Alþýðublaðið - 11.06.1996, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996
s k o d a n i r
UHNHJm
21124. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Hugmyndir Vilmundar
Nafnabreytingar á stjómmálaflokkum verða með ýmsu móti. Þannig
kallaði það á ítarlega umræður og jafnvel stöku mótbám þegar Alþýðu-
flokkurinn bætti við sig heitinu Jafnaðarmannaflokkur Islands fyrir
fimm ámm. Kommúnistar sveipuðu sig lánsflíkum 1938 og skírðu
flokk sinn Sósíalistaflokkinn, sameiningarflokk alþýðu, sem síðar varð
að Alþýðubandalaginu. Það er fágætara að flokkar klippi þegjandi og
hljóðalaust aftan af nöfnum sínum, en sú er raunin með Þjóðvaka.
Einsog mörgum er eflaust kunnugt fór landsfundur Þjóðvaka fram um
helgina, og er athyglisvert að í landsfundarplöggum og fréttatilkynning-
um er búið að sneiða af heiti flokksins tvö orð: Hreyfing fólksins.
Þetta er vitanlega fyrst og ffemst til marks um að liðsmenn Þjóðvaka
hafa ekki glatað tengslum við veruleikann. Flokkur sem á fulltrúa á
þingi hefur nefnilega aldrei efnt til „landsfundar" í skugga svo algers
skorts á hylli kjósenda. í heilt ár hefur þurft pólitíska smásjá til að
greina fylgi Þjóðvaka: nú er til dæmis svo komið að Astþór Magnússon
nýtur tvöfalt meiri stuðnings en þessi stjómmálaflokkur sem fjórðungur
þjóðarinnar lýsti sig fylgjandi fyrir aðeins þremur misserum.
Tvennt stendur uppúr þegar stjómmálaályktun Þjóðvaka er gaum-
gæfð. Annarsvegar áhersla á sameiningu jafnaðarmanna og hinsvegar
krafa um gmndvallarbreytingar á stjómskipun landsins. Nú er ástæðu-
laust að rifja upp tilurð Þjóðvaka á haustdögum 1994, enda vonandi að
sárin sem viðskilnaður Jóhönnu Sigurðardóttur og Alþýðuflokksins olli
séu óðum að gróa. Á hitt ber að líta að liðsmenn Þjóðvaka eiga í öllum
meginatriðum fullkomna málefnalega samleið með Alþýðuflokknum. I
því sambandi nægir að tína til helstu atriðin úr fyrmefndri stjómmála-
ályktun: Þjóðvaki vill veiðileyfagjald í sjávarútvegi og sambærilegt
orkugjald við nýtingu orkulinda; nýjan búvörusamning; öflugt velferð-
arkerfi sem rekið er á fjárhagslega hagkvæman hátt; samráð og bætt
skipulag á vinnumarkaði með atvinnulýðræði og vinnustaðasamning-
um; jafnari tekjuskiptingu og að þeir beri byrðar samfélagsins sem
breiðust hafa bökin. Undir þetta geta vonandi allir alþýðuflokksmenn
skrifað.
Innan Alþýðuflokksins er mikill vilji til þess að fylkja liði jafnaðar-
manna í eina hreyfingu, og er skemmst að minnast að Jón Baldvin
Hannibalsson átti uppúr áramótum fmmkvæði að því að umræður á
þeim nótum hæfust, í kjölfar góðrar samvinnu stjómarandstöðuflokka.
Torvelt er hinsvegar að ráða í reykmerki Alþýðubandalagsins. I Tíman-
um á laugardag varpar Hjörleifur Guttormsson köpuryrðum að liðs-
mönnum Þjóðvaka, og segir að eina ástæðan fyrir áhuga þeirra á sam-
einingu jafnaðarmanna sé ömurleg staða þeirra sjálfra. Þá hefúr Svavar
Gestsson, sem nú er óumdeilanlega áhrifamesti foringi Alþýðubanda-
lagsins, jafnan lagt mikla áherslu á „sérstöðu" flokksins og nauðsyn
þess að efla hann og styrkja - öðmm sé auðvitað velkomið að ganga til
liðs við Alþýðubandalagið. Lítið hefur heyrst um þetta mál, fremur en
önnur, frá Margréti Frímannsdóttur og verður að draga þá ályktun að
Hjörleifúr og Svavar tali fyrir hennar munn sem endranær.
Tillögur Þjóðvaka um breytingar á stjómskipan landsins em ekki nýj-
ar af nálinni, en sóttar í smiðju Vilmundar Gylfasonar og er vissulega
full ástæða til að dusta af þeim rykið. Þjóðvaki vill auka rétt til þjóðarat-
kvæðis, jafna vægi atkvæða og að raunvemlega verði skilið milli lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds, þannig að ráðherrar víki af þingi og
að forsætisráðherra verði kjörinn beinni kosningu. Þetta em mál sem
vissulega þarf að skoða vandlega, og ekki síst ætti að draga lærdóma af
þinginu sem var að ljúka. Þar valtaði ríkisstjómin, í krafti mikils meiri-
hluta, yfir Alþingi svo það er nánast að verða einsog stimpilpúði fram-
kvæmdavaldsins. Það heyrir til undantekninga ef þingmenn koma mál-
um í gegn, og reyndar mega þeir þakka fyrir að fá umræðu um þingmál.
