Alþýðublaðið - 16.05.1996, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1996, Síða 3
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 3 s k o ð a n i r Niðurrifsfrum vörpin Á þennan hátt hefur umræðan gengið fyrir sig á þessum glampandi vorsólardögum þegar ríkisstjórn Davíðs Oddsonar beinir hörðum spjótum í formi hvers skerðingar- frumvarpsins á fætur öðru gegn launþegum. Nú á þeim dögum sem samkvæmt áætlun áttu að vera lokadagar þingsins eru stórmál í gangi. Mestu átakamál sem lögð hafa verið fyrir þingið í langan tíma. Annars vegar er vegið að réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins með frumvarpi þar að lútandi. Hinsvegar er frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur sem beinist gegn laun- þegum á almennum vinnumarkaði. Pallborðið | Þessi frumvörp ganga undir nafninu skerðingarfrumvörpin því að þau rífa niður réttindi sem unnist hafa á kostnað launahækkanna bæði í tilvik- um starfsmanna ríkisins og einnig hvað varðar almenna vinnumarkað- inn. Vinnubrögð Það er með ólíkindum hvemig rík- isstjómin og stjómarliðar, undir for- ystu fjármálaráðherra og félagsmála- ráðherra, formanns efnahags og við- skiptanefndar og varaformanns félags- málanefndar, hafa bragðist við vamar- aðgerðum stéttarfélaganna. Félagsmálaráðherra telur að aðeins hafi örfáir samsinnt ræðum forystu- manna á Ingólfstorgi 1. maí. Því er til að svara að ekki hafa fleiri mætt í kröfugöngu á degi verkalýðsfélaganna í áratugi og undirtektir við gagnrýni ræðumanna á umræddum frumvörp- um leyndi sér ekki. Stjómarandstæðingar fá þær kveðj- ur eftir 30 klukkustunda umræður um réttindi starfsmanna ríkisins að þeir séu aðeins að hlýða á hljóm eigin raddar og merín kalla málefnalega umræðu „skapandi lregðu“. Á þennan hátt hefur umræðan gengið fyrir sig á þessum glampandi vorsólardögum þegar ríkisstjórn Davíðs Oddsonar beinir hörðum spjótum í formi hvers skerðingarfrumvarpsins á fætur öðm gegn launþegum. Það skal takast að þeygja lýðinn á einn eða annan hátt, jafnvel þó brotið sé gegn alþjóðasam- þykktum sem Island hefur gerst aðili að, eða í krafti öflugs þingmeirihluta íhalds og framsóknar. Ríkisstjórn helmingaskiptanna gengur erinda vinnuveitenda hvort sem um er að ræða á almennum eða opinberum vett- vangi. Vinnulag við að keyra þessi mál í gegn em á þann veg að sennilega hafa fæstir stjórnarþingmenn kynnt sér mjög vel skerðingarfrumvörpin en hlýða sínum ráðhermm og láta þar við sitja. Fmmvörpin hafa verið rifin úr viðkomandi nefndum, í krafti meiri- hluta, gegn vilja stjómarandstæðinga. Fmmvörpin skerða veikindarétt. máls- skotsrétt, fæðingarorlof, atkvæðisrétt og eru í raun brot gegn samþykktum sem Island hefur gerst aðili að á al- þjóðavettvangi. Forsvarsmenn al- mennra launþegasamtaka og allra að- ila að samningum starfsmanna ríkisins mótmæla og lýsa yfir áformum um hörð viðbrögð í næstu kjarasamning- um. Getur vgrið að ríkisstjómin horfi til þess að það sé ágætt að setja lýðinn í verkfall þegar þrengst er um á vinnu- markaði, það er upp úr næstu áramót- um, og unnt sé að spara ríkissjóði út- gjöld á sama hátt og oft hefur verið nefnt að gerðist í kennaraverkfallinu síðasta, sem sparaði ríkissjóði hundr- uð milljóna í launagreiðslum? Afleiðing Em þetta áformin á þeim tíma sem sannanlegt er að fátækt er að hreiðra um sig á íslandi og bil milli fátækra og ríkra er meira en verið hefur frá þriðja tug aldarinnar? Hvað er það sem fylgir ef slíkt ástand verður? Neysla fíkniefna eykst, spilling, skatt- svik, agaleysi og skortur á mannúð ríkir, menningartóm og niðurlæging gerir vart við sig. Mannúð Við verðum að breyta kúrsinum, eins og sagt er til sjós. Við verðum að setja umhyggjusemi, tillit og aga á þann stall að til þjóðfélagsumbóta horfi. Þá munu kjör jafnast og friður ríkja meðal þjóðarinnar ekki síst á heimilunum og í skólum sem em und- irstaða velferðar og góðra hátta ein- staklinganna. Mannúð og mildi mega ekki verða útundan vegna mammons- þjónkunar. Þá fer illa. Höfundur er alþingismaður Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Mikill titringur er innan Alþýðusambands ís- lands en þing sam- bandsins hefst eftir fjóra daga. Allra augu beinast að átökum um for- setastól- inn, þótt reyndar hafi að- eins einn tekið af skarið með framboð: Hervar Gunnarsson varaforseti. Yfirlýsing Hervars mun hafa komið Benedikt Davíðssyni forseta ASÍ á óvart, enda var haft eftir Benedikt í Alþýðubladinu í gær að