Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAI 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ Viktoría á efri árum. Hermi leið illa fyrir fram- an myndavélar og þær myndir sem til eru af henni benda yfirleitt til að henni hafi aldrei í lífinu verið skemmt. En reyndin var þó sú að hún var glaðsinna kona. sagði Gladstone eitt sinn og drottningin kvartaði sömuleiðis hástöfum. „Hann talar yfir mér eins og væri ég almennur borgarafundur,“ sagði hún og stað- hæfði að hann neitaði að hlusta á sig. ,JÉg hef skýrt honum frá nokkrum stað- reyndum sem honum var ekki kunnugt um en einu svörin sem ég fæ eru: ,,Er það? Er það virkilega?" Gladstone stóð drottninguna marg- sinnis að því að beita sér gegn ýmsum veigamiklum málum sem flokkur hann beitti sér fyrir. Honum var þó mikið í mun að slíkt fréttist ekki því hann taldi tíðindin um hlutdrægni drottningar geta skaðað konungdæmið. Þegar Gladstone lést var Viktoría spurð hvort hún ætlaði ekki að skrifa ekkju hans og votta henni samúð sína. , Jiei, sagði hún og bætti við af sinni al- kunnu hreinskilni: „Ég kunni ekki við manninn. Hvemig á ég að segja að ég sé miður mín þegar ég er það ekki.“ Reyndin varð þó sú að hún sendi ekkj- unni hlýlegt bréf. Við dóttur sína sagði hún: „Gladstone var greindur maður, ákaflega hæfileikaríkur en hann gerði ekkert til að halda uppi merki og heiðri Stóra Bretlands." Endalokin Þegar Viktoría hafði ríkt í sextíu ár skrifaði hún í dagbók sína: „I dag er dagurinn sem ég hef ríkt lengur en nokkur enskur þjóðhöfðingi." Hátíðar- höldin í tilefni afmælisins voru stór- brotin og drottningin var mjög hrærð. „En hvað fólk er vingjamlegt,“ sagði hún hvað eftir annað eins og hún tryði því ekki að hún væri svo heitt elskuð af þegnum sínum. Þegar hún var spurð hvort hún væri ekki stolt af því að vera svo elskuð svaraði hún: „Nei, einungis mjög auðmjúk.“ Síðustu árin sem hún lifði þjáðist hún af gigt og sjón hennar hrakaði mjög. Hún taldi þó ekki eftir sér að sitja uppi öll kvöld meðan Búastríðið geisaði og ptjóna trefla handa breskum hermönnum. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað fyrir þá, þrátt fyrir að framlagið sé ósköp lítið,“ sagði hún af- sakandi. Fyrstu orðin sem hún skrifaði í dag- bók sína árið 1901, síðasta árið sem hún lifði, vom: „Annað ár er hafið og ég er svo máttvana og veik að ég byija árið döpur í huga“. Tveimur vikum síð- ar fékk hún hjartaáfall sem hefti mjög mál hennar og hún lagðist rúmföst. Hún hafði eitt sinn sagt dóttur sinni að það yrði mikil blessun að deyja um- kringd bömum sínum. Seinna skipti hún um skoðun og sagði það skelfilega tilhugsun að hafa ættingja sína sveim- andi yfir eins og sveltandi hrægamma. „Ég krefst þess að svo verði ekki þegar ég ligg fyrir dauðanum. Það væri hræðilegt," sagði hún. Hún var að deyja en sagðist vilja lifa lengur því hún ætti ýmsu ólokið. Böm hennar komu að sjúkrabeði henn- ar. Áður en dauðinn sótti að drottning- unni reis hún upp í rúmi sínu og horfði í átt að glugganum. Augu hennar leifr- uðu af gleði, eins og hún hefði komið auga á einhvem sem hún þekkti. „Al- bert!“ kallaði hún upp og féll síðan aft- ur á koddann. „Ég mun aldrei gleyma birtunni sem skein af andliti hennar," sagði Helena dóttir hennar. „Við fund- um og vissum að hún sá yfir landa- mærin og hafði séð og hitt sína heitt- elskuðu. f dauðanum var hún svo fóg- ur, slíkur friður og gleði yfir andliti hennar - það var bjarmi ffá himnum.“ Fréttir af dauða drottningarinnar bámst um heimsbyggðina og viðbrögð- in einkenndust af samblandi af sorg og virðingu. Þegar Zulu herforingja vom sögð tíðindin sagði hann: „f kvöld rniui ég sjá nýja stjömu á himninum". „Ég trúi því ekki að hún hafi kvatt okkur,“ skrifaði keisaraynja Rússlands. Banda- ríski rithöfundurinn Henry James sagði: „Dauði hennar hefúr meiri áhrif á mig en ég hafði búist við, hún var varanleg ímynd.