Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 a ð u t a n Bréf frá New York Kristinn Jón Guðmundsson skrifar Hlátur að handan Meðan nýjungar og tískusveiflur tröllríða metsölulistum bóka um allar álfur, Englendingar sjá ekkert nema ævisögur og Frakkar rífa í sig nýja Mitterrand-bók í hverri viku, eru blessaðir Ameríkanarnir merkilega staðfastir í sínum bókmenntasmekk. Hér er að sjálfsögðu talað um hinar svokölluðu ,Jiow to“, eður sjálfshjálp- arbókmenntir. An þess að geta lesið sér til um hvemig hægt sé að verða elskhugi, faðir, kaupsýslumaður og allt þar á milli - og helst í 10 þrepum - er hætt við að ijómi þjóðfélagsins yrði lagður inná sjúkrahús í allshetjar panik-kasti. Það er sjálfsagt að taka fram að slíkt mun aldrei gerast, ekki meðan Guð fær einhveiju ráðið. Núna sfðast bættist „Hvernig við deyjum" í hópinn og varð samstundis metsölubók. Því þótt hrömun og dauði sé óralangt frá hinu bjartsýna eðlisfari Ameríkanans, er greinilegt að margir lesendur hafa haft hulinn áhuga á efn- inu, og hafa jaíhvel borið í bijósti von um að í ritverkinu mætti finna 10 þrepa aðferð við þetta mikla feimnis- verk - að deyja. Það er morgunn í Ameríku. Ekki kvöld... Dauðinn á ekkert erindi í svona hamingjusamt land. En samt... Þegar að því kemur að ekki er leng- ur hægt að fresta því óumflýjanlega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum amerískra. Hvar annarsstaðar myndu menn taka andköf af undran og lýsa yfir „sjokki“ þegar slasað tírætt gam- almenni fær loksins hvíldina, eins og gerðist í Kalifomíu í mars. Sjónvarpið fór á stúfana til að krefja vegfarendur um viðbrögð pg menn böðuðu út höndum og hrópuður „Er hanri dá-~ inn!“ Það eina sem vantaði var frétta- skýring um skaðsemi reykinga í sam- bandi við ótímabært andlát George Bums. Meðan menn vom í óða önn að leita orsaka dauðsfallsins var haft samband við lærisvein grínarans, Ar- senio Hall, sem lét hafa eftir sér: „Nú er hann að koma Guði til að hlægja!" Það er einmitt einkenni á Amerík- önum hvað þeir telja sig þekkja al- mættið persónulega og hafa einatt áhyggjur af því að hann Guð skemmti sér ekki nógu vel. Kannski er það ein af ástæðum þess að engin líkræða hér Vestra er fullkomin nema með fylgi hnyttin athugasemd um hinn látna, eða lítil kímnisaga sem svarað er jafri- an með kurteisishlátri á syrgjenda- bekk. Bill Clinton er einmitt listamað- ur þessarar hefðar, að brosa gegnum tárin, eins og var forveri hans Reagan. Clinton verður seint fyrirgefið í sum- um Suðurríkjum að telja sig jafn góð- an sálusorgara og Ronald Reagan, en sefjunarorð hans eftir Oklahóma sprenginguna era þó talin slaga hátt uppí úrvalsræður Reagans. Þar skín skærast ávarpið eftir Challenger slysið og svo afmælisræðan á D-dag 1984, þegar hermannatárin féllu í sandinn við Normandíkletta og forsetinn sjálf- ur var farinn að brynna músum áður enyfir lauk. I þessu sambandi verður mér oft hugsað til þessarar séríslensku þerapíu sem kallast minningargreinar, og myndi eyða upp öllum regnskógum jarðar á nokkrum dögum ef aðrar þjóðir tækju sér til fyrirmyndar. Sú eftirmælatombóla er eiginlega fyrir- rennari intemetsins alræmda sem troð- fylltist svo af skeytum við fráfall Jerry Garcia, síðasta starfandi gúrús hippa- menningarinnar, að við lá að kerfið færi yfiram. Þó hafa merkismenn allt- af fengið sína minningargrein - eður „obituary" á firíu