Síðustu vikur breyttust þingstörfin í óskemmtilegan farsa þarsem þing-
menn vom barðir áfram dag og nótt til að ljúka afgreiðslu fmmvarpa
sem embættismenn ráðuneytanna puðmðu ffá sér.
Sé forsætisráðherra kosinn beinni kosningu og ráðherrar látnir víkja
af þingi mun það tvímælalaust skerpa skilin milli löggjafarvalds og
framkvæmdavalds. Alþingi verður skilvirkara og getur einbeitt sér að
því hlutverki að setja þjóðinni lög. Þingmenn verða sjálfstæðari en ekki
vökubleikar tuskudúkkur ráðuneytanna einsog nú er. Því er ástæða til að
ræða hinar gömlu hugmyndir Vilmundar í fullri alvöm. ■
Sallaffnn í Sundhöllinni
’ „Ekki svo aaapilja að
p>öddíbasís Æneinn |
Þao vorl
þekkti en sem þekkjal
til Kjartans Ragnarssona
ilja að ég sé á böddí-
neinn þeirra ennþá.
arna sem ég
g nikkaði
ví að hann
er alltaf svo glaðlegur en ég held að
hann hafi ekki tekið eftir því."
Það er alltaf að koma betur og betur
í ljós að ég er í eðli mínu hámenn-
ingarlegur einstaklingur. Eg fór á
miðnæturtónleika með Voces Thules á
laugardagskvöldið var og maður lif-
andi - þegar ég, á leiðinni heim í jepp-
anum mínum, heyrði Siggu Beinteins
í útvarpinu var ég fljótur að slökkva.
Eftir svona tónleika er maður ekki
hummandi einhver stef heldur verður
einhvem veginn... já, hinn menningar-
legasti allur. Tónleikamir vom haldnir
Orðin tóm
í Sundhöll Reykjavíkur. Frumlegur
staður, svoldið “wild” sem var í
skemmtilegu mótvægi við efnis-
skránna sem bar keim af endurreisn-
inni en Voces Thules lögðu í upphafi
ferils síns mesta áherslu á tónlist frá
því tímabili, eins og flestum er kunn-
ugt.
Strax í öðm lagi ferðaðist ég í hæstu
hæðir kúltúrheimanna. Þeir söngfuglar
stóðu með afsagaðar krokketkylfur,
börðu í silfraða rörbúta sem gáfu ffá
sér klukknahljóm og tónuðu með
verkið Terra Tremuit eftir William
Byrd. Mér brá að vísu nokkuð þegar
sá þeirra sem er hvað einstæðings-
legastur fékk ekki að vera með heldur
sat útí horni meðan á flutningi
verksins stóð. Meðlimir Voces Thules
eru sex en það voru bara fimm rör. Nú
er ég ekki að segja að hann sé ein-
stæðingur en hann virkaði bara þannig
á mig, ffemur búlduleitur maður með
gleraugu og þunnt hár. En sá gat
sungið. Það gladdi mig að hann fékk
að vera með strax í næsta lagi og að í
einu laganna fékk sá þeirra sem er
ffíðastur ekki að vera með.
Annað atriði sem dreifði athyglinni
var af öðrum toga. Elín Edda, útlits-
listakona sönghópsins, fékk þá snjöllu
hugmynd að búa til pappírsbáta sem
flutu í lauginni með kerti innanborðs.
(Minnti mig reyndar sem snöggvast á
Hírósíma og Nagasakí og Tjörnina í
Reykjavík.) En sá böggull fylgdi
skammrifi að það vildi kvikna í
bátunum og því var rauðhærður
drengur fenginn til að busla á milli
þeirra og slökkva eldinn. Sá hefur
verið orðinn vel sósaður í lok tón-
leikanna. En þetta er tittlingaskítur
miðað við þann ómfagra söng sem
boðið var uppá.
Aðalmaðurinn í hópnum var að
sjálfsögðu Sverrir últratenór. Hann
fékk að vera með í öllum lögunum. Þá
kom það mér skemmtilega á óvart að
við íslendingar eigum nú tvo
últratenóra. Þetta vissi ég ekki. Hinn
heitir Sigurður og er, að ég held, úr
Garðabænum. Hann er einkar lista-
mannslegur útlits, mjór eins og Sverrir
(enda er vart hægt að ímynda sér feit-
an últratenór, það passar ekki) og söng
eins og engill. Það er mikill fengur að
eiga tvo slíka því enginn er betur til
þess fallinn að túlka sultarvæl miðal-
danna heldur en einmitt últratenórinn.
