Alþýðublaðið - 31.05.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 31.05.1996, Síða 1
■ Ásta B. Þorsteinsson telur alvarlega galla á grunnskólafrumvarpi menntamálaráðherra Heilagtstríð klefa 13 Sævar Marino Ciesi- elski í klefa númer 13 í Síðumúlafangelsinu. Þangað hefur hann ekki komið i tæp 20 ár en fór í gær með Einari Ólasyni Ijós- myndara. Hann segir í samtali við Alþýðu- blaðið að hluti af honum hafi dáið í þessum klefa enda var hann þarna í eitt og hálft ár. í lækna- skýrslu, sem Alþýðu- blaðið hefur undir höndum, frá árinu 1978 undirrituð af Guðsteini Þengilssyni lækni stíluð á Jón Thors, fulltrúa í Dóms- og kirkjumála- ráðurneytinu, segir: „... nú er einangrunin farin að kvelja hann einum um of, og erf- itt að segja hversu lengi hann haldi hana út með vit sitt óskert." Sævar segir í viðtali að hann sé orðinn langþreyttur á bar- áttu sinni við kerfið og að Þorsteinn Páls- son svari bréfum hans ekki. Sjá bls. 7 ■ Sighvatur Björgvinsson við eldhúsdags- umræður í gærkvöldi Fólkið er aftast í skut - segir Sighvatur og telur ríkisstjórnarsamstarfið byggja á samstjórn kyrrstöðuafla og sérhagsmunavörslu. „Hvað gerist þegar Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur ná saman um stjóm landsins? Ávallt hið sama. f slíkri samsuðu sökkva ætíð til botns þau frjálslyndu framfaraöfl, sem finna má í flokkunum báðum. Undirtökunum nær kyrrstöðuliðið, verðir sérhagsmunanna, andstæðing- ar almannahagsmuna, fólkið sem hefur gærdaginn fyrir framtíðarsýn." Þetta voru upphafsorð ræðu Sig- hvats Björgvinssonar við eldhúsdags- umræður á Alþingi í gærkvöldi. Sig- hvatur sagði með ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks væri kyrrstaðan komin til að vera. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin gætti varðveislu sérhagsmuna á kosmað almannahags. Undir lok ræðu sinnar sagði Sig- hvatur: ,fólk í fyrirrúmi" var aðalslagorð Framsóknarflokksins í síðustu kosn- ingum. Er Ingibjörg Pálmadóttir að framkvæma þá stefnu í heilbrigðis- ráðuneytinu? Er Páll Pétursson að framkvæma þá stefnu í félagsmála- ráðuneytinu gagnvart fólkinu í verka- lýðsfélögunum? Er Guðmundur Bjamason að framkvæma þá stefnu með búvörusamningum? Er Halldór Ásgrímsson að framkvæma þá stefnu með ofurtollunum, sem eyðilögðu Gatt-samninginn? Er Framsóknar- flokkurinn að framkvæma þá stefnu með skattalækkununum til stóreigna- mannanna? Nei, fólkið er aftast í skut. Skipið sjálft liggur kyrrt við festar sérhagsmunanna. Það ilýtur ekki lengur. Er þetta óskastjóm unga fólksins, sem hefur jákvæða framtíðarsýn? Er þetta óskastjóm fijálslyndra og víð- sýnna karla og kvenna, sem vita að virk þátttaka Islands í fjölþjóðlegu samstarfi, fijáls verslun og viðskipti, heilbrigð samkeppni á markaði og skipulagsbreytingar í opinberum rekstri em lyklarnir að bættum lífs- kjörum, auknum tækifærum til menntunar, þekkingaröflunar og þroska og aukinni lífshamingju. Ég segi nei. Samstjóm kyrrstöðuaflanna og sérhagsmunavörslumannanna læt- ur aldrei drauma þessa fólks rætast. Hún hefur ekki gert það á sínu fyrsta starfsári. Hún mun ekki gera það á þeim árum, sem hún kann að eiga eftir á valdastólunum. Vonandi verða þau sem fæst.