Alþýðublaðið - 08.05.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 08.05.1996, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 List og upplýsing - List og fáfræði I„Segja má að skilningur á myndlist og þekking á edli hennar sé nú minni en nokkru sinni fyrr í stuttri sögu íslenskrar nútímalistar." Við höfum alltaf getað gengið að því vísu að samfélagið okkar væri upplýsingasamfélag af bestu gerð. Að minnsta kosti höfum við vanist því að sjá og heyra fagmenn á hinum ýmsu sviðum keppast við að kynna nýjung- ar sem rofið geta einangrun okkar og upphafið fjarlægðirnar milli íslend- inga og annarra þjóða. Reyndar kveð- ur svo rammt að þessari daglegu upp- lýsingagrósku að við sjálf liggur að um stríð sé að ræða. Þeir sem standa sig ekki í kynningarstarfinu heltast auðveldlega úr lestinni og troðast und- ir. Hvergi er þetta stöðuga upplýsinga- streymi eins áberandi og í tölvubrans- anum. Þar er baráttan svo hörð að slegist er um hvert miðlunarsvið með því að bjóða viðskiptavinum upp á fjölmargar nýjungar í hverjum mán- uði. Veraldarvefurinn er alltaf að stækka og þroskast. Um leið verður auðveldara að nálgast upplýsingar af hvers kyns toga hvar og hvenær sem vera skal. Fyrir þá sem tengjast netinu er umheimurinn innan seilingar þó svo að upplýsingar um hann margfaldist með hverjum mánuðinum sem líður. Þessi fjörkippur í upplýsinga- streyminu er eitthvað það skemmtileg- asta sem gerst hefur í menningarleg- um samskiptum okkar á undanfömum árum. Þar fara raunfræðin á undan með góðu fordæmi en húmaníski geir- inn fylgir þeim fast eftir. I hverri viku má segja að við kynnumst nýjum höf- undi, innlendum eða erlendum, heim- spekingi eða hugsuði án þess að það kosti okkur mikla peninga eða fyrir- höfn. Þá eru ótaldir allir þeir beinu mögu- leikar sem okkur bjóðast til að ná aug- um og eyrum annarra manna hversu fjarri sem þeir búa. Þannig sagði hljóðfæraleikari mér að möguleikar hans hefðu margfaldast eftir að hann keypti sér mótald og faxtæki. Nú fengi hann tilboð um hljómleikahald frá fjarlægum heimshomum. Eins þekki ég menn sem þegið hafa boð um þátt- töku í ráðstefnum hinum megin á hnettinum eftir að þeir fóru að blanda sér í ráðstefnur á veraldarvefnum. Eitt er þó sviðið sem siglir hnakka- kerrt og sjálfumglatt móti öllu upplýs- ingastreymi undanfarinna ára og lætur sér fátt um finnast. Þetta svið er ís- lensk myndlist og sú upplýsingamiðl- un sem henni tengist. Meir en nokkurt annað svið lista eða menningar hefur umfang myndlistarinnar verið að skreppa saman og rýrna. Nú er svo komið að það er leitun að áhugamönn- um eða velunnurum á sviði myndlistar utan raða þeirra sem beinlínis fást við Menning & listir | 1 Halldór Björn fyrirbærið eða hafa af því eitthvert annað viðurværi. Segja má að skiln- ingur á myndlist og þekking á eðli hennar sé nú minni en nokkru sinni fyrr í stuttri sögu íslenskrar nútímalist- ar. Þá er þekking okkar íslendinga á er- lendri samtímalist sláandi lítil enda virðumst við engan áhuga hafa á því sem gert er annars staðar. A örfáum árum hefur okkur tekist að glutra svo niður listskilningi okkar að einföld- ustu dæmi úr myndlist samtímans reynast ofviða skynjun okkar. Því hljótum við að spyija hvað valdi þessu ófremdarástandi. Hið