Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996
s a g a
■ Viktoría drottning sat að völdum í Englandi í sextíu og fjögur ár eða lengur en nokkur annar breskur
þjóðarleiðtogi. Kolbrún Bergþórsdóttir segirfrá drottningunni
Þegar Alexandrína Viktoría fæddist, þann 24. maí 1819, sagði faðir
hennar, Játvarður, hertogi af Kent og sonur Georgs 3 konungs: „Hugsið
vel um hana því hún á eftir að verða drottning Englands". Hann hefur þó
vart gmnað hversu djúp spor dóttir hans átti eftir að marka í sögu Bret-
lands því hún sat í hásæti í sextíu og fjögur ár, styrkti stöðu konung-
dæmisins og varð í huga heimsbyggðarinnar tákn breska heimsveldisins.
Þegar Viktoría fæddist var hún fimmta í röð ríkiserflngja krúnunnar.
Hún var einungis átta mánaða þegar faðir hennar lést og örlögin höguðu
því svo að á skömmum tíma hreppti dauðinn þá sem staðið höfðu henni
nær ríkiserfðum. Hún var ellefu ára þegar henni sagt að hún myndi erfa
bresku krúnuna þegar föðurbróður hennar, Vilhjálmur 4, væri allur.
„Við þær fréttir brast ég í grát,“ sagði hún, „og fylltist hryggð vegna
þess sem í væntum var.“
Ung drottning leitar ráðgjafa
Þessi tilvonandi Englandsdrottning
var afar smávaxin, fremur ófríð og
þybbin, en hún var lífsglöð og bjó yfir
miklum persónutöfrum. Hún þótti vel
greind og hafði stálminni sem gerði
það að verkum að hún átti létt með
nám. Hún fór ekki varhluta af listræn-
um hæfileikum, hafði svo góða söng-
rödd að sjálfur Mendelssohn bar fals-
- laust lof á, og sýndi einnig mikla hæfi-
leika á myndlistarsviðinu.
AUa ævi átti Viktoría í erfiðleikum
með að hemja skapsmuni sína og hún
gat rokið upp af minnsta tilefni. En hún
þótti einnig hugrökk og einstaklega
hreinskilin. Einmanaleg æska markaði
hana mjög. Hún ólst upp hjá móður
sinni sem hún unni lítið, átti ekki systk-
ini og var án leikfélaga. Þessi vöntun á
félagsskap gerði það að verkum að hún
þjáðist alla ævi af feimni og naut sín
ekki í margmenni.
„Ég er einstaklingur sem þarf að
styðjast við aðra manneskju tíl að finna
frið og huggun,“ sagði Viktoría eitt
sinn. Hún tók félagsskap karla ffam yf-
ir félagsskap kvenna, því hún var ætfð í
leit að fóðumum sem hún hafði misst
og fann hann reyndar nokkrum sinnum
í eiginmanni og forsætisráðherrum á
borð við Melboume lávarð og Disraeli.
Melboume iávarður var fimmtíu og
átta ára og Viktoría ljörtíu árum yngri
þegar hún kom til ríkis, en milli þeirra
tókst innileg vinátta. í forsætisráðherra
sínum fann Viktoría föðurímynd, náinn
ráðgjafa, vin og hetju. Hún tilbað for-
sætisráðherra sinn og gerði enga tilraun
til að leyna þessari aðdáun sinni. A
tímabili var dagbók hennar meira eða
minna helguð honum og sitthvað bend-
ir til að hún hafi verið ástfangin af hon-
um, hvort sem sú ást var henni meðvit-
uð eða ekki. Forsætisráðherranum þótti
innilega vænt um drottninguna sem
hann sagði vera falslausustu mann-
eskju sem hann hefði kynnst.
Lávarðurinn taldist til hóps frjáls-
lyndra Vigga, og drottningin gerði
stjórnmálaskoðanir hans að sínum.
Hún sagði honum eitt sinn að sér fynd-
ist að konungsijölskyldan ætti ætíð að
draga taum Vigga, sem hlýtur að teljast
heldur glannaleg yfirlýsing frá þjóð-
höfðingja sem samkvæmt stjómarskrá
bar að sýna hlutleysi. „Guð forði okkur
frá Tórýjum," skrifaði hún í dagbók
sína um svipað leyti.
Undir lok stjómartíðar sinnar sagði
drottningin að Melbourne lávarður
hefði verið „framúrskarandi maður, en
of flokkshollur og hann gerði mig að
drottningu flokks síns.“ En þegar
drottningin viðurkenndi þessa stað-
reynd hafði hún gengið hefðbundna
leið frá frjálslyndi til íhaldsstefiiu; var
orðinn ein af Tórýjunum sem hún hafði
áður beðið guð um að forða sér og sín-
um frá.
