Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 38. þing ASÍ var sett í gær og Jakob Bjarnar Grétarsson fór á stúfana og heyrði ofan í nokkra þingfulltrúa. Þingið fór varlega af stað en undiraldan var greinileg. Forsetaslagur lá í loftinu w Oþarfi að klóra augun hvert úr öðru „Góðir félagar, eins og ég kom að í upphafsorðum mínum hér á þinginu þá erum við kannski stödd nú á nokkurri ögur- stund,“ sagði Benedikt Davíðsson forseti ASÍ á 38. þingi sambandsins sem haldið er í íþróttahúsi Digranesskóla í Kópavogi. Það er engum vafa undirorpið að sjálfur stendur Benedikt á ögurstund því allt stefnir í forsetaslag. Svo var í það minnsta að heyra á þingfulltrúum. Brim eða boðaföll? Hafliði Jósteinsson, Verslunar- mannafélagi Húsavíkur, sagði und- iröldu greinilega. „Hvort hún boð- ar brim eða boðaföll - það veit maður ekki. Næsti dagur verður kannski sá sem verður frekari vitn- isburður um það.“ Hafliði á ekki von á hasar. „En mín skoðun er sú að það komi fram annar frambjóð- andi heldur en sá sem þegar hefur lýst yfir framboði sínu til kjörs til forystu fyrir ASÍ.“ Hafliði telur að Benedikt fari fram og hefur svo sem ekki skynjað sérstaka óánægju með störf hans. „Það sem menn helst finna manninum til foráttu er að hann er aldraður. En hann er náttúrlega þrautreyndur og glögg- skyggn á ýmislegt sem varðar verkalýðspólitíkina. Hann hefur að mínu mati staðið sig alveg ágæt- lega í forystu fyrir launþegahreyf- inguna síðan hann óvænt var kjör- inn á síðasta ASÍ þingi á Akur- eyri.“ Hafliði telur það skipta höf- uðmáli að þegar þingfulltrúar yfir- gefa þingstað fari öflug og einhuga hreyfing sem er þess megnug að bæta kjör launþega í landinu og efla stéttarvitund. „Það þarf að gera fólki grein fyrir því að það á að vera hluti daglegs lífs að taka þátt í starfi þess stéttarfélags sem það er meðlimur í. Ég vona að þetta verði farsælt þing og að tekið verði eftir því úti í þjóðfélaginu hvað hér fer fram. Hvenær hefur ekki verið sagt að forystan hafi ekki staðið sig slak- lega á því kjörtímabili sem þá er að ljúka? Öll þau ár sem ég hef verið að bauka við að starfa í verkalýðsmálum hefur þetta verið sagt. Auðvitað hefur henni ekki tekist að ná fram öllum þeim mál- um sem umbjóðendurnir vildu gjaman sjá. En ég tel það mikil- vægt að hávaðaseggir sem hafa lít- ið innihald í sínum boðskap verði ekki í forystunni heldur menn sem standa föstum fótum á jörðinni, hafa reynslu og sæmilega gott traust þeirra sem hinu megin borðsins sitja.“ Almenn óánægja Ragnar Árnason, Verkamannafé- laginu Hlíf, var þokkalega bjart- sýnn í upphafi þings en sagði ým- islegt í gangi og átti von á hörðum slag. „Forsetakosningamar og lagafrumvarp sem nú er fyrir þing- inu verða hitamál." Ragnar á von á öðru framboði til forseta ASÍ held- ur en það sem þegar er komið fram enda fer hann ekki dult með þá skoðun sína að það sé ríkjandi óánægja með forystuna. „Ég tel al- menna óánægju vera meðal félags- rnanna." Ragnar segir að Hlíf leggi áherslu á almenn mál og það að hindra að hið svonefnda skerðing- arfrumvarp ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga. „Tillagan um vinnulöggjöfina þar sem verið er að setja inn óverjandi reglur um verkfallsrétt. Við berjumst gegn því.“ Ekki Parkinsonlögmálið Helgi R. Gunnarsson, Félagi raf- eindavirkja, sagði þingið fara ró- lega af stað. „Er ekki miðvikudag- urinn sem allt snýst um? Kosning- arnar?" Hann vonaðist til þess að þingið yrði friðsælt. „Þetta á ekki að snúast fyrst og fremst um for- setann. Aðalatriðið er að það náist samstaða um þrenninguna. Alla forsetana þrjá.