Það sýndi sig sannarlega í Ad est fes-
tum og Laudate pueri úr
Þorlákstíðum.
Eitt er sem mér finnst alveg
einkennilegt og það er þetta með
klappið. Greinilegt var að sumir
meðal áhorfenda voru ekki með það
alveg á hreinu hvenær átti að klappa
og hvenær ekki. Nú vil ég nota þetta
u n i
tækifæri og benda á ráð til handa þeim
sem ekki eru eins innvinklaðir í menn-
inguna og hinir. Þetta er ráð sem ég
nýtti mér útí hörgul á laugardags-
kvöldið. Ég var svo ljónheppinn að á
sundlaugarbakkanum á móti mér sat
enginn annar en Hjálmar H.
Ragnarsson og ffú. Þegar komu klapp-
leg móment þá horfði ég bara á hann
og apaði effir honum klappið; hvenær
átti að klappa, hvað klappið átti að
vera langt og svo framvegis. Eins og
allir vita er klapp á svona menn-
ingarviðburðum mikilvægt atriði. Ef
menn standa ekki klárir á því þá er um
að gera að fylgja fordæmi þess sem vit
hefur á. Það er enginn fæddur menn-
ingarmaður.
Ég saknaði þess að ekki skyldi vera
gert hlé. Þarna var í heildina tekið
ákaflega góðmennt og margir frægir
meðal áhorfenda. Ekki svo að skilja
að ég sé á böddíböddíbasís við neinn
þeirra ennþá. Það voru miklu fleiri
þama sem ég þekkti en sem þekkja
mig. Ég nikkaði til Kjartans
Ragnarssonar af því að hann er alltaf
svo glaðlegur en ég held að hann hafi
ekki tekið eftir því. Eðlilega voru
menn úr músíkheiminum áberandi í
áhorfendahópnum: Áskell Másson,
Þorkell Sigurbjörnsson, Ríkharður
Örn Pálsson, Ævar Kjartansson
útvarps og Guðsteinn hljóm-
sveitarstjóri svo einhverjir séu nú
nefndir. Alveg hreint sallafínir í
Sundhöllinni. Svo voru þarna allra
þjóða kvikindi eins og vera ber á
Listahátíð. Einn þeirra var klæddur
eins og tíbetskur múnkur. Hann var
flottastur útlendinganna.
Það er óhætt að mæla með Voces
Thules við alla þá sem unna góðri tón-
list og skemmtilegum tónleikum. ■
Atburðir dagsins
1935 Auður Auðuns lýkur lög-
fræðiprófi frá Háskóla íslands,
fyrst kvenna. Hún varð síðar
fyrsta konan til að gegna emb-
ætti borgarstjóra og ráðherra á
íslandi. 1940 Benito Mussolini,
einræðisherra á Ítalíu, lýsir yftr
sm'ði á hendur Bandamönnum.
1946 Ítalía lýst lýðveldi. 1970
Alexander Kerensky, forsætis-
ráðherra Rússlands þegar byit-
ingin var gerð 1917, deyr í út-
legð íNew York. 1971 Kjartan
Ottósson, 15 ára nemandi í
Réttarholtsskóla, hlaut 10 í
meðaleinkunn á landsprófi.
1979 John Wayne, mestur kú-
reki kvikmyndanna, dcyr. 1988
80 þúsund manns koma saman
á Wembley í Lundúnum til að
fagna sjötugsafmæli Nelsons
Mandela. Hann átti ekki heim-
angengt í fögnuðinn, þarsem
hann hafði verið í fangelsi í
Suður-Afríku síðan 1964. 1990
Hægrimaðurinn og rithöfund-
urinn Mario Vargas Llosa tapar
seinni umferð forsetakosninga í
Perú.
Afmælisbörn dagsins
Ben Jonson 1572, enskur leik-
ritahöfundur. Richard Strauss
1864, þýskur tónsmiður. Genc
Wilder 1935, bandarískur leik-
ari.
Annálsbrot dagsins
Um það skeið fæddist meybam
að Sogni í Kjós, er enga hafði
vinstri hönd allt til olnboga;
faðir þess hét Þórður, er þar
bjó, giptur.
Vallaannáll 1704.
Vörn dagsins
Tryggasta vörnin er að halda
sig úr skotfæri.
Bacon.
Málsháttur dagsins
Vandsénir em margir.
Orð dagsins
Eftir dagsins ys og gný
eru flestir hljóðir;
sojhar hreiðri sínu í
sérhver ungamóðir.
Guömundur Friðjónsson.
Skák dagsins
Akopjan er slyngur skákmaður
og nú lítum við á hann ganga
frá hinunt ólánsama Kruppa.
Vinningsleikurinn - og fram-
hald hans - liggur kannski ekki
í augum uppi, svo lesendur
ættu að gefa sér dálítinn tíma.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Rxf5 gxf5 2. D12 Hc2 Eini
leikurinn. 3. Dxc2 Dxe3 4.
Db2! Dxf4 5. Hg3 Kruppa
gafst upp.