fyrsta sem við okkur blasir er tilfinnanlegur skortur á innlendu list- og menningartímariti. Þrátt fyrir sterka stöðu bókmennta og tímarita helguðum þeim virðast listtímarit ekki geta plumað sig hér jafnvel þótt þau tækju til allra annarra lista en bók- mennta og létu jafnframt menningu í víðtækustum skilningi til sín taka. Önnur menning en löðurmenning læt- ur okkur ósnortna. Umræðan á verald- arvefhum - en vefurinn er stútfullur af framsækinni menningarumræðu - megnar ekki að hreyfa við okkur. Á sama tíma er íslenski glansritamarkað- urinn óseðjandi. Ekki er langt síðan við þá flóru bættist nýtt tímarit, ein- hvers konar íslenskur tvíburabróðir danska slúðurritsins Se og hör. Nú er það viðurkennd stærð að al- menningur hirðir lítið um upplýsingar sem ekki liggja beinlínis inni á gafli hinna ríku og frægu. Menn yppa öxl- um og segja að inn við beinið sé litli maðurinn ekki annað en snobbið og við því sé lítið að gera: Slúður og sleikjugangur er fóðrið sem hvarvetna nærir hinn þögla meirihluta. En þá hljótum við að spyija á móti hveijir séu hinir raunvemlegu listáhugamenn. Einungis innan vébanda Bandalags ís- lenskra listamanna er nægur fjöldi meðlima til að halda úti gróskumiklu upplýsingastreymi í formi blaða, tíma- rita og annars fjölmiðlaefnis. Við þennan fjölda má svo bæta öllum þeim aragrúa manna sem með beinum eða óbeinum hætti vinna við listir og menningu. Varla geta áhugamenn um þau málefni verið færri en summa þeirra sem halda úti fyrirbærinu eða hafa af því tekjur. Varla getur allur sá fjöldi verið mennimir sem gera sé Se og hör að góðu? í öllu krepputalinu sem að minnsta kosti hljómar úr herbúðum myndlist- arinnar hljótum við því að spyija hvort ekki sé reynandi að stofna til upplýs- ingaherferðar um það sem gerst hefur í almennri myndlist á síðastliðnum áratugum. Er ekki kominn tími til að upplýsingar um þróun myndlistar á okkar tímum liggi á lausu í söfnum landsins og öðrum stofnunum tengd- um myndlist? Er ekki mál til komið að hér séu gefin út tímarit sem upplýsa menn um þróun samtímalistar, inn- lendrar og erlendrar? Þessari þörf hef- ur þegar verið svalað með myndugleik í öllum nágrannalöndum okkar. Því ættum við að ímynda okkur að þörfin á upplýsingu sé minni hér? Eða er hægt að halda áfram að framleiða og framleiða þótt enginn skilji hvað sé verið að búa til eða til hvers pródúktið er framleitt? ■ Skandinavísk sveitamennska Verkefni: Hamingjuránið Höfundur: Bengt Ahlfors Þýðing og staðfærsla: Þórarinn Eldjárn Tónlistarstjórn: JóhannG. Jóhannsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið - Smíðaverkstæði. íslenskukennari minn í eina tíð, Sigurður Kristjánsson, útskýrði fyrir okkur nemendum sínum orðið skemmtilegur einhvem veginn svona: Orðið skemmtilegur er myndað einsog orðið skemma, sem í upphafi var not- að um hús sem var stutt, eða með öðr- um orðum skammt hús. Orðið skemmtilegur er notað um atburði og einstaklinga sem gera tímann skamm- an og því skrifað með tveimur emm- um. Út frá þessari skilgreiningu má segja um sýningu Þjóðleikhússins á Hamingjuráninu að hún sé skemmti- leg. Hitt er svo annað mál að það sem styttir mönnum stundir þarf ekki endi- lega að fela í sér einhverja djúpa merkingu, eða vekja mönnum rnikil heilabrot. Svo