Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ199, bessastaðabardaginn Rannveig Tryggvadóttir Vel veröur fylgst meö honum Mér líst illa á þessi úrslit og er mjög ósátt við þau. Eg minni á að á friðar- fundi í Osló 1989 tók Ólafur Ragnar afstöðu í afvopnunarmálum sem hent- aði Sovétstjóminni vel en var í and- stöðu við stefnu Atlantshafsbanda- lagsins. Það er stórlega ámælisvert af honum að tala þvert á stefnu íslenskra stjómvalda. Ég mun aldrei geta sætt mig við Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta lýð- veldisins. Ég hef aldrei treyst honum og ekki nú fremur en áður. Það er síð- ur en svo traustvekjandi að haga segl- um eftir vindi. Hann má gjarnan vita að vel verður fylgst með honum. Mörður Árnason Skynsamleg niöurstaöa Sjá dagar koma! Einhver sagði ein- hvemtíma að í forsetakosningum sýndu Islendingar bæði sínar bestu hliðar og sínar verstu. Það gerðist líka núna — en úrslitin staðfesta auðvitað að við emm skynsöm þjóð, fordóma- laus og bjartsýn. Ólaftir Ragnar var einfaldlega hæfastur. Geðsveiflur í skítverkadeild Sjálfstæðisflokksins og í heilabúi nokkurra fyrrverandi for- stjóra breyttu ekki þeirri vissu þjóðar- innar. Urslitin em að sjálfsögðu feiki- legur persónusigur fyrir Ólaf Ragnar og raunar ekki síður fyrir Guðrúnu Katrínu, sem þegar hefur unnið sér sess í þjóðarhjartanu. Mér finnst þessi niðurstaða líka vera sigur lýðræðisins. Það hefðu verið alvarleg tíðindi ef hinar neikvæðu aðferðir hefðu skilað tilætluðum árangri, og sennilega vald- ið varanlegum skemmdum í íslenskum þjóðmálum. Fólkið valdi sinn forseta. Það valdi núna stjómmálamann úr fylkingu jafhaðarmanna, og það er umhugsun- arefni fyrir okkur vinstramegin við miðju að almenningur í landinu skuli á þremur ámm hafa vahð sér bæði borgarstjóra og forseta af þessum væng þegar í boði vom hæfir og sterk- ir einstaklingar með skýran málstað og samhent lið að baki sér. Næsta verkefni Ólafs Ragnars er að fylkja allri þjóðinni að balci sér. Það tekur hann nokkrar vikur eða mánuði, kannski einhver misseri í sumum til- Pétur Kjartansson og Kristófer Már Kristinsson á kosningavöku Péturs Kr. Hafstein. vikum, en ég tel að það verk muni verða Iéttara en margur hyggur nú. Það mat byggi ég á reynslu og kynn- um af Ólafi. Hinsvegar er ljóst að einhveijir fýlu- pokar halda að sér takist að gera Ölafi — og þjóðinni — lífið leitt með ýms- um stælum. Það vekur athygli að Dav- íð Oddsson skipaði sér í þann hóp á kosninganóttina, þótt forsætisráðherra sé einmitt sá sem kemur það minnst við hvem þjóðin leiðir til öndvegis framhjá hans sæti. Davíð ætti að - minnast spakmæla annars Davíðs: Enginn stöðvar tímans þunga nið. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Þjóöin valdi Ég óska Ólafi Ragnari auðvitað til hamingju með kjörið. Það gustar af honum, hann er sterkur persónuleiki og kemur oft virðulega fram. Það sem mér finnst sitja eftir í þessari kosn- ingabaráttu er sú aðför að málffelsinu sem Birgir Hermannsson, Davíð Þór Jónsson og fleiri menn stóðu að. Þeir reyndu með hrópyrðum að þagga nið- ur alla umræðu um fortíð og feril þess manns sem var líklegastur til að verða kjörinn forseti - og raunar varð síðan kjörinn forseti. Það liggur í augum uppi að við verðum að ræða það, þótt það verði að gera málefnanlega og á grundvelli staðreynda. Ég tel síðan að þær auglýsingar sem birtust frá mönnum sem eiga um sárt að binda af völdum Ólafs Ragnars hafi átt fullan rétt á sér, þótt þær hafi sennilega ekki mælst vel fyrir. Þessir menn hafa vafalaust sagt sem svo: Við viljum vekja athygji á nokkrum stað- reyndum sem jjjóðiiryerður að hafa í huga þegar hún vélúr. Og það er ekk- ert við því að segja áð þeir geri það; þeir hafa til þess ftillan rétt. Síðan var það þjóðin sem valdi á grundvelli þessara staðreynda og kaus að meta aðra hluti meira en þær. Ulfar Þormóðsson Kaflaskipti Það er hafinn nýr kafii í æýi'Ólafs Ragnars Grímssonar. Óskandi er að sá kafli gangi vel fram. Andrés Magnússon r Eg er brjálaöur. Ég er brjáiaclnr. Ómar Kristjánsson Hvorki óvild né