“ Helgi þorði ekki að dæma um hvort Benedikt færi fram en taldi það þó líklegra en hitt. Hann sagðist vera þokkalega sáttur við forystuna en það væru ýmsar breytingar sem verið væri að leggja fram sem hann sé ósáttur við eins og til dæmis skattgreiðslur til þingsins. „Það sem helst brenn- ur á rafiðnaðarmönnum almennt er að þeir vilja ekki að Alþýðusam- bandið vaxi upp í það að verða stofnun. Þeir vilja fyrst og fremst að Alþýðusambandið sé samein- ingartákn. Að það stækki ekki né að þar ríki Parkinsonlögmál. Að það víkki ekki út fyrir allt vel- sæmi. Það á ekki að vera í vinnu fyrir hinn almenna félagsmann. Það eiga samböndin sjálf að sjá um. Helgi vill sjá meira sjálfstæði hjá samböndunum. „Og til þess að ASÍ splundrist ekki mega skatt- greiðslur ekki vera svo háar að fé- lögin hafi ekki efni á því að vera þar.“ Má berja á ríkisstjórninni Guðmundur Ó. Guðmundsson, Félagi byggingarmanna Eyjafirði, átti frekar von á átökum en hitt. „Það er ekki óeðlilegt þó að menn takist svolítið á bæði um einstak- linga og stefnur. Það er verið að leggja fram heilmiklar pólitískar línur í félagsstarfinu." Guðmundur segir að sitt félag leggi áherslu á fræðslumálin og þá á grundvelli Spá um harðan slag Björn Grétar Sveinsson, Ögmundur Jónasson og Hervar Gunnarsson ráða ráðum sínum fyrir utan íþróttahús Digranesskóla þar sem 38. þing ASI var sett í gær. samleiðar. „Við eigum samleið með okkar kollegum hér eins og annars staðar í því sem snýr að kjaramálum. Náttúrlega þarf að berja á ríkisstjórninni að þessu sinni sem virðist vera nauðsyn- legt.“ Guðmundur segir að auðvitað séu menn ekki á einu máli um ágæti forystunnar." Mitt mat er að Benedikt hafi staðið sig mjög vel sem forseti. En það eru eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um það í jafn breiðum samtökum og þessum þar sem saman koma ólíkir hópar og ólíkir hagsmunir.“ Og Guð- mundur klykkti út með setning- unni: „Taka á!“ Að hinir eldri hvíli sig Hólmfríður Bjarnadóttir, Hvöt Hvammstanga, sagði þetta mikið apparat og það þurfi að snúa því í gang með stórri sveif. Það sé því ekkert skrýtið þó að þingið fari ró- lega af stað. Hún segist gjarnan vilja sjá að forystuna yngda upp á þinginu. „Að Benedikt ólöstuðum þá á að gilda í okkar röðum eins og á hinum almenna vinnumarkaði að hinir eldri fái að hvfla sig þegar þeir eru komnir á aldur.“ Hólmfríður er á því að þingið Engin heljarstökk takk Páll Valdimarsson, Rafiðnaðar- sambandi íslands, sagði þingið fara rólega af stað. Hann vonaðist eftir stefnumörkun til næstu fjög- urra ára og að málefnahópar kæmu sterkir út. „Þetta mun ekki snúast um forseta eða varaforseta heldur málefni fyrst og fremst." Páll vildi ekki gera mikið úr forystukreppu ASÍ. „Er það ekki bara í fjölmiðl- unum? Ég kannast ekki við að það sé forystukreppa í Alþýðusam- bandinu sjálfu. Það getur vel verið að það sé innan einstakra sam- banda eins og Verkamannasam- bandinu." Páll á ekki von á hörð- um slag en sagði að Rafiðnaðar- sambandið leggði áherslu á að skerpa línurnar og viljum ná kjör- um við það sem sambærilegt er á Norðurlöndunum. Ekki með ein- hverjum heljarstökkum heldur með þrepum þannig að eftir fjögur ár verðum við á svipuðu róli hvað kjör snertir." komi til með að sýna klærnar eink- um með tilliti til þess hvernig Al- þingi hefur haldið á málum gagn- vart verkalýðshreyfingunni. „En ég vildi sjá það þá sameinað útí frá fremur en innbyrðis. Ég held að við þurfum ekki á því að halda að vera að klóra augun hver úr öðru.“ Stjórnvöld erfið Jónína Valgarðsdóttir, Fram- sókn, vonar að það verði ekki mik- il átök á þinginu. „Það sem ber hæst er hvernig stjórnvöld eru að fara með okkur. Svo er hvort það verður forsetaslagur?" Jónfna situr nú sitt fyrsta þing og hún segist ekki greina neina óánægju með forystuna. Kraftmeiri forystu Sigrún Guðlaugsdóttir, Fram- sókn, situr sitt annað þing og hún á von á hörðum slag einkum um for- setann. „Er það ekki bara í fjöl- miðlum?" segir hún aðspurð um forystukreppu hjá ASÍ. „Maður hefur lesið um það að forystan hafi staðið sig slælega við að berja upp kjör. Það mætti kannski vera meiri kraftur í henni. Það myndi ekkert saka.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.