er reyndar með þetta verk Bengts Ahlfors, það virðist ein- göngu saman sett til skemmtunar; og ekkert nema gott um það að segja. Kveikjan að verkinu samkvæmt grein sem höfundur ritar í leikskrá er gam- ansaga sem hann heyrði fyrir margt löngu. Þetta er svona stutt alþýðleg skrýtla eins og við þekkjum þær og dugir varla í heila leiksýningu. Því hefur Bengt gripið til þess ráðs að bæta inn í hana söngvum. Reyndar í þeim mæli að við liggur að sagan týn- ist í öllu saman og um þessa uppsetn- ingu verður að segjast að þar eru „Yfir öllu saman svífur síðan einhver svona hugguleg skandinavísk sveitamennska, sem í þýðingu og staðfærslu Þórarins Eldjárn verður með sterku svarfdælsksu ívafi. En ekki veit ég hvers vegna frasinn gamli „Alþýðuleikur með söngvum" leitaði sífellt á hugann meðan á sýningunni stóð." ekki látinn framkvæma. Leikmynd Axels Hallkels er hið besta verk, rýmið vel nýtt og margar snjallar lausnir í skiptingum. Verk sem þjónar sýningunni hið besta. Búningar Þórunnar Elísabetar og lýsing Bjöms Bergsteins vora hvort tveggja látlaus og vel unninn og studdu vel við það sem fram fór á sviðinu. Tónlistarflutningur undir stjóm Jó- hanns G. Jóhannssonar var eins og áð- ur sagði sterkasti hluti sýningarinnar. Leikhópurinn var í heild sinni sterk- ur og skilaði því sem fyrir hann var lagt með prýði. Það er ekki leikaranna sök þótt verkið bjóði ekki upp á stór- kostleg tilþrif. Sérstaklega var ánægjulegt að fylgjast með frammi- stöðu Bergs Þórs Ingólfssonar, en hann vann rnjög vel úr mörgum smá- hlutverkum og býr greinilega yfir um- talsverðri tækni í líkamstjáningu. Niðurstaða: Sýning sem lætur lít- ið yfir sér og er langt frá því gallalaus, en þrátt fyrir það má hafa af henni nokkra skemmtun. Arnór Benónýsson skrifar um leiklist Leikstjórinn Kolbrún Halldórsdóttir fer þá leið í vinnu sinni að vera ein- faldleik og barnslegri uppbyggingu verksins trú. Hún nýtur þess vissulega að leikarahópurinn í sýningunni er söngvinn í besta lagi. Enda er svo að söngurinn er það atriði sem sterkast lifir í minningunni að sýningu lokinni. Hitt er svo í annarri bók að atriðin sem byggjast á hinum talaða texta eru öllu veikari, bæði frá hendi höfundar og leikstjóra, reyndar svo að sýningin verður örlítið höktandi og ójöfn. f leikskránni er í engu getið höfundar á dansi og hreyfingum, svo gera verður ráð fyrir að leikstjóri beri ábyrgð á þeim þætti sýningarinnar, sem er veik- asti punktur hennar. Það verða raunar að teljast mistök að kalla ekki til ein- hvern danshöfund úr þeim hópi af- bragðs fagfólks sem við eigum á þessu sviði. Því hreyfingarnar voru oftar en ekki stirðar, ósamhæfðar og trufluðu rennsli sýningarinnar. Sér- staklega verkuðu þvingandi þær upp- stillingar sem hópurinn var oftar en söngurinn og tónlistin í aðalhlutverki. Yfir öllu saman svífur síðan einhver svona hugguleg skandinavísk sveita- mennska, sem í þýðingu og staðfærslu Þórarins Eldjárn verður með sterku svarfdælsksu ívafi. En þýðingin er raunar hið besta verk og ber með sér mörg helstu höfundareinkenni Þórar- ins. En ekki veit ég hvers vegna fras- inn gamli „Alþýðuleikur með söngv- um“ leitaði sífellt á hugann meðan á sýningunni stóð. Leikhús

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.