“ Jafnvel brot á jafnræðisreglu stjómarskrárinnar - segir Ásta. Telur frumvarpið ekki huga að nemend- um sem þarfnast sérkennslu. „Það virðist vera meginmarkmið þessara breytingartillagna að fá sveitarfélögin til að samþykkja yfir- töku á rekstri grunnskólans, hvað sem það kostar og jafnvei með því að færa fórnir hvað varðar þarfir, réttindi og hagsmuni nemenda sem eiga undir högg að sækja í grunn- skólum landsins í dag,“ segir Ásta B. Þorsteinsdóttir varaþingmaður, sem situr á Alþingi um þessar mundir, um frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á lögum um grunn- skóia. I frumvarpinu er fjallað um ýmislegt sem varðar fjármögnun á rekstri grunnskólans við tilfærsluna til sveitarfélaganna, eins og kennslu- stundafjölda og námsframboð, kostnað í þágu byggingafram- kvæmda og fleira. Asta telur mjög alvarlegt að ekki sé þar einu orðið vikið að því hvernig fjármagna eigi sérkennslu og stuðning við fötluð börn eða önnur böm sem þurfa sér- staka aðstoð í grunnskólum landsins. „Óneitanlega veldur það miklum vonbrigðum að menntamálanefnd Alþingis skuli leggja fram frumvarp þar sém ekki er gert ráð fyrir nokk- urri þróun í málefnum þessa hóps nemenda,'1 segir Ásta. Ásta segir að samkvæmt breyting- artillögunum virðist sem verið sé að lögfesta möguleika samtaka sveitar- félaga á því að sameinast um rekstur sérskóla. Þetta geti haft þau áhrif að einstök sveitarfélög sjái sér hag í því að senda börn sem þurfi mikinn stuðning í sérskóla á höfuðborgar- svæðinu, sem með því yrðu einskon- ar safnskólar fyrir allt landið. „Rekstur sérskóla þarf ekki að heyra undir mörg sveitarfélög eins og látið er að liggja í frumvarpinu og þessi breyting á lögum um grunnskóla er algjörlega óþörf og jafnvel brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Ásta „Það hljóta að teljast eðlileg vinnubrögð að um málefni þessa hóps verði fjallað áður en Alþingi fer í sumarleyfi," segir Ásta. gegn Olafi Ragnari? Spjótin standa nú á Ólafi Ragnari Grímssyni úr öllum áttum. Elías Dav- íðsson tónskáld dreifði texta á ensku á internetinu í vikunni þar sem hann sakar Ólaf um aðild að glæpi gegn mannkyninu. Elías hvetur alla mús- lima og araba til að íhuga vel það sem kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins við Ólaf Ragnar 17. mars síðast liðinn. Þar segir hann koma fram að Ólafur styðji viðskiptabann á írak og stuðli þannig, ásamt öðrum ráðamönnum heimsins, að hungurdauða hálfrar milljónar bama. I texta Elíasar, sem er undir fyrirsögninni: íslenskur forseta- frambjóðandi styður ofsóknir gegn aröbum, kemur fram að Ólafur Ragnar sé í skoðanakönnunum líklegastur til að hreppa forsetastólinn af þeim sem í framboði eru. Þá upplýsir Elías jafn- framt að hann hafi formlega farið fram á það við íslenska dómstóla að þeir undirbúi réttarrannsókn á máli þessu. Elías ætlar jafnt utan lands sem innan að vekja athygli á því sem hann segir glæpsamleg og skammarleg um- mæli forsetaframbjóðandans. Sævar aftur í Með hækkandi sól breytist afgreiðslutíminn hjá Sjóvá-Almennum. Frá 28. maí verður opið frá klukkan 8 til 16. sm Sími 569 2500 ALMENMAB Grænt númer 800 5692 AUK/SÍAk116d11-389

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.