Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
3
s k o ð a n
Friöarhreyfingin
IÆtlum við að halda áfram að bíta hvert annað
á barkann og hoppa uppí hjá íhaldinu og aft-
urhaldinu í hvert skipti sem kallað er?
Undanfarin ár hefur undirritaður
notið þeirrar ánægju að vera fulltrúi
Sambands ungra jafnaðarmanna í
stjóm heildarsamtaka ungra jafnaðar-
manna á Norðurlöndum. Sú reynsla
hefur á margan hátt verið ómetanleg,
þar sem þar hefur gefist færi á að
kynnast hugmyndum og vinnubrögð-
um einhverra best skipulögðu ung-
mennasamtaka í heiminum. Þau njóta
Pallborðið |
gríðarlegra styrkja hins opinbera í
heimalöndum sínum og velta til dæm-
is norsku samtökin um 80 milljónum
íslenskra króna á ári. Slíkir fjármunir
hafa gert þeim kieift að beita sér víða
um heim, til dæmis með stuðningi við
friðarumleitanir í Austurlöndum nær
og vinnu sem gengur út á að kynna
ungt fólk í hinum stríðandi fylkingum
Palestínu og Israel hvort fyrir öðru. En
vinnan hefur ekki sfður gengið út á að
kynna lýðræðisleg vinnubrögð og
hugmyndir jafnaðarmannahreyfingar-
innar.
En það verður að viðurkennast að
ánægjan yfir því að kynnast þessu
fólki hefur á vissan hátt verið blandin
dálítilli öfund. Þegar þau tala um
kosningaósigra í löndum sínum, þá er
það þegar móðurflokkurinn fer niður í
35 prósenta fylgi. Þetta við um öll
Norðurlöndin að íslandi einu undan-
skyldu. Hér myndum við tala um sig-
ur ef okkar mórðurflokkur færi yfir
fimmtán prósentin í kosningum. Þegar
við erum spurð hveiju þetta sæti, þá
stendur ekki á svörum. Hér hefur
villta vinstrið hagað sér eins og borg-
arlegu öflin á Norðurlöndunum, hver
höndin hefur verið uppi á móti annarri
og þau trúa ekki sínum eigin eyrum
þegar við segjum þeim frá því að
meira segja í sfðustu kosningum hafi
fyrrum varaformaður jafnaðarmann-
flokksins farið gegn sínum gömlu fé-
lögum eftir að hafa beðið ósigur í for-
mannskosningum.
Sagan virðist ekkert hafa kennt
okkur. Dæmin eru allt um kring um
velheppnaða valdamikla jafnaðar-
mannflokka, en við höfum neitað að
fylgja fordæmi þeirra. Alltaf þegar á
hefur reynt hafa leiðtogar vinstri
manna tekið persónulega hagsmuni
fram yfir hagsmuni hreyfingarinnar.
Mörgum finnst kannski eins og hér
sé verið að bera í nokkuð bakkafúllan
læk og að „þetta sameiningarkjaftæði"
sé fyrir löngu komið út yfir allan
þjófabálk. Nú séu menn saman í
stjórnarandstöðu og best sé að láta
málin þróast í rólegheitum. En það er
svo auðvelt að láta tímann líða við að-
gerðarleysi. Fyrr en varir eru komnar
nýjar kosningar og menn fara að út-
mála sína sérstöðu fyrir landslýð. Fyrr
en varir eru kratar farnir að ráðast á
komma og kommar á krata. Gamlar
ríkisstjórnir rifjaðar upp og gömul
mistök dregin fram í dagsljósið.
I Bretlandi búa jafnaðarmenn sig
undir að taka við stjómartaumunum
eftir langa hjásetu. Þeir hafa notað
tímann undanfarin tvö ár vel, til að
sýna breskum kjósendum fram á að
þar fari samhent fylking, sem með
skynsemina að vopni sé treystandi til
að stjóma Bretlandi betur en íhalds-
flokknum. Hvað hafa íslenskir jafanð-
armenn gert til að sýna íslendingum
fram á að þar sé komin sveit sem
treystandi sé fyrir því að verða við
völd er við göngum á vit nýs árþús-
unds?
