Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 1
T Þriðjudagur 21. maí 1996 Stofnað 1919 73. tölublað - 77. árgangur ■ Forsetakosningarnar Meðmæl- endalistum ■ Misvísandi skýringar Flugleiðamanna á framkomu fyrirtækisins í garð ræstingakvennanna Hef skýringar en þær eru ekki tilbúnar - segir Einar Olgeirsson hótelstjóri Flugleiðahótelanna um mál ræstingakvenna við hótelin. Harðorð mót- mæli samþykkt hjá Félagi starfsfólks í veitingahúsum. „Ég er ekkert í stuði til að tala um þetta núna,“ sagði Einar Olgeirsson hótelstjóri Flugleiðahótelanna í sam- tali við Alþýðublaðið um mál ræst- ingakvennanna við hótelin. Eins og áður hefur komið fram í Alþýðu- blaðinu var 10 ræstingakonum, sem unnu við hótelin, gert að minnka við sig vinnu um helming og þær beittar „andlegri kúgun“ að mati Félags starfsfólks í veitingahúsum. Félagið leitaði til Vinnueftirlitsins, en eftir fund fulltrúa Vinnueftirlitsins með yfirmönnum Flugleiða var helsti talsmaður kvennanna gagnvart fyrir- tækinu, Louise Kjartansdóttir, rekin. Aðspurður um skýringar á brott- rekstrinum sagði Einar: „Ég hef skýringar á þessu öllu, en ég er ekki með þær tilbúnar núna. Eg svara þessu þegar þar að kemur. Þetta er búin að vera einhliða umræða í fjöl- miðlum, ég var til dæmis í tíu mín- útna viðtali við Stöð 2 sem þeir Spenna á þingi ASÍ Benedikt Davídsson for- seti ASI og Hervar Gunn- arsson forsetaframbjód- andi í ASI bera saman bækur sínar í upphafi þings sambandsins í gærmorgun. I gær var Hervar einn um að hafa lýst yfir framboði og Benedikt hafði ekkert sagt um fyrirætlanir sínar. Sjá viðtöl á blaðsíðu 4. A-mynd: E.ÓI ■ Félag stjórnmálafræðinga Fundur með for- setaefnum Framboðsfrestur vegna for- setakosninganna rennur út á föstudaginn, 24. maí, og þá um kvöldið heldur Félag stjórn- málafræðinga fund með öllunt forsetaframbjóðendunum. Þetta er annar fundurinn af þremur sem félagið stendur fyrir um for- setakosningarnar. Hann hefst klukkan 20 og verður haldinn í Ársal á Hótel Sögu. Frambjóð- endur munu halda 10 til 15 mín- útna framsögur og að því loknu verða umræður og fyrirspurnir með þátttöku gesta úr sal. Fund- arstjóri verður Árelía Eydís Guðmundsdóttir stjórnmála- fræðingur, og er fundurinn öll- um opinn. klipptu niður í tíu sekúndur". Um þau orð Sigurðar Guðmunds- sonar formanns Félags starfsfólks í veitingahúsum, að konurnar hafi verið þvingaðar og beittar andlegri kúgun hjá Flugleiðum, sagði Einar: „Ummælin eru bara rætin og ósönn, þettá var ekkert svona og ég hef ekkert meira um þetta að segja. Ég er að reka fyrirtæki og ég rek það eins og mér ber að gera það. Fólk segir upp hjá okkur án þess að nefna ástæður fyrir því og það sama höf- um við leyfi til að gera,“ segir Einar. Á aðalfundi Félags starfsfólks í veitingahúsum síðastliðinn föstudag var samþykkt harðorð yfirlýsing vegna málsins og framkoma Flug- leiða fordæmd. „Einu skýringarnar sem við höfum fengið frá Flugleið- um eru þær að þetta sé stefna þeirra, þannig að á aðalfundi félagsins voru samþykkt harðorð mótmæli um brottrekstur herbergisþernanna og „Mér sýnist að ætli menn að fram- fylgja þessu banni á munntóbaki sé næsta skrefið að koma upp tóbaks- hundum á Keflavíkurflugvelli til að leita uppi munntóbakið. Því auðvitað hætta menn ekki að taka í vörina held- ur láta smygla því fyrir sig. Svo þarf auðvitað að fjölga tollvörðum og væntanlega munu munntóbakssveitir tollgæslunnar bæði skapa atvinnu fyrir hunda og menn, og þarmeð upplagt tækifæri fyrir fjármálaráðherrann til að koma svolitlu af peningum skatt- borgaranna í lóg. Það er nú það eina jákvæða við þetta rugl,“ sagði Össur Skarphéðinsson eftir að þingið felldi naumlega tillögu hans og Ögmundar Jónassonar um að innflutningur og sala munntóbaks verði áfram leyfð. Tillagan hlaut 24 atkvæði en 28 greiddu atkvæði á móti. Athygli vakti Einar Sigurðsson: Hafna því að Flugleiðir beiti starfsmenn andlegu ofbeldi. Lítum á starfsfólk okkar sem auðlind. þeim þvingunum að setja þær í hálfa vinnu þvert gegn vilja sínum. Þem- unum er þakkað fyrir vel unnin störf, og að eiga þátt í 600 milljóna króna rekstrarhagnaði gæðastjómun- arfyrirtækisins Flugleiða hf., þannig að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, greiddi tillögu Össurar og Ögmundar atkvæði, en ekki aðrir ráðherrar. Inn- flutningur og sala munntóbaks verður því óheimil í framtíðinni, og einnig verður ólöglegt að selja fínkomótt nef- tóbak. Áfram verður þó leyft að selja og framleiða hefðbundna íslenska nef- tóbakið. Össur greiddi einnig atkvæði ásamt öðmm þingmönnum gegn því að banna fínkomótta neftóbakið og kvaðst ekki hafa mikla trú á „ofstýr- ingaráráttunni sem felst í þessu.