hatur Ég óska nýjum forseta til hamingju og vona að honum og fjöiskyldu hans famist vel í þessu starfi. Það var engin persónuleg óvild tií Ólafs Ragnars sem varð til þess að ég, ásamt öðrum, birti auglýsingar í þessarí kosninga- baráttu. Eftir að ffambjóðandinn lýsti því yfir að kosningabaráttanhefði ver- ið eins og huggulegt teboðþá gerðum við okkur grein fyrir aðfjölmiðlar ætl- uðu ekki að fjalla um ákveðin atriði í ferli Ólafs Ragnars. Við ákváðum að bæta úr því, töldum það nauðsynlegt I sigurliðinu. Linda Vilhjálmsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Mörður Árnason og Óskar Guðmundsson fagna hástöf- um. Húsnæði óskast Hvammstangi Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði fyrir sambýli fatlaðra á hvammstanga. um er að ræða a.m.k. 200-250 m2 einbýlishús í góðu ásigkomulagi með rúmgóðum svefnherbergjum. Æskilegt er að húsnæðið sé á einni hæð og allt aðgengi innan dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til fatlaðra. ð er greini staðsetningu, herbergjafjölda, afhendingar- tíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðu- neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. júlí 1996. Fjármálaráðuneytið, 28. júní 1996 LANDSPITALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... Barnaspítali Hringsins Hjúkrunarfræðingar/sjúkraliði Hjúkrunarfræðingar óskast á eftirtaldar deildir: Móttökustöð til afleysinga í eitt ár 60% starf frá 15. september n.k. Starfið felst í móttöku innkallaðra barna ásamt fræðslu og skipulagsþætti. Vinnutími er dagvinna frá kl. 09:00. Upplýsingar veitir Rósa Einarsdóttir, hjúkrunardeildarstj. s. 560 1054 og Hertha W. jónsdóttir, hjúkrunarframkv.stj. s. 560 1033. Vökudeild (gjörgæsla nýbura) frá 1. september n.k. í 100% starf eða hlutastarf á allar vaktir. Góður aðlögun- artími og fjölbreytt starf. Barnaskurðdeild sem fyrst eða frá 1. september n.k. á allar vaktir, unnið er þriðju hverja helgi. Unnið er með einstaklingshæfða hjúkrun. Upplýsingar veita Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrunar- deildarstj. s. 560 1040 og Anna Ólafía Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstj. s. 560 1030. Kvennadeild Landspítalans Líffræðingur Líffræðingur óskast til starfa á glasafrjóvgunardeild kvennadeildar Landspítalans. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1996, en gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf í september 1996 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða fullt starf á rannsóknarstofu deildarinnar þar sem unnið er með kynfrumur og fósturvísa og ræktun þeirra. ími er frá kl. 08:00-16:00 virka daga auk nokkurrar helg- arvinnu. Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi í líf- fræði. Umsóknareyðublöð fást hjá Helgu Tryggvadóttur fulltrúa á kvennadeild Landspítalans. Umsóknum skal fylgja greinargerð um nám og fyrri störf, m.a. líffræði- rannsóknir. Nánari upplýsingar veita Júlíus Gísli Hreins- son og Elín Ruth Reed líffræðingar í s. 560 1175 eða Reynir Tómas Geirsson prófessor, í s. 560 1000. Um- sóknum skal skilað til Reynis Tómasar Geirssonar pró- fessors, kvennadeild Landspítalans, 105 Reykjavík. Endurhæfingardeild Landspítalans Iðjuþjálfi Laus er staða iðjuþjálfa við endurhæfingardeild Land- spítalans í eittárfrá 1. september 1996 til 31. ágúst 1997. Æskileg reynsla í sómatískri meðferð. Upplýsingar veittar í s. 560 1421 og 560 1427. Umsóknir sendist á endurhæfingardeild Landspítalans. Þvottafús Ríkisspítala Yfirsaumakona Óskað er eftir yfirsaumakonu á saumastofu þvottahúss Ríkisspítala. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og/eða reynslu við að sníða, búa til snið og sauma. Ráðning er frá 1. ágúst 1996. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1996. Umsóknum skal skila til Karólínu Guðmunds- dóttur, tæknideild Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík. r Olafur Ragnar Grímsson er fimmti forseti ís einstaklinga, bæði einlæga aðdáendur og og bað þá að tjá sig um úrslitin. Ek Eg er glaðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.