Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 8
*■ * \mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Þriðjudagur 21. maí 1996 73. tölublað - 77. árgangur Kveðja til Alþýðusambands Islands í tilefni 80 ára afmælis Al- þýðusambands Islands sendum við íslenskir jafnaðarmenn syst- ursamtökum okkar hugheilar heillaóskir og baráttukveðjur. Fyrsta aldarfjórðunginn voru Alþýðusambandið og Alþýðu- flokkurinn ein og sama hreyfing- in. Alþýðusambandsþing var jafnframt flokksþing Alþýðu- flokksins. Fyrsta aldarfjórðunginn var þessi sameinaða hreyfing jöfn til að leggja grunninn að því vel- ferðarríki vinnandi fólks, sem gerbreytti lífskjörum og réttinda- málum alþýðu til hins betra. Stærsti sigurinn vannst þegar mannréttindaskrá almennings, al- mannatryggingalöggjöfin, var lögfest í miðri heimskreppunni árið 1936, eða fyrir 60 árum. Enginn lagabálkur frá Alþingi hefur breytt lífsskilyrðum jafn margra með jafn róttækum hætti. Megi sá árangur, sem samstarf okkar í árdaga bar fyrir erfiðis- vinnumenn íslands, vera okkur lýsandi fyrirmynd til framtíðar. Sameinaðir stöndum vér, Sundraðir föllum vér! Til hamingju með árin 80. fyrir hönd Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands Jón Baldvin Hannibalsson formaður RAOGREIÐSLUR Philco ísskápur 180x60 sm. CBR25 Verð nú: 79.900 kr. Afsláttur v/ eldri ísskáps: 10.000 kr. Tilboðsverð: 69.900 kr. 5% stgr. afsláttur: 3.500 kr. Staðgreiðsluverð: 66.400 kr VÍS3 í 18. mún. meðaigr. á mán. 4.460 m/ vöxtum og kostn. Philco þvottavél 800 sn. WMN862 Verð nú: 54.600 kr. Afsláttur v/ eldri vélar: 8.000 kr. Tilboðsverð: 46.600 kr. 5% stgr. afsláttur: 2.300 kr. Staðgreiðsluverð: 44.300 kr. Visa í 18. mán. meöalgr. á mán. 3.005 m/ vöxtum og kostn. <ö> Heimilistæki hf SÆTUNI 8 SIMI 569 15 OO " í J '< Þetta tilboð gildir um allar Philco vörur: Þvottavélar, þurrkara og ísskápa. Notaðu tækifærið og komdu gömlu græjunni í verð, það skiptir engu máli í hvernig ástandi hún er eða af hvaða gerð. Við sækjum hana meira að segja heim til þín um leið og þú færð þá nýju! (FRÍ HEIMSENDING GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU) Verðdæmi: Fyrir 8-10 þúsund kr! Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Tréristur fyrir heilagan Martein Það er við hæfi að Þorgerður Sig- urðardóttir myndlistarmaður sýni í Hallgrímskirkju. Hún hefur unnið tré- ristur að undanfömu til dýrðar heilög- um Marteini biskupi frá Tours og þjóðardýrlingur Frakka. Sýningin opnar á hvítasunnudag og stendur til ágústloka. Heilagur Marteinn var vemdardýr- lingur margra kirkna á íslandi í kaþ- ólskum sið, þar á meðal á Grenjaðar- stað, fæðingarstað Þorgerðar. Þar í kirkjunni hékk um aldir fomt altaris- klæði með myndum úr lífi og starfi dýrlingsins. Þegar franski vísindamað- urinn Paul Gaimard átti þar leið um árið 1836 hafði hann klæðið með sér og er það nú varðveitt í Louvre. Þorgerður fékk styrk og starfslaun til að kynna sér þetta klæði í Frakk- landi og hefur hún sýnt afrakstur þeirrar vinnu í vetur og hafa myndir hennar vakið mikla athygli. Látbragð og svipbrigði í Lögbergi Á fimmtudaginn munu prófessor Carol Neidle og Dawn MacLaughlin frá Boston University í Bandaríkjun- um flytja fyrirlestur um táknmál heyrnarlausra. Fyrirlesturinn, sem fluttur er á ensku en verður einnig túlkaður á íslenskt táknmál, hefst klukkan 17:15 í Lögbergi Háskóla ís- lands. Meðal annars verður komið inná hlutverk látbragðs og svipbrigða í bandarísku táknmáli. Komið hefur fram að slíkir þættir gegna miklu víð- tækara og reglubundnara málfræði- legu hlutverki en menn höfðu áður tal- ið og handahreyfingar einar segja ekki alla söguna. Stjóm f iskveiða íOdda James Wilson, prófessor í auðlinda- hagfræði við Orono háskóla í Maine USA, verður í Odda í boði Sjávarút- vegsstofnunar Háskóla fslands á föstudaginn klukkan 12. Wilson mun lýsa nýmælum í stjóm fiskveiða í Ma- ine ríki en þar hafa verið samþykkt lög sem kveða á um lýðræðislegar ákvarðanir um nýtingu fiskimiða og samvinnu heimamanna og stjómvalda. Athyglisvert er að kynna sér það með hliðsjón af fiskveiðistjómun hérlendis en áhugafólk um sjávarútveg og stjóm fiskveiða er hvatt til að mæta. Myndlistar- maður gefur út bækur Kristinn G. Harðarson, sem er betur þekktur sem myndlistarmaður en rit- höfundur, hefur nú gefið út hvorki meira né minna en fjórar bækur eftir sjálfan sig. Þær heita Skyndileg full- vissa, Á fjarlægum stað, Ljóstaktur og Hversdagsheimur portsins. Samtals eru þetta 119 stuttar sögur, frá einni og upp í nokkrar síður hver. í fréttatilkynningu segir að sögumar spanni allvítt svið en þær eru unnar uppúr dagbókum höfundar allt aftur til ársins 1983. Þetta em draumar, hug- leiðingar, umhverfis- og mannlýsing- ar, endursagnir, hugdettur, hversdags- legir viðburðir, ýmiskonar innri upp- lifanir og minningarbrot. Bækumar em gefnar út í eitthundr- að árituðum eintökum en áður hefur Kristinn sent frá sér Ijóðabókina Eilífir sólargeislar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.