“ Hann sagði að helstu rökin væm þau að unglingar neyttu fínkoma neftób- aksins, og sérfræðingar teldu að leiddi þá út í reykingar. Neysla þess hefði hins vegar minnkað árið 1995, og Össur sagði að það héldi því enginn fram að fínkomótta tóbakið væri hættumeira en sígarettur. ,,Ég segi því, að þeim er hótað brottrekstri, þær neyddar til að minnka við sig vinnu eða þær eru reknar fyrirvaralaust," segir Sigurður. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði að málið byggðist á misskilningi: „Ég vísa því til föður- húsanna að fyrirtæki af þeirri stærð- argráðu sem við emm, geri út á að beita starfsfólk andlegu ofbeldi." Hann sagði að málið snerist um þrjár ræstingakonur en ekki tíu. Þá væri það rangt að Flugleiðir hefðu knúið konumar til að minnka við sig vinnu, og hvatt þær til bæta sér launamissinn með því að sækja um atvinnuleysisbætur. „Við gerum ekki út á atvinnuleysisbætur heldur lítum við á starfsfólk okkar sem auðlind, þannig að þetta er allt mik- ill misskilningur," sagði Einar Sig- urðsson. Hann sagði að uppsögn Louise Kjartansson tengdist ekki athuga- semdum Vinnueftirlitsins. Ákvörðun um uppsögn hennar hefði legið fyrir áður og stafaði af öðru. „Ég vil ekk- ert tala um hverju,“ segir Einar Sig- urðsson. að ætli menn að banna fínkornótta tóbakið eiga þeir að vera rökréttir í gerðum sínurn og banna það sem er enn hættulegra, - reyktóbak. En hver leggur í það?“ Þrátt fyrir andstöðu Össurar stýrði hann frumvarpinu í gegnum þingið sem formaður heilbrigðisnefndar, og kvaðst að öðru leyti mjög ánægður með það. „Við hertum ákvæði þess verulega frá upphaflegu frumvarpi skilað í gær skiluðu stuðningsmenn Pét- urs Kr. Hafsteins inn meðmælenda- listum til yfirkjörstjóma á Norður- landi eystra og vestra og á Suður- landi. Þá er hringnum lokað hjá Pétri, þar sem aðrar kjörstjórnir fengu lista í hendur í síðustu viku. Lokafrestur er nú um miðja vikuna, og ljóst að Ólafur Ragnar Gríms- son, Guðrún Agnarsdóttir og Guð- rún Pétursdóttir verða í framboði til forseta auk Péturs. Útlit er fyrir að ekkert verði úr framboði Guð- mundar Rafns Geirdals, enda hefur söfnun meðmælenda með framboði hans gengið treglega. Þá er unnið að söfnun meðmælenda fyrir Ástþór Magnússon, og hefur hann ekki úti- lokað framboð. Kristinn Jón Guðmundsson - bréf frá New York sjá blaðsíðu 5 Viktoría drottning - hún gat víst skemmt se sjá blaðsíðu 6 Magnús Árni Magnússon - um sameiningarmálir sjá blaðsíðu 3 Vilhjálmur Þorsteinsson - ber lofá samtíðina sjá blaðsiðu 2 Kosningabarátta í kyrrþey -sjá leiðara ráðherrans. Hækkuðum til dæmis tób- akskaupaaldurinn, sem verður nú 18 ár, en samkvæmt gildandi lögum er hann 16 ár.“ Framlag til forvarna hækkar vemlega, og er nú 0,7 prósent af brúttóveltu tóbaksverslunar í land- inu, en ráðherrann lagði til 0,4 pró- sent. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrir lok ársins 2000 verði allar opin- berar stofinanir búnar að hrinda í fram- kvæmd áætlun um að byggja út reyk- ingum innan sinna vébanda. ■ Átök á Alþingi um hvort leyfa eigi áfram sölu á munntóbaki og fínkornróttu neftóbaki Bannað að selja munntóbal Össur, Ögmundur og Davíð Oddsson féllu í samein- aðri vörn fyrir munntóbakið. Tóbakskaupaaldur hækk- aður úr 16 í 18, og fé til foivarna stóraukið. Opinberar stofnanir reyklausar árið 2000. Óssur, Ögmundur og Davíð. Sameiginlegri vörn þeirra var hrundið og munntóbak bannað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.