máli - en hún er allt- af framleidd af starfsliði stórblaðanna og hefur oftar en ekki legið á lager hjá þeim áram eða áratugum saman þegar kallið loksins kemur. Og er höfundur minningargreinarinnar oft dauður löngu á undan hinum láma. Þessar fagmannlegu stórblaðaminn- ingargreinar era eðlilega lfemur hlut- lausar, eins og kannski hæfir anda góðrar blaðamennsku, og eru þá dálkahöfundar svokallaðir kjömir til að draga fram mannlegu hliðar við- komandi. Svösem keðjureýkirigar og * bjómeyslu Yitzhak Rabin eins og þeir kepptust við að gera í haust. Slíkir smámunir hrífa hinsvegar ekki ímynd- unarafl fjöldans, ef íjöldinn hefur þá eitthvað slíkt. Harmleikur þarfnast einnar hetju utan þeirrar sem hvílir á böranum, hvort sem hún heitir María Magdalena Súperstar eður Jackie O bakvið svört gleraugu. Afastelpan hans Yitzhak Rabin, óharðnaður ung- lingurinn svo sterk í angist sinni við gröfina, flaug beint inná amerískar forsíður og varð stjarnan sem snart þúrsund hjörtu og kveikti um leið á ófáum peram hjá útgáfuaðilum, sem bara misserum seinna eru búnir að koma stúlkunni á þrykk. Bókin er nú auglýst sem tilvalin „mothers-day“ Það er einmitt einkenni á Ameríkönum hvað þeir telja sig þekkja almættið persónulega og hafa einatt áhyggjur af því að hann Guð skemmti sér ekki nógu vel. gjöf, enda átakanleg kápumyndin ein sér nægjanleg til að kippa í strengi kaldrifjuðustu stjúpmóður. Og þetta er bara eitt dæmið um þá skyndibókaút- gáfu um ævi Yizhaks sem flæðir um markaðinn eftir að kannanir hermdu að áhugi á hershöfðingjanum í Banda- ríkjum Ameríku hefði aukist marg- faldlega. Píslarvættir era nú á hverf- andi hveli, hvað þá menn á borð við Gandhi sem hafa fallið fýrir stóra hug- sjón eða heila þjóð. Við viljum vera samtíða slíkum mönnum og bjóðum Rabin velkominn í klúbbinn, enda hafði hann ferðast hratt síðustu árin; frá beinbrotum í Gaza til friðardúf- unnar í Tel Aviv. Ameríkanar voru agndofa yfir hans miklu örlögum, enda stendur hið unga ísrael hjarta þeirra nær en nokkuð annað ríki. Þegar þeirra eigin viðskiptaráð- herra, Ron Brown, hinsvegar fórst í Króatíu á dögunum, skiptust viðbrögð Ameríkana mjög í tvö hom; aðallega eftir skoðunum í kynþáttamálum. „Hann var svartur," sagði gömul kona einsog það réttlætti í sjálfu sér dauða- dóm. „Hvað um alla hina sem fórast með vélinni, það er ekkert talað um þá!“ Einn vinsælasti útvarpsmaður New York og nágrennis, Bob Grant, (blökkumannahatari úr felum) hlakk- aði svo í beinni útsendingu yfir enda- lokum Browns að hann var rekinn með hraði, eftir áratuga starf. Svo ráð- inn af annarri stöð nokkrum vikum síðar, þrátt fyrir bölbænir Jesse Jack- son og A1 Sharpton, en hlustendum til mikillar ánægju. Það voru fleiri farþegar með vél- inni, mikið rétt. Til að mynda Nat- haniel nokkur Nash, sem var fyrsti blaðamaður The New York Times sem látist hefur við skyldustörf síðan í Seinni heimsstyijöldinni. Kollegi hans á blaðinu, Thomas Friedman, ritaði dálk um hann í blaðið og það furðaði mig þónokkuð að Pulitzerverðlauna- höfundurinn skyldi hafa komist upp með að skrifa klassíska íslenska minn- ingargrein, bæði í uppbyggingu og efnismeðferð. Gamlir dagar á Tíman- um vora rifjaðir upp; þegar þeir vora busar í skrifstofusnatti og Friedman minntist þess með trega að þegar hann var sendur til Lfbanon til fréttaritunar, hafði Nash kvatt hann með orðunum „farðu varlega!" Nú heimfærði Fried- man þessi orð yfir á slysið við Króa- tíu: „Farðu varlega - en það er bara of seint.