“ ■ spurði: „Get ég þá ekki lengur skemmt mér í rúminu?" Viktoríu þóttu bameignir hið mesta böl, enda höfðu þær ekki góð áhrif á andlega heilsu hennar, en hún var ætt'ð mjög þunglynd bæði fyrir og eftir bamsburð. Síðar á ævinni þegar hún fékk fréttir af þungun dætra sinna sagði hún tíðindin vera „skelfilegar fréttir". Sá eiginleika sem var einna mest áber- andi í fari Viktoríu var hreinskilni hennar og hún hlífði ekki sínum eigin bömum. ,£g hef enga tilfinningu gagn- vart þeim fyrr en þau hafa orðið að litl- um manneskjum, ljótt barn^er afar ógeðfelldur hlutur,“ sagði hún. Og í annað sinn lét hún hafa eftir sér: ,JVIér er ekki illa við börn, en mér þykja komaböm fremur andstyggileg." Viktoría átti til að vera mjög gagn- rýnin á böm sín, en hún var í engu ólík öðrum mæðrum að því leyti að hún tók því illa ef aðrir urðu til gagnrýna þau. Bömin hlutu mjög frjálslegt uppeldi og nutu mikilla samvista við foreldra sína, ólíkt því sem tíðkaðist á heimilum að- alsmanna þessa tfma. Viktoría og Al- bert höfðu bæði farið á mis við for- eldraást í uppvexti sínum og lögðu ríka áherslu á það að böm sín nytu meiri foreldraumhyggju en þeim hafði hlotn- ast. Reyndar var fjölskylduhamingjan svo mikil að drottningin hafði marg- sinnis orð á því að hún ætti þá heitustu ósk að búa með fjölskyldu sinni fjarri öllu umstangi og athygli. Henni varð að vissu leyti að ósk sinni því konungs- fjölskyldan bjó hluta árs úti á landi, aflsfjarri hirðinni. Syrgjandi ekkja Heimssýniningin 1851 var haldin í London og helsti skipuleggjandi henn- ar var Albert prins. Hann lagði svo hart að sér við þá vinnu að heilsa hans beið þess ekki bætur. Hann veiktist loks mjög hastarlega árið 1861. Hirðlæknar hans vissu ekki hvað að honum amaði, en eins og einhver sagði þá vom þeir svo vanhæfir í starfi að þeir hefðu ekki einu sinni getað sinnt veikum ketti. Þegar Albert lést árið 1861 tók Viktoría lát hans svo nærri sér að menn óttuðust um geðheilsu hennar. „Hann var allt mitt sjálf, líf mitt og sál, já einnig sam- viska mín... Sannarlega getur aldrei aftur orðið til slíkt samband, slfkt traust og skilningur milli tveggja einstak- linga,“ sagði hún. Fyrstu árin eftir dauða Alberts trúði Viktoría því staðfastlega að hún ætti ekki langt ólifað. Síðar trúði hún einni dætra sinna fyrir því að hún hefði á tímabili íhugað að fyrirfara sér. Þau fjörtíu ár sem hún átti eftir ólifað klæddist hún nær eingöngu svörtu. Hvert sem hún fór bar hún með sér úr hans, lykla og vasaklút. En annars fór hún eldd svo ýkja margt. Hún var svo upptekin af harmi sínum að hún sinnti ekki lengur skyldum sínum. Bresk dag- blöð vom óspör á að kvarta undan því að drottningin væri á launum við að gera alls ekki neitt. En ef drottningin sinnti ekki þjóð sinni þá var hún upptekin við að skrifa dagbækur sínar og bréf, en allt var það þvílíkt hlass að hefði komið til útgáfu þá reiknast mönnum til að bindin hefðu orðið sjö hundmð. Brot af hugleiðing- um hennar komu þó til útgáfu meðan hún lifði, í tveggja binda verki. Samkvæmt bresku stjómarskránni var Viktoría valdalítill þjóðhöfðingi sem bar að sýna hlutleysi í störfum sín- um, en henni tókst sannarlega að setja eigið mark á stjómskipan landsins. Eig- inmaður hennar hafði ætíð varað hana við því að sýna hlutdrægni í störfum sínum, en þegar hann var ekki lengur til að vísa henni veg gerði hún mis- kunnarlaust upp á milli flokka og nokkrir forsætisráðherrar áttu henni stöðu sína að þakka, meðan aðrir stjór- málamenn, kannski jafnhæfir, komust ekki til áhrifa vegna þess eins að henni var í nöp við þá. „Veistu vina,“ sagði hún í elli sinni við bamabam sitt, „ég held stundum að þegar ég dey þá muni ég kvíða því svoh'tið að hita afa því ég er farin að gera ýmislegt sem hann hefði ekki verið samþykkur.“ Annars var drottningin ekki stöðug- lynd í mati sínu á mönnum og þeir sem henni höfðu eitt sinn þótt englar gátu orðið að djöflum og öfugt. Árið 1839 fann hún ekki nógu sterk orð til að lýsa andstyggð sinni á Peel. Árið 1850 var hann einn af nánustu vinum hennar. Árið 1845 var Disraeli í litlu áliti en síðar varð hann sá forsætisráðherra sem hún hafði mest dálæti á. Gladstone í miklu áliti en var síðan afgreiddur sem skaðlegur áróðursmaður. Að undanskildum Albert og Melbo- urne lávarði var heimsvaldasinninn Disraeli helsti áhrifavaldur í lífi drottn- ingarinnar. Hann kom alltaf ffarn við hana eins og samstarfsmann og gaf henni til kynna að í sameiningu væri þeirra að stjórna ríkinu. Hann færði drottningunni h'fsgleðina á ný og gerði henni kleift að sigrast á sorginni og sinna skyldu sinni sem þjóðhöfðingi. Saman efldu þau breska heimsveldið og voru samhent í að móta breska heimsvaldastefnu. Drottningin, sem var alltaf höll undir hetjudýrkun, dáði Disraeli, en að sama skapi var henni í nöp við helsta andstæðing hans, um- bótasinnanum Gladstone. „Drottningin ein er nóg til að gera út af við mann,“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.