Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 3 Ó I Í t ■ Formaður samtaka ungra alþýðubandalagsmanna er hlynntur aðild íslands að NATÓ og Bryndís Hlöð- versdóttir alþingismaður telur tímabært að endurskoða stefnu flokksins í málinu. Aðrir þingmenn Al- þýðubandalagsins halda fast við að ísland eigi að segja sig úr NATÓ, og engrar breytingar virðist að vænta á því stefnumáli sem helst aðskilur Alþýðubandalagið frá öðrum stjórnmálaflokkum Gömlu slagorðin notuð áfram : Herstöðvamálið var áratugum saman eitt mesta hitamál íslenskra stjórnmála, og þessi Ijósmynd sýnir upphaf Keflavíkurgöngu árið 1960. Forysta Al- þýðubandalagsins hefur engin áform um endurskoðun á þessu forna stefnuskrármáli, einsog fram kemur í orðum Margrétar Frímannsdóttur: „Það liggur fyrir hver samþykkt Alþýðubandalagsins er í þessum efnum, við styðjum úrsögn úr NATÓ. Ég fylgi þeirri samþykkt landsfundar að sjálfsögðu." „Það hefur enn ekki verið búin til nein samþykkt um þetta hjá Verðandi, en það er á dagskrá. Ég tel nauðsyn- legt að þessi mál verði rædd og það verður gert,“ sagði Róbert Marshall formaður Verðandi, félags ungs al- þýðubandalagsfólks og óháðra, í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Róbert hefur sagt opinberlega að hann sé hlynntur aðild ís- lands að NATÓ, en um ára- tugaskeið hefur það verið stefnuskráratriði Alþýðu- bandalagsins að ísland eigi að segja sig úr bandalaginu. í samtölum blaðsins við þingmenn Alþýðubanda- lagsins kom hinsvegar glöggt í Ijós að engrar stefnubreytingar er að vænta. Bryndís Hlöðvers- dóttir sagði hinsvegar að full ástæða væri til að taka málið upp, enda ekki ástæða til að hin gamla stefna gildi um aldur og ævi. Margrét Frímannsdóttir Breytum ekki af- stöðu flokksins Margrét Frímannsdóttir, þing- maður á Suðurlandi og formaður Alþýðubandalagsins: „Það liggur fyrir hver samþykkt Al- þýðubandalagsins er í þessum efnum, við styðjum úrsögn úr NATÓ. Ég fylgi þeirri samþykkt landsfundar að sjálfsögðu. En það er ljóst að við fylgjumst með þeirri þróun sem á sér stað í NATÓ og utanríkismálin era í stöðugri endurskoðun hjá okkur, þar sem breytingamar era svo örar. Það er engin forsenda nú til að breyta afstöðu flokksins í þessum efnum. Ef fram kæmi tillaga um úrsögn, yrði haldinn fundur í flokknum og ég tel að for- maður flokksins geti þá ekki fylgt sín- um prívatskoðunum heldur verði að fara eftir samþykkt flokksins. Við munum styðja úrsögn úr NATÓ ef málið kemur upp nú.“ Hjörleifur Guttormsson Ekki ástæða til að ræða málið Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalagsins á Aust- fjörðum: ,,Ég þyrfti ekki að hugsa mig lengi um ef fram kæmi tillaga á Alþingi um úrsögn úr NATÓ. Stefna flokksins er að ísland eigi að segja sig úr Atlants- hafsbandalaginu. Við höfum aldrei átt heima þar og í þeim efnum hefur ekk- ert breyst að mínu mati. NATÓ heldur sig við þá gömlu stefnu, að vera reiðu- búið að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, og byggir vígbúnað sinn á kjamorkuvopnum og hinni svoköll- uðu fælingarstefnu. Stefna NATÓ gagnvart umheiminum er varhuga- verð. Bandalagið leitast við að skipta Evrópu upp á nýjan leik og hefur ver- ið að leita að nýjum óvini síðustu árin. Að öllu samanlögðu er því engin breyting af minni hálfu gagnvart NA- TÓ. Hvort ástæða sé til að efna til sér- stakra umræðna um málið innan Al- þýðubandalagsins? Flokkurinn ræðir auðvitað öll mál sem upp koma en ég sé ekki ástæðu til að fara nú að ræða afstöðuna til NATÓ sérstaklega. Mörg önnur mál era brýnni. Ég hef ekki séð eða fundið vísbendingar innan Al- þýðubandalagsins um að flokksmenn almennt séu að skipta um skoðun í þessu máli.