“ í lokin kom svo snilldartaktur hjá Pulitzerskáldinu, sem þessvegna hefði getað komið beint út úr útskrift- arbók Menntaskólans í Kópavogi: „Nú er hann sjálfsagt að taka niður nótur hjá Guði, ef ég þekki hann rétt.“ Það er mikið á Guð lagt, þó almátt- ugur sé. ■ Nýr pistla- höfundur Kristinn Jón Guðmundsson hefur um árabil búið í New York, og fengist við allt millum himins og jarðar. Stefán Jón Hafstein skráði sögu hans fyrir fáeinum árum og gaf út hjá Máli og menningu. Kristinn Jón mun senda Alþýðublaðinu pistla annað veifið, og er blaðinu sérstakur fengur að skrifum hans enda er hann frumlegur og snjall stílisti. Lækningaminjar á Nesstofusafni Á laugardaginn opnaði Nesstofu- safn, þar sem gefur að líta muni tengda sögu læknisfræðinnar á íslandi síðustu aldimar. Nesstofusafn var á sínum tíma byggt fyrir fyrsta land- lækninn á íslandi, Bjama Pálssson, á árunum 1760-1763 og er húsið því eitt af elstu steinhúsum landsins, samtíða húsum eins og Bessastaðastofu og Viðeyjarstofu. Nesstofa stendur í út- jaðri byggðarinnar vestast á Seltjama- nesi og er opin á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardög- um milli eitt og fimm. Varnarliðið Rafmagnsverkfræðingur (U.S. Naval Computer and Telecommunication Station) Varnarliðið óskar að ráða rafmagnsverkfræðing til Fjarskiptastofnunar Varnarliðsins. Starfið felst í tæknilegum rekstri og skipulagi ásamt verk- og fjárhagsáætl- anagerð stofnunarinnar. Samskipti við íslenska og bandaríska aðila innan og utan stofnunar eru mikil og því áríðandi að viðkomandi sé lipur í samskiptum. Unnið er eftir bandarískum og íslenskum reglum. Krafist er fullgildrar menntunar rafmagnsverkfræðings, mjög góðrar munnlegrar og skriflegrar enskukunnáttu, ásamt hæfileikum til að vinna sjálfstætt. Umsækjendur þurfa að hafa gilt ökuskírteini. Um er að ræða fast starf. Skriflegar umsóknir á ensku beristtil Varnarmálaskrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260-Reykjanesbæ, eigi síðar en 28. maí 1996. Nánari upplýsingar um starfið eru í starfslýsingu sem liggur frammi á sama stað. Áríðandi er að umsækjendur kynni sér hana áður en þeir sækja um starfið. Vestan Nesstofu eru gömlu túnin frá Nesi, Bakkatjörn og fjaran. Þessi fótstigni tannbor var Högna Björnssonar læknis. eigu Læknistaska, hlustpípa og blóð- þrýstingsmælir. Gleraugu sem sögð eru úr eigu séra Hallgríms Péturssonar. Varnarliðið Sumarafleysingar Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða fólktil sum- arafleysinga: Bifvélavirkja hjá Stofnun Verklegra framkvæmda og Verslun Varnarliðsins. Bílamálara hjá Stofnun Verklegra Framkvæmda. Málara hjá Stofnun Verklegra Framkvæmda. Blikksmiði hjá Stofnun Verklegra Framkvæmda. Rafvirkja hjá Stofnun Verklegra Framkvæmda. Rafeindavirkja hjá Flugrekstrarstofnun Varnarliðsins. Matreiðslumenn hjá Liðsforingjaklúbb Varnarliðsins. Iðnmenntunar er krafist fyrir öll störfin, en fáist ekki réttindafólk kemur til greina að ráða vana aðstoðarmenn í sum störfin. Skriflegar umsóknir beristtil Varnarmálaskrifstofu, ráðningardeild, Brekku- stíg 39, 260-Reykjanesbæ, eigi síðar en 28. maí 1996. Nánari upplýsingar um störfin eru í starfslýsingum sem liggja frammi á sama stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.