engra yfirlýsinga væri að vænta frá þeim Hervari. Benedikt sagði í upphafi kjörtímabils síns að hann ætlaði aðeins að sitja í fjögur ár, og sam- kvæmt því ætti hann að hætta núna. Ýmsir áhrifa- menn úr Alþýðubandalag- inu hafa hinsvegar lagt fast að Benedikt að gefa kost á sér áfram, og er Svavar Gestsson þar fremstur í flokki... ú er hafin skipu- leg söfnun með- mælenda við for- setaframboð Jóns Baldvins Hanni- balssonar, þótt enn sé á huldu hvort hann gefur kost á sér. Bryndís Schram, eiginkona hans, er þessa dagana á kvikmyndahátíð- inni í Cannes á vegum Kvikmyndasjóðs og ekki væntanleg fyrren um helgina. Þá en ekki fyrr mun Jón Baldvin kveða uppúr með hvort hann ætlar að taka slaginn.... Aðalfundur Vinnuveit- endasambands ís- lands var haldinn í fyrra- dag, og var Ólafur Bald- ur Ólafsson endurkjörinn formaður framkvæmda- stjórnar. Með honum í stjórninni er 20 manna lið, og þar má finna marga kunna kaupsýslukappa. En þeir hjá VSÍ virðast ekki langt komnir í jafnréttisátt - stjórnin einsog hún leggur sig er skipuð körl- um. í stjórninni sitja Arn- ar Sigurmundsson, Benedikt Kristjánsson, Bjarnar Ingimarsson, Brynjólfur Bjarnason, Einar Sveinsson, Geir Gunnarsson, Gísli Þór Gíslason, Gunnar Svav- arsson, Kolbeinn Krist- insson, Konráð Guð- mundsson, Kristinn Björnsson, Magnús Jó- hannsson, Sigurður Helgason, Sigurður G. Pálmason, Stefán Frið- finnsson, Sturlaugur Sturlaugsson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Víg- lundur Þorsteinsson, ÞórðurMagnússon og Örn Magnússon... "FarSido" eftir Gary Larson „Er þetta Jakob bóndi? Já ehemm... Mig langaði bara til að láta þig vita að hlöðudyrnar þínar eru opnar. He! He!" fimm á förnum vegi Kanntu að tefla? Rúnar Stefánsson sjálf- Bjarni Jakob Gíslason Guðmundur Þorvaldsson Arnþrúður Jónsdóttir Linda Rut Benediktsdóttir stæður atvinnurekandi: Já, nemi: Það er nú varla hægt að nemi: Já, ég kann nú sitthvað í nemi: Nei, og hef engan nemi: Nei, en ég kann mann- en ég er ekki mjög sleipur. segja það. þeirri íþrótt. áhuga á taflmennsku. ganginn. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Þeir litu hreinlega út einsog beinagrindur, hendurnar út- étnar í moskítóbitum og gröft- ur vall úr augunum á þeim. Þeir voru einsog lík. Annar gat talað í örfáar mínútur þangað til hann gafst upp. Karl Hjaltested að lýsa tveimur íslendingum sem hann gekk framá, þarsem þeir höfðust við undir ábreiðu við danska sendiráðið « Bankok. DV í gær. Ég rekst illa í samtökum þar sem málin ganga oft út á það að gefa skoðanir upp á bátinn til þess að ná sam- komulagi um eitthvað sem er ekki samkomulag um neitt. Birna Þórðardóttir aö útskýra fyrir lesendum HP eina af ástæðum þess að hún starfar ekki innan Alþýðubandalagsins. Sigurður R. búinn að sprengja Alþýðuflokkinn. Stór fyrirsögn í Tímanum í gær. Það virðast margir vera á þeirri skoðun að flugelda- sýningar verði haldnar í Suðaustur-Asíu ef Ólafur Ragnar Grímsson verður kosinn forseti á íslandi. Guðlaugur Þór Þórðarson formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna í HP í gær. Er líf eftir Jón Baldvin? Fyrirsögn forystugreinar HP í gær. 40 prósent sjálfstæðismanna styðja Olaf Ragnar. Mogginn í gær. íslenskan er vandræðamál og virkar yfirleitt ekki nógu vel í hægu lagi en orðið „sjúbídú“ grípa allir strax. Geirmundur Valtýsson poppari í Tímanum. Þeirra ungu manna sem náðu kosningu bíða ögrandi verk- efni. Þeir koma að málinu ólit- aðir af fortíðinni til þess að móta nýja framtíð á norðan- verðum Vestfjörðum. Leiðari Tímans að fjalla um funkbyltinguna vestra. Sykur og sykurlíki, áfengi, tóbak og tóbakslíki á að skatt- leggja dýrum dómum og nota tekjurnar annarsvegar til áróðurs og forvarna og hins- vegar til lækninga. Úr forystugrein Jónasar Kristjánssonar í DV i gær. fréttaskot úr fortíð Don Juan og 852 unnustur Don Juan nokkur, sem átti 852 unnustur, var nýlega dæmdur í 10 ára fangelsisvist. Peter Meseni skrifstofu- stjóri var ákærður fyrir að hafa misnotað vald sitt gagnvart ýmsum stúlkum, sem unnu á skrifstofu hans. í vasabók hans fúndust nöfn, heimil- isföng og símanúmer 852 ungra kvenna. Við rannsókn málsins kom það í ljós, að Meseni hafði ýmist með loforðum eða hótunum fengið stúlk- umar til að láta að vilja sínum. 16 ungar stúlkur, sem ekki vildu vera honum til geðs, kærðu hann að lokum. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 25. ágúst 1935.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.