“ Sigríður Jóhannesdóttir Höfum ekkert að gera í NATÓ Sigríður Jóhannesdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins á Reykjanesi: „Ég tel að við höfum ekkert í NA- TÓ að gera. Þessi her og aðild okkar að hemaðarbandalaginu byggist ekki á því að þeir verji okkur, heldur sjálfa sig. Það getur verið að sjónarmið Ró- berts eigi einhvem hljómgrunn meðal flokksmanna enda er Alþýðubanda- lagið ekki sértrúarflokkur." Kristinn H. Gunnarsson Greiði atkvæði með báðum höndum Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum: „Ég er þeirrar skoðunar að ekkert hafi gerst í alþjóðapólitík sem kalli á að Alþýðubandalagið breyti afstöð- unni til NATÓ. Mönnum er að verða ljóst að nú sem fyrr skiptir NATÓ heiminum upp á milli stórveldanna. Þótt Sovétríkin séu liðin undir lok heldur Rússland hinu gamla áhrifa- svæði þeirra. Bandaríkin og NATÓ munu aldrei taka inn ný aðildamki af áhrifasvæði Rússlands. Ég tel enga þörf á umræðum eða endurskoðun á stefnu Alþýðubandalagsins gagnvart NATÓ. Ef fram kæmi tillaga um úr- sögn íslands? Ég myndi rétta upp báð- ar hendur!" Ögmundur Jónasson Nýtt öryggiskerfi Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjavík: ,,Ef tillaga kæmi fram á Alþingi um úrsögn íslands úr NATÓ myndi ég greiða henni atkvæði mitt. Mér finnst að á þessum tímum uppstokkunar á skipulagi bandalaga, þar með talinna hemaðarbandalaga, þá ættu menn að taka Atlantshafsbandalagið einsog annað til endurskoðunar. Ég vil að nýtt öryggiskerfi í heiminum verði grundvallað á Sameinuðu þjóðunum fyrst og fremst, en ekki þessum gömlu hemaðarbandalögum sem enn era við lýði.“ Bryndís Hlööversdóttir Eigum að end- urskoða stefn- una Bryndís Hlöðversdóttir, þing- niaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík: „Ég tel alveg koma til greina að endurskoða afstöðuna til NATÓ í ljósi þess að heimurinn hefur breyst og NATÓ hefur breyst. Þótt þessi stefna hafi verið mótuð á sínum tíma, þarf hún ekki að gilda um aldur og ævi. Mér finnst þetta vera mál sem Al- þýðubandalagið þarf að skoða alvar- lega og endurskoða.“ Ragnar Arnalds NATÓ er úrelt Ragnar Arnalds, þingmaður Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi vestra: „Ég svara því alfarið neitandi að þörf sé stefnubreytingar hjá Alþýðu- bandalaginu í þessu máli. NATÓ er úrelt. Það þarf að endurskipuleggja ör- yggismál Evrópu í samræmi við breytta tíma, og því mætti NATÓ heyra sögunni til. Við þurfum örygg- iskerfi í Evrópu sem betur tryggir frið en þær leifar sem NATÓ er.“ Ingibjörg Sigmundsdóttir Leggjum ekki niður slagorðin Ingibjörg Sigmundsdóttir, hefur undanfarið setið á þingi fyrir Margréti Frímannsdóttur: „Það er margt að gerast í heiminum, en ég held ekki að þær breytingar séu nægilegar til þess að við leggjum nið- ur slagorðin. En NATÓ er annað í dag en það var þótt ég líti alls ekki á það sem friðarbandalag, einsog sumir halda fram. Ég svara því ekki hvemig ég myndi greiða atkvæði á Alþingi um tillögu um úrsögn íslands úr NATÓ.“ Margrét: Hjörleifur: ísland úr NATÓ. ísland úr NATÓ. Sigríður: ísland úr NATÓ. Ögmundur: ísland úr NATÓ. Bryndís: Ragnar: Andstaðan við NATÓ ísland úr NATÓ. þarf ekki að gilda um aldur og ævi. Kristinn: ísland úr NATÓ. Ingibjörg: NATÓ ekki friðar- bandaiag einsog sum ir halda fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.