Við verðum að halda áfram að
vinna að samvinnu/sameiningu Al-
þýðubandalags, Alþýðuflokks og ann-
arra sem telja sig jafnaðarmenn. Þess
vegna verður forysta þessara flokka að
fara að hlusta á grasrótina og þekkja
sinn vitjunartíma. Ummerki forns
fjandskapar sáust hvergi, þegar hin
samhenta sveit sem vann að fram-
gangi og kosningasigri Reykjavíkurl-
istans var annars vegar. Því hefur ver-
ið haldið fram að úrlausnarefni þau
sem biðu hans hafi ekki verið eins
mikið tilefni til að riíja upp pólitískar
átakalínur og hin svokölluðu „lands-
mál“, en því brýnna er að sofa ekki á
verðinum nú. Þetta snýst um það hvort
við ætlum okkur að taka völdin í
þessu samfélagi og snúa því á braut
jafnaðarstefnunnar, eða hvort við ætl-
um að halda áfram að bíta hvert annað
á barkann og hoppa uppí hjá íhaldinu
og afturhaldinu í hvert skipti sem kall-
að er.
Jafnaðarmannahrefingin er alþjóð-
leg hreyfing. Hún snýst um manngildi
og mannréttíndi og er stærsta og öfl-
ugasta friðarhreyfing heims. Enginn
jafnaðarmannaflokkur hefur komist til
valda né haldið þeim fyrir atbeina
vopnavalds.
Síðasta laugardag gerðu sænskir ný-
nasistar árás á höfuðstöðvar ungra
jafnaðarmanna í Stokkhólmi. Enginn
slasaðist en rúður voru brotnar og
framhlið hússins útötuð í slagorðum
hatursins. Slíkum öflum stendur
stuggur af jafnaðarmönnum, því þeir
hafa bolmagn til að halda áhrifum
þeirra niðri um víða veröld. Þó okkur
Islendingum kunni á stundum að finn-
ast við vera fjarri vopnaskaki verald-
arinnar þá er aðgangur okkar að þjóð-
arleiðtogum víða greiður og víst gæt-
um við lagt okkar af mörkum í hinu
alþjóðlega samhengi. Það gerum við
ekki með því að kjósa okkur forseta
með messíasarkomplexa, heldur með
því að styrkja íslenska jafnaðarmanna-
hreyfingu til raunverulegra áhrifa, svo
hér getí eftír næstu kosningar tekið við
ríkisstjóm sem tilbúin er að axla þá
ábyrgð sem fylgir því að vera Islend-
ingur. Hér heima og í heiminum. '
Höfundur er varaþingmaður.
Um síðustu helgi var
haldinn aðalfundur
Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, en það er lang-
fjölmennasta félagið inn-
an vébanda Alþýðu-
bandalagsins. Einu sinni
varfélagið helsti vett-
vangur deilna og átaka
innan flokksins, en það er
liðin tíð enda ríkir nú
kærleikur og eindrægni
meðal alþýðubandalags-
manna einsog allir vita. Á
aðalfundinum var Gestur
Ásólfsson rafvirki ein-
róma endurkjörinn for-
maður, en aðrir í stjórn
eru Margrét Guð-
mundsdóttir, IManna
Rögnvaldsdóttir, Sig-
þrúður Gunnarsdóttir,
Guðný Magnúsdóttir,
Herbert Hjelm og Kol-
beinn Óttarsson
Proppé. Varamenn voru
kjörnir Anna Jensdóttir,
Sjöfn Kristjánsdóttir
og Árni Þór Sigurðs-
son. Tvær ályktanir voru
samþykktar á fundinum,
annarsvegar var lýst yfir
stuðningi við baráttu
verkalýðshreyfingarinnar
gegn svonefndum skerð-
ingarfrumvörpum ríkis-
stjórnarinnar, hinsvegar
hvatti fundurinn til af-
náms viðskiptabannsins á
írak...
