, í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Róbert hefur sagt opinberlega að hann sé hlynntur aðild íslands að NATÓ, en um áratugaskeið hefur það verið stefnuskráratriði Alþýðubandalagsins að ísland eigi að segja sig úr banda- laginu. í samtölum blaðsins við þing- menn Alþýðubandalagsins kom hins- vegar í ljós að stefnubreytingar er tæp- ast að vænta. „Það liggur fyrir hver samþykkt Al- þýðubandalagsins er í þessum efnum, við styðjum úrsögn úr NATÓ,“ sagði Margrét Frímannsdóttir formaður flokksins. „Við munum styðja úrsögn úr NATÓ ef málið kemur upp nú.“ Merkið stendur þótt foringinn falli „Merkið stendur þótt foringinn falli. Þjóðin er búin að þola það mikið í þessu stríði að hún heldur áfram að berjast þótt foringinn sé allur. Stríðið er ekki háð fyrir for- ingjann heldur sjálfstæðishugsjón- ina í brjósti fólksins,“ segir Arnór Hannibalsson í viðtali við Alþýðu- blaðið um stöðu mála í Tsjetsjeníu eftir dauða Dzhokhar Dúdajev leið- toga aðskilnaðarsinna. Sjá baksíðu. Klæð- skiptingar handa Arna Johnsen Á laugardag opnar Ijósmyndarinn Sóla sýningu á veitingastaðnum 22 þarsem hún sýnir myndir sem hún tók af banda- rískum klæðskipt- ingum þegar hún var við nám fyrir vestan haf. Sýning- in er tileinkuð Árna Johnsen alþingis- manni og hefur honum verið sent sérstakt boðsbréf, enda vonast til þess að hann verði heiðursgestur við opnunina. Sjá myndir og frásögn á blaðsíðu fjögur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.