Engillinn Albert
Mesti áhrifavaldur í lífi Viktoríu var
eiginmaður hennar, Albert prins, sem
hún tilbað af ákafa trúmannsins. Albert
var frændi Viktoríu og þau giftust árið
1840. Gestir í brúðkaupi þeirra vora
allir yfirlýstir Viggar fyrir utan einn,
Hertogann af Wellington, sem var þar
einungis vegna þess að Melboume for-
sætisráðherra hafði sótt það fast að
honum yrði boðið.
Tveimur árum eftir brúðkaupið
sagði Viktoría að Albert væri full-
komnasta vera sem til væri. „Ég efast
um að nokkur hafi elskað eða virt ann-
an einstakling eins og ég elsku engilinn
minn,“ sagði hún. Árin deyfðu á engan
hátt ást hennar, mögnuðu hana fremur
og hún var staðfastlega þeirrar skoðun-
ar að enginn stæðist samanburð við Al-
bert. Eftir tveggja áratuga sambúð
sagði hún við elstu dóttur sína Vicky:
„Eg viðurkenni aldrei að nokkur kona
hafi verið eins hamingjusöm og ég er
því ég hvika ekki frá því að pabbi er
ólíkur öllum sem lifa, hafa lifað eða
eiga eftir að lifa.“
Albert var feiminn, rólyndur og
formfastur maður og margir voru á
þeirri skoðun að hann hefði bælt hið
létta skap drottningar. „Oss er ekki
skemmt," sagði drottningin eitt sinn,
eftir að hafa hlýtt að sögu sem henni
þótti ósmekkleg, og margir hafa orðið
til að ætla að orðin hafi lýst ríkjandi
skapgerð hennar, fúllyndi og þumbara-
hætti. Staðreyndin var hins vegar sú að
glaðværð og fjör vora eðlislægir þættir
í skapgerð hennar.
Hinn alvöragefni Albert var mann-
úðarsinni og mjög í nöp við kreddu-
kenningar og þröngsýni. Hann lét eitt
sinn hafa eftir sér: „Ef sósíalismi bygg-
ist á því að sjá fyrir þeim sem ekki geta
séð fyrir sér sjálfir þá er ég fylgjandi
honum." Hann varð hægri hönd konu
sinnar og skrifborð þeirra vora hlið við
hlið til að gera þeim hægara um vik að
vinna saman. Stjónimálamenn viður-
kenndu Albert fljótlega sem nánasta
ráðgjafa drottningarinnar og uppgötv-
uðu að besta aðferðin við að koma sér í
mjúk hjá drottningu væri að lofa Albert
1 hennar eyra. Þá list lék Disraeli síðar
af mikilli fimi enda varð hann eftirlæti
drottningar.
Viktoría Þreyttist aldrei á að lýsa
því yfir að það væri karlmanna að
skipta sér af stjórnmálum, en ekki
kvenna. Þegar henni fannst ráðherrar
sínir gera of miklar kröfur til sín var
viðkvæði hennar: „Drottningin er
kona.“ Hún hafði megnustu andstyggð
á kvenréttindabaráttu og lét hafa eftir
sér að hin mikla baráttukona, lafði Am-
berley, móðir Bertrands Russells, ætti
skilið rækilega hýðingu fyrir ffamgang
sinn í kvenréttindabaráttu. Það olli
henni miklu hugarangri þegar tvær
elstu dætur hennar gerðust miklir tals-
Viktoría drottning. Hún
var átján ára þegar hún
varð drottning Breta og
enginn breskur þjóðhöfð-
ingi hefur ríkt lengur en
hún.
Viktoría ásamt síum heitt-
elskaða Albert. „Hann er
ólíkur öllum sem lifa,
hafa lifað eða eiga eftir
að lifa," sagði hún.
menn kvenréttinda. Viktoría hafði
ekkert á móti umbótum svo lengi sem
unnið væri að þeim af varfæmi en um
leið og henni sýndist sem þær myndu
ógna hefðbundinni þjóðfélagsuppbygg-
ingu þá var hún samstundis upptekin af
að vemda ríkjandi ástand.
Fyrsta barn Viktoríu og Alberts
fæddist níu mánuðum eftir brúðkaupið
og næstu sextán ár bættust átta böm í
hópinn. Þegar bömin voru orðin níu
varaði læknir drottningar henni ein-
dregið frá því að eignast fleiri böm.
Drottningin, sem hafði hina mestu un-
un af kynlífi, fölnaði við fréttimar og