Hér í Alþýðublaðinu á
fimmtudag var sagt
frá ásökunum Elíasar
Davíðssonar tónskálds í
garð Halldórs Ásgríms-
sonar og Jóns Baldvins
Hannibalssonar, vegna
aðildar íslands að við-
skiptabanni á írak. Elías
sendi Ólafi G. Einars-
syni forseta Alþingis og
Hallvarði Einvarðssyni
ríkissaksóknara bréf og ít-
arlega greinargerð þar-
sem hann færði rök fyrir
máli sínu. Af þessu tilefni
boðaði Elías til blaða-
mannafundar á Hótel
Sögu og sendi öllum fjöl-
miðlum tilkynningu þar
um. Það er skemmst frá
því að segja að ekki einn
einasti fjölmiðill sendi
fulltrúa sinn á fundinn,
og einungis Alþýðublaðið
birti frétt um kæru tón-
skáldsins á hendur ráða-
mönnum...
r
Ihaust hleypir Mál og
menning af stokkunum
nýjum og forvitnilegum
bókaflokki. Um verður að
ræða ódýra útgáfu á
fyrstu skáldsögum ungra
höfunda. Við heyrum að
von sé á verkum eftir þrjá
höfunda, Gerði Krist-
nýju, Andra Snæ
Magnússon og Kristján
B. Jónasson. Gerður og
Andri hafa bæði gefið út
Ijóðabækur, en Kristján
hefur einkum látið að sér
kveða sem bókmennta-
fræðingur...
"FarSide" efftir Gary Larson
Því miður Bjarni minn..., þetta er sá skammtur sem þér var
úthlutaður í upphafi ferðarinnar og þú færð ekki dropa
meira. Ég hef ekki hugmynd um afhverju þú endaðir uppi
með eina glasið sem lekur, en þú getur engu um kennt
nema eigin óheppni.
fimm á förnum vegi
Horfðir þú á söngvakeppnina?
Margrét Brynjólfsdóttir
íþróttafræðingur: Já og mér
fannst við eiga 13. sætið skilið.
Rúdolf Giess verslunar-
stjóri: Já. í 15 mínútur. Mér
fannst írska lagið bera af.
Ragnar Kjartansson nemi:
Já, auðvitað. Anna Mjöll var
traust að vanda — þessi elska.
Kjartan Morthens nemi: Já
og mér fannst Anna Mjöll al-
veg yndisleg.
Jón Svavar Jósefsson
garðyrkjunemi: Að sjálf-
sögðu. Þetta var ýkt kúl.
m e n n
Stærstur hluti skjala Hafnar-
fjarðarbæjar allt frá því að
bærinn fékk kaupstaðaréttindi
í byrjun aldar er í megnustu
óreiðu og liggur undir
skemmdum.
Aðalfrétt Fjarðarpóstsins.
Ég var á kaffihúsi niðri í bæ
síðdegis í dag og þar voru
tveir mótorhjólastrákar að
safna undirskriftum fyrir Ást-
þór Magnússon og sögðust fá
hundrað krónur fyrir hvert
nafn sem þeir söfnuðu. Þeir
sögðust fá 10 til 15 þúsund
krónur fyrir daginn.
Sverrir Ólafsson myndiistarmaður f DV í
gær.
Það væri kannski næsta skref-
ið að fara í framboð til að geta
tekið þátt í pallborðsumræð-
um og reyna að koma málinu
þar á framfæri við frambjóð-
endur.
Ástþór Magnússon í DV.
Verður maður ekki bara að
vera sáttur og glaður og halda
áfram.
Anna Mjöll Ólafsdóttir þrettánda í DV.
Fyrsti embættislausi íslend-
ingurinn sem nær fundi
Bandaríkjaforseta.
Ástþór - hver annar? - að auglýsa sig í
Morgunblaðinu á sunnudag.
Stytzta leiðin milli spyrils og
spyrðils þarf ekki endilega að
vera segulbandið!!
Matthías Johannessen í Helgispjalli.
Vitsmunalegri glæpamyndir á
leiðinni.
Upplýsir Mogginn á sunnudag.
fréttaskot úr fortíð
Bannað að
kyssast
í Pennsylvaníu eru til lagaiyrirmæli
frá 1794, sem bannar hjónum að
kyssast á sunnudögum. En nú er
ákaft barist fyrir því að fá lögin num-
in úr gildi. Þeir eru nefnilega til, sem
álíta að sunnudagsgleði heimilanna
verði meiri, ef lögin eru afnumin.
Það munu vera löghlýðnir menn í
Pennsylvaníu, því auðvitað dettur
engum í hug, að lög þessi hafi nokk-
um tíma verið brotin. Það gæti verið
nógu gaman að vita, hvort lög þessi
ná til trúlofaðs fólks eða ástfanginna
unglinga.
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins,
7. apríl 1935.